Tíminn - 05.01.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Holnorhúsinu v/Tryggvogötu,
S 28822
U eru ok*ar Þ3>
^fiárrnál
©
VERBBRÉHWWSKIPn
SAMVINNUBANKMIS
SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568
_ _ _ f mía t&r
ALÍSLENSKT GREIÐSLUKORT
;fiOl0lus r0
ÞRttSTIIR
68 50 60
VANIR MENN
líniinn
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989
Hugmyndir Halldórs Ásgrímssonartil bjargarsjávarútvegsfyrirtækjum til lengri tíma litið:
j iræi ÍL a [Jl an Í!L
7 »gl fæh ;ku in íi s kii Ja
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, hefur lagt fram
hugmyndir sínar að leióum til að ieysa rekstrarvanda fyrirtækja
í sjávarútvegi sem á síðasta ári voru rekin að meðaltali með
u.þ.b. 5% halla. Ein af hugmyndum þeim sem unnið hefur verið
að í ráðuneytinu er að stofnaður verði úreldingarsjóður til að
kaupa skip með veiðiheimildum og selja heimildirnar aftur með
það að markmiði að fækka fiskiskipum. Stofnfé sjóðsins verði
eignir gamia úreldingarsjóðsins og Aldurslagasjóðs, en einnig
verði sjóðnum úthlutaður aflakvóta árlega.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, sagði í við-
tali við Tímann að hann væri alls
ekki ósammála ráðherranum um
markmið þau sem sett væru hér
fram, en útgerðarmenn væru al-
gerlega mótfallnir því að sjóða-
kerfi verði tekið upp að nýju.
Sagði hann að það gengi í ber-
högg við þær samþykktir sem
gerðar voru milli ríkisins og þess-
ara aðila 1986 þegar núverandi
kvótakerfi var samþykkt.
í viðtali við Tímann sagði Hall-
dór Ásgrímsson að þetta væru
hugmyndir sem hann lagði fram
til umræðu í ríkisstjórn daginn
fyrir gamlársdag sl. Hann sagðist
eiga eftir að ræða þessi mál
ítarlega við viðkomandi aðila og
einnig ætti eftir að fjalla nánar
um málið í ríkisstjórn. Bjóst
Halldór við að einhverjar tillögur
lægju fyrir í lok þessa mánaðar
áður en Alþingi yrði kallað
saman, enda við því að búast að
lagasetningar væri þörf í tengsl-
um við slíkar aðgerðir.
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, sagði a Alþingi
í gær að aðgerðir af þessu tagi
væru nauðsynlegar til að laga
rekstrarstöðu sjávarútvegsins til
lengri tíma. Þær geti ekki mætt
brýnustu rekstrarerfiðleikum
fyrirtækjanna en búist er við að í
dag verði kynnt með hvaða hætti
stjórnin ætli að mæta þeim vanda.
Enginn auðlindaskattur
„Ég þykist vita að menn muni
segja að hér sé komið fyrsta
skrefið í átt til auðlindaskatts. Ég
er ekki þeirrar skoðunar því ég er
algerlega á móti auðlindaskatti.
Ég tel hins vegar nauðsynlegt að
fiskiskipum verði fækkað," sagði
Halldór. Telur hann að með því
að fara þessa leið verði hægt að
auka hagkvæmni í veiðunum, en
það sé það takmark sem stefna
beri að með einum eða öðrum
hætti. „Það hefur verið samdóma
álit flestra sem að þessum málum
standa að fækka beri fiskiskipum
og nýta bestu og öflugustu skipin
til hagkvæmari útgerðar. Hér er
fyrst og fremst um að ræða lang-
tíma skuldbindingar. Nýlegar,
spár um 7-8% halla veiða og!
vinnslu á þessu ári, sýna að
þessum fyrirtækjum mun ganga
illa að standa við skuldbindingar
sínar í ár. Til að gera þau hæfari
til þess er nú verið að leita sem
flestra leiða,“ sagði Halldór.
Aflamiðlun og þróun
En hugmyndir Halldórs eru
víðtækari. Er þar talað unr skuld-
breytingar, endurfjármögnun og
hagræðingu. Þar verði sérstak-
lega skoðaðir þættir eins og velta,
eiginfjárhlutfall, veltufjárhlut-
fall, meðallengd langtímalána og
aðgangur að hráefni og tegunda-
samsetningu afla. Telur ráðherra
ljóst að miðað við tölur frá At-
vinnutryggingarsjóði verði ekki
hjá því komist að fyrirtæki sem
verst eru stödd lendi í gjaldþroti.
Hugmyndirnar gera einnig ráð
fyrir að komið verði á fót afla-
miðlun sem annist m.a. stýringu
á útflutningi ísfisks á erlendah
markað og tryggi fiskvinnslu betri
möguleika til að kaupa fisk til
sérhæfðrar vinnslu.
Lengri tíma markmið eru þau
að stofnaður verði þróunarsjóður
sjávarútvegs sém starfi að nýj-
ungum í sjávarútvegi og veiti lán
til rannsókna, vöruþróunar og
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra.
markaðsathugana. Einnig verði
unnið að gæðaátaki í sjávarút-
vegi. Um þessar sfðasttöldu hug-
myndir er Kristján Ragnarsson,
LÍÚ, ekki sammála og telur að
þróun sé tryggð með því starfi
sem SÍF og aðrir skyldir aðilar
leggja fé til nú þegar. KB
Stefnt að hallalausum rekstri í sjávarútveginum:
Efnahagsaðgerðir stjórnar
kynntar öllum þingflokkum
Fjarlogin
rædd í gær
Alþingi kom saman á nýjan
lcik í gær eftir tólf daga jólaleyfi.
Það mun vera samkomulag á
milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu um að afgreiða fjárlög en
ekki er Ijóst ennþá hvort bráða-
birgðalögin verða afgreidd að
þessu sinni. Alþingismenn fara
aftur í jólaieyfi eftir helgi og mun
þing svo koma saman í lok mán-
aðarins. ÓiafurG. Einarsson for-
maður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins sagði í gær að hugsan-
lega væri unnt fyrir stjórnarliða
að keyra umræðuna í gegn með
kvöld- og næturfundum, en for-
sendur væru nú breyttar frá síð-
ustu umræðu um bráðabirgðalög-
in.
Stjórnarliðar tala um að sjálf-
stæðismenn hyggist þæfa eins og
þeir gerðu fyrir jól. -ág
Hugmyndir ríkisstjórnarinnar að
tillögum í efnahags- og atvinnumál-
um voru kynntar í þingflokkum
stjórnmálaflokkanna í gær. Þar er
lagt til að rétt verði við staða útflutn-
ings- og samkeppnisgreina með sér-
tækum aðgerðum, með það að mark-
miði að veiðar og vinnsla komist á
þessu ári í 0% halla miðað við afla
og verðlagsspá. Einnig er lagt til að
stjórn gengismála, ríkisfjármála og
peningamála verði samræmd og að
komið verði í veg fyrir alvarlega
byggðaröskun.
I tillögunum er tekið fram að
vegna vanda sjávarútvegsfyrirtækja
í byggðarlögum þar sem afkoma
þeirra hefur úrslitaáhrif á tilvist
viðkomandi byggðarlaga, verði að
grípa til sérstakra neyðarráðstafana
og eru Patreksfjörður og Bolungar-
vík nefnd sem dæmi um slík byggð-
arlög. Þrátt fyrir þetta er ljóst að
fjöldi fyrirtækja uppfyllir ekki þau
skilyrði sem sett eru af hálfu At-
vinnutryggingarsjóðs og þeim verð-
ur ekki bjargað, þeirra bíður ekkert
annað en gjaldþrot.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði á þingi í gær að
sér fyndist eðlilegt að þeir aðilar sem
hafa hirt gróða af fjármagni á undan-
förnum árum færu að skila einhverju
af honum til baka. Stefna ríkisstj órn-
arinnar í peningamálum ætti að
miða að því að tryggja jafnvægi á
peningamarkaði. Góð staða ríkis-
sjóðs væri lykilatriði fyrir slíku jafn-
vægi og með því ættu jafnframt að
skapast skilyrði fyrir lækkun raun-
vaxta. Aðspurður sagði Steingrímur
að ekki væru enn hafnar neinar
viðræður við hlutaðeigandi aðila um
lækkun raunvaxta.
Eins og kunnugt er var gengið fellt
í vikunni um 4%. Uppi eru skiptar
skoðanir um hvort þessi gengisfell-
ing hafi verið óráðleg eða of lítil. í
tillögum þeim sem ríkisstjórnin hef-
ur mótað er gert ráð fyrir að leitað
verði leiða til að taka áhrif gengis-
breytinga út úr lánskjaravísitölunni
og jafnframt stefnt að afnámi allra
vísitalna, þar á meðal lánskjaravísi-
tölu, frá og með 1. janúar á næsta ári
og er þá reiknað með að náðst hafi
jafnvægi í efnahagsmálum.
Af öðrum aðgerðum sem miða að
árangri til lengri tíma má nefna
endurskoðun banka og sjóðakerfis-
ins með það að markmiði að auka
hagkvæmni og minnka vaxtamun og
að hafnar verði formlegar viðræður
við alla aðila vinnumarkaðarins um
efnahagsstefnuna, vinnumarkaðinn
og komandi kjarasamninga. -ág