Tíminn - 05.01.1989, Qupperneq 9

Tíminn - 05.01.1989, Qupperneq 9
Fimmtudagur 5. janúar 1989 Tíminn 9 AÐ UTAN llllllllll ■lllll llllllllllllllllll 120 ár síðan fyrsta umferðarljósið var tendrað Fyrsta umferðarljósið var knúið gasi og átti ekki langa lífdaga. Grænt Ijós og hangandi armar merktu að reiðmenn, vagnar og eimreiðar áttu að sýna varúð. Lá- rétt staða armanna og rautt Ijós merkti stans. Fyrir rúmum 120 árum, aðfaranótt 11. desember 1868 var kveikt á fyrsta umferðarljósinu í heiminum. Því var ætlaö að stýra næturumferðinni á miklum umferðargatna- mótum í borgarhlutanum Westminster í London til verndar fótgangandi vegfarendum gegn skrönglandi vagnalestum og hvæsandi eimreiðum. Þessi tilraun með umferðarljós varð þó skammlíf. Henni lauk tæpum tveim klukkustund- um eftir að hún hófst með mannvirkinu. 1913 var svo í fyrsta sinn kveikt á umferðarljósi í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum. Nú vareldsneyt- ið ekki eins eldfimt og gasið, rafmagnið var tekið í þjónustu umferðaröryggis. Þetta Ijós hlýddi þeim lögmálum sem notuð voru við að stjórna umferð járnbrautar- lesta, þ.e. rautt Ijós þýddi stans og grænt að greiðfært væri framund- an. t Þýskalandi var það ekki fyrr en 1924 að kveikt var á umferðarljós- um í umferðarstjórnunarturni í Berlín. Þar skiptust líka á rautt og grænt Ijós, sem var raðað hlið við hlið. 1930 var síðan sú tilhögun gassprengingu og bruna á ljósanna tekin upp í Þýskalandi, skv. fyrirmælum stjórnvalda, að Ijósin skyldu vera þrjú, rautt - gult - grænt, í lóðréttri röð. Þetta skyldi gilda um allt Þýskaland. Það var svo ekki fyrr en 1953 að sjálfvirk stjórnun komst á umferð- arljósin, svokölluð „Heuer“ Ijós sem voru stillt á tíma. Fram að því hafði það lent í hlut starfsmanna á hverjum stað að handstýra þeim. Þá var hengt upp yfir miðjum gatnamótunum umferðarljós í yfir- stærð, þar sem hvít ör í rauðum- grænum litahring gaf til kynna lengd öku- og stanstímans, dag og nótt. Þannig voru umferðarljósin í Þýskalandi allt fram undir lok sjötta áratugarins, þegar þau ljós sem nú eru sett á gangstéttarbrún við stanslínuna tóku við hlutverki „Heuer'Mjósanna. Hversu mikill tími glatast við umferðarljós? Samfara stóraukinni umferð á sjöunda og áttunda áratugnum gerðu sérfræðingar sér mjög vel Ijóst hversu miklu máli skipti tíma- lengd Ijósanna sem stýrðu umferð- inni. Rannsókn sem gerð var á vegum umferðarstofnunar vestur- þýska ríkisins leiddi í Ijós að á Kölnarsvæðinu glataði hver ein- staklingur tíma í umferðinni vegna umferðarljósa sem svaraði 19,5%. Á háannatímum tefst umferðin um 50-75% vegna rauðra umferðar- Ijósa. Nýrri rannsóknir sýna að nú er tímatap vegna umfcrðarljósa að meðaltali 21,7% Þá þurfa ökumenn að dvelja meira cn 40 sekúndur við fimmta hvert umferðarljós og á árinu 1987 brenndu þeir við það 2374,8 rnillj- ónum lítra af eldsneyti! í dag varð mér skyndilega ljóst að tiltekið atferli mitt í umferðinni var orðið svo ósjálfrátt að það gerist sjálfkrafa og án umhugsunar. Ég tók með öðrum orðum eftir því að þegar næsti ökumaður fyrir frarnan og til hliðar, sýndi með stefnuljósi að hann þurfti að kom- ast inn á mína akrein, þá sló ég þegar af og hleypti honum umhugs- unarlaust inn fyrir framan mig. Það var akki laust við að ég væri ofurlítið montinn, og þegarégfór að hugsa mig um, varð niðurstaðan sú að ég er farinn að gera þetta ósjálfrátt og án umhugsunar. Ég set þetta hérna á blað vegna þes að ég tel mikilvægt að ökumenn geri þetta almennt, temji sér þessi ósjálfráðu viðbrögð, aö liðkaþegar í stað til fyrir þeim sem sýnir með stefnuljósum að hann þarf að skifta um akrein. Undirstaða þess að slíkt gerist liðlega og hættulaust er að bílalestin haldi sem jöfnustum hraða. Þar kemur enn að því að ójafn hraði, of mikill eða of lítill skapar óþarfa hættu í umferðinni. Þeir sem aka hratt, með rykkjum og skrykkjum ættu að reyna að jafna hraðann og hinir sem telja hægan akstur jafngilda öruggum akstri ættu að huga vandlega að því, annað hvort að ná því valdi á bifreiðinni að þeir geti fylgst með venjulegum umferðarhraða eða hinu, sem oft væri sennilega skynsamlegra, að leggja ökuskírt- einið inn og hætta akstri. Hinir ættu svo að temja sér þau ósjálf- ráðu viðbrögð að sýna ávallt tillits- semi og hjálpsemi í umferðinni. Á keðjum Það var skömmu fyrir jól, að veðurstofan birti okkur grunsemd- ir sínar um að talsvert snjóveður gæti skollið yfir landið um jólin. Allöngu áður hafði gatnamála- stjórinn í Reykjavík hafið sinn árlega áróður gegn notkun negldra vetrarhjólbarða. Flestir vita að jólahelgin og áramótin eru miklar ferðahelgar. vegagerðin, veður- varpsstöðvum landsmanna, þeim sem útvarpa á tímanum fá kl. eitt að nóttu til kl. sex að morgni. Þetta samheiti nota ég surnsé um efni þcirra á þessum útsendingartíma. Um efni stöðvanna í annan tíma ætla ég ekki að fjalla, en vcit og viðurkenni að ýmislegt gott er þar að finna ekki síst er tónlistin fjöl- breyttari og betri þá. Fyrst vil ég finna að því þegar þulirnir byrja að klifa á því um miðnættið að nú vcrði að leika hæga þægilega tónlist, því allir séu að fara að sofa. Ekki síst var þetta pínlegt hjá Ijósvíkingum á Rás 2 urn miðnætti annan jóladag, allir skemmti- og dansstaðir opnir til kl. 2 og líf og fjör urn allan bæ allt frani yfir kl. 4 um nóttina. Hár er fílabeinsturn- inn í Efstaleitinu. Þrátt fyrir sorpið hefur Rás 2 þó það fram yfir hinar sorprásirnar, að endurtaka stöku nótt ágætis efni frá dag-dagskránni, svo sem óska- lög sjómanna. Um tónlist sorprás- anna ætla ég ekki að fjalla svo ömurlegt sem lagavalið er, en ég bendi á í fullri alvöru og vinsemd. Samkvæmt nýlegri könnun eru tán- ingar landsins almennt sofnaðir um eða fyrir kl. eitt að nóttu. Samkvæmt því eru hlustendurnir fólk á blönduðum aldri, sjómenn, vaktavinnufólk, bílstjórar, lög- regla og t.d. aldraðir. Óskalög sjúklinga og sjómanna gefa örugga vísbendingu um á hvernig tónlist þetta fólk vill hlusta. Ég bið ekki um það, ég krefst þess að stjórn- endur tónlistar á sorprásunum taki tillit til þessa og breyti lagavali næturinnar. Þá væri ég til með að breyta nafngiftinni. Rás 2 mætti athuga hvort ekki er auðvelt að endurvarpa lagavali Péturs Péturs- sonar úr „Góðan daginn góðir hlustendur". Þar fylgir góðu laga- vali og góðri tónlist, vönduð, þægi- leg og fróðleg umsögn. Þétta er toppþáttur í menningu og tónlist, Iátið hann líka flakka á nóttunni. Og - þið Ijósvíkingar sern cruð að byrja, hættið skvaldrinu, hlustið á Pétur og lærið. ÓSJÁLFRÁTT stofan, lögreglan og fleiri eru vel undir þessa ferðahelgi búnir. Með- aljóninn íslenski er stundum, þrátt fyrir aðvaranir og upplýsingar furðu sljór um för sína og vaknar seint og stundum illa. Sjálfan mig tel ég í skárri kantinum varðandi það að vera vel akandi og vel búinn, keðjur, skófla, vasaljós og slarkföt í skottinu þegar veður eru válynd. Nú bar svo til fyrir þessi jól að tími minn var í naumara lagi og þrátt fyrir snjófregnir veðurstof- unnar og væntanlega utanbæjar- ferð um jólin, þá var það ekki fyrr en síðdegis á Þorláksmessu sem ég hvolfdi úr keðjupokanum á vaska- húsgólfið til þess að huga að keðj- unum. Kom í Ijós, það sem ég hafði reyndar illan grun um, að í keðjurnar vantaði fimm nýja hlekki. Bensínstöðvarnar eru opn- ar til klukkan átta svo þetta ætti að vera í lagi. Eftir heimsókn á þrjár bensín- stöðvar, hjá jafn mörgum olíufé- lögum var Ijóst að keðjuhlekkir yrðu torfundnir. Vísað var á sér- verslanir með keðjur, en þar sem klukkan var þegar orðin sex voru allar þessar sérverslanir lokaðar, sömuleiðs á Þorláksmessu þar sem hana bar upp á laugardag. Tvær bensínstöðvar voru heimsóttar á Þorláksmessu í ýtrustu tilraun til þess að ná í keðjuhlekki - án árangurs. Allt þetta væri líklega ekki frásagnarvert nema þá helst fyrir það, að á öllum þcssum bens- ínstöðvum svignuðu hillur undan gosi, tóbaki, sælgæti og jafnvel leikföngum. Ég geri nú ekki ráð fyrir því að ég færi langt á slíkum varningi í snjó og ófærð. Þess er svo skylt að geta í lokin að allar mínar ferðir um helgina gengu áfallalaust þrátt fyrir skort á keðju- hlekkjum, en þar um þarf ég ekki að þakka þjónustu bensínstöðv- anna, þar fékkst þó nóg sælgæti. Sorprásirnar Þetta samheiti hef ég gefið út-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.