Tíminn - 05.01.1989, Page 8

Tíminn - 05.01.1989, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 5. janúar 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Leitað leiða Eins og skýrt hefur komið fram hjá forsætisráð- herra og öðrum forystumönnum ríkisstjórnar- flokkanna, undirbýr ríkisstjórnin frekari efnahags- ráðstafanir, sem öðru fremur miðast við hagsmuni útflutningsgreinanna. Þetta merkir að sjálfsögðu ekki, að ríkisstjórnin hafi ekki unnið að úrbótum varðandi rekstrarstöðu og bætta eignastöðu undirstöðugreina efnahagslífs- ins. Þvert á móti ber að minnast þess og viðurkenna að allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við hefur það verið höfuðviðfangsefni hennar að leita leiða til þess að rétta við hag útflutningsgreinanna. Hjá ríkisstjórninni er að sjálfsögðu fullur skiln- ingur á að rekstrarhagsmunir framleiðslugreinanna, ekki síst sjávarútvegsgreina, skipta þjóðarbúskap- inn meira en allt annað. Það vefst áreiðanlega ekki fyrir núverandi ríkisstjórn, að góð rekstrar- og fjárhagsafkoma þessarar atvinnustarfsemi varðar afkomu þjóðarheildarinnar miklu, sker reyndar úr um afkomu almennings og atvinnu- og neyslustigið í landinu. Engum hugsandi manni dylst samhengið milli afkomu útflutningsgreina og annarra umsvifa í þjóðarbúskap íslendinga. Hins vegar er jafnljóst að úrlausn á efnahags- vanda útflutningsgreina er miklu flóknara dæmi en ýmsir forystumenn þeirra vilja vera láta. Einkum vekur það furðu, hversu óbilgjarnir ýmsir talsmenn útflutningsgreina eru varðandi kröfu sína um stór- fellda gengislækkun. Má í því sambandi nefna endurtekin viðtöl við Arnar Sigmundsson, sérstak- an talsmann Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Gengislækkunarkrafa af þessu tagi er síður en svo jafn sjálfsögð og ætla mætti eftir þeirri iðni forsvars- manna hraðfrystiiðnaðarins að halda henni fram. Um það er engin spurning að gengisþróun í heiminum hefur verið afar óhagstæð íslenskum útflutningi um nokkurra missera skeið og valdið miklu af þeim vanda sem mætt hefur á hraðfrystiiðn- aðinum. Því til viðbótar kemur verðþróun á ýmsum mikilvægum mörkuðum fyrir íslenskar sjávarafurð- ir. Komið hafa til beinar verðlækkanir samhliða óhagstæðri gengisþróun. Þar að auki hefur innlend verðbólga vaxið langt umfram það sem útflutningsgreinar þola. Og enn til viðbótar versnandi rekstrarafkomu útflutnings- greina má nefna peninga- og vaxtastefnuna í landinu. Það er margra mál, sem næst standa rekstri útflutningsgreina að vextir sé sá rekstrarliður, sem verst hefur farið með afkomu fyrirtækjanna í landinu. Hvað varðar afkomu og afkomuskilyrði hrað- frystiðnaðar, þá er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því, sem snýr að stjórn og skipulagi þessara fyrirtækja inn á við. Hvað sem varðar ytri skilyrði, sem eru öllum mönnum augljós, er einnig hægt að setja fram kröfu um endurmat á rekstrar- og fjár festingastefnu þessara fyrirtækja sem annars at- vinnurekstrar í landinu. „Endurmat“ og „uppstokk- un“ eru hvergi bannhelg orð. Þau geta átt við hvaða rekstur sem er og hvaða skipulag sem er. KRATANÆRBUXUR Á leiðarasíöu Alþýðublaðsins í gær er ýtarieg grcin um kvennær- buxur og fylgir mynd með. Tilefnið er Garrapistill frá því í fyrradag þar sem rætt var um virðinguna sem menn eiga að sýna íslenska fánan- um og m.a. sett fram sú fróma ósk að íslenskir fjáraflamenn eigi ekki cftir að feta í fótspor enskra kollega sinna og setja á markaðinn hér- lendis nærbuxur í íslensku fána- litunum. Sömuleiðis er Garri á þessum sama stað kallaður Skagfirðingur. Það er ástæða til að leiðrétta það að Garri á engar ættir að rckja til Skagafjaröar, þótt hann eigi þar marga góða kunningja og myndi vissulega telja sér það til gildisauka að ciga þar frændur. En því er sem sagt ekki að heilsa. Líka er því haldið fram þarna að Garri sé kominn til ára sinna. Það er annar misskilningurinn frá, því að Garri er enn vel innan við miðjan aldur. Alþýðublaðið er hér með frætt um þetta, því að þar vilja menn væntanlega hafa það sem sannara reynist í þessu eins og öðru. Fáninn enn En hitt er annað mál að það er eiginlega ekki nógu gott ef þcir á Alþýðublaðinu sýna sig í því aö bera ekki meiri virðingu fyrir ís- lcnska fánanum en svo að þeim þyki við hæfi að það séu saumaðar úr honum nærbuxur. Garri hélt því fram á dögunum - og stendur fastur á því enn - að íslenska fánanum eigi að sýna virðingu sem sameiningartákni þjóðarinnar. Þar með talið að alls ekki sé við hæfi að nota hann í nærbuxur. Alþýðublaðið er nú hvað sem öðru líður eitt af málgögnum ríkis- stjórnarinnar. Það ber þó vott um vægast sagt nijög óviðeigandi stráksskap ef þetta stjórnarmál- gagn ætlar í alvöru að fara að halda því fram að íslcnska fánann eigi að nota í nærbuxur. Eitt af því sem kratar þurfa nú að berjast við er ilótti kjósenda frá þeim yfir til Kratanærbuxurnar í Alþýðublað- inu. Kvennalistans. Er það kannski nýj- asta leynivopn krata í baráttunni við Kvennalistann að reyna að laða til sín kjósendur hans með því að vcifa framan í þá nærbuxum í íslensku fánaíitunum? Svona rétt eins og kratarósinni? Illa er þá komið fyrir krötum cf þeir telja sig þurfa að grípa til slíkra örþrifaráða. Og það traust hefur Garri á íslenskum konum að hann hefur enga trú á að krötum takist að plata þær yfir til sín með nærbuxum úr íslenska fánanuni. Þess vegna er hætt við að þetta nýja leynivopn krata, nærbuxna- vopnið, eigi eftir að snúast í hönd- unum á þcim. Nýr Framsóknarflokkur? Og á forsíðu þessa sama tölu- blaðs af Alþýðublaðinu er svo slegið upp stórfrétt um það að þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar séu nú að leggja saman upp í fundaher- ferð um landið. Boðskapur þeirra á að verða sá að nú skuli sameina Alþýðuflokk og Alþýðubandalag í einn flokk. I sömu frétt skýrir Alþýðublaðið svo frá því að viðbrögð gegn þessu séu neikvæö í forystuliði beggja flokka. Og skyldi engan undra. Það vita allir, nema þeir sem skrifa um nærbuxurnar í Alþýðublaðið, að á milli þessara tveggja flokka er frá fornu fari svo rótgróinn skoð- anaágreiningur, að ekki sé gripið til orða á borð við heift og hatur, að það væri hreinasta kraftaverk ef unnt reyndist að draga þá saman í eina sæng. Sannleikurinn er líka vitaskuld sá að slíkur sameinaður flokkur væri gjörsamlega óþarfur í pólit- íska litrófinu hér á landi. Markmið hans hlyti að verða að sameina á einn stað frjálslynt félagshyggju- fólk, og óhjákvæmilegt yrði að ýta þar út í kuldann harðasta vinstra liðinu sem hvað mest ríður húsum í Alþýðubandalaginu. Að því er hins vegar að gæta að slíkur flokkur cr til hér á landi þar sem er Framsóknarflokkurinn. Engum nema blácygum sakleys- ingjum dettur í hug að nokkur minnsta þörf sé hér á þeim nýja Framsóknarflokki sem svo er að sjá að þarna sé verið að tala um að stofna. Slíkt cr hreinn barnaskap- ur. Að ekki sé talað um hitt ef hugsjónirnar rista ekki dýpra en svo að ætiuuin sé að laða fylgi að þessum nýja flokki með því að flagga framan ■ háttvirta kjósendur nærbuxum í íslensku fánalitunum. Svona rétt eins og helst er að ráða af því sem skrifað var í Alþýöu- blaðið í gær. Garri. VÍTT OG BREITT IIIIIIIIIII lllllllllllllllllllllllllllll Skipulagt klúður Sú gleðifrétt birtist í Tímanum í gær, að nú væru íslendingar búnir að slá öllum öðrum þjóðum við hvað varðar bílaeign. Meira að segja Bandaríkin verða að sætta sig við að vera komin í annað sæti því að nú er til í landinu bíll á hverja tæpa tvo Frónbúa. Tölulega er dæmið þannig, að 504 bílar eru á hverja 1000 íbúa. I Guðseigin- landi er bílaeignin ekki meiri en svo, að rúmir tveir íbúar eru um hvern bíl, og meðal enn aumari þjóða er bílaeignin þaðan af minni. Hér erum við því mestir og stærstir þegar miðað er við höfðatölu. Enginn þarf að fara í grafgötur með það að heimsmet í bílaeign er flottræfilsháttur og vel ætti að vera hægt að komast af með eitthvað færri bíla. En á hitt er að líta að landið er stórt og strjálbýlt og skipta góðar samgöngur miklu máli og er bíllinn aðalsamgöngutækið og því eðlilegt að hann sé almenningseign, því aliflestir þurfa að vera sæmilega hreyfanlegir. Heimsmeti þröngvað upp á þjóðina Annað mál er svo hvort þeir sem skipuleggja byggð og samgöngu- kerfi eigi ekki drjúgan þátt í að þröngva heimsmeti í bílaeign upp á íslendinga. Að minnsta kosti hljóta bílainnflytjendur og olíufé- lög að standa í óborganlegri þakk- arskuld við þá óþurftarmenn al- mennings, sem misst hafa allt það klúður út úr höndunum á sér, þar sem er skipulagsleysi höfuðborgar- svæðisins, þar sem 60 af hundraði þjóðarinnar búa. Á svæðinu eru fjögur strætis- vagnakerfi og þarf hugvit á borð lendingar komnir upp fyrir Bandarikjamenn i fjolda folksb hvern ibua og flest bendir til að enn eitt heimsmetið se i hof HÆSTIR í BÍLU við það, sem Bakkabræður urðu frægir fyrir, til að láta það skrölta áratug eftir áratug, úrelt og úr sér gengið á tímum sífelldra breytinga og byggðaröskunar innan þeirra marka, sem af misskilningi er kall- að þéttbýli af sumum hverjum. Ekki er svo að skilja að almanna- samgöngur séu algjörlega í rúst, því margir eru svo heppnir að búa við allgóðar strætisvagnaferðir milli heimilis og vinnustaðar eða skóla, en það getur orðið önugt að heimsækja hana ömmu, ef hún býr við.eitthvert allt annað samgöngu- kerfi og í hverfi sem er einangrað frá annarri byggð. Þorpin stór og smá Stjórnvöld í Reykjavík gera enga tilraun til að halda byggðinni innan skynsamlegra marka en hleypa stöðugt einhverjum skipu- lagskjánum á borgarbúa sem búa til þorp og atvinnuhverfi út um holt og hæðir með víðáttumiklum auðn- um á milli. Það er draumur arkitekta og annarra þeirra sem við skipulag bæja fást, að fá óbyggt landsvæði til að skipuleggja og ráðskast með. Þetta komast þeir upp með sjálf- um sér til skemmtunar en öðrum til skapraunar og mikils skaða. Höfuðborgin og reyndar mest- allt höfuðborgarsvæðið er því skipulagt sem einangruð þorp hing- að og þangað og lítil regla sýnist á þeirri sérvisku hvernig þau eru tengd með samgönguæðum. Þessi úthverfa- og svefnbæjahug- sjón einangrunarsinnanna, sem skammta íbúunum lífsrúm og lífsstíl eftir eigin tiktúrum er áreið- anlega ein af ástæðunum fyrir því að íslendingar hafa náð heimsmeti í bílaeign. Það er ekki endilega neyslu- græðgi og eyðslusemi sem ræður því hve bílar eru margir í landinu og sérstaklega á höfuðborgarsvæð- inu. Það er alltof mörgum nauðsyn að eiga bíl til að geta hreyft sig um til nauðsynlegustu athafna. , Ef til vill er ekki hægt að koma við almenningssamgöngum á höf- uðborgarsvæðinu, sem standa und- ir nafni. Dellumakararnir sem mis- skilningurinn knýr til að færa sífellt byggðina upp í óbyggðir og óbyggðir inn í byggðina, ganga æ ofan í æ svo frá hnútum að ekki er nokkur vegur að koma við skipu- legu og samhangandi samgöngu- kerfi þar sem koma mætti við einhverju sem kalla mætti nothæfar strætisvagnaferðir. Á meðan skipulag er ekki hugs- að sem annað en leikur og skemmt- un fyrir misskilningsríka arkitekta og aðra sérfróða er ekki nema von að bílaeignin eigi enn eftir að aukast og að við eigum eftir að slá heimsmet í skipulögðu skipulags- leysi. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.