Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur 6. janúar 1989 Tíminn 15 llllllll MINNING 'li:... -i;;, .. ....... .......... Vilhjálmur Guðjónsson vélstjóri Fæddur 4. mars 1932 Dáinn 27. desember 1988 Sl. þriðjudag var til moldar borinn frá Akranesskirkju, Vilhjálmur Guðjónsson, Vogabraut 42, Akra- nesi. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness hinn 27. des. s.l. eftir erfið veikindi og baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Vilhjálmur Maríus Guðjónsson, en svo hét hann fullu nafni, fæddist 4. mars 1932 á Þorgeirsfelli í Staðar- sveit, sjöundi í röðinni af fjórtán börnum þeirra Unu Jóhannesdóttur og Guðjóns Péturssonar. Fljótlega fluttu foreldrar Vilhjálms að Gaul í Staðarsveit og bjuggu þar í torfbæ með bamahópinn til 1945, er Guð- jón byggði nýtt hús. Á Gaul ólst Vilhjálmur upp og við þann bæ er fjölskyldan gjarnan kennd. Á þess- um ámm var lífsbarátta íslenska bóndans hörð, ekki síst ef fjölskyld- an var stór, og þurftu börnin þá strax að taka til hendinni, er kraftar leyfðu. Vilhjálmur vandist því í æsku að þurfa að vinna og var vinnusemi hans alltaf söm og jöfn alla hans ævi. Ungur að árum fór Vilhjálmur að heiman og þá til Sandgerðis á vertíð. í ársbyrjun 1952 fluttist hann svo til Akraness, þar sem hann settist að, stofnaði heimili og bjó á Akranesi til dauðadags. Lengst af hefur Vil- hjálmur stundað sjóinn sem vélstjóri á fiskibátum stórum og smáum, en hann hafði aflað sér réttinda á hinar stærri vélar fiskiskipa. Á árunum 1952-1965 réri Vilhjálmur á hinum hefðbundnu vertíðarbátum frá Akranesi og var hann oftast á þess- um árum undir skipstjórn Helga Ibsen, þekkts skipstjóra og afla- manns hér á Akranesi. Það var því engin tilviljun, að þeir samstarfsmennirnir, Vilhjálmur og Helgi, réðust í útgerð saman, er þeir keyptu haustið 1965 70 tonna tréskip, m/b Rán, og stofnuðu um reksturinn fyrirtækið Hafbjörgu h/f. Fyrirtækið gekk vel, enda eigend- umir báðir áhugasamir og duglegir. Annar bátur var síðan keyptur og fiskverkun hafin. Fyrirtækið ráku þeir félagar til ársins 1977 og gekk reksturinn flest árin harla vel. Helgi ber Vilhjálmi einkar vel söguna fyrir dugnað og samviskusemi og hefur beðið undirritaðan að færa Vilhjálmi sínar bestu þakkir fyrir afbragðs góða samvinnu og samstarf á sjó og landi í gegnum árin. Frá 1977 hefur Vilhjálmur stund- að ýmis störf, þar af nokkurn tíma sjómennsku. Síðustu þrjú árin var hann starfsmaður hjá Skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts h/f á Akra- nesi. Vilhjálmur kvæntist hinn 8. des. 1956, systur undirritaðs, Halldóru Lárusdóttur, sem fædd er og uppalin á Akranesi. Þau eignuðust fjóra mannvænlega drengi, sem eru: Lárus, f. 1956, kvæntur Móeiði Sig- valdadóttur og eiga þau tvö börn; Guðjón Unnar, f. 1958; Þröstur, f. 1961, kvæntur Lindu Dröfn Péturs- dóttur og eiga þau tvö börn; og Björn Sigurður, f. 1967, sambýlis- kona hans er Guðrún Hlín Gunnars- dóttir og eiga þau eitt barn. Þau Halldóra og Vilhjálmur hafa búið í farsælu hjónabandi í rúm þrjátíu ár og verið samhent í uppeldi drengjanna. Nú síðustu árin hafa þau búið sér fallegt og notalegt heimili að Vogabraut 42 á Akranesi. Vilhjálmur var mikill heimilismaður og vildi helst dvelja þar, þegar skyldustörfin kölluðu ekki á. Undirritaður kynntist vitaskuld Vilhjálmi’ talsvert náið. Hann var dulur maður, sem flíkaði ekki til- finningum sínum og sumum kann að hafa fundist hann þurr á manninn stundum. Það getur hafa stafað af því, að allt smjaður og óþarfa orða- gjálfur var honum ekki eiginlegt. Hann kunni að gleðjast í góðra vina hópi, hann var trygglyndur, heiðar- legur og góður vinur vina sinna. Hann var með öðrum orðum það sem þótti prýða hvern mann hvað mest hér áður fyrr; það er „drengur góður“. En nú er komið að leiðarlokum og þá er vissulega margs að minnast. Undirritaður þakkar Vilhjálmi eink- ar góða viðkynningu, sem sannar- lega bar aldrei skugga á. Systur minni, drengjunum hennar og fjölskyldum þeirra færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, svo og aldraðri móður Vilhjálms og systkin- um hans. Blessuð sé minning hans. Jóhann Lárusson Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt jafn snögglega og nú og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. J.H. Látinn er svili minn og vinur, Vilhjálmur Guðjónsson, aðeins 56 ára að aldri, eftir tiltölulega stutta en hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Vinátta okkar hófst er ég kvæntist inn í sömu fjölskyldu og hann og hafði því staðið í meira en þrjátíu ár. Margs er að minnast á svo löngum tíma en efst er í huga tryggð hans og traust. Það var afar gott að leita til Vilhjálms, því bóngóður var hann með afbrigðum og vildi hvers manns vanda leysa. Ég minnist allra heimsóknanna á hið fallega og gest- risna heimili hans og Halldóru mág- konu minnar, einnig í sumarbústað- inn þeirra hlýja og notalega er þau reistu sér fyrir allmörgum árum í Borgarfirðinum. Vilhjálmur var mikill heimilismaður og naut sín best þar innanum fjölskyldu sína og vini. Ég minnist hversu hlýr og góður hann alla tíð var tengdafor- eldrum sínum og reyndist þeim eins og besti sonur. Fyrir það er öll fjölskyldan honum þakklát. Að leiðarlokum er ég þakklátur fyrir vináttu hans, sem aldrei bar skugga á. Halldóru mágkonu minni, sonum þeirra fjórum, tengdadætrum, barnabörnum, móður hans og öðr- um aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Siguróli Jóhannsson LANDBUNAÐUR 70 þúsund heyrúllur Sú aðferð við heyskap hefur stöðugt verið að sækja á hér síðustu árin að bændur vefji heyið með vélum upp i stórar rúllur, sem síðan er pakkað inn í plast og þær geymdar þannig þar til innihaldið er gefið að vetri til. Þessi nýjung kom til sögunn- ar hér árið 1981, en það var Búnað- ardeild Sambandsins sem það ár byrjaði að selja hérlendis svo kallað- ar rúllubindivélar. Þessar vélar eru nú orðnar töluvert algeng sjón á túnum yfir heyskapartímann, en þeim er ekið á múgana, og síðan sjá þær um að þjappa heyinu saman og vefja það upp í rúllurnar, sem oft verða víst nálægt mannhæð að þver- máli. Með þessari aðferð er heyið verk- að sem vothey, og fyrst framan af voru settir stórir plastpokar utan um rúllurnar til að viðhalda í þeim ferskleikanum. Sumarið 1987 kynnti Búnaðardeildin síðan aðra nýjung í framhaldi af hinni. Það voru svo nefndar rúllupökkunarvélar, til þess gerðar að búa um rúllurnar með þeim hætti að þéttvefja um þær plastrenningum og ganga svo frá að ekkert loft kæmist að heyinu. Þessar vélar höfðu fyrst komið til landsins og verið prófaðar sumarið 1986, og þegar árið 1987 seldi Bún- aðardeildin nokkrar slíkar vélar. Á nýliðnu ári er svo ekki hægt að segja annað en að þessar nýju vélar hafi beinlínis rokið út. Þetta eru vissu- lega nokkuð dýr tæki, kosta hátt í 400 þúsund krónur stykkið, en á árinu seldi deildin eigi að síður rúmlega 80 slíkar vélar. Þar af voru 22 afgreiddar núna rétt fyrir jólin, svo að ýmsir bændur eru greinilega þar með farnir að búa sig tímanlega undir heyskapinn næsta sumar. Þó má vera að mikil eftirspurn valdi hér líka sínu, því að í nágrannalöndunum hefur þessi nýj- ung bókstaflega slegið í gegn. Af þeim ástæðum er alls ekki gefið mál að hægt verði að fá erlendis frá nægilega margar vélar til að mæta hér jafnóðum allri eftirspurn, sem má vera að valdi því að bændur sjái ástæðu til að verða sér úti um þessi tæki tímanlega. Guðmundur Eiríksson sölumaður við rúllupökkunarvél í porti Búnaðardeild- ar við Hallarmúla í Reykjavík. Þessu fylgja svo einnig viðskipti með innpökkunarfilmu sem strekkt er utan um rúllurnar. Á árinu 1988 seldi Búnaðardeild slíkar umbúðir utan um 70 þúsund heyrúllur, sem sýnir að þessi tækninýjung er þegar í stað farin að breiðast mikið út um landið. Að því er líka að gæta að þessi nýjung tryggir heygæðin betur en ella, því að fóðurgæðin stefna í að aukast um 20-30% frá því sem áður hefur verið viðurkennt. Það var Gunnar Gunnarsson for- stöðumaður vélasölu Búnaðardeild- Þór Pálsson afgreiðslustjóri hjá Búnaðardeild við eina af rúllubindivélunum. ar sem skýrði okkur frá þessu. Hann gat þess einnig að núna væri heild- armarkaður fyrir búvélar í landinu um einn miljarður króna á ári, og að hlutdeild Búnaðardeildar í honum hefði undanfarin ár verið á milli 30 og 40%. Þá væri líka greinilegt að á þessum markaði sveiflaðist heildar- sala dráttarvéla talsvert, þetta á milli 300 og 500 véla á ári, og hefði verið svo um árabil. Búnaðardeildin selur Massey-Ferguson dráttarvélar, og sagði Gunnar að þó deildin væri aðeins næsthæst hvað varðaði fjölda seldra dráttarvéla þá væri hún vafa- laust hæst að verðmæti. Á sxðasta ári taldi hann að seldar hefðu verið um 300 dráttarvélar í landinu, og þar af hefði Búnaðardeild selt um fjórðung eða um 70 vélar. -esic

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.