Tíminn - 05.01.1989, Qupperneq 12

Tíminn - 05.01.1989, Qupperneq 12
12 Tíminn Fimmtudagur 5. janúar 1989 FRÉTTAYFIRLIT PEKING - Hundruö námsmanna af afrísku bergi • brotin hófu mótmæli í skólumi sínum í Kína í gær. Segjast námsmennirnir vera fórnar- lömb ofbeldis lögreglu í Nan- king og halda því fram aö í Kína sé rekin aðskilnaöar- stefna svipuð þeirri sem viö- gengst í S-Afríku nema hvað í Kína sé reynt að dulbúa hana. Stjórnvöld í Kína hafa á hinn bóginn ekkert látið í sér heyra ■ þrátt fyrir alþjóðlega gagnrýni sem fram hefur komið á stefnu þeirra gagnvart þeldökku fólki af afrísku þjóðerni JERÚSALEM - Leiðandi j menn úr hópi Palestínumanna | og vinstrisinnaðir Israelar hafa i tilkynnt að þeir muni eiga fund I með forystumönnum PLO og ' nokkrum þingmönnum ísraela! í New York og í sameiningu j muni þeir leita leiða til að liðka . fyrir framgangi friðarumræðna! í Miðausturlöndum. Ekki mun | þó verða þrýst á að fá heimild fyrir Yasser Arafat til að koma til þessa fundar. MARRAKESH - I Mar- okkó hafa nú fulltrúar stjórn- valda og Pólisaríó skærulið- ahreyfingarinnar þreifað fyrir sór um sættir áður en Hassan konungur hittir formlega leið- toga skæruliðanna sem staðið hafa í 13 ára sjáfstæðisbar- áttu. ISLAMABAD Sovéski samningamaðurinn og sátta- semjarinn, Yuli Vorontsov, kom í gær til Pakistans til viðræðna við leiðtoga afg- anskra uppreisnarmanna. JÓHANNESARBORG- Suður-afríska nýnasistahreyf- ingin, ABW, hefur nú klofnað vegna ástarsambands leið- toga þeirra við frjálslynda blaðakonu. Hafa fjórir áhrifa- miklir meðlimir hreýfingarinnar krafist þess að leiðtoginn segi af sér. MOSKVA - Þrjár ji brautalestir sem útbúnar eru , sem sjúkrahús verða senda til jarðskjálftasvæðanna í Arm- eníu til þess að reyna að bæta læknisþjónustuna á svæðinu að sögn Tass fréttastofunnar. ÚTLÖND ■ .. Átök milli Bandaríkjamanna og Líbýumanna í gær: Tveimur líbýskum flugvélum grandað Bandaríkjamenn skutu í gærniður tvær líbýskar herflugvélar undan ströndum Líbýu þar sem sögð er alþjóðleg flugleið. Bandaríkjamenn segja að þarna hafi verið um sjálfsvörn að ræða, en þó eru ekki allir á eitt sáttir með þá skýringu. Ástæðan er sú að Banda- ríkjamenn hyggjast á sama tíma og þetta gerist, ráðast til atlögu við verksmiðju í Líbýu sem þeir telja að framleiði efnavopn en Líbýumenn segja vera einhverskonar plastverk- smiðju. Þetta er ekki í fyrsta og ekki annað sinn sem Bandaríkjamenn ráðast gegn Líbýumönnum í stjórn- artfð Ronalds Reagans fráfarandi forseta. Árið 1981 skutu þeir niður tvær líbýskar herþotur yfir Sirtu-flóa (Gulf of Sirte) sem Bandaríkjamenn segja opinn fyrir alþjóðlegri umferð en Líbýumenn telja sína eign. í mars árið 1986sökktu þeir tveimur líbýsk- um herskipum. í fyrra skutu þeirsvo niður líbýska farþegaþotu þar sem tæplega 250 manns fórust. Það var reyndar útskýrt sem mistök af hálfu Bandaríkjamanna. í fréttskeytum er það haft eftir breskum hermálasérfræðingi að mjög ólíklegt sé talið að þessi árás nú hafi verið með vilja gerð. Einkum vegna þess að slíkt hefði verið mun áhættuminna í skjóli nætur en um hábjartan dag. Þá er því og lýst að Bretar vonist til að hér sé ekki um að ræða hefnd Bandaríkjamanna vegna sprengingarinnar í amerísku Pan Am þotunni sem fórst yfir Skotlandi fyrir skömmu, enda hafi Líbýumenn ekki lýst ábyrgð þeirrar sprengingar á hendur sér. - áma Ummæli Gaddafis: Látum ekki undan hryðju- verkum BNA Gaddafi, leiðtogi Líbýu, sakaði Bandaríkin um hryðjuverk eftir að tvær líbýskar herþotur höfðu verið skotnar niður í gær. Gaddafi sagði ennfremur að árásarinnar yrði hefnt. í ávarpi til þjóðar sinnar sagði Gaddafi m.a.: „Þrátt fyrir aukin opinber hryðjuverk af hálfu Bandaríkjanna mun byltingarfólk Líbýu ekki lúta höfði og afneita sannfæringu sinni og markmiði. Áskoruninni mun verða mætt með áskorun. Sagan ber þess vitni að stórveldi sem beita stefnu útþenslu og harðstjórnar hafa lotið í lægra haldi fyrir byltingarsinnum og vilja fólksins.“ Gaddafi hefur sakað Bandaríkin um hryðjuverk. Banamenn Indiru Gandhi hengdir á f östudaginn Morðingi indiru Gandhi og fyrr- verandi embættismaður sem talinn er hafa skipulagt morðið verða hengdir n.k. föstudag. Morðinginn, sem nú er 24 ára gamall, var einn af lífvörðunt Gandhi er hann myrti hana í október 1984. Hann hefur ekki neitað aðild sinni en hefur stöðugt barist fyrir að aftökunni verði frestað. Kehar Singh, sá sem talinn er hafa skipulagt morðið, hefur hinsvegar ætíð haldið fram sakleysi sínu. Upp- haflega átti aftakan að fara fram í síðasta mánuði en lögfræðingi Singh tókst að fá henni frestað. Lögfræð- ingurinn hefur m.a. reynt að fá því framgengt að rannsókn verði hafin á hugsanlegri aðild eins meðlims í aðskilnaðarhreyfingu Síkha sem nú er í varðhaldi og sagt er að hafi játað að hafa skipulagt morðið. ísraelar brjóta Genfarsáttmálann Alþjóða Rauði krossinn hefur sak- að ísraela um að hafa brotið alþjóða- lög og Genfarsáttmálann þegar þrettán Palestínumönnum var vísað úr landi á sunnudaginn var. Rauði krossinn hefur áður mótmælt við ríkisstjórn ísraela þegar Palestínu- mönnum af hernumdu svæðunum hefur verið vísað úr landi. - Alþjóðadeild Rauða krossins hefur enn á ný farið fram á það við ísraelsk stjórnvöld að þau bindi enda á slíkar brottvísanir og annað er brýtur í bága við fjórða Genfar- sáttmálann, sagði í yfirlýsingu Rauða krossins. Brottvísun Palestínumannanna brýtur í bága við ákvæði Genfarsátt- málans er fj alla um réttindi óbreyttra borgara á stríðstímum og þá á her- numdum svæðum. fsraelsmenn eiga aðild að Genfarsáttmálanum. Þrír Norðmenn handteknir með fimm kíló af dínamíti í fórum sínum: Grunsemdir um skipulagningu sprengjuárásar Norsk lögregluyfirvöld hafa kært þrjá Norðmenn fyrir að hafa verið að undirbúa sprengjutilræði við innflytjendur er fara huldu höfðu í Noregi. Þremenningarnir höfðu fimm kíló af dínamíti í fórum sínum og telja lögregluyfirvöld að þeir hafi ætlað sér að sprengja í loft upp íbúð, þar sem landflótta fólk fór huldu höfði. Talsmaður norsku lögreglunnar, Finn Steinkopf, greindi frá því að einn mannanna sem handteknir voru í Arendal í S-Noregi, væri fyrrum Ieiðtogi pólitískra samtaka sem beittu sér gegn síauknum fjölda innflytjenda í Noregi. Þyngsti dómur sem Norð- mennirnir þrír geta átt yfir höfði sér er sex ára fangelsi. Minnsta flugvél í heimi? Sovéskur hönnuður segist hafa hannað minnstu flugvél í heimi til þessa, sem stjórnað er af flugmanni. Sovétmaðurinn Dmitriev mun opin- bera gripinn á flugsýningu í Le Bourget í Frakklandi í júní. Sovéska fréttastofan Tass skýrði frá þessu í gær, og gat þess að vélin vegi einungis 47 kíló, hún sé metri á hæð og.þrír metrar á lengd. Hámarks- hraði ku vera 130 kílómetrar á klukkustund og hefur Tass eftir hönnuðinum að vél þessi geti lent þar sem finna má þrjátíu metra langa slétta braut gerða af malbiki, grasi eða möl. Haft hefur verið eftir Dmitriev að flugkríli þetta geti gagnast, bændum, landfræðingum og kúrekum. Vélin er afskaplega sparneytin og talið að hún eyði ekki nema þremur lítrum á klukkustund. Ertu hættulegur f UMFERÐINNl ö áil þess að vita það? Morg lyf hafa svipuö áhrif ogáfengi Kynntu þér vel lyfiö sem þú notar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.