Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 9
Föstudagur 6. janúar 1989 Tíminn 9 III! VETTVANGUR Reynslan af Isal stóriðjunni Reynsluna af viðskiptaferli ís- lendinga við Alusuisse = ísal tel ég vera slæma. í upphafi voru gerðir „mjög vondir“ samningar þar sem viðskiptaferlið er bundið í samning sem er mjög „þvælinn“ og enda- laust er hægt að skjóta ágreiningi til erlends gerðardóms, (slíkt tel ég vera vissa tegund af drottinsvikum) ennfremur er slíkt mjög tímafrekt og dýrt. í annan stað eru greiðslur bundnar við einn gjaldmiðil (dollar) og ef verðgildi hans rýrnar þá fellur um leið verðgildi og/eða kaupmáttargildi greiðslna fyrir selda orku. Ferillinn hefur verið sá að frá upphafi hcfur verið um „meðgjöf14 að ræða, mismikla að vísu, með raforkusölu til fsals; (bendi á stólparit no. 3. sem „sönnun“. Aðeins eitt ár 1985 er nálgun að „eðlilegu" raforkuverði sem snar- fellur með falli dollars 1986-87-88 og er komið niður í um 35% af verði til almenningsrafveitna og framundan er ástand líkt og árin 1974-77 og 1981-83 þar sem verð náði einungis um 20% til 25% af verði til fslendinga. Augljóst viðskipta- legt harðrétti Kemur þá að því atriði sem ætti skilyrðislaust og undantekningar- laust að vera skylda rekstraraðila Landsvirkjunar og „íslenskra stjórnmálamanna“, en það er að segja upp verðákvæðum raforku- sölusamnings við Alusuisse = ísal frá 1984. Þykir mér rétt að birta orðrétt uppsagnarákvæði orku- sölusamningsins og ef eitthvað er hægt að kalla „harðrétti" þá mun 40% til 50% verðrýrnun greiðslna í dollar vera ómótmælanlegt harð- rétti sem hvorugur aðilinn gat og/ eða getur gert við eða neinu um ráðið og fellur því sú breyting undir ákvæði 28.01 í orkusölu- samningi. Álsamningur þingskjal 148 (útdráttur) 28. gr. 28.01. Með skriflegri tilkynn- ingu, er gefin sé eigi minna en sex mánuðum fyrir hvern þeirra daga, sem tilgreindir eru hér að neðan (eða alla þá daga), skal hvort heldur Landsvirkjun eða ISAL heimilt að tilkynna hinum aðilan- um, að orðið hafi teljandi og ófyrirsjáanleg breyting til hins verra á aðstæðum, að frátöldum breytingum á valdi Landsvirkjunar eða ISALs, er hafi haft í för með sér alvarleg áhrif á efnahagsstöðu Landsvirkjunar eða ISALs, hvors sem í hlut á, þannig að hún raski jafnvæginu í samningi þessum og valdi óeðlilegu harðrétti fyrir þann aðila, sem í hlut á. 28.02. Þeir dagar, sem tilkynn- ingu má miða við, skulu vera fimmti, tíundi eða fimmtándi árdagur þess dags er þriðji viðauki rafmagnssamnings tekur gildi. 28.03. Jafnskjótt og slík skrifleg tilkynning er komin fram skulu Landsvirkjun (í samráði við ríkis- stjórnina) og ISAL (eða Alusuisse fyrir þess hönd) eiga með sér samningaviðræður í góðri trú og reyna að ná samkomulagi um breytingu á samningi þessum, er leysi aðilann, sem f hlut á, undan afleiðingum umræddra breytinga á aðstæðum eins og lýst er í málsgr. 28.01 í samningi þessum. Ef aðil- unum tekst ekki að ná samkomu- lagi um tilvist eða áhrif þesskonar breytingar á aðstæðum, er hvorum þeirra um sig heimilt að vísa þeirri deilu, hvort sú breyting hafi orðið, til gerðardóms samkvæmt 47. gr. aðalsamningsins. Ef gerðardómur- inn úrskurðar að slík breyting hafi orðið á aðstæðum, skulu aðilarnir reyna í góðri trú að ná samkomu- lagi um breytingu á samningi þess- um í ljósi niðurstaða gerðardóms- ins. Ef þeim tekst ekki að semja um slíka breytingu á samningnum, er hvorum þeirra um sig heimilt að vísa málefninu til gerðardóms sam- kvæmt 47. gr. f aðalsamningi". ætla ég að staldra við ákvæði 28.03, ákvæði í þeirri grein valda því að ég kalla að mínu mati með fullum rétti þá íslensku samnings- | | Aætlaö verö IUS mills pr kwh til almsnningsralveitna miöaö viö lyrri rekstrartoisendur Landsvirkjunar. — ‘ Mogulegt ’ verö el raunverö Irá 1984 næst Irá Alusuisse - Isal, kostar uppsögn samnings. 1960 1961 1962 1963 1964 t96S 1966 1967 1966 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2016 2019 2020 2021 Stólparit No. 1. á að sýna líklegan feril á verðlagningu raforku til almenningsveitna miðað við “óbreytt” ástand í stjórnun Landsvirkjunar og að samningi við ísal=Alusuisse frá 1984 verði ekki sagt upp árið 1989, sem er fyrsta ár mögulegrar uppsagnar s.m.k. samningi.Þessum samningi ber að vísu skylirðislaust að segja upp þar sem “ kaupmáttargildi “ greiðslna frá ísal hefur rýrnað um a.m.k. 40% á fyrstu fimm árum samningstímans.Ef að samningnum er ekki sagt upp árið 1989 er ekki s.m.k. ákvæðum hægt að segja honum upp fyrr en 1994 og þá eru líkur á að “ kaupmáttargildi “ greiðslria fyrirraforku sé fallið um a.m.k. 70% frá 1984 það “ tap “ mun eingöngu verða sótt í vasa almennings í landinu og mun nema allt að og jafnvel rúmlega 3.039.300.milljónum króna , þetta orðna og vaentanlega tap krefst þess skylirðislaust að íslendingar segi samningnum upp þegar á árinu 1989 s.m.k. ákvæði 28.01 í samningnum þar sem á er kveðið um “ viðskiftalegt harðrétti “ og viðbrögð við því. . ( 8-12 mills = 36 - 54 aura pr.kwh.verðlag 1988 upphæð sem myndi nema um 20-40 þús.kr.pr. heimili í landinu. Það er að mínu mati Alusuisse-skatturinn og greiðsla almennings fyrir " aula og/eða drottinsvika " samninga stóriðjusinna á undanfömum árum og tími til kominn að slíkri iðju linni, ef ekki á illa að fara fyrir íslendingum) Jöfnun raforkuverðs.þar sem fjárfesting vegna Blönduvirkjunar leggst með talsverðum þunga á fjárhag Landsvirkjunar set ég upp líklegt verð til almenningsveitnaá,3.vegu l.útfrá fyrrirekstrarferliLandsvirkjunar.2.útffáþeimgrundvelliaðraunverðfrá ísal-samningunumfrá 1984náist,semmyndi leiða til þess að verð lækkaði verúlega til almenningsveima 3, að um talsverða aukna skuldasöfnun yrði að ræða hjá Landsvirkjun 1989 -2005. Stólparit No.2.á að sýna líklega skuldastöðu raforkukerfis íslendinga ef að svokölluð “Atlantal “ álbræðsla verður reist hér á landi og er þar miðað 32.mills fullverðtryggð fáist fyrir raforkuna, en allir þankar um að semja um lægra verö en það, eru “ fjörráð við fjárhag “ íslendinga og drottinsvik y 60 Stólparit no 3. á að sýna frávik greiðslna fr á Isal frá því sem talið er að sé "eðlilegur" verðmunur milli verðs raforku.til almennings og til stóriðju munur sem talin er vera um 45% vegna þess að nýtingartími framleiddrar raforku til stóriðju er helmingi lengri en til almenningsnota.stólparitið "sannar" að ísal greiðir vart nema rúman helming þess sem telst vera " eðlilegt " findist mér það vera ærið og þarft verkefni að fara að vinna að því að íslendingar nái eðlilegu verði fyrir orkusölu til ísals fremur en að vera með marklitlar fjárfestingartölur um Atlantal -áformin l l Lágmarksverö% Greitl verö sem % af veröi til almenningsveitna 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 P1 Skuldir miöaö viö AllantaJ stóriöjuverkefniö og 32.mills pr.kwh fullverötrvcx Skukfir miöaö viö einga aukna stóriöju I ( 3 1/2% arösemiskröúir af fjármagni eru inni í forsendum ) il 1980 1981 1962 1983 1984 1965 1966 1967 1968 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Bjarni Hannesson: Alvíti til varnaðar Að læra af fenginni reynslu hefur verið talið viturra manna háttur og er það að öðru jöfnu. Manni flýgur þetta í hug þegar að stóriðjumálum kemur hér á íslandi þar virðast menn ekkert hafa lært af reynslu fyrri ára, á þar við viðskipti við Alusuisse = ísal og fyrstu hugmyndir og áætlanir um svokallaða Atlantal álbræðslu. Þar er veifað marklitlum fjárfestingatölum upp á nokkra tugi milljarða, ásamt villandi tölum um nauðsynlega stærð, framleiðslugetu og framleiðslukostnað raforku sem er að lágmarki til 32 mills. pr. kwh. frá þeim orkuverum sem þarf að byggja til að þjóna 180.000. þús tonna álbræðslu ásamt öðrum markaði, en Iítið sem ekkert hugað að því hvað íslendingar þurfa að fá fyrir selda orku í nútíð og framtíð þannig að þeir verði skaðlausir af sölu hennar og/eða hafi ágóða af sölunni. menn sem samþykktu þetta ákvæði bæði „aula og drottinsvikara“. Fyrsta atriði til rökstuðnings þeirri nafngift er orðalagið „eiga með sér samningaviðræður ígóðri trú“. Nær hefði verið að þar stæði „af fyllstu sanngirni“ en það er víst ekki hugtak sem til var í hugar- heimi samningamanna Alusisse á þeim tíma, enda er víst búið að reka þá báða sem skrifuðu undir samninginn f.h. Alusuisse. (Hérer slíkur aðili gerður að bankastjóra í stærsta banka landsins, sérkenni- legt siðgæði það, innskot höf.) Annað atriði er orðalagið „Ef aðilunum tekst ekki að ná sam- komulagi um tilvist eða þesskonar breytingar á aðstæðum, erhvorum þeirra um sig heimilt að vísa þeirri deilu, hvort sú breyting hafi orðið, til gerðardóms samkvæmt 47.gr.aðalsamningsins. “ (Alþjóða- stofnuninni til lausnar fjárfesting- ardeilna (ICSID).) Að því er ég best veit veit er þetta ákvæði afsal á óskoruðu íslensku forræði um atvinnurekstur hér á landi, (tilefni til drottinsvika nafngiftarinnar). Þriðja atriði er eftirgreint, „Ef gerðardómurinn úrskurðar að slík breyting hafi orðið á aðstæðum, skulu aðilarnir reyna í góðri trú að ná samkomulagi um breytingu á samningi þessum í Ijósi niðurstaða gerðardómsins. Ef þeim tekst ekki að semja um slíka breytingu á samningnum, erhvorum þeirra um sig heimilt að vísa málefninu til gerðardóms samkvæmt 47.gr. í aðalsamningi". Hér kemur kórónan á „þjóðern- islega vesöld og efnahagslegan aulahátt „hinna svokölluðu ís- lensku samningamanna“ því þetta gefur Alusuisse = fsal tækifæri til að þvæla málum og ágreiningi í mörg' ár með ærnum kostnaði fs- lendinga fyrir erlendum gerðar- dómi, á meðan gefst tækifæri til að hafa hagnaðinn af „nýlenduherra- samningi“ við íslendinga. Siðlaus viðskiptaaðili Harðdrægni og siðleysi koma víðar við sögu, en við íslendinga í Ástralíu var reynt að beita allskyns talnalegum íþróttum til þess að sjá til þess að hagnaður Ástrala yrði sem minnstur. Fregnir um endalok þeirra mála hef ég ekki, enda eru sannanir nægar hérlendis um það að þetta er viðskiptalega siðlaus aðili og ber því að meðhöndla öll mál út frá því viðhorfi og einnig þá innlenda aðila sem verja og/eða réttlæta fyrri viðskipti og viðskipta- samninga við Alusuisse = ísal, og einnig þá sem vinna á sama grunni og gert hefur verið hingað til gagnvart Atlantal áformunum þar sem vinnubrögð líkjast mjög vinnubrögðum ýmissa aðila gagn- vart Alusuisse á undanförnum ára- tugum. Er hér smáþæmi um hvern- ig siðgæðisvitund et hjá álrisanum. SÞ. 725 Fyrirspúrn (394.mál) til iðnaðarráðherra ujn sáttargerðar- samning ríkisstjórharinnar og Al- usuisse. Þingskja!ý725 1985-86. Þann 16. októbe’r 1985 sendi A.G. Povell, forstjóri Austraswiss, dótturfyrirtæki Alusuisse, bréf til allra þingmanna á ástralska þing- inu vegna umræðna þar um skatt- svik Alusuisse í Ástralíu í tengslum við báxft og súrálsverksmiðju í Gove. í þessu bréfi forstjórans segir í 8. tölulið: (í lauslegri þýðingu.) „Vísað er til skattkröfu íslensku ríkisstjórnarinnar á árinu 1980 á hendur móðurfélagi okkar, Alus- uisse. Sú staðreynd að íslenska ríkisstjórnin samdi um kröfu á hendur Alusuisse, með því að taka við 3 millj. bandaríkjadala greiðslu út í hönd fremur en að halda við kröfur sínar er vísbending um að ekki var hægt að rökstyðja kröfurn- ar. Alusuisse greiddi þcssa upphæð út í hönd vegna þess að lögfræði- kostnaður fyrirtækisins var að fara yfir 3 milljónir bandaríkjadala og sættir voru skynsamlegar út frá viðskiptalegu sjónarmiði". Við umræður í neðri deild 26. nóvember 1985 var iðnaðarráð- herra inntur eftir viðbrögðum þess- ara ummæla forstjóra Austraswiss. Sagðist hann mundu ræða þetta mál við forráðamenn Alusuisse og fá skýringar þeirra á þessu áður en hann aðhefðist eitthvað í málinu. Skriflegt svar óskast. Hér er of lítið pláss til að fara nákvæmlega ofan í saumana á baksviði þessarar 3 m.dala greiðslu en hún er staðfesting, að mínu mati, á lélegri réttarstöðu Alus- uisse hérlendis. En fyrir þessa „Júdasarpeninga“ fékkst „syndaaf- lausn“ sem ég ætla hér aðeins að birta smáútdrátt úr sem hina endanlegu röksemd fyrir heldur óvirðulegum nafngiftum. Er hér dæmi um siðgæðisvitund, þjóðernislega reisn og fyrirhyggju gagnvart framtíðinni af hálfu „svokallaðra íslenskra samninga-. manna“. Er þetta algerlega dæma- laust að „fulltrúar" sjálfstæðrar þjóðar skulu standa að slíku í samningum við erlenda einka- rekstraraðila. Orðrétt. Brot úr svokölluðum -sáttargerðarsamn- ingi. „Hvorki þessi sáttargerðar- samningur eða neinír af skilmálum hans né neinar samingaviðræður eða málarekstur í sambandi við hann skulu vera eða verða túlkuð sem sönnun um viðurkenningu af hálfu Alusuisse eða ISALs eða ríkisstjórnarinnar um neina ábyrgð afnokkru tagi, eða um gildi neinna krafna, staðhæfinga eða röksemda, þar á meðal þeirra, sem fram hafa verið færðar fyrir dómnefndunum, án þess að tæmandi sé talið, eða um haldleysi neinna varna eða andsvara, sem höfð hafa verið uppi gegn þeim. Eigi heldur skal sáttar- gerðarsamningur þessi eða nokkur af skilmálum hans, né neinarsamn- ingaviðræður eða málarekstur í sambandi við hann, vera færð fram eða við þeim tekið ísönnunarskyni eða til annarrar notkunar í neinum málaferlum gegn öðrum hvorum aðilanum, nema varðandi gildis- töku og framkvæmd sáttargerðar- samnings þessa. “ Undir þennan og annan álíka dæmalausan samsetning rita: Fyrir ríkisstjórn íslands. Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra. Fyrir Swiss Aluminium Limited. Dr. Bruno F. Sorato, aðalforstjóri DR. Dietrich N. Ernst, forstjóri. „Fjörráð við fjárhag“ Niðurstaða mín er því sú, miðað við stöðuna um áramót 1988-89, að meginhluta arðs af orku íslenska fallvatna hafi verið veitt ofan í vasa útlendinga (Isalsamingurinn) og fyrstu viðbrögð svokallaðra „ábyrgra aðila“ hér innanlands gagnvart Atlantal áformunum sé með slíku sniði og verið hefur undanfarin 20 ár gagnvart Alus- uisse þ.e. að ekki er gætt þeirra atriða sem fyrst ætti að gæta að og mestu máli skipta, en það er að Islendingar séu og verði skaðlausir og/eða hafi hagnað af orkusölu til stóriðju í nútíð og framtíð. Fyrsta gerðin til að vinna að því markmiði er að segja upp ísal- samningnum frá 1984, séu hinir svokölluðu „ábyrgu aðilar“ ekki menn til þess þá eru þeir ekki ménn til að gæta hags íslendinga í hugsanlegum samningum um At- lantal stóriðjuáformin og verður að meta gerðir þessara manna sem „fjörráð við fjárhag“ íslendinga þar til samningnum hefur verið sagt upp og allar áætlanir um að selja orku til Atlantal stóriðjunnar á lægra verði en 32 mills pr. kwh fullverðtryggð eru bein fjörráð við fjárhag landsmanna. Að síðustu legg ég til að ef Alusuisse = Isal bætir ekki að fullu fyrir viðskiptaharðdrægni og leið- réttir án allra málaferla, verðrýrn- un greiðslna fyrir orkukaup frá samningsviðmiði 1984 þá verði Ál- verksmiðjan við Straumsvík þjóðnýtt bótalaust án yfirtöku þeirra skulda erlendra aðila sem hugsanlega verða á mannvirkjun- um. (Lægri „bætur“ fyrir þá ósvífni sem felást í sannanlegum viðskipta- ferli undangenginna áratuga er vart hægt að hugsa sér) 27/12 1988. Bjarni Hannesson, Árnesi. •Me

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.