Tíminn - 05.01.1989, Page 4
4 Tíminn
Fimmtudagur é.'jan'úar 1989
Náttúruverndarráð
auglýsir námskeið í
náttúruvernd
Tilgangur námskeiösins er aö gefa fólki innsýn í
náttúruvernd á íslandi, þjálfa það til að hafa eftirlit
með friðlýstum svæðum og fræða fólk um náttúru
landsins.
Þátttakendur í námskeiðinu skulu vera orðnir 20
ára og hafa staðgóða framhaldsmenntun.
Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður.
Þátttaka í námskeiði þessu er skilyrði fyrir ráðningu
í landvörslustörf á vegum Náttúruverndarráðs, en
tryggirþátttakendum þóekki slíkstörf. Námskeiðið
verður haldið í Reykjavík og stendur yfir eftirfar-
andi daga:
17., 18. og 19. febrúar,
10., 11. og 12. mars,
7., 8. og 9. apríl og dagana
19.-23. apríl verður dvalið utan Reykjavíkur.
Skriflegar umsóknir, með heimilisfangi og síma, er
greina frá menntun, aldri, störfum og áhugamálum
og öðru sem máli skiptir, skulu berast Náttúru-
verndarráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir
25. jan. 1989.
Auglýsing frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Kennsla á vorönn 1989 hefst mánudaginn 9.
janúar kl. 8.15 samkvæmt stundaskrá.
Stundatöflur verða afhentar gegn greiðslu skóla-
gjalda kr. 3.000,- föstudaginn 6. janúar. Eldri
nemendur fá stundatöflur kl. 10.00, en nýnemar kl.
13.00.
Umsjónarkennarar mæti í skólann föstudag kl.
9.30.
Kennsla í Öldungadeild hefst einnig 9. janúar
samkvæmt stundaskrá. Innritun í Öldungadeildina
stendur yfir.
Rektor.
Vestur-Húnvetningar
Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til
viðtals í Vertshúsinu, Hvammstanga, mánudaginn 9. jan. kl. 15-18.
Hofsós - nágrenni
Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til
viðtals í félagsheimilinu Höfðaborg miðvikudaginn 11. jan. kl. 15-18.
Skagfirðingar, Sauðárkróksbúar
Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson og Elín
Lindal varaþingmaður halda almennan stjórnmálafund í Framsóknar-
húsinu, Sauðárkróki, miðvikudaginn 11. jan. kl. 20.30.
Skagstrendingar
Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Pálsson verða til viðtals
í Hótel Dagsþrún fimmtudaginn 12. jan. kl. 15-18.
Austur-Húnvetningar
Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson og Elín
s-Líadal yarabinamaður halda almennan stjórnmálafund að Hótel
BlönduösTrtmmtudaginn 12. jan. kl. 20.30.
Siglfirðingar - Siglfirðingar
Ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála Guðmundur Bjarnason og
alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson halda
almennan fund um heilbrigðismál að Hótel Höfn, þriðjudaginn 10.
janúar kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Friðrik Sigurðsson líffræðingur segir um skýrslu Veiðimálastofn-
unar „Eldislax í ám við Faxaflóa":
„Hræðsluáróður
og skemmdarverk“
Friðrik Sigurðsson framkvæmda-
stjóri LFH og ritstjóri Eldisfrétta,
blaðs Landssambands fiskeldis og
hafbeitarstöðva ræðst mjög harka-
lega á skýrslu vistfræðideildar Veiði-
málastofnunar um eldislax í ám við
Faxaflóa, í síðasta tölublaði Eldis-
frétta. Þar segir hann m.a. að skýrsl-
an sé full af rangfærslum og hreint
skemmdarverk.
Friðrik mótmælir þeirri staðhæf-
ingu er kemur fram í skýrslunni að
erfðablöndun eldisfisks við náttúru-
legra stofna sé óæskileg. Hann segir
að í þessu felist þversögn, því hafi
eldislax minni hæfni en sá náttúru-
legi muni hann sjálfkrafa verða undir
í lífsbaráttunni. „Náttúruvalið velur
hæfustu einstaklingana á hverjum
stað sem veldur því að í hverri á
myndast stofn sem þolir best þær
Friðrik Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri LFH.
umhverfisaðstæður sem eru í ánni
og á því svæði sem fiskurinn fer
um,“ segir Friðrik. Hann víkur sér-
staklega að þeirri yfirlýsingu er kem-
ur fram í skýrslunni að einungis taki
12 ár að eyða núverandi stofni
Elliðaáa og kallar hana „hræðsluyfir-
lýsingu“ og „hreint skemmdarverk
við fiskeldi".
Hann bendir á að þó svo að um
33% af laxi sem hafi veiðst í ósum
Elliðaár s.l. habst hafi verið aðkom-
ulax, hafi enginn aðkomufiskur
veiðst í Elliðavatni. Margt bendi til
þess að sá eldislax sem leiti í ár, haldi
til á ósasvæði ánna en leiti ekki inn
á hrygningarsvæðin. Pað sé því al-
rangt og ekki sannað að einungis
taki um 12 ár að eyða laxastofninum
í Elliðaám.
-ág
Viðskiptaráðherra sendir frá sér nýjar reglur um innflutning með greiðslufresti:
Greiðslufrestur
alltað 90 dagar
Frá og með áramótum geta inn-
flytjendur almennt notfært sér
þriggja mánaða greiðslufrest á vör-
um ef ekki kemur til bankaábyrgð.
Heimilt er að flytja inn bensín og
brennsluolíur hvers konar með 105
daga greiðslufresti og korn, fræ,
jurtaolíu, pappír, smíðajárn, bif-
reiðavarahluti og ýmislegt fleira er
heimilt að flytja inn með allt að 6
mánaða greiðslufresti.
Reglum þessum var breytt að
tilhlutan Jóns Sigurðssonar við-
skiptaráðherra og er tilgangurinn
Þýska í
útvarpi
Bréfaskólinn hefur nú
hafið samstarf við fræðslu-
varp Ríkisútvarpsins um
þýskukennslu í útvarpi fyr-
ir byrjendur. Útvarpað
verður fjórtán þáttum,
einum á viku, og verða
þeir á mánudagskvöldum
á Rás tvö en endurteknir á
föstudagskvöldum.
Hér verður fléttað saman
bréfanámi og útvarpskennslu í
hálftíma langa þætti, þar sem
nemendur Bréfaskólans fá æfingu
í gegnum útvarp í að skilja talaða
þýsku og að mynda setningar á
málinu. Einnigverðuríþáttunum
fræðsla um menningu og mannlíf
meðal þýskumælandi þjóða.
Bréfaskólinn heldur svo uppi
hefðbundnu bréfanámi í grein-
inni, með námsefni sínu fyrir
heimanám og verkefnum sem
kennarar skólans leiðrétta fyrir
nemendur. Hér er jafnframt um
að ræða einingarnám í áfanga-
kerfi fjölbrautaskólanna, þannig
að þegar náminu er lokið getur
fólk gengist undir stöðupróf í
slíkum skóla og sparað sér þannig
heilan áfanga í námi þar. -esig
liður í allsherjar endurskoðun á
skipan gjaldeyrismála. Með þessu er
ætlunin að auka annars vegar jafn-
ræði með innflytjendum um aðgang
að greiðslufresti og hins vegar að
auka frjálsræði fyrirtækja til að afla
sér fjármagns á eigin ábyrgð, en
traust fyrirtæki ættu að geta útvegað
fjármagn á hagstæðum kjörum og
þannig lækkað vöruverð.
Þá hefur viðskiptaráðherra einnig
gefið út nýjar reglur er gilda um
erlendar lántökur og leigusamninga
vegna innflutnings á vélum, tækjum
Samkvæmt venju var veittur styrk-
ur úr Rithöfundsjóði Ríkisútvarps-
ins á gamlársdag. Sjóður þessi var
stofnaður árið 1956 og tók til starfa
það sama ár, Þessi styrkveiting er
því sú 32. í röðinni. Alls hafa 62
rithöfundar hlotið styrki úr sjóðnum
ef þessi veiting er með talin. Áður
fyrr var þessum styrk gjarnan skipt
milli tveggja eða fleiri rithöfunda,
en samkvæmt beiðni þeirra sjálfra
hefur sú hefð skapast að veita styrk-
inn aðeins einum manni ár hvert.
Það var Fríða Á. Sigurðardóttir
rithöfundur sem tók við styrknum
að þessu sinni, sem afhentur var af
Jónasi Kristjánssyni formanni
sjóðsins, og hljóðaði hann upp á
300.000 kr.
í niðurlagi ræðu sinnar við þetta
tækifæri sagði Jónas m.a.:
„Aldrei hefur verið meiri barlóm-
ur í bókaútgefendum heldur en núna
og búnaði til atvinnurekstrar. Megin
breytingin frá fyrri reglum er sú að
nú er heimilt að taka erlent lán til
kaupa frá útlöndum á vélum tækjum
og búnaði sem undir reglurnar falla,
fyrir upphæð sem nemur 60% af
innlendu verði vörunnar en 50% ef
slíkum lánum fylgir ábyrgð eða
endurlán innlends banka, spari-
sjóðs, tryggingarfélags eða opinbers
fjárfestingarsjóðs. Samkvæmt fyrri
reglúm voru heimilaðar lántökur er
námu ýmist 60% eða 70% af fob-
verði. - ág
fyrir síðustu jól. En hvað gerist? Á
bak jólavertíðinni kemur í Ijós að
meira hefur verið keypt af bókum en
nokkru sinni fyrr og fleiri eintök
verið prentuð af tilteknum bókum
en dæmi eru til hér á landi.
Vafalaust eru þessar bækur mis-
jafnar að gæðum, en ekkert bendir
til að þær séu í heild sinni lélegri en
á undanförnum góðárum. Tvennt
má að minnsta kosti fullyrða án þess
að hafa lesið nema fátt eitt hinna
nýju bóka: Nú hefur verið meira
keypt af frumsömdum íslenskum
bókum, minna af þýddum skáldrit-
um eða „reyfurum" en tíðkast hefur
um skeið. Og allur frágangur nýju
bókanna er vandaður og sumar
þeirra hreinir kjörgripir.
Því sýnist .ástæðulaust í upphafi
árs að örvænta um hag íslenskra
bókmennta. Bókin mun lifa“.
-áma.
Styrkur Rithöfunaasjóðs
Ríkisútvarpsins veittur á gamlársdag:
Fríða Á. Sigurð-
ardóttir fékk
300.000 kr.styrk