Tíminn - 10.01.1989, Síða 10

Tíminn - 10.01.1989, Síða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 10. janúar 1989 Þriðjudagur 10. janúar 1989 Tírhinri 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Handknattleikur: Stormasamt jaf ntef li hjá nágrannaliðunum Vítakast á síðustu sekúndum færði FH annað stigið FH og Stjarnan, liðin scm berjast um þriðja sæti 1. deildarinnar ■ handknattleik, skildu jöfn á sunnu- dagskvöldið, 25-25, er þau mættust í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Áhorf- endur sem fylltu húsið urðu vitni að spennandi og skcmmtilegum leik, en í lokin voru stuðningsmcnn Stjörnunnar mjög æstir og óhressir með störf dómaranna. Leikurinn fór af stað með látum. Guðjón Árnason gerði fyrsta markið fyrir FH og Gunnar Beinteinsson bætti öðru marki við skömmu síðar. Skúli Gunnsteinsson minnkaði mun- inn fyrir Stjörnuna. FH-ingar höfðu áfram undirtökin eftir þessa góðu byrjun og tvö mörk frá Guðjóni og Héðni Gilssyni gáfu Hafnarfjarðar- liðinu þriggja marka forystu 4-1. FH náði fjögurra marka forystu 7-3 og 8-4, en þeir Skúli og Axel Björnsson minnkuðu muninn í 8-6. Stjörnu- menn gerðu þrjú síðustu mörkin í fyrri hálfleik og brcyttu stöðunni úr 14-11 í 14-14 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Óskar Ármannsson gerði fyrsta mark FH ísíðari hálflcik úrvítakasti en í kjölfarið komu fjögur mörk Garðabæjarliðsins og staðan var því orðin 18-15 l'yrir Stjörnuna, scm komin var yfir i fyrsta sinn í lciknum. Á þessu kafla lciksins gekk hvorki né rak hjá FH-ingum. Stjarnan virt- ist hafa leikinn í hendi sér og hafði yfir 23-20 þegar um 8 mín. voru til leiksloka. I'á urðu aftur kaflaskipti í leiknum og FH-ingar náðu að jafna og komast yfir 24-23. I>ar voru þcir Þorgils Óttar, Héðinn Óskar Helga- son og Guðjón Árnason að verki. Gylfi Birgisson jafnaði fyrir Stjörn- una og stuttu síðar misnotuðu Stjörnumenn vítakast. Sóknir FH runnu út í sandinn og Gylfi Birgisson var aftur á ferðinni með 25. mark Stjörnunnar. FH-ingar hófu sókn þegar um 45 sek. voru til leiksloka og reyndu ákaft að brjóta sér leið gegnum vörn Stjörnunnar en án árangurs. Gunnar Beinteinsson átti lokatilraunina þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Gunnar vatt sér innúr vinstra horninu en Stjörnu- menn brutu á honum. Dómarar leiksins, þeir Rögnvaldur Erlingsson og Gunnar Kjartansson, dæmdu um- svifalaust vítakast, Garðbæingum til mikillar gremju. Óskar Ármannsson fékk það erfiða hlutverk að taka vítakastið og hann tryggði FH-ing- um annað stigið með því að skora af öryggi. Úrslitin urðu því jafntefli 25-25. Mikill hiti var í stuðningsmönnum Stjörnunnar eftir leikinn og vildu þeir meina að vítakastið í lokin hefði vcrið hrcin gjöf til F’H-inga. Að mati undirritaðs var dómgæsla þeirra Rögnvaldar og Gunnars góð í leikn- um, þó vissulega hafi þeir gcrt sín mistök eins og aðrir. Atvikið í lokin er Gunnar fór innúr horninu réð úrslitum í leiknum þegar upp var staðið. Undirritaður er þeirrar skoðunar að það hefði verið veru- lega ámælisverð dómgæsla að dæma 1 ekki vítakast undir þessum kringum- stæðum. Um úrslitin má segja að þau hafi verið sanngjörn. Leikurinn varmjög kaflaskiptur og bæði lið áttu sína góðu spretti. Áhorfendur fengu mik- ið fyrir aurana sína því leikurinn bauð uppá mikla spennu og oft og tíðum ágætan handknattlcik. Nokk- uð sem því miður hefur verið of lítið um á mótinu til þessa. Brynjar Kvaran átti stórleik í marki Stjörnunnar að þessu sinni og varði alls 17 skot. Sigurður Bjarna- son og Skúli Gunnsteinsson áttu einnig mjög góðan leik og Gylfi Birgisson var mikilvægur undir lokin. Hjá FH voru menn jafnir, en bestan leik áttu þeir Gunnar Bein- teinsson, Óskar Ármannsson og Guðjón Árnason. Héðinn átti all- mörg skot sem ekki hittu markið og Þorgils Óttar var lítt áberandi á línunni. Magnús Árnason kom í markið undir lokin og varði 8 skot á stuttum tíma, en Bergsveinn Berg- sveinsson varði 7 skot í leiknum. Dómarar voru eins og áður segir þcir Rögnvaldur Erlingsson og Gunnar Kjartansson. Þeir skiluðu erfiðu hlutverki nokkuð vel þegar á heildina er litið. Mörkin FH: Óskar Ármannsson 7/4, Guðjón Árnason 5, Héðinn Gilsson 5, Gunnar Beinteinsson 4, Þorgils Óttar Mathiesen 3 og Óskar Helgason 1. Stjarnan: Sigurður Bjarnason 9/3, Skúli Gunnsteinsson 5, Gylfi Birgisson 4, Hilmar Hjalta- son 3, Hafsteinn Bragason ^og Axel Björnsson 2. BL „Ógeðsleg afgreiðsla“ sagöi einn stuðningsmanna Stjörnunnar um vítakastsdóminn í lokin Sverrir Sverrisson, bestur Gróttumanna, brýst í gegnum vöm Eyjamanna og skorar eitt af fimm mörkum SÍnum í leiknum. Tímamynd: Pjetur „Ég veit ekki hvað fer fram í hausnum á þessum mönnum. Dóm- gæsla Rögnvaldar var afgerandi í leiknum og mjög á móti Stjörnunni. Það var ógeðsleg afgreiðsla að gefa FH víti í lok leiksins." Þetta sagði einn af hörðustu stuðn- ingsmönnum Stjörnunnar eftir leik- inn.cn Garðbæingum var mjög heitt í hamsi. Annar Garðbæingur sagði að Viggó Sigurðsson þjálfari FH væri búinn að hræða dómarana svo þeir þyrðu ckki annan en dæma mcð FH. Rögnvaldur Erlingsson dómari: „Við látum ekki hafa áhrif á okkar dómgæslu og það er ekki óeðlilegt að mikið sé skrafað eftir á þegar svo mikil barátta og spenna er til staðar. Viggó Sigurðsson á ekki að líða fyrir það hafa gagnrýnt dómara. Hann hagaði sér mjög vel í þcssum leik. Með vítið í lokin þá var það engin spurning. Ef við hefðum sleppt því hvað hefðu FH-ingar þá sagt,“ sagði Rögnvaldur Erlingsson. Gunnar Kjartansson dómari: „Þetta var ekki erfiður leikur að dæma. Við höfðum það að leiðar- ljósi að láta leikinn ganga og vera ekki að dæma óþarflega mikið. Það eru kannski 3-4 atriði sem deila má um og við hugsanlcga átt að dæma öðruvísi. Það var engin spurning um vítakastið í lokin. Það sáu það allir í húsinu að þetta var víti og ekkert annað. Við höfum það mikla reynslu í dómgæslu að við látum ekki menn hafa áhrif á okkur. Við erum ekki hræddir við Viggó Sigurðsson. Sumir halda að við dæmum gegn Viggó af því hann hefur gagnrýnt dómara, en það væri ósanngjarnt að hann liði fyrir það,“ sagði Gunnar Kjartans- son. Viggó Sigurðsson þjálfari FH: „Þetta var hörkuleikur sem gat farið á hvorn veginn sem var. Þetta var kaflaskipt og það var slæmt að við skyldum slaka á eftir góða byrjun. Um dómgæsluna má segja að Stjarnan hagnaðist á grófum brotum á tímabili, en þetta var víti í lokin, alveg klárt,“ sagði Viggó Sig- urðsson. Gunnar Einarsson þjálfari Stjörn- unnar: „Það var sárt að. missa annað stigið eftir að hafa átt síðari hálfleik- inn og verið yfir í lokin. Ég vil ekki kenna dómurunum um, þeir eru mannlcgir og gera sín mistök eins og aðrir. Vítið í lok leiksins var vafa- samt, en það er svona heimavöllur- inn hefur alltaf áhrif og ég er klár á því að hefði FH verið að spila á útivelli hefðu þeir ekki fengið víti,“ sagði Gunnar Einarsson. BL Enska knattspyrnan: Vals- og Víkingssigrar Víkingar unnu stóran sijjur á KA-mönnum cr lidin mættust í 1. dcildinni í handknattlcik í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld. Víkingar unnu hægt og sígandi upp forskot sitt, sem var 5 mörk í hálflcik, 15-10. Víkingar bættu viö í síöari hálflcik og unnu 8 marka sigur. 32-24. Árni Friðleifsson fór á kostum og gcröi 11 mörk, Bjarki Sigurðsson og Guömundur Guð- mundsson gcröu 5 mörk hvor. Erlingur Krist- jánsson gcrði 7 mörk fyrir KA og Jakob Jónsson 6. Enn sigra Valsmenn Valsmcnn unnu öruggan sigur á Brciöabliks- mönnum í Digranesi á sunnudaginn, 28-23. cftir að hafa haft yfir í hálfleik 16-13. Jakob Sigurösson átti sannkallaöan stjörnu- leik. brcnndi vart af skoti og skoraði 12 niörk. Andrcs Magnússon skoraöi 6 mörk fyrir Blikana og Hans Guðmundsson 5. Blikarnir cru nú neðstir í deildinni mcö 3 stig, cn Valsmenn tróna á toppnum sem fyrr mcö 22 stig og varla nema formsatriði fyrir þá að tryggja sér titilinn úr því scm komiö cr. BL Sutton sló Coventry út Það gerasf oft ævintýri í bikarleikjum, það hcfur hvað eftir annað komið Ijós. Á þessu varð engin breyting á laugardaginn í 3. umferö ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Óvæntustu úrslit dagsins voru þau að hálfatvinnumannaliðið Sutton gerði sér lítið fyrir og sló bikarmeistarana 1987, Coventry, úr keppninni. Lið Sutton er úr úthverfi Suður-London og leikur í áhuga- mannadeild. Leikurinn fór fram á heima- velli liðsins Gander Green Lane og þar þurfti 1. deildarliðið að hirða knöttinn tvívegis úr neti sínu. Tony Rains og múrarinn Matthew Hanlan gerðu mörk liðsins en velski landsliðsmaðurinn David Phillips gerði mark Coventry. „Þetta er ævintýri líkast. Allir sögðu að það væri ómögulegt og fjarstæðukennt að við ynnum. Það hefur hinsvegar gerst og það veröur skráð á spjöld sögunnar sem ein óvæntustu úrslit bikarkeppninn- ar,“ sagði Barry Williams framkvæmda- stjóri Sutton eftir leikinn. Tottenham varð að þola ósigur er liðið sótti 2. deildarlið Bradford heini. í fyrra féll liðið einnig snemma úr bikarkeppn- inni, en 1987 lék liðið til úrslita og tapaði þá fyrir Coventry. Sigurmark Bradford gerði Brian Mitchell nteð þrumuskoti af 20 m færi eftir 42 mín. leik. Guðni Bergsson lék með Tottenham í leiknum þrátt fyrir að vera með flensu. Hann lék þó aðeins fyrri hálfleikinn, bað um skipt- ingu í leikhléinu enda kominn með hita. Enn eitt 1. deildarlið var slegið út af liði úr neðri deildum. Middlesbrough tapaði 1-2 á heimavelli gegn 4. deildarliði Grimsby. Barnie Slaven kom heima- mönnum yfir í byrjun, en varamaðurinn Marc North jafnaði með sinni fyrstu snertingu á 72. mín. Þremur mín. fyrir leikslok var North aftur á ferðinni með sigurmark Grimsby. Liverpool voru ekki í neinum vandræð- um með 4. deildarlið Carlisle þátt fyrir að á útivöll væri að sækja. Steve McMahon skoraði tvívegis og John Barnes einu sinni í 3-0 sigri Liverpool. Topplið 4. deildar, Crewe Alexandra, var nærri því að slá Aston Villa úr keppninni er liðið var 2-0 yfir í fyrri hálfieik. Aston Villa náði að jafna í síðari hálfleik og síðan að skora sigurmarkið og komast áfram. Sigurður Jónsson gerði eitt marka Sheffield Wednesday í 5-1 sigri liðsins gegn Torquay. Þar með vann liðið sinn fyrsta heimasigur síðan í október. Imre Varadi gerði tvö mörk, David Hodgson eitt og Mark Proctor eitt, auk marksins sem Sigurður Jónsson gerði. Dean Edwards kom Torquay yfir á 3. mín leiksins. Brian Robson fyrirliði enska landsliðs- ins rotaðist í leiknum gegn QPR. Hann lenti í samstuði við vamarmann QPR. Hann var borinn af leikvelli og fluttur á sjúkrahús, eftir skoðum og myndatökur kom í Ijós að hann er ekki alvarlega slasaður, en fékk heilahristing og mun dvelja á sjúkrahúsinu áfram fram á þriðjudag. Hann mun því missa af auka- leiknum við QPR á morgun, en leiknum á laugardag lauk með markalausu jafn- tefli. Paul McRath verður heldur ekki með vegna meiðsla. Hjá QPR voru einnig meiðsl. Báðir framherjar liðsins urðu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, þeir Mark Falco og Trevor Francis fram- kvæmdastjóri liðsins. Þeirverða hvorugir með í leiknum á morgun. Á sunnudag voru tveir leikir. West Ham og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli og Norwich vann Port Vale 3-1 á útivelli. Aukaleikirnir í keppninni verða leiknir í kvöld og á morgun. Úrslitin í bikarkeppninni: Barnsley-Chelsea.................. 4-0 Blrmingham-Winibledon............... 0-1 Blackpool-Boumemouth .............. 0-1 Bradford-Tottenham.................. 1-0 Brighton-Leeds...................... 1-2 Cardiff-Hull....................... 1-2 Cariisle-Liverpool.................. 0-3 Charlton-Oldham ....................2-1 Crewe-Aston Villa ..................2-3 Derby-Southampton................... 1-1 Hartlepool-Bristol City............. 1-0 Huddersfield-Sheffield United.......O-l Kettering-Halifax .................. 1-1 Manchester Cíty-Leicester City...... 1-0 Manchester United-Q.P.R.............0-0 Middlesbrough-Grimsby............... 1-2 Millwall-Luton...................... 3-2 Newcastle-Watford...................0-0 Notth. Forest-lpswich...............3-0 Plymouth-Cambridge United...........2-0 Portsmouth-Swindon.................. 1-1 Sheffield Wed.-Torquay..............5-1 Shrewsbury-Colchester...............0-3 Stoke-Crystal Palace................ 1-0 Sunderland-Oxford .................. 1-1 Sutton-Coventry.....................2-1 Tranmere-Reading.................... 1-1 Walsall-Brentford................... 1-1 Welling-Blackbum....................0-1 West Bromwich-Everton............... 1-1 Port Vale-Norwich .................. 1-3 West Ham-Arsenal.................... 2-2 Úrslitin í skosku úrvalsdeildinni: Aberdeen-Hibemian . — ..............2-0 Celtic-Hamilton.................. 2-0 Dundee-Dundee United ........... JiMÚO-1 Hearts-St. Mirren .............. WU.r 2-0 Motherwell-Rangers...............5v 2-1 Sanngjarnt jafntef li Það voru Gróttumenn sem náðu að lokum að merja jafntefli 21-21 í gífurlega sveiflukenndum, en hörku- spennandi vígsluleik í hinu nýja, stórglæsilega íþróttahúsi þeirra Sel- tirninga á sunnudag. Það voru Eyjamenn sem skoruðu fyrsta markið í hinu nýja húsi og tóku jafnframt forystuna í leiknum. En það stóð ekki lengi því að næstu fimm mörk voru Gróttumanna og virtust heimamenn ætla að bursta Vestmannaeyinga. Héldu Gróttu- menn þetta 4-5 marka forskoti allt þar til skömmu fyrir hálfleik er Eyjamenn tóku kipp og náðu að minnka muninn í tvö mörk 12-10. Vestmannaeyingar mættu gífur- lega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og með Sigurð Gunnarsson fremstan í flokki náðu þeir 2 marka forystu og héldu henni allt þar til um sjö mínútur voru til leiksloka. Þá náðu Gróttumenn að jafna 18-18 og eftir það var jafnt á öllum tölum, en ávallt höfðu Eyjamenn þó frum- kvæðið, og síðast náðu Gróttumenn að jafna er um 30 sek. voru til leiksloka og var tíminn of skammur fyrir Eyjamenn til að knýja fram sigur. Aðalsmerki beggja liða var tví- mælalaust varnarleikur og taumlaus barátta, enda lífsspursmál fyrir bæði lið. Ekki var leikinn áferðarfallegur handknattleikur og má með sanni segja að úrslitin hafi þegar upp er staðið verið sanngjörn. I liði Gróttu var Sverrir Sverrisson hvað bestur, en einnig ber að minn- ast á þá Stefán Arnarsson og Pál Björnsson sem voru drjúgir Gróttu- liðinu jafnt í sókn og vörn. Þá var Gunnar Gíslason þrumusterkur í vörninni. Engum blöðum er um það að fletta að þeir Sigurður Gunnarsson og Sigmar Þröstur Qskarsson eru langbestu menn í liði ÍBV. Sigurður var hreint óstöðvandi á tímabili og Sigmar varði mjög vel langtímum g* 7- jr Vinningstölurnar 7. janúar 1989 Heildarvinningsupphæð: Kr. 18.286.421,- Fimm tölur réttar kr. 11.512.352,-. Aðeins einn þátttakandi vai með 5 tölur réttar. BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 1.003.651,- skiptast á 11 vinningshafa, kr. 91.241,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 1.731.240,- skiptast á 280 vinningshafa kr. 6.183,-á mann. Þrjár tölur réttar kr. 4.039.178,- skiptast á 10.714 vinningshafa kr. 377,- á mann. Sölustaðirnir eru opnír frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. saman þó sérstaklega af línu og úr hornum, en einnigófá vítaköstin. Þá átti Björgvin Rúnarsson góðan leik og vakti athygli er þessi lágvaxni leikmaður skoraði mörk nteð upp- stökki fyrir utan.vörn andstæðing- ana. Mörk Gróttu: Sverrir Sverrisson 5. Stefán Arnarsson 4 (lv), Willunt Þór Þórsson 4. Páll Björnsson 3. Halldór Ingólfsson 3(lv) og Davíð Gíslason 2. Mörk ÍBV: Sigurður Gunnarsson 8 (4v), Björgvin Rúnarsson 3, Sig- urður Friðriksson 3, Sigurbjörn Ósk- arsson 3, Þorsteinn Viktorsson 2, og Jóhann Pétursson 2. Leikinn dæmdu þeir Einar Sveins- son og Gunnar Viðarsson og voru 'slakir. ' -PS Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 SKATTLAGNING ANNARRA TEKNA EN LAUNATEKNA AÐRAR TEKJUR EN LAUNATEKJUR VERÐA SKATTLAGÐAR MEÐ VERÐBÓTUM VÐ ÁLAGNINGU . Skattlagning annarra tekna en launatekna sem einstaklingar höfðu á árinu 1988 fer fram við álagningu opinberra gjalda á miðju ári 1989. Hér er um að ræða söluhagnað, hreinar tekjur af at- vinnurekstri og sjálfstæðri starfsemi, leigutekjur, tekjur utan stað- greiðslu skv. 2. gr. reglug. nr. 591/1987, o.fl. Álagðir skattar á aðrar tekjur ársins 1988 en launatekjur koma til innheimtu haustið 1989 að viðbættum verðbótum. Verð- bætur eru reiknaðar í samræmi við breytingar á lánskjaravísitölu frá 1. júlf 1988 til 1. júlí 1989. HÆGT ER AÐ KOMAST HJÁ VERÐBÓTUM VÐ ÁLAGNINGU MEÐ ÞVf AÐ GERA SKIL FYRIR 31. JANÚAR 1989 Samkvæmt 38. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda má komast hjá greiðslu verðbóta á álagða skatta af öðrum tekjum ársins 1988 en launatekjum með því að greiða eigi síðar en 31. janúar 1989 fjárhæð sem ætla má að samsvari sköttum af tekjum þessum. Greiðslu skal inna af hendi hjá gjaldheimtum og innheimtu- mönnum ríkissjóðs. Henni skal fylgja útfyllt eyðublað, “Skilagrein vegna 38. greinar", merkt RSK 5.22. Eyðublað þetta fæst hjá skattstjórum, gjaldheimtum, inn- heimtumönnum ríkissjóðs og ríkisskattstjóra. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.