Tíminn - 05.01.1989, Síða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 5. janúar 1989
y Fjórðungur hátekjumanna óánægður með afkomu sína en þó á móti miklum launamun:
Oánægðir „allaballar"
nægjusamir „kratar“?
í Ijósi þess að nær 9 af hverjum 10 íslendingum telja of
mikinn launamun í landinu er athyglivert, að um fjórðungur
þeirra sem hafa yfir 200.000 króna mánaðarlaun og eru samt
óánægðir með eigin fjárhagsafkomu - og að sömuleiðis virðist
sára lítill munur vera á hlutföllum ánægðra og óánægðra í
hópi 60-90.000 kr. manna annars vegar og 120-150.000 kr.
manna hins vegar. Ánægja manna eða óánægja með afkomu
sína virðist einnig sára lítið ráðast af stétt þeirra, aldri eða
kyni. Eini afgerandi munurinn kemur fram þegar litið er til
þess hvaða stjórnmálaflokk menn styðja. T.d. eru 58%
Alþýðubandalagsmanna í hópi óánægðra en aðeins 27%
Alþýðuflokksmanna.
Þessar merkilegu niðurstöður má
lesa út úr grein sem Stefán Ólafsson
ritar í BHMR tíðindi um útkomur úr
þjóðmálakönnunum Félagsvísinda-
stofnunar, sem jafnaðarlega eru
gerðar tvisvar á ári og byggjast á
úrtaki 1.500 manna á aldrinum 18-75
ára. Tveir aðrir hagfræðingar, þeir
Sigurður Snævarr og Ari Skúlason
eiga í sama blaði greinar um laun og
launamun í landinu.
Allt of mikill munur
Spurðir álits á launamun voru
mönnum í könnununum gefnir fimm
möguleikar á svari: Allt of mikill,
heldur of mikill, hæfilegur, of lítill
og allt of lítill. Niðurstöður eru
sýndarfyrirárið 1983,1986og 1987.
Sárafáir (1-3%) hafa öll þessi ár
talið launamuninn of lítinn. Þeim
hefur hefur heldur farið fjölgandi
(úr 8 í 13%) sem telja hann nokkuð
hæfilegan. Þeim sem telja launa-
muninn of mikinn hefur því fækkað
smmávegis (úr 89-90% niður í 86%).
Höfuðbreytingin er sú, að stór hluti
þeirra sem áður töldu launamun
heldur mikinn telur hann nú orðinn
allt of mikinn.
Hvað varðar álit manna á að
launamunur sé of mikill kemur lítill
munur fram milli fólks eftir stéttum,
launum, kyni eða aldri.
Eini verulegi munurinn á afstöðu
manna til launamunarins virtist fara
eftir því hvaða flokk menn styðja.
Nær fjórðungur stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokksins taldi launamun
hæfilegan eða jafnvel of lítinn og
litlu færri kratar. Aftur á móti voru
aðeins 4% stuðningsmanna Alberts
þeirrar skoðunar og sömuleiðis sára
fáir fylgjendur Alþýðubandalags og
Kvennalista.
Ánægðir láglaunamenn og
óánægðir hálaunamenn?
Þar sem svo yfirgnæfandi rneiri-
hluti meðal allra stétta og í öllum
tekjuhópum telur launamun of mik-
inn mætti ætla að ánægja manna
með fjárhagsafkomu sína og fjöl-
skyldunnar ykist í réttu hlutfalli við
auknar tekjur. En svo einfalt er það
aldeilis ekki.
Það sem kannski kemur hvað
mest á óvart í þessari könnun er
annars vegar hvað hátt hlutfall
ánægðra finnst í hópi þeirra sem
allra lægst hafa launin - og hins
vegar hve margir þeirra hæst laun-
uðu telja sig hafa það skítt. (Miðað
er við mánaðarlaun fjölskyldna í
maí 1988.)
Af þeim sem einungis höfðu 30-
60.000 kr. fjölskyldutekjur lýstu
38% sig ánægða með afkomu sína,
en 58% óánægða og þar af sagðist
aðeins um helmingurinn mjög
óánægður.
í 60-90.000 kr. fjölskyldum voru
ánægðir nær sama hlutfall og óá-
nægðir (um 45%) og það hlutfall
breyttist síðan lítið þótt launin færu
upp í 120-150.000 kr. Hlutfall
ánægðra hækkaði fyrst að marki
þegar launin fóru að nálgast 200
þúsundin og þar yfir. En í þeim hópi
lýsti þó enn um fjórðungur sig ó-
ánægðan meðafkomu sínaogsinna.
Tafla 8
Hlutfall svarenda í hverjum tekjuhópi sem segjast vera
ánægöir eöa óánægðir meö fjárhagsafkomu sína og fjölskyldu sinnar.
Fjölskyldutekjur í maí 1988.
Fjölskyldutekjur, þúsundir króna á mánuði:
30-60 60-90 90-120 120-150 150-180 180 -210 Yfir210
Mjög ánægðir 5 8 4 5 16 24 28
Fremuránæqðir 33 38 34 47 52 49 55
Veitekki/hlutlaus 5 9 11 8 9 5 2
Frernuróánægðir 25 25 31 24 19 15 14
Mjög óánægðir 33 20 20 16 5 8 2
Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100%
Fjöldi 40 120 117 111 97 66 51
Marktækni: Munurinn á afstööu milli tekjuhópa er vel marktækur (>99%, Chi-square = 88.29).
Heimild: Pjóömálakönnun Félagsvísindastofnunar mal 1988.
Tafla 6
Ánægja og óánægja meö fjárhagsafkomu. Greint eftiraldri og fylgi viö stjórnmálaflokka.
Mjög ánægð Fremur ánægð Fremur óánægð Mjög óánægð Veitekki Alls
Aldur:
18-29ára 8 43 26 14 9 100%
30-39 ára 9 39 24 21 8 100%
40-49 ára 14 42 25 13 7 100%
50-59 ára 10 49 18 15 8 100%
60-75 ára 15 44 20 9 11 100%
Kjósendur:
Alþýðuflokks 16 51 17 10 6 100%
Framsóknarflokks 9 48 22 13 9 100%
Sjálfstæðisflokks 15 48 21 9 8 100%
Alþýðubandalags 2 32 26 32 8 100%
Kvennalista 10 38 25 20 7 100%
Borgaraflokks 8 32 24 28 8 100%
Marktækm: Munurinn mitli aldurshópanna er á mörkum þess aö vera marktækur m.v. 95% likur, en munurinn milli stuöningsmanna
flokkanna er vel marktækur m.v. 99% likur (Chi-square = 57.83).
Heimild: Pjóömálakönnun félagsvísindastofnunar maí 1988.
Og kannski ennþá merkilegra hve
Alþýðuflokksmenn virðast ánægðari
með tilveruna heldur en Alþýðu-
bandalagsmenn?
Enginn munur á verka-
konum og iðnaðarmönnum
Ánægja fólks með eigin fjárhags-
afkomu virðist því langt í frá ráðast
af því einu hvað það telur háar
upphæðir úr launaumslagi sínu.
Munur á fjölda ánægðra og ó-
ánægðra á milli stétta, kynja og
aldurshópa reyndist einnig tæpast
marktækur. T.d. reyndist hlutfall
ánægðra og óánægðra ósköp svipað
meðal iðnaðarmanna og verka-
kvenna.
Ánægðir kratar
en fúlir allaballar?
Það er þá fyrst þegar litið er á
stuðning við einstaka stjórnmála-
flokka sem verulegur munur kemur
í ljós.
Alþýðuflokksmenn (sem öðrum
minna ofbauð launamunurinn) eru
öllum öðrum ánægðari með afkomu
sína og sinna. Um 67% þeirra sögð-
ust ánægðir og aðeins 27% óánægð-
ir. Dæmið snérist aftur á móti alveg
við þegar kom að Alþýðubandalags-
mönnum. Aðeins þriðjungur (34%)
þeirra lýsti nokkurri ánægju með
afkomu sína en 58% voru óánægðir.
Mjög óánægðir (32%) í þeirra liópi
voru m.a.s. yfir þrefalt fleiri en
meðal krata.
Þeir giftu afla vel
Hvaða tekjur hafa landsmenn og
hvernig skiptast þær - t.d. þeir 110
milljarðar sem landsmenn töldu
fram sem tekjur af vinnu sinni fyrir
árið 1987?
Sigurður Snævarr hjá Þjóðhags-
stofnun hefur kynnt sér niðurstöður
Meðalatvinnutekjur kvæntra karla 25 - 65 ára
1987 1986 1982
Tekjuhæstu 20% 2105 1435 354
þ.a.hæstu 5% 2886 1944 494
Næsthæstu 20% 1384 954 244
Þarnæstu 20% 1106 754 199
Þarnæstu 20% 846 587 159
Tekjulægstu 20% 473 346 92
Meðaltekjur 1183 815 218
Tekjuhæsti flmmtungur þessara karla hefur meira en fjórföld meðallaun
tekjulægsta flmmtungsins.
___ Atvirmutakjur
ATVINNU- 03 HFILDAHTEKJUR KVÍNTRA KARLA EFTIR ________________Mi<ru>w
ALDRI ARIÐ 1987
Meðal atvinnutekjur manna fara að
lækka töluvert vel fyrir flmmtugsaf-
mælið, en ýmsir fara eftir það að fá
töluverðar tekjur af öðru en vinnu
sinni (efri línan).
skattframtala undanfarinna ára.
Hans niðurstaða er sú að dreifing
atvinnutekna sé nú eitthvað ójafnari
en í upphafi þessa áratugar, en að
breytingin sé þó minni en ýmsir ætla.
Um 158 þús. landsmenn áttu þátt
í áðurnefndum 110 milljarða króna
atvinnutekjum ársins 1987. Þar af
komu ríflega 48 milljarðar, eða nær
44% allra teknanna í hlut fjórðungs
framteljenda, þ.e. 40.700 kvæntra
karla á aldrinum 25-65 ára - sem
þýðir 1.183.000 króna meðaltekjur á
hvern þeirra.
Þau 5% þessa hóps (2 þús. manns)
sem hæst launin hefur - tæpar 2,9
milljónir árið 1987 - er jafnframt
hópur sem sker sig verulega úr hvað
varðar launahækkanir langt umfram
aðra á síðustu árum.
„Gullárin" 35*45
Raðað eftir aldri kemur í ljós að
Má ekki merkilegt telja hve hlutfalls-
lega margir ánægðir með eigin af-
komu flnnast í hópi hinna allra
tekjulægstu og á hinn bóginn hve
margir eru óánægðir í hópi há-
launamanna, t.d. 6. hver með tekjur
yfir 210 þús.?
atvinnutekjur kvæntra karla eru
mjög breytilegar eftir aldri. Lang
hæstu tekjumar hafa menn á aldrin-
um 35-45 ára - í kring um 1,3
milljónir að meðaltali. Atvinnutekj-
ur lækka síðan nokkuð hratt eftir að
þeim aldri er náð, eða niður í um 950
þús. þegar menn komast yfir sextugt.
Á móti kemur að aðrar tekjur aukast
hins vegar með aldri manna, svo sem
tekjur af leigu, atvinnurekstri, vöxt-
um og fleiru.
Meðal atvinnutekjur allra hjóna
(að m.a. námsmönnum og lífeyris-
þegum meðtöldum) reyndust tæp-
lega 1,5 milljónir króna samkvæmt
skattframtölum ársins 1987.
Hver er „hinn
almenni launamaður“?
Grein Ara Skúlasonar, um
launamun innan ASÍ, leiðir ekki
hvað síst í Ijós að hann er gífurlegur
- og þá kannski ekki síður innan
starfsstétta heldur en milli þeirra. f
gamla taxtakerfinu, sem gilti til árs-
ins 1986, segir Ari mesta mögulega
launamun milli verkafólks 19% og á
milli lægst launaða verkafólks og
hæst launuðu iðnaðar- og skrifstofu-
manna um 73-74%.
Nú finnur Ari hins vegar frá meira
en 70% á greiddu kaupi verkafólks
og allt upp í eða yfir 200% mun á
milli skrifstofumanna. Munur á
greiddu kaupi lægst launuðu
verkamanna og skrifstofumanna fer
síðan yfir 250%.
Hin algengu slagorð „hinir al-
mennu launamenn í þessu landi“
virðast því orðið spanna hópa manna
sem lítið eiga sameiginlegt launalega
séð a.m.k.
Af hverju... ?
„Af hverju er þetta svona?“, spyr
Ari. Svörin segir hann eflaust mörg,
en sjálfur sé hann þeirrar skoðunar
að afnám sjálfvirkrar kaupmáttar-
tryggingar (vísitölubindingar launa)
eigi stóran þátt í þessari þróun ásamt
með hvers kyns íhlutunum í frjálsa
samningsgerð.
„Verður ekki þolað“
Sem af framangreindu má ráða
segir Ari nú hafa skapast mikið
misræmi á milli greiddra launa og
kauptaxta, sem aftur hafi leitt til
geysilegs tekjumisréttis.
„Ástand sem þetta grefur undan
verkalýðshreyfingunni og verður
ekki þolað til lengdar. Ég tel það
vera eitt brýnasta verkefni okkar á
næstu árum að ná tökum á launa-
þróuninni", segir Ari. - HEI