Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. janúar 1989 Tíminn 3 Kjörstjórn skipuð í biskupskjöri: Biskupi veitt lausn 1. júlí Biskupi íslands, herra Pétri Sig- urgeirssyni, hefur verið veitt lausn frá embætti sínu frá og með 1. júlí n.k. Að sögn Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra, þýðir þetta að biskupsskipti verða í þjóðkirkjunni á sama tíma. Vegna þessa hefur kirkjumálaráðherra skipað þriggja manna kjörstjórn og þrjá menn til vara. Mun stjórnin hraða störfum eins og kostur er, að sögn formanns kjörstjórnar, Þorsteins Geirssonar, en gera verður ráð fyrir því að umferðir í biskup’svali geti orðið •tvær. Fyrsta verk kjörstjórnar verð- ur að ákvarða kjörskrá og leggja hana fram á biskupsstofu. Kjörskrá verður að liggja frammi í fjórar vikur áður en kjörgögn verða send út í pósti til um 150 kjörmanna. Varamaður formannsins í kjör- stjórn er skrifstofustjóri ráðuneytis- ins, Ólafur W. Stefánsson. Sam- kvæmt lögum skipar ráðherra einn mann utan ráðuneytis og Prestafélag íslands skipar þriðja aðalmann. Sr. Valgeir Ástráðsson, stjómarmaður Pf, er aðalfulltrúi félagsins, en sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, einnig stjórnarmaður PÍ, er varamaður. MM Pétur Sigurgeirsson. Frá kirkjumálaráðherra kemur aðal- maðurinn Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra og fv. kirkjuráðsmaður, en til vara hefur ráðherra skipað Ragnheiði Bene- diktsdóttur, starfsmann biskups- stofu. KB Birgir Árnason, formaður þróunarnefndar bankakerfisins: Ymsu er áfátt í skipulagi bankastofnana Vaxtamunur banka og sparisjóða hefur nú verið settur undir sérstaka smásjá af viðskiptaráðherra, Jóni Sigurðssyni. Hefur hann skipað nefnd til að kanna þróun bankakerf- isins og kostnaðar við bankaþjón- ustu hér á landi undanfarin ár. Til formennsku hefur valist hagfræðing- urinn Birgir Árnason. Sagði hann að nefndarmenn ættu eftir að hittast ört næstu vikur því þeir eiga að skila af sér í lok febrúar. „Hlutverk hennar verður fyrst og fremst að draga saman í einn stað upplýsingar sem nota má til að taka ákvarðanir varðandi þessi mál,“ sagði Birgir. „Það bendir ýmislegt til þess að vaxtamunur sé óeðlilega hár hér á landi. Það er líka ýmislegt sem bendir til þess að ýmsu sé áfátt í skipulagi bankanna og það valdi þessum mikla vaxtamun," sagði formaðurinn. Það sem þessi nefnd kemur til með að vinna og senda frá sér er talið verða nauðsynlegt innlegg í umræðuna um hagræðingu og endur- skipulagningu í bankakerfinu og þá sameiningu sem verið hefur í um- ræðunni um nokkurt skeið. „Það verður að segjast eins og er að það sem menn hafa haft á tilfinningunni, hafi alls ekki verið stutt nógu grein- argóðum upplýsingum," sagði Birgir. Með honum í nefndinni sitja Ei- ríkur Guðnason, aðstoðarbanka- stjóri í Seðlabankanum, Eyjólfur Sverrisson, forstöðumaður á Þjóð- hagsstofnun, Hinrik Greipsson, for- maður Sambands íslenskra banka- manna, Lilja Mósesdóttir, hagfræð- ingur Alþýðusambands íslands, Ólafur Örn Ingólfsson, forstöðu- maður í Landsbankanum, og Sigurð- ur Helgason, framkvstj. Björgunar hf. KB Frímerkjasafnarar vinna mál gegn Gjaldheimtu: Borga ekki krónu A fundi borgarráðs 30. des. sl. var lagður fram dómur bæjarþings Reykjavíkur í máli Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík gegn Landssambandi ísl. frímerkjasafnara. Gjaldheimtan höfðaði málið vegna þess að frímerkjasafnararnir höfðu að hennar mati þverskallast við að greiða fasteignagjöld af hús- eign sinni við Síðumúla í Reykjavík. Landssambandið greiddi gjöldin hins vegar ekki þar sem húseignin var að þess mati félagsheimili, en þau eru samkvæmt lögum undanþeg- in slíkum gjöldum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur var á þá lund að húsið væri félags- heimili og því undanþegið gjöldun- um og Gjaldheimtan tapaði málinu gersamlega. Borgarráð fékk dóminn til athugunar en það mun ákveða hvort dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Frtmerkjasafnarar kvíða því engu þótt svo fari. Þeir telja engan vafa leika á að hús þeirra sé félagsheimili og að dómur Hæstaréttar verði á sömu lund og dómur undirréttar í málinu. -sá ÞAD ER ALVEG UOST HVERT KIÖRBÓKARÞREPIN LEIÐA SPARIFJÁREIGENDUR: í UPPHÆÐIR. UM ÁRAMÓTIN HÖFDU ÞREPIN SKILAD KJÖRBÓKAREIGENDUM TÆPLEGA 200 MILUONUM í AFTURVIRKUM VÖXTUM, - UMFRAM 8,57% RAUNÁVÖXTUN. Já, þeir vita hvað þeir eru að gera sem eiga peningana sína inni á Kjörbók. Þegar innstæða hefur legið óhreyfð í 16 mánuði bætast 1,4% vextir við fyrri ávöxtun og þeir eru greiddir 16 mánuði aftur í tímann. Sagan endurtekur sig svo við 24 mánaða markið en þá reiknast 0,6% vextir til viðbótar 2 ár aftur í tímann. Samt sem áður er innstæðan ávallt óbundin og úttekt hefur engin áhrif á ávöxtun þeirrar innstæðu sem eftir stendur. Raunávöxtun Kjörbókar var 8,57% á liðnu ári, 9,92% á 16 mánaða þrepinu og 10,49% á 24 mánaða þrepinu. Leggðu strax grunninn að gæfuríku ári og fáðu þér Kjörbók. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.