Tíminn - 10.01.1989, Side 4

Tíminn - 10.01.1989, Side 4
4 Tíminn Þriðjudagur 10. janúar 1989 Heilbrigðisskoðun á fólki er ræðst til landbúnaðar- starfa ábótavant: „Ertu ekki hress?“ Búnaðarfélag fslands hefur rit- að yfirdýralækni bréf þar sem þess er farið á leit að embætti yfirdýralæknis gefi út leiðbeining- ar til lækna þar sem þeim er kennt að finna dýrasjúkdóma er erlendir verkamenn ráðnir til landbúnaðarstarfa geta hugsan- lega borið hingað. Bréf þetta birtist í Læknablað- inu fyrir skömmu. í því er kvartað yfir því að héraðs- og heilsugæslu- læknar viti ekki að hverju þeir eigi að leita þegar erlent verka- fólk, sem ráðið er til landbúnað- arstarfa, kemur í skoðun hjá þeim, en allir þeir sem hingað koma í' þeim erindum eru sendir í læknisskoðun. Þar segir meðal annars frá bandarískri stúlku sem fór til heilsugæslulæknis í skoðun. Það eina sem viðkomandi læknir gerði var að spyrja hvort að hún væri ekki hress. Stúlkan játti því en læknirinn gaf henni vottorð um heilbrigði. Ekki segir meira af stúlkunni frá Ameríku í bréfinu, en þeirri spurningu er varpað fram í hvers verkahring væri helst að útbúa leiðbeiningar til lækna þar sem þeim er kennt að finna einkenni algengustu búfjársjúkdóma er borist gætu með hjúum hingað erlendis frá. -ág Menningar- sjóður K.S. veitir styrki Mannaskipti í menntamála- ráðuneytinu Um áramótin létu þrír af starfs- mönnum menntamálaráðuneytisins af störfum. Tveir starfsmenn aðrir voru gerðir að deildarstjórum. Þeir sem létu af störfum eru: Sigurður Briem deildarstjóri, sem hóf störf í stjórnarráðinu árið 1943; Runólfur Þórarinsson deildarstjóri, sem hóf störf á fræðslumálaskrifstof- unni árið 1956 og kom til mennta- málaráðuneytisins 1969 er fræðslu- skrifstofan var lögð niður og Sigríður Þórðardóttir fulltrúi, sem hóf störf árið 1968. Þær Þórveig Þormóðsdóttir og Svandís Skúladóttir voru gerðar að deildarstjórum. jkb Nú stendur yfir á Sauðárkróksfiugvelli vinna við nýja flugstöð sem þar er verið að reisa á vegum fiugmálastjórnar. Bygfiing fiugstöðvarinnar hófst um miðjan septembcr sl. og er fyrirhugað að henni Ijúki um miðjan marsmánuð. Þá verður hinsvegar eftir að koma fyrir í stöðinni nauðsynlegum tækjabúnaði og mun það væntanlega taka 1-2 mánuði. Flugstöðin er reist úr timbri og verður 240 ferm. að stærð. Verktaki er Byggingafélagið Hlynur á Sauðárkróki. Stöðin mun leysa af hólmi 40 ferm. stóran skúr sem reistur var til bráðahirgða á fiugvellinum fyrir mörgum árum og þjónað hefur flugfarþegum og starfsmönnum síðan, mun lengur en upphaflcga var ráð fyrir gert. OÞ, Fljótum Á undanförnum árum hefur Kaupfélag Skagfirðinga veitt nokkra styrki til ýmissa félagsmálasamtaka í héraðinu. Snemma á síðasta ári fékk Náttúrugripasafnið í Varmahlíð út- hlutað styrk að uppæð rúmlega 81.000 krónur. Á fundi stjórnar Menningarsjóðs K.S. í desember síðastliðnum var samþykkt að veita eftirtöldum aðil- um styrki. Rökkurkórinn í Skagafirði hlaut styrk að upphæð 20.000 kr. Flug- björgunarsveitinni Varmahlíð og Leikfélagi Sauðárkróks var úthlutað styrkjum að upphæð 25.000 krónur. Karlakórinn Heimir Skagafirði og Björgunarsveitin Grettir Hofsósi fengu 30.000 krónur. Hofskirkja á Höfðaströnd fékk 35.000 krónur. 50.000 krónur fengu Ungmennafé- lagið Tindastóll, Sögufélag Skagfirð- inga og Byggðasafnið í Glaumbæ. Héraðsskjalasafninu var úthlutað 60.000 krónum, Tónlistarfélagi Sauðárkróks 100.000 krónum og Ungmennasambandi Skagafjarðar 125.000 krónum. Samtals nam upp- hæð veittra styrkja í desember 600.000 krónum. jkb Sinfóníuhljómsveit æskunnar. „Vítamínsprauta fyrir íslenskt tónlistarlíf“ Óvíst er með áframhaldandi starfsemi Sinfóníuhljómsveitar æskunnar. Lokatónleikar, afrakstur mikillar vinnu undanfar- inna daga, verða haldnir í Háskólabíói í dag klukkan 14:30. Stjórnandi er íslandsvinurinn Paul Zukofsky. Síðastliðinn laugardag var hið stórbrotna verk Mahlers, Sinfónía nr.6, frumflutt hér á landi. Hljóðfæraleik annaðist Sinfóníu- hljómsveit æskunnar undir stjórn fiðlusnillingsins og stjórnandans Paul Zukofskys. Þetta er geysi viða- mikið verk. Hljómsveitin er það fjölmenn að erfitt reyndist að manna strengjasveitina þó ekki vanti áhug- ann. Tónleikarnir tókust í alla staði mjög vel og var næstum húsfyllir. Sinfóníuhljómsveit æskunnar samanstendur af tónlistarnemend- um hvaðanæva af landinu sem náð hafa þó nokkurri leikni hver á sitt hljóðfæri. Zukofsky er bandarískur gyðing- ur. Strax á unga aldri uppgötvaðist að hann væri svokallað undrabarn í tónlistinni. Til að byrja með var það faðir hans sem sá um að kenna honum en sex ára gamall hóf hann nám í fiðluleik. Sem unglingur vakti hann þegar mikla athygli fyrir fram- úrskarandi fiðluleik. Á seinni árum hefur mest borið á honum sem einum ötulasta flytjanda tónverka tuttugustu aldarinnar. Hann er sagð- ur spila verk sem honum persónu- lega finnast góð, verk sem ekki endilega eru almennt viðurkennd. 1964 lauk hann prófi frá Juilliard tónlistarháskólanum í New York og sér nú um kammermúsikdeildina þar. Hann hefur stjórnað mörgum þekktum hljómsveitum meðal ann- ars í New York City Ballet. Til allra heilla fyrir íslenskt tónlist- arlíf hefur Zukofsky tekið sérstöku ástfóstri við ísland og íslendinga. Ekki er það náttúran sem heillar því hann hefur ekki ferðast mikið um landið. Frekar eru það þjóðlegir siðir eins og hákarl og brennivín. Einn þátttakenda á námskeiðinu, SifTuliníus.sagði: „Krakkarnirbera mikla virðingu fyrir honum sem tónlistarmanni. Hann er strangur, kröfuharður og geysilegur skapmað- ur. Ef honum mislíkar við þig færðu það óþvegið. En það er ótrúlegt hvað hann getur fengið mislita hjörð 100 krakka til að gera. Hann er ómissandi vítamínsprauta fyrir ís: lenskt tónlistarlíf Til að byrja með voru þessi nám- skeið haldin einu sinni á ári. Þegar Sinfóníuhljómsveit æskunnar var stofnuð fjölgaði þeim upp í þrjú. Svo allir þátttakendur sitji við sama borð er ferðakostnaður krakka utan af landi greiddur úr sjóð nám- skeiðsins og þeim útvegað húsnæði hér í Reykjavík. Einnig þarf að borga leigu tónleikasalar, leigu nokkurra hljóðfæra, ferðakostnað og laun stjórnandans, en þeim er mjög í hóf stillt svo ekki sé meira sagt, og ýmsa útgjaldaliði fleiri. Kostnaður er því eins og gefur að skilja nokkuð mikill. Þetta er annað árið í röð sem þessi námskeið eru að hluta til ríkisstyrkt. Það sem upp á vantar hefur hingað til fengist með sölu aðgöngumiða, námskeiðsgjaldi þátttakenda og styrkjum hinna ýmsu einstaklinga og fyrirtækja. Samt sem áður hefur reynst erfitt að láta enda ná saman. Ætlunin var að næsta námskeið yrði haldið í febrúar en það reyndist ekki mögulegt sökum fjárskorts. Það verður þó haldið annað námskeið í september en síðan er óvíst með framhaldið. Allir þeir sem blaðamaður ræddi við voru sammála um mikilvægi þessara námskeiða og það einstaka tækifæri íslenskra tónlistarnemenda að vinna með svo mikilhæfum stjórn- anda. Hulda Birna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri námskeiðsins sagðist vona að fólk tæki nú við sér og hálpaði upp á reksturinn svo tónlistarlíf hér á landi fái dafnað eftir sem áður. jkb

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.