Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 6. janúar 1989 Vík í Mýrdal Vegna tilrauna Kaupfélags Skaftfellinga til nauöa- samninga án gjaldþrotameöferðar, samkvæmt III. kafla laga 19/1924 um nauðasamninga, er hér með óskað eftir kauptilboðum í eftirtaldar eignir félagsins: I. FasteigniríVíkíMýrdal: a. Víkurbrautð, verslunarhús. b. Víkurbraut 15, vöruskemma. c. Víkurbraut 17, vöruskemma. d. Víkurbraut24a, gistihús. e. Víkurbraut 26, skrifstofuhús o.fl. f. Víkurbraut36, vörugeymsla. g. Víkurbraut38, gamlasláturhúsið. h. Austurvegurö, íbúðarhús. i. Sunnubraut15,smiðjur. j. Vöruskemmav/Sunnubraut. II. Fasteignir á Kirkjubæjarklaustri: a. Klausturvegur13, verslunarhús. b. Klausturvegur5, geymsluhús. III. Bifreiðarogflutningatæki: a. Man 26-361 vöruflutningabifreið, árgerð 1984,Z-30. b. Man 26-321 vöruflutningabifreið, árgerð 1982, Z-71. c. Tveggjaöxlatengivagn með6,5 m palli, burðargeta 10 tonn, Zt-8. d. Einsöxulstengivagnmeð4,5mpalli, burðargeta 6 tonn, Zt-18. e. Eins öxuls tengivagn með flutningakassa, burðargeta 7 tonn, Zt-54. IV. Ýmisáhöld, svo semtrésmíðavélar, lyftarar, skrifstofubúnaðuro.fl. Tilboðum ber að skila til undirritaðs lögmanns kaupfélagsins eða til skrifstofu félagsins að Vík- urbraut 26, 870 Vík, fyrir 15. janúar 1989. Nánari upplýsingar um ofangreindar eignir eru veittar af Guðmundi Pétri Guðgeirssyni á skrifstofu félags- ins í síma 98-71212 og/eða á Lögfræðistofunni Höfðabakka 9, Reykjavík, sími 91-681211. Árni Vilhjálmsson, hdl., Lögfræðistofan Höfðabakka 9, 112 Reykjavík Framboðs- frestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar- mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1989. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi, mánudaginn 9. janúar 1989. Kjörstjórnin TÖLVUNOTENDUR Víð í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Miðstjórn ASÍ harmar: Kaupmáttur rýrnað um 12,7% frá júní Kaupmáttur launa hefur rýrnað um 12,7% síðan í júní að mati hagdeildar Alþýðusambands íslands. Miðstjórn ASÍ bendir á að nú um áramótin hafi orðið töluverð- ar verðhækkanir vegna tekjuöfi- unarákvarðana stjórnvalda. „Vöru- gjald hækkaði, bensín og þunga- skattur hækkaði, innflutningsverð á bílum hækkaði, en auk þess hækkar verð á öllum innflutningi vegna 4,9% gengisfellingar,“ segir í gögn- um hagdeildarinnar. Segir að saman- lögð áhrif þessara hækkana nemi um 3,5% hækkun á framfærsluvísitölu. Við þetta bætist að breyting á skatta- lögum hefur í för með sér að skattar af almennum launatekjum hækkuðu um 2,5% við áramótin. Nýafstaðnar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar hafa rýrt kaupmátt launa um 6% samkvæmt útreikning- um ASÍ. Sé litið til tímabilsins frá því í júní, eða hálft ár aftur í tímann, kemur í ljós að kaupmátturinn rýrn- aði áður um 6,7%. Samanlögð rýrn- un er því að mati hagdeildar ASÍ um 12,7% eins og að framan sagði. Þetta er sá tími sem liðinn er síðan síðasta almenna launahækkunin fékk fram að ganga samkvæmt samn- ingum og áður en bráðabirgðalög síðustu ríkisstjórnar voru sett. í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir þeim verðhækkunum sem búist er við í þessum mánuði. KB Frá undirritun samningsins um þátttöku Lindu Pétursdóttur í kynningarstarfsemi fyrir ísland, t.f.v. Einar Gústafsson frá Flugleiðum, Ungfrú heimur Linda Pétursdóttir, Ingjaldur Hannibalsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs fslands og Magnús Oddsson stjórnarmaður í Ferðamálaráði. Kynnir ísland um víða veröld Undirritaður hefur verið sam- starfssamningur milli eigenda Miss World kepninnar annars vegar og Útflutningsráðs íslands, Ferðamála- ráðs fslands og Flugleiða hins vegar. Samningurinn hljóðar upp á að Ungfrú heimur, Linda Pétursdóttir muni á komandi ári hafa sem eitt af aðalverkefnum kynningu á íslensk- Pess er að vænta að á næstu misserum komi í ljós árangurinn af samstarfi Evrópubandalagsins og EFTA, bæði á sviði fríversiunar- samninga og öðrum starfssviðum. Frá árinu 1984 hefur verið unnið að auknu samstarfi á milli ríkja þessa bandalaga og er nú nýlega komið út rit á vegum nefndar um stefnu íslendinga gagnvart Evrópubanda- laginu. Rit þetta ber nafnið „Samvinna Evrópubandalagsins og EFTA frá árinu 1984“. Þar er gerð gein fyrir tuttugu samstarfsverkefnum sem unnið er að á milli bandalaganna og má vænta ákvörðunar um mörg þeirra innan fárra mánaða. Helstu samstarfssvið sem tengd eru fríversl- unarsamningnum eru: samræming staðla, afnám tæknilegra hindrana og einföldun landamæraeftirlits, um afurðum og íslandi sem ferða- mannalandi. Mikil ferðalög fylgja titlinum og mun Linda byrja kynninguna á ferðakaupstefnu í Sviss í janúar. í febrúar mun hún halda til Japans og þaðan áfram til Berlínar og víðar. Vonir standa til að þetta verkefni marki upphaf frekari samvinnu reglur um uppruna vöru, aðgerðir til að koma í veg fyrir óheiðarlega viðskiptahætti, ríkisstyrkir andstæð- ir fríverslunarsamningum og að- gangur að opinberum útboðum. Samstarf utan fríverslunarsamning- anna er einkum varðandi: sam- göngumál, umhverfismál, menntun- armál; samvinna og rannsóknir um þróun, m.a. fjarskipti, upplýsinga- kerfi og nýjar aðferðir við fjölmiðlun hljóð- og myndefnis. Einnig flutn- ingar, landbúnaður, fiskveiðar og orkumál. Sérfræðingar ,EB (Efnahags- bandalagið, áður Efnahagsbandalag Evrópu) og EFTA-ríkja eiga með sér reglulega fundi þar sem skipst er á upplýsingum sem geta komið að gagni við að greina leiöir til að vinna gegn atvinnuleysi og að stuðia að hagvexti og auknu jafnvægi í pen- ingamálum. - ág þeirra er standa að kynningu íslands erlendis. Er ekki að efa að Linda mun reynast verðugur fulltrúi lands og þjóðar. jkb SAS flugfélagið á íslandi: Fjölga ferðum Mitt í umræðunni um afdrif Arnarflugs og þörfina á því að veita Flugleiðum samkeppni ræðst SAS flugfélagið f það að fjölga ferðum sínum til og frá íslandi um 100%, úr einni ferð, í viku hverri, í tvær. Þessi tíðindi voru borin undir Jóhannes Georgsson forsvarsmann félagsins hér á landi. „Flugið hefur borgað sig strax. Fyrir því eru kannski nokkrar ástæður. Við byrjuðum þetta flug s.l. sumar og miðað við okkar forsendur ber flugið sig fullkom- lega og það eru ekki öll flug sem gera það á fyrsta ári. Það má hinsvegar að einhverju leyti rekja það til þess að þegar við hefjum flugið hingað, þá erum við þegar með skrifstofu hér og höfum verið í mörg ár. Við erum vel inni í „ferðasamfélaginu" og erum því betur staddir hér en ef við hefðum þurft að byggja allt upp frá grunni." Þess má geta að flugin verða tvö í stað eins frá og með 1. apríl og verður flogið frá Kaupmannahöfn til Keflvíkur á föstudags- og laugar- dagskvöldum en frá Keflavík til Kaupmannahafnar á laugardags og sunnudagsmorgnum." -áma. Gefið út rit um samstarfsverkefni EB og EFTA frá árinu 1984: Von á niðurstöðum á næstu misserum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.