Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 8
,8 Tíminn Föstudagur 6. janúar 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGislason. Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og úmbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Framkvæmd jafnréttislaga Félagsmálaráðherra hefur nýlega lagt fyrir Al- þingi skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála kynjanna. Skýrsla þessi er skylduverkefni félagsmálaráð- herra samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 65/1985. Lög þessi voru sett í ráðherratíð Alexanders Stefánssonar félagsmála- ráðherra eftir víðtækan undirbúning og ítarlega endurskoðun á fyrri löggjöf um jafnréttismál. Jafnréttislögin frá 1985 voru stórt spor fram á við í jafnréttismálum kynjanna. Eftir að þau lög gengu í gildi hefur hvorki skort á um skýr markmið í jafnréttismálum né að ekki lægju fyrir lögákveðnar leiðbeiningar um hvernig því markmiði skuli náð. Hvað löggjöf um jafnréttismál varðar eru íslending- ar engir eftirbátar annarra þjóða, heldur standa þar í fremstu röð. Fyrir skynsamlegar umræður um jafnréttismál er nauðsynlegt að fólk hafi þessa staðreynd í huga. Það er ekki líklegt til framdráttar jafnréttismálum að deila hart um jafnréttislöggjöf- ina sem slíka og varla tímabært að eyða miklu erfiði í verulegar lagabreytingar að sinni. Þar kemur annað til. Það sem mestu varðar í sambandi við jafnréttis- mál er að vel takist til um framkvæmd jafnréttislag- anna. í umræðunni um jafnréttismál verður áhuga- fólk að einbeita sér að því að fjalla um leiðirnar, sem lögin ákveðá að fara skuli til þess að markmiði laganna verði náð. Það má ekki henda, eins og alltof oft ber þó við, að láta eins og íslensk jafnréttislög- gjöf sé ófullkomin eða andstaða sé hjá ráðandi öflum í þjóðfélaginu gegn jafnrétti karla og kvenna. Ekki verður með neinum rétti sagt að Alþingi hafi reynst íhaldssamt í jafnréttismálum, heldur þvert á móti, íslensk löggjöf um jafnréttismál er í megin- atriðum viðunandi, þótt einhverjar breytingar megi á henni gera eftir því sem reynslan leiðir í ljós. Endurskoðun jafnréttislaganna er sögð standa til. Að því verki eiga að vinna fulltrúar stjórnmála- flokka og ýmissa annarra samtaka. Hér verður hvorki reynt að segja slíkri nefnd fyrir verkum né kveða upp úr um það, að hvaða niðurstöðu hún muni komast varðandi breytingar á löggjöfinni. Hins vegar er ekki úr vegi að minnast þess að átrúnaður á lagabókstaf er ekki einhlítur góðum málum til framdráttar. Leit að „fullkomnu“ orðalagi í félagsmálalöggjöf getur því miður endað í villu orðhengilsháttar og stælugirni. Engar brigður skulu bornar á það, að einstakling- ar, hópar og samtök líta jafnréttismál sínum augum hver, ef sífellt er hamrað á því sem á milli ber. Eigi að síður er svo mikil samstaða um kjarna máls og meginmarkmið, að öll skilyrði ættu að vera fyrir hendi til þess að koma jafnrétti á eftir færum leiðum undir raunsærri yfirstjórn félagsmálaráðherra og ríkisvaldsins í heild. Stefna gildandi jafnréttislaga er í þessum anda. Ekki er unnt að sjá, að endurskoðun jafnréttislaga verði til þess að bæta um betur hvað þetta viðhorf varðar. GARRI Brunaverkfærin Tímamynd PJotur Eldsvoðinn við Réttarháls í fyrradag vekur upp með leikmönn- um ýmsar spumingar. Ljóst er að slökkviliðið réði engan veginn við þennan eld, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Allir þeir fjölmörgu, sem á horfðu, gerðu sér Ijóst að þama varð ekki við neitt róðið með þeim tsekjabúnaði sem slökkviliðiö hef- ur yfir að ráða. Þó vakti eitt athygli. Þarna kom á staðinn bíll með einhvers konar háþrýstidælu, og að því er Garra er sagt mun hann vera með það sem kallað er léttvatn, hvaða efni svo sem þar er nú á ferðinni. Það duldist engum úr hópi áhorfenda að þann stutta tíma, sem þessi bill var að verki, sló verulega á eldinn. Aftur á móti var svo að sjá að hann tæmdist fljótlega, því að erfítt er að sjá aðra ástæðu fyrir því að hann skyldi hverfa burt af bruna- stað meðan eldurinn var enn að magnast. Nú er Garri síður en svo nokkur sérfræðingur í því hvernig slökkva á eldsvoða. En hitt sýnist þetta dæmi þó kenna að slökkvilið Reykjavíkur sé ekki þannig tækj- um búið að það ráði við eld á borð við þennan. Vantartæki? Þetta vekur upp þá spurningu hvort þörf sé á því að bæta tækja- búnað slökkviliðsins í Reykjavík. Hvort sem fleiri bílar á borð við þennan eru lausnin eða einhverjir aðrir ámóta þá sýnast aðstæður í borginni nú vcra orðnar þannig að full ástæða sé til að nota þennan atburð sem tilefni til að taka tækja- búnað slökkviliðsins til gagngerðr- ar skoðunar. í rauninni þarf ekki annað en að líta á þær risatölur sem í fyrstu lotu hafa verið nefndar um eignatjóniö við Réttarháls. Það þarf enga reiknimeistara til að sjá að jafnvel töluverðar fjárfestingar í fullkomn- ari tækjabúnaði en slökkviliðið ræður núna yfir hefðu verið fljótar að skila sér þarna í fyrradag. Er þá miðað við að siikur búnaður hefði dugað til að kæfa eldinn í byrjun og koma í veg fyrir að hann breiddist út um alla bygginguna líkt og hann gcrði. Og sú spurning vaknar líka hvort bíll eða bflar á borð við þennan áminnsta séu lausnin. Að því er Garri veit best er þessi bfll staðsett- ur á Reykjavíkurflugvelli og ætlað- ur til að kæfa eld í flugvélum ef til slíkra slysa kemur. En eru svona bílar líka nothæfir til að kæfa stórbruna í húsum á borð við þann við Réttarhálsinn? Eða eru til á markaðnum aðrir álíka til slíkra nota? Og eru fáanlegir bflar til að flytja slökkviefni í þessa, þannig að hægt sé að fylla þá aftur á staðnum jafnóðum og þeir tæmast? Skopparakringlan Davíð borgarstjóri hefur gumað mikið af því undanfarið hvað Reykjavíkurborg standi traustum fótum fjárliagslega. Meðal annars af þeim sökum vinnur hann nú skipulega að því að láta hefja byggingu rándýrrar skoppara- kringlu uppi á hitaveitugeymunum í Öskjuhh'ð. Hvernig væri að taka nú til hendinni og fá færustu menn til að gera allshcrjar úttekt á öllum þeim verkfærum sem slökkviliðið í Reykjavík hefur yfir að ráða til starfa sinna? Er ekki full ástæða til þess éftir reynslu fyrradagsins að fara að skoða þessi mál.vandlega? Eru fáanleg á brunaverkfæramark- aðnum einhver tæki, sem slökkvi- liðið á ekki, en gætu til dæmis gert því kleift að ráða niðurlögum elds á borð við þann í fýrradag? Slíkum spurningum þarf eiginlega að fá svör við. Ibúar höfuöborgarinnar eiga heimtingu á því að nú taki borgar- stjóri þeirra til hendinni. Ef borgin er jafn rík og hann hefur látið í veðri vaka þá hlýtur hún að hafa efni á þessu. Enda er slikt fljótt að skila sér aftur ef það getur komið i veg fyrir eignatjón á borð við það við Réttarhálsinn. Og vanti borg- ina peninga þá er galdurinn ekki annar en sá að fresta skoppara- kringlunni. Nú eða þá að hætta bara við hana. Það er víst lítil hætta á öðru en að meginþorra Reykvíkinga þætti lítil cftirsjá að því þó að hún risi aldrei af grunni. Allavega eru fullkomin brunaver- kfæri borgarbúum margfalt mikil- vægari heldur en eitthvert fígúru- yerk uppi á hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð sem engum kemur að gagni. Garri. Illlllllllllllllllll VÍTT OG BREITT Órólegu deildirnar Oft hafa órólegar deildir skotið upp kolli í stjórnmálaflokkum og gert forystuliði þeirra lífið leitt. Stundum hefur tekist að bæla upp- reisnaröflin niður, í öðrum tilvik- um hafa órólegu deildirnar náð undirtökunum og mörg dæmi eru um að þær hafi horfið úr flokki og stofnað nýja stjórnmálaflokka. Yfirleitt hafa það verið ungir og framagjarnir menn sem staðið hafa fyrir órólegu klíkunum og fengið aðra ungliða á sitt band. Þessa dagana hefur slíkur óró- leiki gripið um sig í þremur stjórn- málaflokkum, sem allir hafa all- vænu þingliði á að skipa, að vart hefur annar eins titringur dunið yfir stjórnmálalífið á jafn skömm- um tíma. En það sem nú er frá- brugðið fyrri órólegum deildum er að það eru sjálfir flokksfor- mennirnir sem standa að öllum látunum en óbreyttir liðsmenn og það sem eftir er af forystuliði horfir agndofa upp á tiltektirnar og veit ekki í hvorn fótinn á að stíga. Norður og niður Fyrirhuguð fundaferð þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars hefur valdið slíku fjaðrafoki í þeirra eigin herbúðum að snarrugl- aðir kommar halda að þeir séu orðnir kratar, eða um það bil að verða það, og kratarnir hafa misst allt áttaskyn og vita nú ekki lengur hvort þeir snúa í austur eða vestur og þeir sem verst eru haldnir telja að þeir séu komnir á hraðferð norður og niður. Órólegasta deildin í Borgara- flokknum er samnefnarinn sem allt grínið snýst um, Albert Guð- mundsson. Hann sagði að vísu af sér formennsku áður en hann fór að segja flokksmönnum sínum al- varlega til syndanna. En hann hefur komist að því að flokkurinn er eitthvað allt annað en sú hugsjón sem hann var stofnaður um, en hún er auðvitað Albert sjálfur, holdi klæddur góðvinur og bjarg- vættur litla mannsins. Daginn sem hann sagði af sér formennsku varð sá litli vinafár og er nú bágt að sjá hvert hann á að snúa sér í þrenging- um sínum. En Albert situr á þingi og þar með í þingflokki og er flokkurinn allur hristur og skekinn af einhverri mögnuðustu órólegu deild sem sleppt hefur verið lausri á nokkurn stjórnmálaflokk. Á guð og gaddinn En öll él birtir upp um síðir. Albert fer til Frakklands til að vera þar fulltrúi þeirrar ríkisstjórnar, sem hann Iýsir yfir á Alþingi að hafi stórhættulega stefnu. En á franskri grund mun hann túlka og fylgja eftir stefnu stjórnar lands síns, eins og skyldan býður opin- berum sendimönnum. Þar á hann vinum að mæta að sögn bæði utanríkisráðherra og fjármálaráð- herra og þar éru engir litlir karlar á ferð, að því er sömu heimildir herma. En þótt litli maðurinn verði nú settur út á guð og gaddinn, hlýtur Borgaraflokkurinn að hugga sig við að órólega deildin er á förum og friðsælt stjórnmálaþras blasir við svo lengi sem líf endist. Órólegu formennirnir sem stýra A-flokkunum fara brátt að leita uppi hugsjónir hvor annars á fund- um úti á landi. Það er einstætt í íslenskri stjórnmálasögu að for- menn tveggja flokka myndi saman óró^ega klíku, sem öðrurn flokks- mönnum er ekki hleypt í. Margir þeirra eru líka fúlir og segjast ekki hafa verið spurðir leyfis um hvort sameina skuli flokkana og er eng- um boðin innganga í órólegu deild- ina. Öllum órólegu flokksformönn- unum er margt gott gefið. Allir eru þeir talglaðir mælskumenn og hlusta aldrei á hvað aðrir hafa að segja. Senn fer einn þeirra að tala tungum og gerast talsmaður stjórn- arstefnunnar á frönsku. Hinir tveir ætla að tala yfir hausamótunum á landsbyggðarmönnum og ef þeir hafa þolinmæði til að hlusta hver á annan komast þeir kannski að því hvernig t.d. þeir Hjörleifur og Eiður muni rekast saman í flokki og hvort það verða kratarnir eða kommarnir sem verða órólega deildin í sameiginlegum flokki og síðast en ekki síst hver á að vera formaður í nýja flokknum. Allt þetta ræðst þegarséð verður hvort órólegu deildimar ná að stofna stóran og stæltan flokk eða hvort það þarf að fara að skirna eftir fleiri hentugum sendiherra- stöðum handa flokksformönnum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.