Tíminn - 05.01.1989, Page 15
Fimmtudagur 5. janúar 1989
Tíminn 15
IBIllllim MINNING
Theodóra Sigurðardóttir
fv. forsætisráðherrafrú
Fædd 12. des. 1899
Dáin 25. des. 1988
Guðný Theodóra Sigurðardóttir
fæddist í Hamarskoti í Hafnarfirði
12. des. 1899. Foreldrarhennarvoru
Sigurður Sigurðsson, sjómaður og
síðar steinsmiður í Reykjavík, f. 20.
febr. 1864 á Eyjólfsstöðum í
Vatnsdal, d. 24. apríl 1942 í Reykja-
vík, og k.h. Sigríður Guðmunds-
dóttir, f. 27. jan. 1874 í Króki í
Grafningi, d. 20. mars 1940 í
Reykjavík. Sigurður og Sigríður
bjuggu fyrst í Hamarskoti, uppi á
Hamrinum í Hafnarfirði. Pau fluttu
síðan að Selskarði á Álftanesi, en til
Reykjavíkur fluttu þau um 1908.
Þar bjuggu þau um skeið á Lauga-
vegi 62 og síðar á Smiðjustíg. Þau
skildu eftir nokkurra ára sambúð í
Reykjavík. Sigríður ól síðan upp
börn þeirra sex af miklum dugnaði.
Sigurður var sjómaður framan af
ævi, en þegar hann eltist vann hann
við steinsmíði og múrverk og annað-
ist kyndingu.
Faðir Sigurðar var Sigurður, f. 3.
des. 1832, d. 20. apríl 1912, bóndi á
Bakka í Vatnsdal, „sívinnandi dugn-
aðarmaður við vefnað, smíðar og
heyskap," Sigurðsson bónda í Kár-
dalstungu Tómassonar og k.h. Krist-
ínar Jónsdóttur. Móðir Sigurðar og
kona Sigurðar á Bakka var Una, f.
1831, d. 17. des. 1906, Bjarnadóttir
Snorrasonar og Önnu Loftsdóttur
bónda á Kötlustöðum Grímssonar.
Systkini Sigurðar voru:
a) Gunnlaugur, d. 7. júní 1862, á 2.
ári.
b) Benedikt, f. 18. jan. 1864,
drukknaði 6. jan. 1920, sjómaður í
Vörum í Garði. Dóttir hans með
Pálínu Jósefsdóttur var Bjarnþóra
Jóninna, ljósmóðir í Reykjavík.
c) Gunnlaugur, f. 4. maí 1865, d. 2.
okt. 1944, bóndi og skipasmíður á
Eyrarbakka á Svalbarðsströnd.
Hann var kvæntur Þuríði Bjarna-
dóttur og áttu þau átta börn: Ágústu,
húsfreyju á Ölafsfirði og síðar á
Akureyri, Ólínu Antoníu á
Hvammstanga, Karl Harald, sjó-
mann og skipasmið á Eyrarbakka,
síðar í Kópavogi, Önnu, húsfreyju í
Tungu, Geitafelli og síðast á
Bjarmalandi á Hvammstanga, Unni,
Ingu, Emmu og Bergþóru, sem dóu
ungar.
d) Páll, f. 1866, drukknaði 1878 í
Vatnsdalsá.
e) Margrét, d. 10. júní 1869, á 2. ári.
f) Margrét, f. 19. ágúst 1869, lengi
vinnukona í Langadal, ógift og barn-
laus.
g) Steinunn, f. 6. febr. 1870, d. 1947,
saumakona í Vatnsdal, lengst heim-
ilisföst á Undirfelli. Hún lá úti í byl
árið 1902 og var fötluð upp frá því.
Börn hennar voru: Una Sigurrós og
Haraldur Hjálmsson.
h)Guðrún, d. 27. apríl 1874, á2. ári.
Faðir Sigríðar var Guðmundur,
bóndi á Króki í Grafningi og síðar á
Úlfljótsvatni, f. 3. maí 1827 á Úlf-
ljótsvatni, d. 11. júlí 1885, Þórðar-
sonar bónda á Úlfljótsvatni Gísla-
sonar og k.h. Sigríðar Gísladóttur.
Móðir Sigríðar og bústýra Guð-
mundar var Ingveldur Jóhanna, f.
23. apríl 1843, Pétursdóttir bónda í
Helli í Ölfusi Bjarnasonar og k.h.
Aldísar Vigfúsdóttur bónda á Fjalli
á Skeiðum Ófeigssonar. Albróðir
Sigríðar var:
a) Jóhann Pétur, f. 26. sept. 1872,
smiður í Reykjavík, kvæntur Þor-
björgu Eiríksdóttur frá Kirkjuferju
í Ölfusi.
Eftir lát Guðmundar bjó Ingveld-
ur Jóhanna með Guðmundi Magn-
ússyni, bónda og hreppstjóra á Úlf-
ljótsvatni og áttu þau tvö börn:
b) Magnús, f. 24. jan. 1888, skipa-
smiður í Reykjavík, átti Kristínu
Benediktsdóttur frá Ytrahóli í
Fnjóskadal.
c) Guðmundur, f. 2. mars 1890, dó
innan við tvítugt.
Systkini Theodóru voru:
1. Kristín, f. 21. júlí 1898, d. 8. sept.
1979, húsfreyja lengi í Bartelshúsi
við Hverfísgötu í Reykjavík, gift
Sveini Jónssyni, sjómanni. Börn
þeirra: Haukur, bifreiðastjóri í
Reykjavík, Sigrún, húsfreyja í
Reykjavík, Sveindís, húsfreyja í
Reykjavík, Theodóra, húsfreyja í
Reykjavík, Haraldur í Reykjavík,
Guðrún, húsfreyja í Reykjavík og
Konráð Ragnar í Reykjavík.
2. Ingveldur, f. 15. maí 1901 d. 29.
maí 1980, átti heima í Reykjavík,
ógift og barnalaus.
3. Haraldur, f. 10. júlí 1902, d. 27.
apríl 1967, múrarameistari í Reykja-
vík, átti Herdísi Guðjónsdóttur.
Börn þeirra eru: Sigríður, húsfreyja
í Mosfellsbæ, Auður, húsfreyja í
Reykjavík og Sigurður, sagnfræð-
ingur.
4. Una Sigríður, f. 24. maí 1904, d.
26. apríl 1981, giftist Böðvari
Högnasyni, verkstjóra. Börn þeirra
eru: Högni, prófessor í Svíþjóð,
Hjördís, húsfreyja í Reykjavík og
Þórunn, húsfreyja í Reykjavík.
5. Hrefna, f. 13. júlí 1916, lengi
skrifstofumaður í Reykjavík.
Theodóra ólst upp í Reykjavík.
Sumarið 1926 réðist hún í kaupa-
vinnu að Hvanneyri í Borgarfirði til
ungs búfræðikandidats og kennara
þar, Steingríms Steinþórssonar.
Með þeim tókust ástir og opinber-
uðu þau trúlofun sína á gamlárs-
kvöld það ár. 17. júní 1928 giftust
þau og um haustið tók Steingrímur
við skólastjórn bændaskólans á Hól-
um í Hjaltadal. ÞargegndiTheódóra
umsvifamiklu húsfreyjustarfi til árs-
ins 1935, er Steingrímur tók við
embætti búnaðarmálastjóra, en þá
fluttu þau til Reykjavíkur, og þar
áttu þau heimili æ síðan. Theodóra
ávann sér trúnað og traust Skagfirð-
inga og naut hún vináttu þeirra
ávallt síðan. Gestkvæmt var á Hól-
um og var skörungskapur Theodóru
rómaður, og heimilinu stóra stjórn-
aði hún af frábærum myndarskap.
Ekki er ofmælt, að hún hafi verið
bæði elskuð og virt af öllum, sem
voru hjá henni, meðan þau dvöldu á
Hólum.
Undir haustið 1935 flutti Stein-
grímur með konu og synina þrjá,
Steinþór, Hrein og Sigurð Örn suður
til Reykjavíkur og bjuggu þau sér
heimili á Marargötu 2, og þar fæddist
dóttirin Sigrún. Vorið 1939 keyptu
þau húsið að Ásvallagötu 60 og
bjuggu þar lengst af.
Nú fóru í hönd viðburðarík ár.
Steingrímur varð þingmaður Skag-
firðinga 1931 og ýmis trúnaðarstörf
hlóðust á hann. Þessu fylgdi mikill
gestagangur og líkt og á Hólum
leysti Theodóra húsfreyjustörfin af
miklum myndarbrag.
Theodóra og Steingrímur eignuð-
ust fjögur börn:
1. Steinþór, f. 21. mars 1929, hljóð-
færaleikari og myndlistarmaður í
Reykjavík, kvæntur Svölu Wige-
lund, kaupmanni. Börn þeirra eru:
a) Hrefna, f. 1. apríl 1949, útstill-
ingahönnuður í Kópavogi. Maður.
hennar er Þorsteinn Jónsson. Dætur
hennar eru Theodóra Svala og Helga
Hrönn. b) Steingrímur, f. 15. jan.
1951, mannfræðingur og kennari á
Hvammstanga. Kona hans var Krist-
ín Arngrímsdóttir og eiga þau tvö
börn: Guðrúnu og Steinþór. c)
Pétur, f. 27. mars 1952, rafvirki og
flugmaður í Reykjavík. Fyrri kona
hans er Jóna Svana Jónsdóttir og
eiga þau tvö börn, Elísabetu og
Gústav Pétur. Seinni kona Péturs er
Helga Matthildur Jónsdóttir og eiga
þau eina dóttur. d) Theodóra, f. 14.
nóv. 1954, húsfreyja í Bandaríkjun-
um, gifti Oddi Bragasyni og eiga þau
þrjú börn, Steinþór, Christine og
Katrina. e) Guðbjörg, f. 2. júní
1961, húsfreyja í Reykjavík. Fyrri
maður hennar er Einar Valur Ein-
arsson og eiga þau dótturina Hafdísi
Svölu. Seinni maður Guðbjargar er
Gottskálk Björnsson.
2. Hreinn, f. 27. nóv. 1930, hljóm-
listarmaður og fræðimaður í Reykja-
vík, var kvæntur Sigrúnu Gunn-
laugsdóttur, teiknikennara og eiga
þau eina dóttur: a) Þóra, f. 29. júní
1954, myndlistarnemi í Reykjavík.
Fyrri maður hennar er Þorsteinn
Eggertsson og eiga þau tvær dætur:
Valgerði og Soffíu. Seinni maður
hennar er Pétur Rúnar Sturluson.
3. Sigurður Örn, f. 14. nóv. 1932,
fiðluleikari, guðfræðingur og próf-
essor í Reykjavík. Fyrsta kona hans
var Briet Héðinsdóttir, leikkona og
eiga þau tvær dætur: a) Sigríður
Laufey, f. 10. maí 1955, fiðluleikari
í Reykjavík. Maður hennar er Þor-
steinn Jónsson frá Hamri. b) Guðrún
Theodóra, f. 24. des. 1959, cellóleik-
ari í Reykjavík. Dóttir hennar með
fyrri manni er Ester Casey, seinni
maður hennar er Szymon Kuran,
fiðluleikari. Önnur kona Sigurðar
var Maja Sigurðardóttir, sálfræðing-
ur. Þau eiga einn son: c) Sigurður
Andri, f. 3. des. 1962. Þriðja kona
Sigurðar er Guðrún Kristín Blöndal,
hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvö
börn d) Theodora Jóna, f. 27. des.
1967 og e) Elsa María, f. 12. jan.
1977.
4. Sigrún, f. 25. júnt' 1936, húsfreyja
í Hafnarfirði, gift Bjarna Magnús-
syni, bankaútibússtjóra. Þau eiga
fjögur börn: a) Dóra Margrét, f. 20.
ágúst 1956, fóstrunemi og húsfreyja
í Hafnarfirði, gifti Sigurjóni Páls-
syni. Þau eiga fjögur börn: Sigrúnu,
Pál, Lovísu Lind og Dóru Birnu. b)
Ingunn, f. 24. nóv. 1957, húsfreyja í
Hafnarfirði, gift Gunnari Rúnari H.
Óskarssyni og eiga þau fjögur börn:
Margréti Ósk, Óskar Hafnfjörð,
Bjarna og óskírða dóttur. c)
Magnús, f. 19. ágúst 1963, við-
skiptafræðingur í Hafnarfirði. Kona
hans er Anna Sveinsdóttir og eiga
þau tvö börn: Erlu Karen og Bjarna.
d) Steingrímur, f. 14. okt. 1971.
Steingrímur lést 14. nóv. 1966.
Síðustu árin hélt Theodóra heimili
með Hreini syni sínum, sem reyndist
henni mikil stoð. Heimili þeirra var
miðstöð allrarfjölskyldunnar. Þang-
að var alltaf gaman að koma. Theo-
dóra fylgdist vel með sínu fólki og
hélt hópnum saman.
Theodóra var óvenju glæsileg
kona, fríð og tíguleg. Glæsileik sín-
um og reisn hélt hún til hinstu
stundar, það bókstaflega geislaði af
persónuleika hennar.
Minningin um Theodóru Sigurð-
ardóttur mun lifa.
Hrefna og Þorsteinn
Að leiðarlokum læt ég á blað örfá
kveðjuorð til tengdamóður minnar
Theodóru Sigurðardóttur, sem
andaðist þann 25. desember s.l.
Theodóra fæddist í Hafnarfirði á
aðventunni fyrir 89 árum síðan.
Foreldrar Theodóru fluttust síðar til
Reykjavíkur þar sem hún ólst upp.
Fyrir nær 35 árum kynntist ég
eiginkonu minni Sigrúnu, og hófust
þá kynni okkar Theodóru. Ég minn-
ist þess með hlýhug og þakklæti hve
vinsamlega feimnum pilti úr Hafnar-
firði var tekið á heintili þeirra hjóna.
Þessar móttökur mótuðu þá þegar
vináttu, sem varaði alla tíð. Heimili
þeirra Theodóru og Steingríms var
miðstöð stórrar fjölskyldu, þar sem
gleði og sorg var deilt. Ekkert sem
varðaði heill fjölskyldunnar var
þeirn hjónum óviðkomandi.
Eiginmaður Theodóru, Stein-
grímur Steinþórsson, lést þ. 14.
nóvember 1966. Theodóra, ásamt
Hreini syni sínum, ráku glæsilegt
heimili, sem hélt áfram að vera
miðstöð fjölskyldunnar. Ávallt var
mikill gestagangur á heimili þeirra.
Ekki skipti það máli hvort það voru
börn, barnabörn eða barnabarna-
börn, öllum fannst jafn yndislegt að
koma á Holtsgötuna, og var tíminn
fljótur að líða í þeim skemmtilega
anda sem var ávaílt ríkjandi í kring-
um tengdamóður mína.
Stundirnar áttu eftir að verða
margar áður en yfir lauk, þar sem
setið var yfir kaffibolla í eldhúsinu
hjá Theodóru og hin ýmsu mál
brotin til mergjar. Theodóra var létt
í lund, og mikil bjartsýniskona að
eðlisfari, og fram til þess síðasta
hafði hún alltaf eitthvað markvert til
málanna að leggja. Trúin skipaði
stóran sess í lífi Theodóru, og vildi
hún ávallt framgang þess sem rétt
var og af heilindunt unnið.
Með virðingu og hlýjar minningar
í huga, kveð ég að leiðarlokum
tengdamóður mína, sem var sann-
kallaður höfðingi og sómakona.
Bjarni Magnússon
Nú er sumar um sæ og lönd
sól á hverjum Ijóra.
Rétli ég þér hrjúfa hönd.
Heill þér, Theodóra.
Pú ert söngvið sumarbarn,
sólmánuði borin.
Stundum yfir hrím og hjarn
hafa legið sporin.
Sumarrómi sólskinslag
söngstu hríðarbylnum.
Fram á lífsins lokadag
lumar þú á ylnum.
Örn Arnarson
Ég kveð ömmu mína með söknuði
og virðingu.
Theodóra Steinþórsdóttir,
Raleigh, North Carolina
í Bandaríkjunum
BLÖÐ OG TÍMARIT
70 ára Samvinnuskóli
Það er orðinn verulega stór hópur
fólks sem stundað hefur nám í
Samvinnuskólanum, fyrst í Reykja-
vík og frá 1955 í Bifröst. Og það
leynir sér svo sannarlega ekki að
undantekningalítið líta gamlir Sam-
vinnuskólamenn aftur til skólaára
sinna þar með mikilli hrifningu.
Hefur mér virst þetta eiga nokkuð
jafnt við hvort heldur þeir hafa
stundað námið í Reykjavík eða í
Bifröst.
Meðal þeirra sem á sínum tíma
hafa verið í skólanum hér syðra
stafar þetta vafalaust ekki hvað síst
af persónulegum áhrifum Jónasar
Jónssonar frá Hriflu, sem telja má
hafið yfir allan efa að hafi verið einn
merkasti skólamaður síns tíma og
þar að auki frábær kennari. Meðal
eldri hlutans af fyrrverandi nemend-
um í Bifröst er þetta svo á hinn
bóginn jafn vafalaust þeim hjónum
Guðmundi Sveinssyni skólastjóra og
Guðlaugu Einarsdóttur að þakka.
Það fer ekki á milli mála að þau hjón
unnu á sínum tíma einstaklega vel
heppnað brautryðjenda- og upp-
byggingarstarf í Bifröst, og er það
raunar merkari kafli í íslenskri
skólasögu en menn hafa kannski
gert sér fulla grein fyrir til þessa.
Sjálfur hef ég fylgst nokkuð náið
með starfi Samvinnuskólans lengi,
meðal annars sem kennari við Fram-
haldsdeild hans í Reykjavík, og
einnig í gegnum margvísleg ánægju-
leg kynni við fjölmarga nemendur
þaðan, jafnt yngri sem eldri. Nýút-
komið afmælishefti af blaði sem
nefnist Hermes varð svo enn til að
staðfesta þá skoðun mína á skólan-
um sem ég var að lýsa. Nú í haust
voru liðin 70 ár frá því er skólinn tók
fyrst til starfa í Reykjavík og 30 ár
frá stofnun Nemendasambands
Samvinnuskólans. Nemendasam-
bandið gaf hér fyrir eina tíð út lítið
blað sem hét Hermes, og í tilefni af
þessum afmælum hefur það núna
gefið út myndarlegt tímaritshefti
með sama nafni, vel yfir hálft annað
hundrað blaðsíðna að stærð.
Guðmundur R. Jóhannsson, sem
er vel þekktur fyrir ritstjórn og
ritstörf margs konar innan raða Sam-
vinnuskólamanna, hefur haft rit-
stjórn þessa afmælisheftis með
höndum. Hann hefur valið þá leið
að rifja annars vegar upp með viðtöl-
um og greinum ýmsa þætti úr sögu
skólans, sem og þeirra manna sem
hvað mest hafa mótað skólastarfið
þar fyrr og síðar. Hins vegar hefur
hann svo valið úr listrænni fram-
leiðslu gamalla nemenda af hinu
margvíslegasta tagi, bæði á sviði
bókmennta og myndlistar.
Hér er geysimikið efni á ferðinni,
og vitaskuld sundurleitt. Að því er
Jónas Jónsson varðar þá er þess þó
að gæta að tiltölulega stutt er síðan
minnst var aldarafmælis hans, meðal
annars með útgáfu rækilegrar bókar
um ævi hans og störf. Þess vegna
kemur hér fátt nýtt fram að því er
hann varðar og störf hans sem skóla-
manns. Aftur má segja að meiri
fróðleik sé hingað að sækja að því er
varðar skólastarfið í Bifröst. Ér þar
fyrst og fremst að nefna ýtarlega
yfirlitsgrein um stefnu skólans fyrstu
árin í Bifröst eftir Snorra Þorsteins-
son fyrrum yfirkennara þar, svo og
fróðlegt viðtal við Guðlaugu Einars-
dóttur um starf hennar sem húsmóð-
ir í Bifröst.
Listaefnið er hér sömuleiðis tals-
vert að vöxtum. Ljóð og sögur eru
hér allmörg, en sundurleit. Þó eiga
ýmsir landskunnir höfundar skáld-
skap hérna, svo sem Friðjón Stefáns-
son, Helgi Sæmundsson, Guðmund-
ur Ingi Kristjánsson og Þorgeir
Sveinbjarnarson. Meðal myndlist-
armanna, sem stundað hafa nám í
Samvinnuskólanum, eru lika ymsir
þjóðkunnir, svo sem Jón Engilberts,
Svavar Guðnason og Gísli Sigurðs-
son. Hér eru myndir af málverkum
eftir þá alla, og reyndar eftir ýmsa
fleiri góða málara úr þessum hópi,
að ógleymdum Herði Haraldssyni
kennara í Bifröst, sem eins og kunn-
ugir vita er snjall teiknari og listmál-
ari.
Heftið er þannig efnismikið og
flytur mikið af áhugaverðu lesefni af
hinu margvíslegasta tagi. Hins vegar
er þó að því að gæta að frumbýlings-
ár Samvinnuskólans í Bifröst eru nú
sem óðast að komast í þá fjarlægð að
mögulegt er að verða að skoða þau
í sögulegu ljósi. Máski hefði ekki
farið illa á því að nota þessi afmæli
sem tilefni til að gera einhvers konar
sagnfræðilega úttekt á skólanum í
Bifröst, þar sem til dæmis hefði
verið reynt að meta þýðingu hans
fyrstu árin sem nýjungar í íslenska
skólakerfinu, svo og að gera grein
fyrir stöðu hans sem slíks í íslenskri
skólasögu. Hvað sem öðru líður þá
vekur þetta hefti athygli á því að slík
sagnfræðileg rannsókn er trúlega
farin að verða nokkuð tímabær.
-esig