Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 6. janúar 1989 Tíminn 13 i Mnr Vestur-Húnvetningar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Vertshúsinu, Hvammstanga, mánudaginn 9. jan. kl. 15-18. Hofsós - nágrenni Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í félagsheimilinu Höfðaborg miðvikudaginn 11. jan. kl. 15-18. Skagfirðingar, Sauðárkróksbúar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson og Elín Líndal varaþingmaður halda almennan stjórnmálafund í Framsóknar- húsinu, Sauðárkróki, miðvikudaginn 11. jan. kl. 20.30. Skagstrendingar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Pálsson verða til viðtals í Hótel Dagsbrún fimmtudaginn 12. jan. kl. 15-18. Austur-Húnvetningar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson og Elín Líndal varaþingmaður halda almennan stjórnmálafund að Hótel Blönduósi fimmtudaginn 12. jan. kl. 20.30. Báðir þessir forsetar beittu sér mikið í baráttu fyrir mannréttind- um. Arftakar beggja í embætti báru nafnið Johnson og komu báðir frá Suðurríkjunum. Andrew Johnson var fæddur 1808. Lyndon Johnson fæddist 1908. Morðingjar bæði Kennedys og Lincolns voru Suðurríkjamenn og báðir fulltrúar óvinsælla skoðana. Morðingjarnir féllu báðir fyrir byssukúlu áður en réttarhöld gátu farið fram í máli þeirra. John Wilkes Booth, morðingi Abrahams Lincolns fæddist 1839. Lee Harvey Oswald fæddist 1939. Báðir forsetarnir höfðu fengið aðvaranir frá riturum sínum um að þeir væru í lífshættu. Ritari Lincolns hafði varað hann við að fara í leikhúsið. Ritari Kennedys hafði varað hann við að fara til Dallas. Ritari Lincolns hét Kennedy. Ritari Kennedys hét Lincoln. Að ódæðinu drýgðu hljóp Booth frá leikhúsinu f stórverslunarhús. Oswald hljóp úr stórverslunarhúsi til leikhúss. Já, það er margt sem þeir hafa átt sameiginlegt John F. Kennedy og Abraham Lincoln. Eru þetta eintómar skrýtnar tilviljanir eða finnst einhver önnur skýring? Huf- vudstadsbladet finnska, sem hefur lagt okkur til þessar upplýsingar, hefur engar athugasemdir þar um. Margt líkt með Kennedy og Lincoln! 22. nóvember sl. voru 25 ár liðin síðan John Fitzgerald Kennedy, 35. forseti Bandaríkjanna, féll fyrir byssukúlu morðingja í Dallas í Texas og var þess minnst víða um heim. Þessi atburður fékk mikið á fólk og markaði að sumu leyti þáttaskil, því að í hönd fóru aðrir voðaatburðir aflíku tagi og m.a. urðu bróðir hans, Robert Kennedy dómsmála- ráðherra og Martin Luther King forystumaður í réttinda- baráttu svartra í Bandaríkjunum fórnarlömb morðingja aðeins nokkrum árum síðar. Því fer þó fjarri að Kennedy hafi verið fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem drepinn var meðan hann gegndi embætti. Fólk var fljótt að rifja upp þegar Abraham Lincoln, 16. forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana í leikhúsi í Wash- ington 14. apríl 1865 en sá atburður hefur löngum verið almenningi hugstæður. Og þegar farið var að kanna nánar endalok þessara tveggja ástsælu forseta kom f Ijós að margt hefur verið líkt með þeim tveim. Lincoln var kosinn forseti 1860. Kennedy hlaut kosningu 1960. Siglfirðingar - Siglfirðingar Ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála Guðmundur Bjarnason og alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson halda almennan fund um heilbrigðismál að Hótel Höfn, þriðjudaginn 10. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Rangæingar Jón Guðni Unnur Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar- flokksins verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Laugalandi, Holtahreppi, mánudaginn 9. jan. n.k. kl. 21.00. Samkomuhúsinu, Þykkvabæ, miðvikudaginn 11. jan. kl. 21.00. Allir eru boðnir velkomnir BREYTT SÍMANÚMER Mánudaginn 9. janúar n.k. flytur tekju- og lagasvið fjármálaráðuneytisins í Arnarhvol við Lindargötu (inngangur um austurdyr, áður húsnæði ríkisféhirðis). Beint símanúmer tekju- og lagasviðs verður frá og með sama tíma 91-609230. Viðtals- og símatími SKATTADEILDAR erfrá kl. 9.00 til 10.30 alla virka daga. Viðtalstími TOLLADEILDAR er frá kl. 9.00 til 10.30, símatími frá kl. 10.30 til 12.00, alla virka daga. Fjármálaráðuneytið, 5. janúar 1989 t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Steingrímur Guðjónsson Kroppi, Eyjafirðí verður jarðsunginn að Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 7. janúarkl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.