Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 6. janúar 1989 Eldvarnaeftirlitið hafði gert athugasemd við húsnæðið: EKKI STAÐIÐ RÉn AD BRUNAVÖRNUNUM Hrólfur Jónsson varaslökkviliðs- stjóri á brunastað í gærdag. Eldur logaði ennþá á stöku stað í rústum hússins að Réttarhálsi 2 síðdegis í gær og lagði mikinn reyk frá húsinu til vesturs, yfír byggðina á Ártúnsholtinu. Unnið var við að hreinsa burt járnabrak og þaksperrur sem fallið höfðu niður á gólf, til að hægt væri að komast að eldi sem ennþá logaði í kjallara Gúmmívinnustofunnar, þar sem dekkjalager var og eldur kraumaði ennþá. Dæla átti froðu niður í kjallarann til að kæfa í eldglæringum sem enn fundust í dekkjum og reykinn lagði af. Ekki er að fullu Ijóst hve tjón fyrirtækjanna, sem höfðu aðsetur í húsinu, er mikið en ljóst er að það skiptir hundruðum milljóna. Eldsupptök eru ekki að fullu kunn en Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins. Gunnar Ólafsson hjá Eldvarnaeftirliti Reykjavíkur ásamt tveim slökkviliðsmönnum að virða fyrir sér aðstæður. Gunnar var með samþykktar teikningar að húsinu og eru þeir að bera þær saman við það sem fyrir augu bar. Tímamyndir Árni Bjarna Það voru sjö fyrirtæki sem höfðu aðsetur í húsinu. Auk Gúmmívinnu- stofunnar voru þarna fyrirtækin J. Þorláksson og Norðmann, Kæling hf., Drangafell hf., Rekstrarvörur hf., Blómamiðstöðin og Glóbus hf. var þarna með lager. Húsnæði og innviðir allra þessara fyrirtækja brunnu, að undanskildu húsnæði J. Þorlákssonar og Norðmanns, en húsnæði þeirra skemmdist mikið af vatni, hita og reyk. Nokkur fyrir- tækjanna hafa orðið sér úti um aðra aðstöðu og hyggjast opna á næst- unni, að sögn eins starfsmanns J. Þorlákssonar og Norðmanns, en í gær var unnið við að bera það sem heilt var út úr fyrirtækinu. Húsið frábrugðið teikningum Athuganir Eldvarnaeftirlitsins í Reykjavík hafa leitt í ljós að húsið að Réttarhálsi 2 var í mikilvægum atriðum frábrugðið samþykktum teikningum hvað varðaði eldvarnir. Gunnar Ólafsson hjá Eldvarnaeftir- litinu sagði í samtali við Tímann að það hefði komið í ljós að frágangur á skilvegg milli húsanna hefði ekki verið nógu góður upp við þakið og því hefði eldurinn farið milli hús- anna eftir þakinu. „Þar fyrir utan var búið að gera gat sem er um tvisvar sinnum þrír metrar, á þennan vegg, en engin eldtraust hurð komin í,“ sagði Gunnar. Þetta op lá inn á dekkjalager. Hann sagði að eftirlitið hefði gert athugasemd við gatið á veggnum, en ekki getað séð hvernig frágangur á veggnum var upp við þak, þar sem loftklæðning var fyrir og þeir færu ekki að rífa niður loftklæðningar til að sjá hvernig frágangur væri. Aðspurður hvort ekki hefðu verið fleiri veggir til að hólfa niður bygginguna sagði Gunn- ar að í nýrri byggingunni hefði efri hæðin verið hólfuð í sundur með vegg, en hann hefði ekki verið nægjanlega vel frá genginn upp við þak heldur. í eldri byggingunni, þar sem dekkjaverkstæðið var, hafi líka verið nokkrir veggir þar sem frá- gangurinn upp við þak hafi ekki verið nægjanlega góður. Um er að ræða svokallaða létta veggi sem ekki stóðust álagið. Gunnar sagði að samkvæmt teikningu hefði það verið sýnt að húsið ætti að vera hólfað niður með eldtraustum veggjum, betri veggjum en raun var á. Samkvæmt byggingareglugerð og brunavarnareglugerð áttu bygging- araðilar að biðja um fullnaðarúttekt á eldvörnum byggingarinnar áður en starfsemi hæfist í henni, en það hefur ekki verið gert og slík fullnað- arúttekt hefur ekki farið fram. Brunamálastofnun skoðar málið Bergsteinn Gizurarson bruna- málastjóri sagði í samtali við Tímann að þetta tiltekna hús hefði ekki komið inn á borð hjá Brunamála- stofnun ríkisins, því samkvæmt lög- um er eldvarnaeftirlit í höndum sveitarstjórnar og slökkviliðsstjóra. „Eldvarnaeftirlitið í Reykjavík hef- ur því talið sig hafa eitt með þetta hús að gera, en ég hefði talið eðlileg- ast að þeir hefðu sent það hingað, miðað við hvernig húsið er, stærð þess og það að þarna er um að ræða miklar geymslur og notkun á eldfim- um efnum,“ sagði Bergsteinn. Hann sagði að greinilegt væri að ekki ekki hefði verið rétt staðið að brunavörn- um í húsinu. Brunamálastjóri sagðist hafa hug á að skoða þetta mál, þar sem hann væri að koma á því nýmæli, að stofnunin skoðaði bruna yfir vissri stærðargráðu. Þá hvernig húsin væru í stakk búin með tilliti til bruna, hvernig hann breiðist út og svo frammistaða slökkviliðs. Hann sagði sitt mat vera það að húsið hefði átt að vera sérstaklega athugað og hljóta svokallaða brunahönnun. Þá hefði átt að hans mati að vera í húsinu vatnsúðunarkerfi. „Það er ekki hægt að skella skuldinni á slökkviliðið, því ef eldur sem þessi er ekki slökktur á fyrstu 10 til 15 mínútunum, þá ráða slökkvilið ekki við slíkan bruna,“ sagði Bergsteinn. Óvægin gagnrýni Óvægin gagnrýni hefur komið fram hjá einstaka mönnum á fram- gang slökkviliðsins á brunastað. Tíminn leitaði svara hjá Hrólfi Jóns- syni varaslökkviliðsstjóra, þar sem hann var á brunastað síðdegis í gær. „Við erum kannski ekki tilbúnir til þess ennþá að svara allri þeirri gagnrýni sem komið hefur fram. Ég hef ekki einu sinni komist yfir að líta á það sem komið hefur fram í fjölmiðlum, þannig að við erum ekki tilbúnir til þess. Sumt af þessari gagnrýni á sjálfsagt rétt á sér, annað er algerlega út í hött. Við erum ekkert fullkomnir og engir krafta- verkamenn. Það verður að segjast eins og er að hér er bara allt of stórt dæmi undir, þannig að við ráðum við það,“ sagði Hrólfur. Hann sagði að þeir hefðu farið yfir slökkvistarfið og reynt að velta fyrir sér hvað hugsanlega hefði getað bjargað þessu. „Þegar við komum fara þrír reykkafarar inn um suður- gaflinn og komast inn að eldinum, en þá er hitinn orðinn svo gífurlegur að þeir verða að hörfa frá. Á meðan þeir voru inni byrjuðu sprengingar, þannig að það var ekkert annað fyrir þá að gera en að fara út. Þeir brenndust t.d. allir. Þó að fólk sem kom hér að fyrst hafi ekki séð mikinn eld, þá var hann orðinn mjög útbreiddur um bygginguna," sagði Hrólfur. Veggjum í húsinu ekki treystandi Hann sagði að ef húsið hefði verið hólfað meira niður með steyptum veggjum, þá hefði niðurstaðan ekki orðið sem raun varð á. í húsinu voru eldfastir veggir, ekki steyptir og gáfu þeir sig undan hita og eldi. „Málið var það að við gátum aldrei treyst neinum veggjum í húsinu,“ sagði Hrólfur. Á gólfplötunni hjá Gúmmívinnu- stofunni eru göt niður í kjallara, sem var fullur af dekkjum. Starfsmönn- um tókst ekki að loka niður áður en þeir þurftu að koma sér út og því náði eldurinn að kveikja í kjallaran- um sem ómögulegt er að koma vatni að. „Þetta kveikti alltaf í aftur og aftur, þegar við vorum að slökkva á efri hæðinni þangað til að þetta náði yfirhöndinni og við réðum ekki neitt við neitt,“ sagði Hrólfur. „Ég held að hús sem þetta sé ekkert slökkvilið í stakk búið að takast á við. Þau tæki og þeir menn sem við höfum nægja ekki. Það má alltaf deila um hvort við höfum nægan tækjabúnað hjá slökkvilið- inu, við hljótum að skoða það í framhaldi," sagði Hrólfur. -ABÓ Umræður í borgarstjórn um eldvarnir í stórhýsum í Reykjavík: Minni eldvarnir vegna vel búins slökkviliðs? „Við höfum hingað til verið hcppin hér í Reykjavík að ekki skulu hafa urðið fleiri brunar og manntjón af þeirra völdum en raun ber vitni,“ sgði Bjarni P. Magnússon horgarfulltrúi á fundi borgarstjórnar í gær. Bjarni ,lagði fram tillögu um að fram færi brunaúttekt á stórhýsum í Reykjavík og ræddi eldvarnir almennt í Ijósi stórbrunans að Réttarhálsi 2 í fyrradag. Bjarni gagnrýndi að eldvarna- rcglugerðir eru tíðum brotnar við byggingu og frágang húsa af ofan- nefndu tagi og verulega vikið frá samþykktum teikningum, að því er virtist án þess að Brunamála- stofnun borgarinnar gripi í taum- ana. Hann greindi frá því að hann hefði ásamt sérfróðum manni skoðað nokkur atriði sem áfátt væri í brunavörnum í húsinu að Hátúni 10 í Reykjavík og í fram- haldi af því lagt fram fyrirspurn um það mál í borgarráði. Svar hcfði borist frá Eldvarna- eftirliti Reykjavíkurborgar þann 8. des. s.l. og orkuðu mörg atriði í svarinu nijög tvímælis eða væru beinlínis röng, svo sem að ástæður þess að mörgu væri ábótavant væru, að húsið hefði verið byggt áður en núverandi reglugerð um eldvarnir hefði tekið gildi. ' Þá sagði Bjarni að í svari Eld- varnaeftirlitsins kænti fram að minni kröfur þyrfti að gera til eldvarna við byggingu húsa í Reykjavík en út um land, vegna þess hve Slökkvilið Reykjavíkur væri vel þjálfað og vel tækjum búið. Mál sem varða brot á reglugerð- um eða afar frjálslega túlkun þeirra við byggingar húsa hafa verið alltítt til untræðu í borgarstjórn, nefnd- um og ráðum borgarinnar nú í haust. Borgarstjóri hcfur jafnan vísað slíkri gagnrýni á bug og sagt að nær væri að fara að heilbrigðri skynsemi en að reglum. Svo var einnig í gær og var Davíð Oddsson all hvassyrtur og krafðist þess að vita nafnið á hinum sérfróða manni sem leit á Hátún 10 með Bjarna og sagði síðan meðal annars: „Ég mótmæli þvf sem borgarfull- trúinn sagði og einhver kynni að hafa skrifað fyrir hann, þessari þvælu sem borgarfulltrúinn fór hér með, að hér sé ekki unt efnislegt svar við fullyrðingum hans að ræða. Og þegar borgarfulltrúinn segir að þessir aðilar (þ.e. Eldvamaeftir- litið í svari sínu) séu að taka undir það geðþóttasjónarmið borgar- stjórans að heilbrigð skynsemi skuli ráða, sem borgarfulltrúinn virðist óskaplega andvígur - og ég sé reyndar í mörgum gerðum hans að hann cr almennt andvígur því, - að sé verið að taka undir það hér með þessum setningum, þegar ver- ið er að fjalla um brunareglugerð- ina; “Almennt má segja um bruna- málareglugerðina að hún hafi leyst úr brýnum vanda þá er hún tók gildi. Hins vegar má gagnrýna hana fyrir að það er ekki tekið tillit til þeirrar sérstöðu sem þeir hafa f brunavörnunt sem búa á starfs- svæði brunaliðs Reykjavíkur.“ Og borgarfulltrúinn finnur það út að þessi setning þýði það að Eldvarna- - eftirlitið ætli að fara að eigin geð- þótta eftir reglugerðinni." - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.