Tíminn - 17.01.1989, Qupperneq 15

Tíminn - 17.01.1989, Qupperneq 15
Þriðjudagur 17. janúar 1989 Tíminn 15 AÐLJTAN Exciusive: A strange at-home visit with tmeida War & fíemembranæ's hunky Hart Bochner ■1 OF3, f . fweekiy ■ ■ No fancy Nancy, loyal, unflappable BARBARA BUSH brings a simpler Yankee style, 10 lively grandchiidren and the first man she ever kissed to the White House og tveggja ára gamlan son þeirra George W. til Odessa í Texas þar sem hann gerði sér vonir um að verða fljótt ríkur á blómlegum olíuviðskiptum. „Þá langaði mig ekki að flytja þangað, en daginn eftir að ég kom þangað fannst mér það reglulega spennandi." Árið eftir fæddist þeim dóttir, Robin, og 4 árum síðar annar sonur, Jeb. A meðan Barbara var önnum kafin við að ala böm í þennan heim hafði George sett á stofn fyrirtæki sem seldi tæki til olíuborunar og var á góðri leið með að verða milljóna- mæringur. Þetta voru tímar grósku og allsnægta, ef þau hefðu ekki orðið fyrir miklum missi. Robin dó úr hvítblæði 1953 og varð móður hennar svo mikið um að hún segist varla hafa getað sett annan fótinn fram fyrir hinn. En George var ekki á því að láta hana hafa frið til að sökkva sér ofan í depurð. Og eldri sonurinn greip líka til sinna ráða til að hugga mömmu sína. Barbara segist einn góðan veður- dag hafa heyrt hann segja við leikfélaga sinn: „Ég get ekki leikið mér við þig í dag vegna þess að ég verð að vera hjá mömmu, hún er svo óhamingjusöm." „Þá vissi ég að það var ekki nema um tvennt að ræða, annað hvort yrði ég að ná tökum á mér eða ég félli alveg saman,“ segir hún. „Pabbi var aðalforstjórinn - en mamma aðal- framkvæmdastjórinn“ 1959 flutti fjölskyldan sig um set, til Houston þar sem George gerði misheppnaða tilraun til að ná kosningu til öldungadeildar banda- ríska þingsins. Þessi flutningur var Barböru enn meira á móti skapi en sá fyrri enda höfðu nú bæst í fjölskylduna Neil, 5 ára og Marvin 3 ára. Auk þess var hún ófrísk að Dorothy. En aftur tókst henni að aðlagast nýju heimili. 1966 náði svo George kosningu til fulltrúa- deildarinnar og fjölskyldan fluttist til Washington. Nú tók við þingseta hans í tvö kjörtímabil en á meðan lék Barbara súpermömmu. Hún tók skátaflokk í fóstur, skiptist á við aðrar mömmur um að keyra krakkana fram og aftur og kenndi í sunnudagaskóla. „Pabbi var aðal- forstjórinn en mamma var aðal- framkvæmdastjórinn," segir Jeb sonur þeirra sem starfar nú sem fasteignasali í Florida. „Við gáfum henni öll skýrslur og henni tókst vel að halda fjölskyldunni saman.“ Og Barböru tókst að halda þess- um fjölskylduböndum sterkum þó Barbara og George Bush héldu brúðkaup sitt 1945. „Hann er enn fallegasti maðurinn sem ég hef séð,“ segir hún. að nú færu f hönd tímar þar sem þau hjón voru meira og minna á faraldsfæti. Hún flutti heimili sitt til New York þegar George var skipaður sendiherra Bandaríkj- anna við Sameinuðu þjóðirnar 1971, og aftur til Washington þegar hann var útnefndur flokksformað- ur repúblikana 1973. Og enn fluttu þau hjón 1974 þegar George var skipaður sendifulltrúi í Kína. „Ég elskaði Peking,“ segir Barbara, en börn þeirra hjóna, sem nú voru komin á fullorðins ár fylgdu ekki foreldrum sínum til Kína. „Nú hafði ég George út af fyrir mig,“ segir Barbara. Sú dýrð stóð þó ekki lengi, að ári liðnu kallaði Gerald Ford forseti mann hennar aftur til Washington til að gerast yfirmaður CIA. Erfitt að snúa aftur til Washington Það reyndist Barböru enginn leikur að snúa aftur til Bandaríkj- anna. Kvenfrelsishreyfingin lét mikið að sér kveða á þessum árum og málstaður hennar var Barböru framandi. Nú fann hún líka í fyrsta skipti til aðskilnaðar frá bónda sínum sem ekki gat rætt um starf sitt við hana. Henni fannst hún nú ekki duga til eins eða neins og að í rauninni hefði hún ekkert afrekað í lífinu. „En ég komst yfir þessa tilfinningu, sem betur fer,“ segir hún. Hún bjó til skuggamyndasýn- ingu um Kína og ferðaðist með hana um landið r' fjáröflunarskyni fyrir kirkjuna í Houston þar sem hún hafði kennt í mörg ár. Og þegar George lagði út í baráttu um útnefningu til forsetaembættisins 1980 var hún reiðubúin að skella sér í slaginn við hlið hans. Hún lét ekki sitt eftir liggja, hvorki í út- nefningarbaráttunni né síðar í kosningabaráttu Reagans og Bush. Það var þó ekki fyrr en í kosn- ingabaráttunni í haust sem Barbara naut sín fyllilega. Margir ráðgjafar Bush, sem hefðu óskað þess að eiginkona frambjóðandans væri glæsilegri og tæki sig betur út á mynd, urðu undrandi á hæfileika Barböru til að afla atkvæða þrátt fyrir allt látleysið. Barböru tókst líka að vinna hjarta blaðamann- anna með því að gera svolítið grín að sjálfri sér. Þegar hún reiddist óvæginni gagnrýni Roberts Dole á George í keppninni um útnefning- una 1988 var hún reiðubúin að svara í sömu mynt þar til hún minntist þess eina atviks þegar hún hafði gripið til hvassyrða í kosn- ingabaráttunni 1984. Þá brást hún við árásum demókrata vegna auð- æfa Bush-fjölskyldunnar með því að kalla Geraldine Ferraro „fjög- urra milljóna dollara — ég get ekki sagt það en það hljómar líkt og auðug!“ Hún stóðst mátið að svara Dole á svipaðan máta og sagði einungis: „Ég held ég ætti heldur að ganga nú til sætis. Orðsnillingur- inn dregur sig í hlé.“ Lævísar sögur særahana Því er þó ekki að neita að Barbara Bush á sínar viðkvæmu hliðar. Hún syndir eða hjólar á þrekhjóli dag hvern en viðurkennir að henni sárni gagnrýni á hvað hún líti ömmulega út og verði jafnvel að þola ráð velmeinandi fólks um að hún ætti að lita á sér hárið, léttast og hætta að klæðast lit- skrúðugum kjólum sem hún kaupir beint af herðatrjánum. í staðinn ætti hún að velja sérhönnuð föt í daufari litum sem klæddu betur reisulegan 170 cm háan líkama hennar. „Fólk á það til að vera svo dónalegt þegar það kemur með athugasemdir um hvað George sé unglegur og ég gamalleg. Það er ekkert gaman að fá að heyra það,“ segir hún. Mest sárnar henni þó þegar á kreik fara sögur um meint ástarævintýri Georges bæði með ekkju sem er fjölskylduvinur og konu sem lengi hefur verið í starfs- liði hans. Barbara hefur bara lýst því yfir að slíkar sögur séu „lævís- ar“, en þeir sem unnu með þeim hjónum í kosningabaráttunni segja að þessar kviksögur hafi bæði sært hana og reitt hana til reiði. Bæði hjónin segja að ástin milli þeirra hafi styrkst með árunum. „Ég gæti ekki lifað án hennar og hún gæti ekki lifað án mín,“ hefur George sagt - en þau hafa ekki lagt það í vana sinn að sýna tilfinningar sínar opinberlega. Það þykir ekki góð háttvísi í þeim auðuga hópi f Nýja Englandi sem þau eru upp- runnin úr. Sjaldgæf undantekning var þó á síðustu mánuðum kosn- ingabaráttunnar þegar Bush-hjón- in reyndu að feta í fótspor Dukak- is-hjónanna og tóku til við að kyssast og haldast í hendur í augsýn fjölmiðlamanna. Nú búast vinir þeirra við að þau leggi þennan sið af þegar kosningarnar eru afstaðn- ar og þau þurfa ekki lengur að sýna kjósendum á sér þessa hlið. Náungi sem skrifar ræður fyrir Bush segir þó frá því að einu sinni hafi hann verið ásamt hjónunum í lyftu sem festist milli hæða. Öryggisverðirnir voru alveg að tapa sér en hjónin höfðu ofan af fyrir sér með því að klípa í bakhlutann hvort á öðru! Á ekkert eigið heimili enn Nú, þegar Barbara Bush er að búa sig undir að flytjast inn í Hvíta húsið á hún aðeins eitt metnaðar- mál óuppfyllt. Hún á ekkert heimili sem hún getur kallað sitt eigið. Þá löngu mánuði sem kosningabarátt- an stóð skynjuðu fréttamenn að Barbara er á báðum áttum varð- andi framtíðina. Nánir vinir henn- ar álíta að hún óski helst að verja meiri tíma með fjölskyldunni á sveitasetri Bush-fjölskyídunnar í Kennebunkport í Maine en þar þykir henni gaman að halda grill- veislur og á næðisstundum að grípa í góðan reyfara eða bók af metsölu- lista eins og „Bonfire of the Vanit- ies“ eftir Tom Wolfe. „Ég er farin að skjóta rótum í þessu húsi. Þegar ég er að bauka í garðinum við að setja niður bóndarósir sem eiga eftir að lifa í hundrað ár er ég að gera það fyrir börnin mín og barna- börn.“ En nú verður hún að slá þessu áhugamáli sínu á frest. Það gerir hún vafalaust, eins og alltaf hingað til, glöð í lund og án þess að sýna nokkur merki óánægju. „Látið ekki líta út eins og ég hafi fært fórnir," segir hún. „Ég er mjög ánægð með líf mitt og lít svo á að ég sé heppnasta kona í heimi.“ rb\/m\uð i Mnr Steingrímur Sigrún Þorrablót Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldið laugardaginn 21. janúar kl. 20 í Vetrarbrautinni, Þórscafé. Húsið opnar kl. 19.30. Ræðumaður kvöldsins: Steingrímur Hermannsson. Veislustjóri: Sigrún Magnúsdóttir. Jóhannes Kristjánsson og Áslaug Brynjólfsdóttir flytja gamanmál. Miðapantanir og nánari upplýsingar eru hjá Þórunni í síma 24480. Framsóknarfélögin Keflavík - Suðurnes Jóhann Einvarðsson, alþm., verður til viðtals á eftirfarandi stöðum: 2. Þriðjudaginn 17. jan. kl. 20.30 í félagsheim- ilinu í Sandgerði. 3. Miðvikudaginn 18. jan. kl. 20.30 í Fram- sóknarhúsinu í Keflavík. 4. Fimmtudaginn 19. jan. kl. 20.30 í Festi, Grindavík (litla sal). 5. Föstudaginn 20. jan. kl. 20.30 í Aragerði 7, Jóhann Vogum. Akranes Almennur fundur með Alexander Stefánssyni verður að Sunnubraut 21, fimmtudaginn 19. jan. kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldið laugardaginn 21. janúar. Takið frá daginn. Nánar auglýst síðar. FR. Alexander Þorrablót í Kópavogi Hið árlega þorrablót Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldið að venju 1. laugardag í þorra 21. janúar n.k. kl. 20 í Félagsheimili Kópavogs. Hin landsþekkta hljómsveit Lúdó og Stefán leikur fyrir dansi. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Miðapantanir: Einar (s. 41590 og 43420) Ásta(s. 40229) Skúli (s. 41801) Jón (s. 46724) Framsóknarfélögin í Kópavogi Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 1988 Dregið hefur verið í Jólahappdrætti Framsóknarflokksins. Vinningsnúmer eru: 1. Nr. 1311 2. Nr. 22646 3. til 6. Nr. 26073, 12506, 9750, 23800 7. til 12. Nr. 20893, 20890, 3571,34359, 13. til 15. Nr. 21426, 3587, 23141 12261,34014 Vinninga skal vitja innan árs. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofum Framsóknar- flokksins, Nóatúni 21, Reykjavík, í síma 91-24480 og/eða 91-21379. Framsóknarflokkurinn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.