Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.01.1989, Blaðsíða 5
VöstLídag'u f 6. janúar’ (1989 Tíminn 5 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar felast m.a. í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins: Leitað eftir viðræðum við launþegasamtökin Steingnmur Hermannsson, forsætisráðherra, hefur þegar rætt við formenn helstu launþegasamtaka um atriði væntanlegra efnahagsráðstafana sem snerta vinnumarkaðinn og þá sérstaklega komandi kjarasamninga. Samkvæmt heimildum Tímans hefur verið lagt til innan ríkisstjórnarinnar að óskað verði eftir formlegum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins, strax og þinghaldi lýkur um helgina. Samkvæmt sömu heimildum er talað um að gerðar verði sérstakar ráðstafanir til að draga úr áhrifum almennra aðgerða á kjör hinna lægst launuðu. Talað er um hækk- un barnabóta og trygginga, en lækkun á kostnaði matvæla og fleira. Þessar viðræður forsætisráð- herra hafa átt sér stað síðustu daga og snúist um að undirbúa frekari viðræður frekar en að ræða einstök atriði væntanlegra kjarasamninga. Tíminn hafði samband við þá Ögmund Jónasson formann BSRB og Ásmund Stefánsson formann ASÍ og spurði hvers eðlis þeir fundir hefðu verið sem þegar hafa farið fram. Báðir lögðu áherslu á að engar formlegar viðræður hefðu farið fram, einungis hefði verið skipst á skoðunum og upplýsing- um. Ögmundur sagði að næstkom- andi mánudag yrði fundur for- manna aðildarfélaga BSRB; þar yrði „tekinn púls á mönnum" en enn hefði ekki verið ákveðið hve- nær næsti fundur yrði með forsætis- ráðherra. Ásmundur Stefánsson sagði að s.l. miðvikudag hefði verið haldinn fundur í miðstjórn ASf en unnið yrði að kröfugerð þegar fundir í sérsamböndunum væru afstaðnir. KB/SSH Fjárlög afgreidd í dag; engar sameigin- legar tillögur frá stjórnarandstöðunni: Helmingi minni tekjuafgangur Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og Þorsteinn Ólafsson efnahagsráðgjafi. Tímamynd: Arni Bjarna Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar: Áhersla lögð á sjávarútveg Aðgerðir til bjargar sjávarútvegsfyrirtækjum eru einkennandi fyrir efnahagsadgerðir ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, sem hrint verður í framkvæmd innan tíðar. Segir forsætisráðherra að það stafi einfaldlega af því að upplýsingar liggi fyrir um fyrirtæki í þessari grein og Ijóst sé að þau eru afar illa stödd vegna rekstrarumhverfis. Stefnt var að lokaumræðu fjár- laga í nótt sem leið en umræðum var ekki lokið er Tíminn fór í prentun. Athygli vakti að við þessa þriðju umræðu kom stjórn- arandstaðan ekki fram með nein- ar sameiginlegar breytingartillög- ur eins og lýst hafði verið yfir. Þá er nú stefnt að 600 milljóna afgangi á fjárlögum í stað 1200 eins og rætt hafði verið um áður. Samið hefur verið um að at- kvæði verði greidd um fjárlögin klukkan tíu í dag. Sjálfstæðis- menn lögðu ekki fram neinar breytingartillögur við fjárlögin á þeim forsendum að þau væru ómerk vegna þess að í þeim væri ekki tekið tillit til nýafstaðinnar gengisfellingar. Kvennalistinn lagði fram ýmsar tillögur til breyt- inga, aðallega til hækkunar. Þar má nefna hækkun á framlagi ríkissjóðs til Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 150 milljónir, fjögurra milljóna króna hækkun til Kvennaathvarfsins í Reykja- vík, aðrar fjórar milljónir til Samþykkt var í efri deild Alþing- is í gærdag að heimila fjármálaráð- herra að hækka tóbak og áfengi um helgina. Var samkomulag um að keyra málið í gegnum deildina með hraði og umræðurnar þrjár kláraðar á stuttum tíma. í máli Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra er hann mælti fyrir hækkuninni kom fram að á þessu ári er reiknað með um 450 m. kr. byggingar kvennahúss á Græn- höfðaeyjum ogfleira. Ingi Björn Albertsson lagði einn fram nokkrar tillögur er miðuðu að hækkun á framlögum til íþrótta- hreyfingarinnar og kirkjulegra samtaka. Borgaraflokkurinn var klofinn í tillöguflutningi sínum og lagði Guðmundur Ágústsson fram róttækar tillögur til niður- skurðar í ríkisfjármálum ergerðu ráð fyrir um 1,5 milljarða sparn- aði. Þessi niðurskurðurfólst aðal- lega í aðhaldi við launakostnað ríkisins og gerði alls ráð fyrir um 5% lækkun útgjalda á þeim vett- vangi. Ekki er enn ljóst hvort þing- menn fara heim í dag eða á morgun, en fyrir liggja frumvörp er krefjast mjög skjótrar af- greiðslu, svo sem stjórnarfrum- varp um Tryggingarsjóð fiskeldis. Það frumvarp hefur þegar verið afgreitt frá efri deild og bíður nú afgreiðslu neðri deildar en reikn- að er með að frumvarpið verði að lögum fyrir helgi. -ág tekjuaukningu af sölu áfengis og tóbaks umfram almennar verð- breytingar. í umfjöllun fjárhags- og við- skiptanefndar deildarinnar lýstu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Borg- araflokks sig andvíga hækkuninni en fulltrúi Samtaka um Kvenna- lista var henni samþykkur. Um- ræður um fjárlögin stóðu fram á nótt og af þeim sökum var ekki Hugmyndir um björgunarað- gerðir virðast líka vera komnar einna lengst í útreikningum af þeim hugmyndum sem stjórnin hefur fyrir framan sig. Þjóðhags- stofnun leggur til að skipastóll útgerðarinnar verði minnkaður um 10% á næstu árum og eru þær tillögur til skoðunar. unnt að taka málið fyrir í neðri deild þingsins. Þess í stað verður þess freistað að ljúka umræðunni í dag til að hækkunin geti tekið gildi eftir helgi. Þar sem nú þykir liggja nokkuð ljóst fyrir að bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar verði ekki útrædd á næstu dögum þarf að samþykkja sérstaka heimild til ráð- herra til að hækka áfengi og tóbak. Inni í breytingartillögum við Þau fyrirtæki sem verst eru sett í sjávarútvegi munu tvímælalaust standa frammi fyrir gjaldþroti inn- an tíðar og ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa til neinna sérstakra björg- unaraðgerða nema í þeim tilfellum þar sem viðkomandi fyrirtæki geta kallast sérstakir burðarásar at- vinnulífs. Dæmi um slíka staði eru bráðabirgðalögin var heimild til slíkrar hækkunar, en þar sem bráðabirgðalögin verða trúlega ekki afgreidd sem lög frá þinginu fyrr en í byrjun febrúar þarf þessa heimild til hækkunarinnar. Allir útsölustaðir Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins verða því lokaðir í dag á meðan birgðataln- ing og verðbreytingar fara fram. -ág Patreksfjöröur og Bolungarvík, en þar er lagt til að gripið verði til nauðarsamninga og fjárhagslegrar endurskipulagningar strax í sam- ráði við lánastofnanir sem í hlut eiga. Því þurfi m.a. að hraða mjög því starfi sem unnið er af Atvinnu- tryggingarsjóði. Einnig er bent á að hraða beri útfærslu á hugmynd- um um Hlutafjársjóð Byggðastofn- unar. Skreiðin ekki gleymd Skreiðarframleiðendur eru ekki gleymdir í þessum aðgerðum. Gert er ráð fyrir því að skreiðarskuldir í viðskiptabönkum vegna áranna 1984 og 1985 verði allar yfirfarnar. f Landsbankanum eru þessar skuldir áætlaðar um 137 milljónir króna, en í Útvegsbanka um 77 milljónir króna. Samkvæmt heim- ildum Tímans er nú talað um að þær skreiðarskuldir sem eru tapað- ar verði afskrifaðar, en Seðlabank- inn yfirtaki afgang skuldanna og frysti þær fram að því að greiðslur berast. Stefnt er að talsverðri lækkun raunvaxta á næstunni og sagði forsætisráðherra að ef það gengi ekki með öðrum hætti en handafli, yrði þeim aðferðum beitt. f þessu sambandi er dæmigert að allir helstu útreikningar Þjóðhagsstofn- unar miðast við helmingi lægri raunvexti en nú tíðkast. eða um 4%. KB Nýtt verð á áfengi og tóbak. Stefnt að hækkun umfram verðlagsbreytingar á árinu: 450 milljóna kr. hækkun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.