Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Föstudagur 6. janúar 1989 Föstudagur 6. janúar 1989 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Nýtt íþróttahús á Seltjarnarnesi: „Gjörbreytir allri aðstöðu hér í bænum“ • * - segir Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri um nýja íþróttahúsið Á sunnudaginn kemur verður tek- ið í notkun nýtt og glæsilegt íþrótta- hús á Seltjarnarnesi. Húsið er tengt eldra íþróttahúsi og samnýtir þannig hluta af búningsaðstöðu og margs- konar sameiginlegt rými. Húsið er byggt fyrst og fremst með flokkaíþróttir í huga, en í húsinu eru handboltavöllur, körfu- boltavöllur, tennisvöllur, 4 blakvell- ir og 8 badmintonvellir. Sæti eru fyrir 750 áhorfendur með- fram báðum langhliðum salarins. t>á ber það til nýjunga að í húsinu er fimleikagryfja og hægt er að nota hana án þess að trufla aðra starfsemi í húsinu. Það var verktakafyrirtækið Hag- ' virki hf sem sá alfarið um hönnum og byggingu hússins. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri: „Ég er óskaplega ánægður með þetta glæsilega hús. Allar tímaáætl- anir hjá verktaka hafa staðist og byggingartíminn er mjög stuttur. Samningur um smíði hússins var undirritaður 17. desember 1987 og framkvæmdir hófust í febrúar. Heildarbyggingartími hússins er því ekki nema um 10 mánuðir, sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri er Tímamenn hittu hann að máli í nýja húsinu. Iðnaðarmenn voru þá á fullu við lokafrágang. „Þetta er flókið hús, þó það sjáist ekki utan frá. Húsið stendur á þann- ig stað að ljóst var í upphafi að það yrði að grafa það nokkuð niður. ©ðrum megin eru íbúðir aldraðra og hinum megin er gamla íþróttahúsið. Við vildum ekki skemma umhverfið hér með háu húsi og því er húsið að hálfu leyti neðanjarðar. Það þurfti að sprengja mikla klöpp hér niður, en Hagvirkja gekk vel með það enda hafa þeir góð tæki“. „Þá er fimleikagryfjan mjög sérstök, en í hana verða látnar uppblásnir hjólbarðar og svampur, samtals 150 rúmmetrar af efni. Þá eru áhorfendastæðin beggja vegna í húsinu og ég man ekki eftir slíku síðan í gamla Hálogalandi". „Þetta nýja hús gjörbreytir allri íþróttaaðstöðu hér í bænum. Með þessu er lokið framkvæmdum innan- húss, en ennþá er ólokið við grasvöll- inn, sem er á Valhúsahæð og malar- völlurinn er ekki alveg frágenginn. Þar er frjálsíþróttaaðstaðan eftir. Síðan er það meiningin í framtíðinni að „mála völlinn grænan" en það verður síðar“. „Við lítum á æskulýðs- og íþrótta- málin sem mjög mikilvægan mála- flokk. Það er mikið af börnum og ungmennum hér sem stunda íþróttir og þau gera þá ekki annað á meðan. Ég tel að því fé sem í þessi mál fer sé vel varið,“ sagði Sigurgeir Sig- urðsson bæjarstjóri að lokum. Magnús Georgsson forstöðumaður: „Ég er búinn að fylgjast með þróuninni hér í 20 ár og það er mjög ánægjulegt að fá svona mannvíiHT f hendurnar. Með tilkomu hússins batnar aðstaða Gróttu til muna sem meðal annars á lið í 1. deildinni í handknattleik. Grótta verður hér með tíma á kvöldin, en aðrir tímar verða leigðir út til einstaklinga og hópa. íþróttakennslan verður í gamla húsinu í vetur, en næsta vetur einnig kennt hér í húsinu,“ sagði Magnús Georgsson forstöðumaður íþróttamannvirkja á Seltjarnarnesi. „Hér verður allt tilbúið á sunnu- daginn, það er verið að ganga frá áhorfendapöllunum og ég reikna með að hreingerningu verði ekki lokið fyrr en á sunnudagsmorgun. Það verður því unnið hér á fullu um helgina,“ sagði Magnús. Dagskráin á sunnudaginn hefst kl. 13.30 með því að lúðrasveit Tónlist- arskóla Seltjarnarness leikur. Síðan mun Jóhann G. Bergþórsson for- stjóri Hagvirkja afhenda húsið. Forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri munu síðan flytja ávörp, en að þeim loknum mun Grótta verða með dag- skrá, innanhússknattspyrnu, fim- leika og handknattleik yngri flokk- anna. Lúðrasveitin mun síðan ljúka dagskránni með leik. Um kvöldið kl. 20.00 verður síðan vígsluleikur hússins þegar Grótta og ÍBV leika í 1. deildinni í handknattleik. Það væri ekki úr vegi fyrir Seltirn- inga að bregða sér í nýja íþróttahús- ið á sunnudaginn og skoða eitt glæsilegasta íþróttahús landsins. BL Það fer ekki mikið fyrir nýja íþróttahúsinu að utan, en að innan er það stórt og glæsilegt. Hægra megin á myndinni er gamla íþróttahúsið. Hapoel Galil sýndi stórkostlegan leik í gærkvöldi lék hið stórkostlega lið Ha- poel Galil gegn íslenska landsliðinu sinn síðasta leik í heimsókn sinni hingað til lands. ísraelsmennirnir fóru hreint á kostum með Wayne Frceman fremstan í flokki, hann skemmti áhorfendum með stórkostlegum troðslum og mikilli leikni. íslenska liðið stóð uppi í hárinu á Hapocl fyrstu mínútur leiksins og höfðu yfir 18-17 þegar 9 mín. voru liðnar af leiknum. Valur Ingimundar var í essinu sínu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Þegar leið á hálfleikinn tóku leikmenn Hapocl öll völd á yellinum og skoruðu 14 stig á móti engu íslendinga. í hálfleik hafði Hapoel yfir 44-32. íslendingar hófu seinni hálfleikinn af krafti. Magnús Guðfinnsson átti góðan leik og hreif hina leikmenn íslenska liðsins með sér. ísland náði að minnka muninn í 6 stig 46-52. En þá kom stórkostlegur kafli Wayne Freemans, hann stal boltanum margsinnis af íslenska liðinu og þaut upp allan völl og tróð. Þegar um 4 mín. voru til ieiksloka höfðu leikmenn Hgpoel náð 23 stiga for- skoti, 65-86. íslendingar náðu aðeins að saxa á forskot- ið í lok leiksins, en Hapoel vann samt öruggan sigur 98-80. Þeir Valur og'Jón Kr. áttu góða spretti í gærkvöldi en duttu svo niður á milli. Einnig voru þeir sprækir Magnús G. og Matthías M. Wayne Freeman átti stórgóðan leik í gær, hapn stal boltanum oft og stjórnaði liði Hapoel eins og herforingi. Terry Martin og Brad Leaf voru einnig góðir. Það má í raun segja að þessir þrír ofantaldir hafi borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum. Dómarar voru Lubomic Kateba og Kol- beinn Kristinsson, sem voru óaðfinnanlegir. Stig íslands: Valur 20, Jón Kr. 15, Magnús 15, Matthías 14, Jóhannes 8. fvar 2, Tómas 2 og Guðjón 2. Stig Hapoel: Brad Leaf 27, Wayne Free- man 24, Terry Martin 20, Steve Malovic 13, Or Goren 5, Sham Choen 4, Ofir Kughley 3 og Nir Matalon 2. FH. breytti í sjálfu sér engu. Það sem læknar hefðu séð í þvagsýni Johnsons, benti til langvarandi neyslu hormónalyfja. París. Eins og skýrt var frá í vikunni þá hefur Marokkómaðurinn Said Aouita ákveðið að snúa á ný á hlaupabrautina eftir veikindi og meiðsl á ÓL í Seoul. Kappinn ætlaði að hefja keppni á móti í Lievin í N-Frakklandi og vildi fá 25 þúsund dali fyrir vikið. Mótshaldarar eru hins vegar ekki í stakk búnir til að snara út slíkri upphæð. Það verður því að öllum líkindum ekkert úr því að Marokkómaðurinn keppi í Lievin, en mótið hefst þann 28. janúar. London. í fyrrakvöld var einn leikur í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hiberni- an sigraði Hearts 1-0. Barcelona. Á miðvikudagskvöld léku Barcelona og Yugoplastika Split frá Júgóslavíu í undanúrslitum Evrópukeppninnar í körfu- knattleik. Barcelona sigraði 79-70 eftir að staðan í hálfleik var 36-31. Moskva. Sovéska knattspyrnuliðið Dy- namo Kiev er nú orðið að atvinnumannaliði. Liðið fetar þar í fótspor Dneproetrovsk sem var gert að atvinnumannaliði fyrir stuttu. Þessar aðgerðir eru í anda umbótastefu Gor- bachevs Sovétleiðtoga. jnogíL Innsbruck. Svínn Jan Boklöv sigraði í skíðastökki í Innsbruck í fyrradag og nú aðeins 5 stigum á eftir V-Þjóðverjanum Dieter Thoma, sem er efstur í heimsbikarkeppninni í skíðastökki. A-Þjóðverjinn Jens Weissflog er 3. í heimsbikarkeppninni með 213 stig. Finninn fljúgandi Matti Nykanen varð í 5. sæti í Innsbruck, en hann misreiknaði sig í fyrra stökkinu og stökk „aðeins“ 96 m. Lengsta stökkið átti Boklöv 109 m. Ari-Pekka Nillola frá Finnlandi varð annar í keppninni. Breski stökkvarinn Eddie „The Eagle“ Edwards eða Eðvarð Örn Eðvarðsson, sem viðbeinsbrotn- aði á æfingu fyrir keppnina, var bjartsýnn á miðvikudaginn og sagðist vona að verða kom- inn aftur á stökkpallinn í næstu viku. London Dr. Arnold Beckett sem sæti á í lyfjanefnd alþjóða Ólympíunefndarinnarsagði í gær að Ben Johnson hefði að öllum líkindum tekið hormónalyf á meðan á Ólympíuleikun- um stóð. Hann sagði að lyfið Stanozolol væri þess eðlis að ummerki þess í blóði fyndust ekki nema í um viku eftir neyslu. Beckett sagði einnig að ekki væri hægt að sverja fyrir að lyfjum hefði verið komið fyrir í drykk Johnsons eða þvagprufu hans, en hann bætti við að það 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Jón Kr. Gíslason var hvað bestur leikmanna íslenska liðsins í gærkvöldi, og hér brýst hann af harðfylgi í gegnum vörn „ísraela“ og skorar tvö af 15 stigum í leiknum. Tímamynd: Pjetur Get-raunir!!! ' Enginn var með 12 rétta í síðustu viku getrauna. Upphæðin, 631.340. kr., flyst því yfir á þessa leikviku, sem sagt tvöfaldur pottur á morgun. Sextán aðilar voru með 11 rétta og fær hver þeirra í sinn hlut 16.907. kr. Það má því búast við heitum potti á morgun. Á morgun eru á getraunaseðlinum leikir í 3. umferð ensku bikarkeppn- innar. Ef að líkum lætur verður nokkuð um óvænt úrslit, 1. deildar- lið liggja fyrir liðum úr neðri deild- unum. { ríkissjónvarpinu verður leikur Bradford og Tottenham, leikur 3 á seðlinum, sýndur í beinni útsend- ingu. Gefst nú sjónvarpsáhorfend- um kærkomið tækifæri til að fylgjast með Guðna Bergssyni í leik með sínu nýja liði Tottenham, en hann hefur staðið sig vel með liðinu að undanförnu. f síðustu viku lauk forleiknum í hópleik getrauna. BIS hópurinn, sem var efstur fyrir síðustu vikuna sigraði, með 54 stig, GRM og SLÉTTBAKUR voru með 10 rétta í síðustu viku, en skorti 1 stig til að ná BIS. Þá lauk einnig fjölmiðlakeppninni um leið og hópleiknum. Dagur var me'ð flesta rétta í síðustu viku, eða 8, Tíminn og Þjóðviljinn höfðu 7 rétta og DV 6 rétta. Leiknum lauk með öruggum sigri DV sem hafði 8 stigum meira en næsti miðill Ríkisút- varpið. { 3.^4. sæti komu Tíminn og Þjóðviljinn, þar næst Bylgjan, svo Stöð 2, þá Morgunblaðið, Dagur var næst síðastur og Stjarnan rak lestina. Nýr hópleikur hefst þann 14. janúar. En lítum á leiki helgarinnar. Barnsley-Chelsea: 1 Leikur tveggja toppliða úr 2. deild. Heimavöllurinn mun væntanlega ríða baggamuninn. Birmingham-Wimbledon: 2 Þótt bæði liðin hafi unnið síðustu leiki sína í deildakeppninni, þá eru sigurlíkur 1. deildarliðs Wibledon meiri en botnliðs 2. deildarinnar. Bradford-Tottenham: 2 Leikurinn sem sjónvarpsáhorfendur bíða spenntir eftir. Guðni og félagar þurfa að taka á honum stóra sínum til að leggja 2. deildarliðið sem er erfitt heim að sækja. Það ætti þó að takast. Brighton-Leeds: x Sé einhver farinn að velta þvf fyrir sér hve mörg nöfn 2. deildarliða A byrji á B, þá skal það tekið fram að þau eru 6. í 1. deild er ekkert lið sem hefur B sem upphafsstaf í nafni sínu. Jafntefli í hörkuleik í Brighton. Derby-Southampton: 1 Eins og sjá má á fjölmiðlaspánni á lið Derby County allmarga stuðn- ingsmenn innan íþróttafréttamanna stéttarinnar. Það er ekki spurning hvernig þessi leikur fer. Manchester United-QPR: 1 Lið Manchester United hefur átt mjög misjafna leiki uppá síðkastið. Ætli þeir nái ekki að skella QPR á Old Trafford. Millwall-Luton: x Leikur tveggja 1. deidarliða þar sem annan leik þarf til að knýja fram úrslit. Newcastle-Watford: 2 2. deildarlið Watford gerir sér lítið fyrir og skellir Newcastle, sem er við botn 1. deildar. Portsmouth-Swindon: 1 Tvö lið úr 2. deild sem eru á svipuðu reki leiða saman hesta sína. Oft mun hurð skella nærri hælum og leikmenn verða fyrir hnjaski, en heimaliðið mun hafa betur þegar leikurinn er úti. Stoke-Crystal Palace: x Jafnteflið sækir þessi tvö lið úr 2. deild heim á morgun og þau verða því að leika á ný. Sunderland-Oxford: 2 En 2. deildarliðin sem mætast á morgun. Ætli Oxford fari ekki með sigur af hólmi, það mætti segja mér það. WBA-Everton: x 1. deild gegn 2. deild. Bæði liðin með góða stöðu hvort í sinni deild. Everton nægir ekki að vera deild ofar í þessum leik, heimavöllurinn er 12. maður WBA sem nær jafn- skúli lúðvíks. FJÖLMIÐLASPÁ LEIKiR 7. JAN. ’89 ' j m E D Z Z 5 P Z z 3 > 8 2 DAGUR RlKISÚTVARPIÐ BYLGJAN STÖÐ2 STJARNAN SAMTALS 1 X 2 Barnsley - Chelsea 1 2 1 1 2 1 2 1 2 5 0 4 Birmingham - Wimbledon X 2 2 2 2 2 2 2 2 0 1 8 Bradford - Tottenham X 2 2 2 2 2 2 2 2 0 1 8 Brighton - Leeds X 2 X 2 2 2 X X 2 0 4 5 Derby - Southampton 1 1 1 1 1 X 1 1 X 7 2 0 Man. Utd. - Q.P.R. 1 1 1 X X 1 1 1 1 7 2 0 Millwall - Luton X 1 X 1 1 1 1 1 X 6 3 0 Newcastle - Watford 1 1 2 2 2 1 1 1 2 5 0 4 Portsmouth - Swindon 1 1 1 1 X X 1 1 2 6 2 1 Stoke - Crystal Palace X 2 X 1 1 2 1 1 X 4 3 2 Sunderland - Oxford 1 1 2 X X 2 1 1 2 4 3 2 W.B.A. - Everton 2 2 X 2 1 1 X 2 2 2 2 5 Magnús Georgsson forstöðumaöur og Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri í nýja húsinu, salurinn sést í baksýn. Tímamyndir Pjetur. 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Tíminn 11 Ja,hver þrefaldur! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag! Láttu ekki þrefalt happ úr hendi sleppa! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Kynningarþjónustan/SÍA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.