Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 19
Föstudagur 6. janúar 1989 irvnuo Tíminn 19 UlkL ÞJÖÐLEIKHUSIÐ Stóra sviðið Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson Laugardag kl. 20.00 6. sýning Fimmtudag 12. jan. 7. sýning Laugardag 14. jan. 8. sýning Fimmtudag 19. jan. 9. sýning Þjóðleikhúsió og íslenska óperan sýna 3^knníí;rt ihoffmamií? Ópera eftir Offenbach I kvöld kl. 20.00. Fáein sæti laus. Sunnudag kl. 20.00 Föstudag 13.1. kl. 20.00 Takmarkaður sýningafjöldi Stór og smár Leikrit eftir Botho Strauss Tvær aukasýningar: Miðvikudag kl. 20.00 Næstsiðasta sýning Su. 15. jan. kl. 20.00 Síðasta sýning Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20. Simapantanireinnig virka dagakl. 10-12. Sími 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld trá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíðog miði á gjafverði. _______________________________ i J m Vertu í takt við Tímann ÁUGLÝSINGAR 686300 i.i;ikit:ia(; 3*2 22 RKYKIAVlklJR M SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds r JÍ?\ % Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson ! kvöld kl. 20.30. Örfá sæti laus Laugardag 7. jan. kl. 20.30. Örfá sæti laus Sunnudag 8. jan. kl. 20.30. Örfá sæti laus Miðvikudag 11. jan. kl. 20.30 Fimmtudag 12. jan. kl. 20.30 Laugardag 14. jan. kl. 20.30 Miðasala í Iðnó sími 16620 Miðasalan i Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tima. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 22. janúar 1989. HAlÁi OKfDAMSÍ Söngleikur eftir Ray Herman Sýnt á Broadway 7. og 8. sýning I kvöld kl. 20.30. Uppselt 9. og 10. sýning 7. janúar kl. 20.30. Föstudag 13. jan. kl. 20.30 Laugardag 14. jan. kl. 20.30 Miðasala i Broadway simi 680680 Miðasalan i Broadway er opin daglega kl. 16-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tima. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 22. janúar 1989. | I ~ - Ég er hætt aö leita að fullkomnum manni. Núna er ég bara aö leita aö eiginmanni. - En ef þú gefur mér járnbrautarlest, viltu þá gefa pabba eitthvaö sem ég get haft gaman af... Síamstvíburarnir í íran; „Ekki aðskilja okkur!“ Fósturfaöir þessara 14 ára samvöxnu tvíburasystra í íran vill endilega fá lækna til að reyna að aðskilja systurnar með skurðaðgerð - svo hann geti gift stúlkurnar! Læknar sem hafa rannsak- að systurnar segja að skurðaðgerð á þeim geti orð- ið lífshættuleg fyrir aðra hvora þeirra, en þær eru sam- vaxnar á höfðinu og er mikið samband milli heila og tauga- kerfis þeirra. Þær mótmæla aðgerðinni og segjast ekki vilja taka neina áhættu. Þær séu hamingjusamar eins og er og vilji ekki breytingu, síst af öllu ef það verði mikil áhætta fyrir aðra hvora þeirra. Faðir þeirra er Ali Reza Safaian, auðugur íranskur teppakaupmaður. Hann tók systurnar í fóstur þar sem þær höfðu verið bornar út til að deyja. Hann hefur alið þær vel upp, og séð til að þær kæmust ekki í fjölmiðla, en hefur lítið gert í því að láta aðskilja þær. En nú eru þær Laleh og Ladan komnar á giftingaraldur múhameð- strúarmanna og faðirinn vill nú láta reyna á það hvort hægt sé að aðskilja þær, því að þá geti hann gift þær og þær loks lifað eðlilegu lífi. „Þær elska hvor aðra og vilja ekki láta aðskilja sig,“ segir Ali, „en ég vil að þær giftist." Breskur taugaskurðlæknir, Norman Grant hefur gert rannsóknir á tvíburasystrun- um og segist hafa von um að Leikur enn unglinga Hin rauðhærða og frekn- ótta Sissy Spacek varð 38 ára á jóladag en þrátt fyrir þann aldur getur hún enn sem best leikið unglinga. Þegar blómaskeið hipp- anna stóð sem hæst, laust eftir 1960 fór Sissy að heiman frá sér í Texas og tók stefnuna á New York. Hún ætlaði að verða söngkona. Velgengnin lét þó mjög á sér standa og afraksturinn varð ein, lítil plata. Þá vaknaði áhugi henn- ar á leiklistinni og 1970 fékk hún fyrsta hlutverkið. Það var hryllingsmyndin „Carrie“ sem gerði Sissy fræga og fyrir vikið var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna, en þau fékk hún samt ekki Sissy Spacck: 38 ára gamall unglingur. fyrr en 1979, fyrir leik sinn í myndinni „Dóttir ;kqlanámu- mannsins" sem fjallár um líf og starf sveitasöngkonunnar Lorettu Lynn. f myndinni leikur Sissy Lorettu frá 13 til 35 ára aldurs og syngur sjálf öll lögin. Einkalíf Sissy er lítt borið á borð í fjölmiðlum, líklega af því þar eru engar snurður á og allt í besta lagi. Hún er hamingjusamlega gift leik- stjóranum Jack Fisk og þau eiga 5 ára gamla dóttur, Schu- yler Elizabeth. Systurnar Laleh og Ladan vilja ckki láta gera á scr skurðaðgerð til aðskilnaðar þetta geti gengið, el samteng- ingin sé ekki mjög flókin, en þetta sé alltaf mikil áhætta. Stúlkurnar eru vel gefnar, þær eru sérstaklega duglegar í stærðfræði og hafa verið mjög sjálfbjarga. Þær hafa t.d. lært að hjóla, - en þá verður önnur að hlaupa með ... en Ali pabbi þeirra vill endilega gifta þær og þær skiptast því á um að sitja á hjólinu og mega ekki hjóla of hratt. KVIKMYNDIR Stjörnugjöf: ★★★! Takið eftir skrautskotunum á skottlokinu. Dæmi um gott auga fyrir glettni. Afar mannlegir mannaveiðarar TÍMAHRAK (Midnight Run) Leikstjóri: Martin Brest. Handrit: George Gallo. Framleiðandi: William S. Gilmore Aðalleikarar: Robert De Niro, Charles Grodin, Yaphet Kotto, John Ashton, Dennis Farina. Sýnd í Laugarásbíó. Hún er nokkuð sérkennileg þessi útgáfa og uppbökun á svipaðri sögu og „48 stundir“ byggðu á. Ítímahraki virðast allir hafa lagt sig ríkulega fram og fengið út afbragðs létta spennumynd. Persón- urnar sem fengið hafa sína endanlegu sköpun í meðferð De Niros og Grodins, eru stórskemmtilegar í einu orði sagt. Ekki er lagt í of mikinn íburð við framleiðsluna og útkoman verður frekar ein- föld umgjörð miðað við fyrri bandarískar myndir af þessu tagi. Þekkilegri glæpamann og brjóstumkennanlegri veiði- mann hef ég varla séð í mynd af þessu sauðahúsi fyrr og segir það nokkuð um að hún er ekki alveg venjuleg. Atrið- in féllu nokkurn veginn hvert að öðru þó að stundum örlaði á endurteknum tengingum og knöppum skiptum milli klassískra atriða. Þegar mannaveiðimanni er att út í leik með bandarísku alríkislögregluna á öxlunum, annan mannaveiðara og út- sendara svikinnar mafíu að auki, er ekki von á öðru en gífurlegum fléttuatriðum. Nokkrar uppákomur verða til að létta áhorfendum lífið og gerði ekkert til þótt ekki væri hlé á þeirri sýningu sem Tíminn leit inn á. Einkunn: Óvenju skemmtileg og mann- leg mannaveiðaramynd, sem fær hiklaust fullar þrjár stjörnur af fjórum möguleg- um. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.