Tíminn - 05.01.1989, Síða 16

Tíminn - 05.01.1989, Síða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 5: janúar 1989 DAGBÓK iiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiii IIIHiiliii Félag eldri borgara Árshátíð Félags eldri borgara verður haldin að Hótel Sögu föstudaginn 6. janúar. Pantanir óskast sóttar á skrifstofu félagsins fyrir 5. janúar. Jólatrésskemmtun Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur jólatrésskemmtun fyrir börn í safnaðar- heimilinu Kirkjubæ sunnudaginn 8. janúar kl. 15:00. Jólasveinar koma í heimsókn. Æðardúnsbændur - Æðardúnsbændur Vantar 100 kg af æðardún til afgreiðslu á Japans- markað í janúar og febrúar. Það er mjög áríðandi að hægt sé að senda þessi 100 kg til að halda þessum markaði. Örugg greiðsla, gott verð. Þeir sem vilja vera með við að vinna nýjan markað vinsamlegast hafið samband strax. E.G. Heildverslun, Elías Gíslason Neðstaleiti 14, Reykjavík. Sími 687685. t Minn ástkæri eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hjalti Benediktsson fyrrverandi brunavörður, Bústaðavegi 107, Reykjavík lést að kvöldi annars janúar á Borgarspítalanum. Ingibjörg Stefánsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. t Móðir okkar, Elísabet Gísladóttir frá Hvarfi, Víðidal andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. janúar. Unnsteinn Pálsson Þórdís Pálsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma Guðný Theódóra Sigurðardóttir Holtsgötu 41, Reykjavík verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30. Steinþór Steingrímsson Svala Wigelund Sigurður örn Steingrímsson Guðrún Blöndal Sigrún Steingrímsdóttir Bjarni Magnússon Hreinn Steingrímsson Steingrímur Steinþórsson t Innilegar þakkir til allra þeirra er vottuðu okkur samúð og vinahug við andlát og jarðarför þróður okkar, Gunnars Össurarsonar húsasmiðameistara, Kollsvík í Rauðasandshreppi. Sigurvin Össurarson Guðrún Össurardóttir Torfi Össurarson. Innilegar þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Margrétar Guðjónsdóttur Hvitárdal, Hrunamannahreppi Ásdís Dagbjartsdottir Jón Dagbjartsson Gréta María Dagbjartsdóttir Guðbjörn Dagbjartsson Sigríður Dagbjartsdóttir Tómas Antonsson Guðrún Guðnadóttir ÞórðurÓlafsson Þorbjörg Grímsdóttir Eiríkur Sigurgeirsson barnabörn og barnabarnabörn. Sinfóníuhljómsveit íslands Fimmtud. 5. jan. verða 6. áskriftartón- leikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói og hefjast þeir klukkan 20:30. Guðmundur Magnússon píanó- leikari leikur þá í fyrsta skipti einleik með hljómsveitinni á tónleikum í Reykjavík. Hljómsveitarstjóri verður Páll P. Pálsson. Á efnisskránni verða þrjú verk: For- leikurinn að Töfraflautunni eftir Mozart, Píanókonsert nr. 1 eftir Beethoven og Sinfónía eftir Stravinskij. 80 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar: Afmælissýning í Hafnarborg Liðin eru 80 ár frá því að reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn tók gildi og af því tilefni hefur verið sett upp afmælissýning á vegum hafnarstjórnar í Lista- og menn- ingarmiðstöðinni Hafnarborg i Hafnar- firði. Fjöldi ljósmynda, teikninga, yfirlits- korta, skýringarmynda og málverka lýsa þróun hafnarsvæðisins undanfarna ára- tugi. Þá eru á sýningunni ýmsir munir og minjar sem tengjast á einn eða annan hátt sögu Hafnarfjarðarhafnar og útgerðar- sögu bæjarins. Hluta sýningarsalarins í Hafnarborg hefur verið breytt í kvikmyndasal og þar er sýnd nýendurunnin heimildarmynd frá 1950, sem Ásgeir Long kvikmyndagerð- armaður tók um borð í nýsköpunartogar- anum Júlí, einu aflasælasta togskipi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Áfmælissýningin í Hafnarborg verður opin daglega - nema þriðjudaga - kl. 14:00- 19:00. Sýningin stendur til 15. janúar. Kvikmyndahátíð 1989 í Búlgaríu: Með mannúð til friðar og vináttu Dagana 27. maí til 4. júní 1989 gengst Rauði kross Búlgaríu fyrir alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Varna í Búlgaríu. Hátíðin er haldin undir kjörorðunum: „Með mannúð til friðar og vináttu'-. Hún er vinsæl um allan heim, og síðast þegar slík hátíð var haldin sendu 55 þjóðir og 5 alþjóðleg félög samtals 300 myndir. Myndirnar mega ekki vera eldri en frá 1. janúar 1987. Pær eiga að fjalla um Rauðakrossstarf, heilbrigði, vistfræði eða mannúðarmál. Lengd skiptir ekki máli. Þátttöku þarf að tilkynna til The Festiv- al Directorate í Sofia fyrir 1. febr. 1989, og myndirnar þurfa að vera komnar til Varna fyrir 25. mars 1989. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu Rauða kross íslands, Rauðarárstíg 18 í síma 91-26722. BILALEIGA meö utibú allt í kringu rri landið, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar Alþýðuleikhúsið: Koss kóngulóarkonunnar Alþýðuleikhúsið sýnir leikritið Koss kóngulóarkonunnar eftir Manuel Puig fimmtudaginn 5. janúar og laugardaginn 7. jan. kl. 20:30 bæði kvöldin. Sýningarn- ar eru í kjallara Hlaðvarpans, Vesturgötu 3. Miðapantanir í síma 15185 allan sólar- hringinn. Miðasala í Hlaðvarpanum 14:00-16:00 virka daga og 2 tíma fyrir sýningu. Listasafn Einars Jónssonar - lokað í tvo mánuði Listasafn Einars Jónssonar er lokað desember- og janúarmánuði. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga frá kl. 11:00- 17:00. Lögfræðiaðstoð Orators Orator, félag laganema veitir ókeypis lögfræðiaðstoð á fimmtudögum frá kl. 19.30-22.00, í síma 1 10 12. 5VR Breytingar á ferðum SVR Mánudaginn 9. janúar verða breytingar á akstri vagna á leiðum 02 GRANDI- VOGAR og 15C GRAFARVOGUR- BREIÐHOLT. Á leið 02 aka vagnar nú lengur á kvöldin en áður að Öldugranda og verður síðasta brottför þaðan 5 mínútur eftir miðnætti. Tímajöfnun á kvöldin og um helgar flyst frá Lækjartorgi að Hlemmi og auð- veldar það vagnaskipti fyrir farþega á leið til austurhverfa borgarinnar. Leið 15C mun eftirlciðis aka að Hraunsási í Árbæjarhverfi í stað að Bæjarbraut eins og verið hefur. Upplýsingar er hægt að fá í síma 82533 og 12700. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Upp úr 10. janúar hefjast ný ættfræði- námskeið á vegum Ættfræðiþjónustunnar í Reykjavík. Námskeiðið stendur í sjö vikur (eitt kvöld eða síðdegi í viku) og er ætlað byrjendum. Síðar í mánuðinum hefst fimm vikna framhaldsnámskeið í Reykjavík, og einnig er ráðgert að halda helgarnámskeið á nokkrum stöðum á Suður- og Vesturlandi á næstu mánuðum. Skráning er hafin í þessi námskeið hjá Ættfræðiþjónustunni í síma 27101. Að hluta til fer kennslan fram f fyrir- lestrum, en megináherslan er á rannsókn frumheimilda um ættir þátttakenda sjálfra. Þátttakendur fá aðgang og afnot af fjölda heimilda, m.a. öllum manntölum frá 1703 til 1930, kirkjubókum, íbúa- skrám og ættfræðiritum. Auk námskeiðahalds tekur Ættfræði- þjónustan að sér að rekja ættir fyrir einstaklinga, fjölskyldur og niðjamót. Forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar er Jón Valur Jensson. Sölustaðir minningarkorta HJARTAVERNDAR Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 83755 (Gíró) Reykjavíkur Apótek, Austurstr. 16 Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðs Apótek, Sogavegi 108 Bókabúðin Embla, Völvufelli 21 Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102A Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74 Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27 Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22. Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11 Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandg.31 Sparisjóður Hafnarfjarðar Kefiavík: Rammar og gler, Sólvallag. 11 Apótek Keflavíkur, Suðurg. 2 Akranes: Bókabúð Andrésar Níelssonar, Skóla- braut 2 Borgarnes: Verslunin ísbjörninn Stykkishólmur: Hjá Sésselju Pálsdóttur, Silfurg. 36 Ísafjörður: Póstur og sími, Aðalstræti 18 Strandasýsla: Hjá Ingibjörgu Karlsdóttur, Kolbeinsá, Bæjarhreppi Akureyri: Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97 Bókaval, Kaupvangsstræti 4 Húsavík: Blómabúðin Björk. Héðinsbr. 1 Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5 Egilsstaðir: Hannyrðaverslunin Agla, Selási 13. Eskifjörður: Póstur og sími, Strandgötu 55 Siglufjörður: Verslunin Ögn, Aðalgötu 20 Vestmannaeyjar: Hjá Arnari Ingólfssyni, Hrauntúni 16 Selfosss: Selfoss Apótek, Austurvegi 44. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni - fást á eftirtöldum stöðum: Revkjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek. Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10, Hafnarijörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsiö. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Minningarkort Áskirkju Eftirtaldir aðilar hafa minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742 Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775 Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84, Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27, Verslunin Rangá, Skipasundi 56. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 milli kl. 17:00 og 19:00 og mun kirkjuvörður annast sendingu minningar- korta fyrir þá sem þess óska. Áfangar 4. tbl. 1988 Á forsíðu þessa blaðs er mynd frá Selárdal í Amarfirði af einu af listaverk- um Samúels Jónssonar, sem lengi bjó þar, en nú liggja bæði hús hans og verk undir skemmdum. Það var Grímur Bjarnason sem tók myndir þarna fyrir þáttinn „Ljósopið" í Áföngum. Ritstjóraspjall er eftir Valþór Hlöðv- ersson, Björn Hróarsson skrifar um vetrarferðir, Benedikt Hálfdánarson seg- ir frá Hornstrandarferð og fylgja margar myndir. Ritstjórinn Valþór Hlöðversson skrifar greinina „Græðum Island" og einnig aðra um Viðey. Þáttur er um Bláfjöllin og skíðasvæðið þar og margar myndir. Einnig er Landgræðslan kynnt í grein Sveins Runólfssonar. Útgefandi er Frjálst framtak hf. SKINFAXI 6. tbl. 79. árg. I þessu blaði Ungmennasambands ís- lands er m.a. sagt frá Ólympíuleikum fatlaðra, og er spjallað við þátttakendur og fararstjóra, þá er viðtal við Iris Grön- feldt og sagt frá Blakdeild Þróttar í Neskaupstað. Ingólfur Hjörleifsson ritstjóri skrifar forystugrein: Öll gerðu þau sitt besta, en þar ræðir hann m.a. um Ólympíuleika fatlaðra og ófatlaðra í Seoul í S-Kóreu. Þá eru ýmsar félagsfréttir í blaðinu, sagt er frá róðraræfingum á Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði. Skákþáttur er sk- rifaður af Ásgeiri Þ. Árnasyni og frásögn af fundi sambandsráðs í Borgarfirði. Áætlað er að 20. landsmót UMFÍ verði haldið að Varmá í Mosfellsbæ árið 1990. Á forsíðu er mynd af íris Grönfeldt, en ljósm. er Gunnar Sverrisson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.