Tíminn - 10.01.1989, Side 2

Tíminn - 10.01.1989, Side 2
2 Tíminn. Þriðjudagur 10. janúar 1989 Hluti þeirra er voru viðstaddir uppboðið á Hótel Borg. Helgi V. Jónsson hæstaréttarlögmaður bauð hæst, eða fímmtíu milljónir króna. Hann er lengst til vinstri á myndinni og við hlið hans stendur Kagnar Aðalsteinsson einnig hæstaréttarlögmaður. Jónas Gústafsson borgarfógeti sá um framkvæmdina og auglýsti eftir boðum. Hann sést hér lesa upp uppboðsbeiðnina. Tímamynd Áma Bjama Þriðja og síðasta uppboð á Hótel Borg fór fram í gær: Hótel Borg á 50 milljónir Þriðja og síðasta uppboð á Hótel Borg í Reykjavík var haldið þar í gær kl. 15:00. Það var fasteignin sjálf að Pósthússtræti 11 sem boðin var upp en ekki lausafjármunir innan veggja hennar. Helstu kröfuhafarnir, og þar með uppboðsbeiðendur voru; Helgi V. Jónsson hrl. fyrir hönd allra sem eru á sjötta veðrétti, en það eru fyrst og fremst hluthafar „gömlu" Hótel Borgar hf., þ.e. þess félags er seldi núverandi eigendum húseignina. Aðrir aðilar voru m.a., Landsbank- inn, Ásgeir Thoroddsen, Gjald- heimlan, Gjaldskil og Útvegsbank- inn svo einhverjir séu taldir. Á öðru uppboði sem haldið var 12. desember s.l. var hæsta boð í eignina sjö milljónir og var það Helgi V. Jónsson sem það átti fyrir hönd handhafa sjötta veðréttar. Á uppboðinu í gær var leitað eftir hærri tilboðum og bauð Gunnar Jónsson í Gunnars-majonesi 10 milljónir, Helgi bauð þá 11. Þvínæst var það Valdimar Bergsson sem hækkaði boðið og átti hann 12 milljóna króna boð. Helgi bauð þá 20 millj., Valdimar 22, Helgi 30, Gunnar 40 og Helgi 50 milljónir. Að því tilboði loknu var leitað eftir hærri tilboðum í fyrsta, annað og þriðja sinn, sem ekki komu fram og þvf var Hótel Borg slegin Helga V. Jónssyni hrl. fyrir hönd handhafa sjötta veðréttar. í upphafi uppboðsins var lesin bókun sem gerð hafði verið. Inni- hald hennar var í grófum dráttum það að samkvæmt samkomulagi sem leigusali. þ.c. Hótel Borg hf., ann- arsvegar og leigutaki, Ólafur Lauf- dal Jónsson, hinsvegar hcfðu gert með sér hefði gildistímabi! leigu- samningsins verið stytt og rynni hann því út þ. 31. ágúst 1989. Það kom fram að Ólafur Laufdal hefur þegar greitt fyrir leigutímabilið allt auk þess sem hann hefur á leigutím- anum lagfært húsnæðið þónokkuð, jafnt herbergi hótelsins sem og stækkað dans- og veitingasali hússins svo mikið að þeir taka nú 50% fleiri gesti en áður. Að lestri bókunarinnar loknum lét Helgi V. Jónsson bóka athuga- semd þess efnis að hann, fyrir hönd umbjóðenda sinna véfengdi efni skjalsins og samninga þá er leigu- sali og taki hefðu gert mcð sér. Helgi sagði í samtali við Tímann að ástæða þess að hann véfengdi þetta plagg væri fyrst og fremst sú að það væri spurning hvort fyrirfram- greiðsla sú er tíunduð væri í plagginu væri lögmæt eður ei. Ólafur Laufdal hafi borgað níu mánuði fyrirfram og eðlilegra hefði verið að sú greiðsla lenti í höndum umbjóðenda sinna. - Telurðu líkur á því að sú starf- semi sem Ólafur rekur í húsinu komi til mcð að þurfa að víkja fyrir 31. ágúst eins og um var samiö milli hans og fyrrum eigenda? „Nei ég geri ekki ráð fyrir því.“ Átturðu von á því að boðið yrði í húsið á móti þér? „Já já, maður getur alltaf átt von á því. Þessir menn hafa hinsvegar áttað sig á því strax að þeir yrðu að fara mjög hátt.“ - Varstu viðbúinn því að fara hærra? „Já það var ég, þetta er heilmikil eign.“ - Má ekki segja að þetta sé gott kaupverð? „Jú það er það, þó þetta sé kannski frekar nokkurs konar forms- atriði." Á uppboðinu var lýst eftir um- boðsmönnum uppboðsþola og vakti það nokkra athygli að enginn slíkur gaf sig fram. Með uppboðsþola er átt við þann aðila sem fyrir húsinu er skráður. í þessu tilfelli er það Hótel Borg hf. Ekki reyndist unnt að fá uppgefið hverjir hluthafar í því fyrirtæki eru en prókúruhafarnir eru tveir, þeir Sigurður Kárason og Pálmar Magn- ússon, með tilkynningu dagss. 2. maí 1983. í stjórn Hótel Borgar hf. eru þeir Sigurður og Pálmar auk Sigfríðar Pálmarsdóttur. Varamað- ur er Guðríður Guðjónsdóttir. -áma. Hækkun á áfengi og tóbaki liggur fyrir: Reykingamenn hamstra tóbak Þessi ætlaði að snúa á fjármálaráðherra og keypti mánaðarskammt af tóbaki í gær. Tíminn Pjetur Áfengis- og tóbaksverslunin hef- ur enn ekki nýtt heimild til hækk- unar á útsöluverði áfengis og tób- aks sem var samþykkt á Alþingi síðastliðinn föstudag. Almenning- ur hefur brugðist hratt við og hamstrar þessa dagana tóbak jafnt sem áfengi. Svava Bernhöft innkaupastjóri hjá ÁTVR sagði það gerast iðulega þegar hækkanir stæðu fyrir dyrum að fólk hamstraði áfengi og tóbak en birgðir ÁTVR væru þó nægar enn sem komið er. Aðspurð sagðist Svava ekki vita hvenær hækkanirn- ar yrðu en gamla verðið yrði a.m.k. í gildi í dag. Fólk hefur því enn möguleika á að birgja sig upp. Tíminn hafði samband við nokkra söluturna í Reykjavík og höfðu kaupmennirnir almennt orð- ið varir við söluaukningu á sígarett- um, vindlum og tóbaki. Kartonið af algengustu sígarettutegundun- um kostar í dag 1450 krónur, þannig að ef hækkunin verður 15% eins og heyrst hefur, þá sparar fólk tæpar220 krónur á hverju kartoni. Inni í breytingartillögum við bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar var heimild til hækkunar sem þess- arar, en þar sem bráðabirgðalögin verða væntanlega ekki afgreidd sem lög frá þinginu fyrr en í byrjun febrúar þurfti sérstaka heimild Al- þingis fyrir hækkuninni. Áætlað er að á þessu ári verði um 450 milljóna króna tekjuaukn- fng af sölu áfengis og tóbaks um- fram almennar verðbreytingar. SSH Ölduselsskóli í Breiðholti: Utilaug vígð Síðastliðinn föstudag var ný úti- sundlaug við Ölduselsskóla vígð. Hún er tæpir sautján metrar að lengd og tíu og hálfur metri að breidd, flísalögð með yfirfallskanti. Vatnið er hitað upp með varmaskipti og í 260 fermetra húsnæði laugarinn- ar eru m.a. sturtur og búningsher- bergi. Hönnuðir hússins eru teikni- stofa Gunnars Hanssonar, Verk- fræðistofa Stefáns Ólafssonar hf. og Verkfræðistofan Rafhönnun hf,. Umsjón með hönnun, gerð útboðs- gagna og byggingareftirlit hafði byggingardeild borgarverkfræðings. Framkvæmdir við byggingu laug- arinnar hófust í september 1987. Háfell hf. sá um alla jarðvinnu, Valvirki hf. um uppsteypu húss og laugar og Scl sf. um allan lokafrá- gang. Heildarkostnaður er um 55,3 milljónir króna. Skólarnir í Seljahverfi munu nýta laugina til klukkan 18 alla virka daga þaö sem eftir er skólaársins. Sund- Ný sundlaug við Ölduselsskóla sem vígð var síðastliðinn föstudag. Tímamynd Árni Bjarna félög koma til með að halda uppi sundkennslu og sundþjálfun fyrir börn og unglinga í hverfinu eftir að skólasundi er lokið og um helgar. f júní og júlí verða haldin sundnám- skeið fyrir börn og fullorðna og í athugun eru möguleikar á afnotum vistmanna í Seljahlíð af lauginni utan kennslutíma. jkb Kona kærir nauðgun: TVEIRÍ GÆSLU Kona í Reykjavík hefur kært tvo menn fyrir nauðgun og sitja þeir nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um verknaðinn. Rannsóknarlögreglan rannsak- ar nú málið og verst allra frétta af atburðum. -sá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.