Tíminn - 18.01.1989, Qupperneq 3

Tíminn - 18.01.1989, Qupperneq 3
Miðvikudagur 18. janúar 1989 Tíminn 3 íslendingar aftarlega á merinni hvað varðar mengunarvarnir: MEÐFERD EITUREFNA í ALGJÖRUM ÓLESTRI íslendingar eru langt á eftir nágrannalöndunum hvað varðar meðferð, þá sérstaklega förgun, eiturefna. Hér á landi er hvorki til staðar virkt eftirlit með förgun eiturefna né eyðingarstöð þar sem unnt er að farga hættulegum efnum. Mikið magn af eiturefnum fellur til t.d. í ýmiskonar iðnaði, bensínstöðvum og verkstæðum. Ástandið er þannig í dag að mestur hluti þessara eitruðu úrgangsefna fer annaðhvort á sorphaugana eða niður um holræsin og síðan beina leið í sjóinn. Einnig er ekki óalgengt að t.d. á tilraunastofum séu geymd gömul stórhættuleg efni vegna þess að ekki er möguleiki á að eyða þeim á viðeigandi hátt. Svokölluð mengunarvarnareglu- gerð hefur verið í smíðum í rúmt ár. Ráðgert hafði verið að hún tæki gildi um síðustu áramót en umsagnaraðil- ar hafa enn ekki skilað áliti sínu. Seinagangur í vinnslu reglugerðar- innar stafar m.a. af því að umhverf- ismálin dreifast á mörg ráðuneyti og því þurfti að senda drögin til óvenju margra aðila til umsagnar. Flest virðist nú benda til þess að reglu- gerðin verði útgefin á næstu vikum. 1 drögum að reglugerðinni er m.a. að finna lista yfir úrgang sem skylt verður að safna saman og farga á sérstakan hátt, þá yfirleitt með brennslu. Til dæmis er um að ræða olíuúrgang sem er aðeins að hluta til brenndur í dag, einnig öll lífræn Teysiefni og ýmis konar lífrænan úrgang. Úrgangur af þessu tagi er í dag brenndur upp erlendis en hér á landi hefur hvorki verið til staðar móttaka né eyðingarstöð fyrir þessi efni. I samtali við Ólaf Pétursson hjá Hollustuvernd ríkisins kom fram að Hollustuverndin hefur ekki mögu- leika á að fylgjast með förgun eitur- efna eins og æskilegt væri. Ólafur sagði jafnframt: „Við vitum það að það er alltof mikið af þessum efnum sem lenda á sorphaugum eða er skolað ofan í holræsið. Við bensín- stöðvar eiga þó að vera olíugildrur sem taka það sem fer niður. f'að er síðan hreinsað upp og endurnýtt. Málið er að úrgangur frá bensín- stöðvum er svo lítill hluti af því sem til fellur. Það eru margskonar hættu- leg efni sem falla til í iðnaði og annarri álíka starfsemi." Ólafur var einnig spurður að því hvað væri gert við gömul og úrelt lyf. „Það er möguleiki að eyða þessum efnum í hábrennsluofnum. í landinu eru til tveir ofnar sem geta þjónað þessu hlutverki. Á Keldum er ofn sem hefur verið notaður í þessum tilgangi þó hann sé ekki gerður sérstaklega til þess, en mér skilst að hann hafi dugað ágætlega. Síðan er náttúrlega sorpbrennslustöð á Suðurnesjum þar sem hægt er að brenna viss hættuleg efni. Sú stöð er náttúrlega ekki nægilega vel útbúin og það má alls ekki líta á hana sem eyðingarstöð fyrir hættulegan úrgang. Það er hægt að brenna upp í henni viss efni sem skapa ekki verulega hættu, þ.e. efni sem ekki mynda skaðleg efni í reyk þegar þau eru brennd upp.“ í drögum að mengunarvarna- reglugerðinni er gert ráð fyrir því að sérstakur starfshópur vinni að því að Hér má sjá reykháf brennsluofnsins að Keldum, en þar er annar tveggja hábrennsluofna í landinu. Ofninn var þó einkum hugsaður til að eyða dýrahræjum. Timamynd: Árni Bjarna finna hagkvæmustu lausnina á því að koma upp stöð þar sem hægt væri að eyða þessum efnum. Ólafur sagði að síðan þessi drög hafi verið samin væri komið til sögunnar úrgangseyð- ingarfyrirtæki sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og það væri ljóst að það fyrirtæki myndi taka að sér þetta hlutverk. „Ekki er ólíklegt að lausnin felist í því að komið verði upp e.k. söfnunarkerfi um landið og þetta fyrirtæki verði sá aðili sem tekur við hættulegum úrgangi annars staðar frá og fargi honum á viðeig- andi hátt.“ Hin Norðurlöndin hafa fyrir löngu leyst þetta vandamál. Þar er yfirleitt um það að ræða að eyðingarstöð sem er rekin af ríki, sveitarfélögum og iðnaðinum, sjái um söfnun og eyðingu eiturefna og eitraðs únjangs og beiti við það háhitaaðferð. Ólafur sagðist álíta að brennslustöðvar af því tagi sem hin Norðurlöndin hafa komið sér upp séu svo mikið fyrir- tæki að langt sé í það að íslendingar komi sér upp slíkri stöð og stór- hættuleg efni eins og PCB verði flutt erlendis til eyðingar. En PCB er í dag eina efnið sem er skipulega flutt til útlanda til eyðingar. Jóhann Hjartar spáir að Karpov sigri 4:2 Tímamynd: Pjetur „Ltklega veit ég meir um Karpov og skákmennsku hans en hann um mína, enda eru miklu fleiri af hans skákum skráðar niður en rnínar," sagði Jóhann Hjartarson, en Jó- hann er nú að leggja í hann til Seattle í Washingtonríki BNA. Jóhann og aðstoðarmenn hans; Margeir Pétursson, Elvar Guð- mundsson, Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason leggja af stað á morgun og ætla sér viku til að venjast staðháttum en einvígi Jóhanns og Anatoly Karpovs hefst þann 28. janúar. Jóhann var bjartsýnn í gær en sagðist þó ekki búast við að sigra Karpov. „Karpov er afar sterkur skákmaður og 35 stigum hærri en ég samkvæmt stigatöflu Alþjóða skáksambandsins. Við höfum rannsakað rækilega skákir Karpovs en hvort við höfum komið auga á einhverja sérstaka veikleika hjá honum vil ég ekki nefna hér. Ætli hann vinni ekki með fjórum vinn- ingum gegn tveim," sagði Jóhann. I einvígi þeirra Jóhanns og Karp- ovs verða tefldar sex skákir og hefst sú fyrsta laugardaginn 28. janúar eins og áður segir, en sú síðasta verður tefld þann 8. febrú- ar. Jóhann Hjartarson. Standi þeir þá jafnir verður teflt tveggja skáka einvígi þann 9. og 11. febrúar og verði þá enn jafnt, verður tefldur bráðabani og telst sá sigurvegari sem fyrr vinnur skák. Einvígisskákirnar hefjast kl. fimm að staðartíma sem er kl. 01 eftir miðnætti að íslenskum tíma og aðspurður um hvort sjónvarpað yrði beint frá einvíginu frá Stöð 2 sagði Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 það í athugun en vegna þess á hvaða tíma einvígið færi fram væri það fremur ólíklegt. Beint sjónvarp á vegum Sjón- varpsins mun ekki á döfinni. - sá Búið að landa 100.000 tonnum það sem af er loðnuvertíðinni. Veiðar hafa gengið vel utan óhapp fyrir austan land í fyrrinótt: Skullu saman í radíósambandi Það sem af er loðnuvertíðinni er búið að landa rúmlega 106.000 tonn- um af loðnu hringinn í kringum landið, en loðnukvóti okkar í ár er rúmlega 800.000 tonn. Mest er veið- in á svæðinu í kringum Reyðarfjarð- ardýpi. Tvö loðnuskip lentu í hörð- um árekstri á miðunum í fyrrinótt. Atburðurinn átti sér stað austur af landinu um 58 mílur austur af Seley. Þrátt fyrir áreksturinn voru skipin í talsambandi sín á milli. Allur ís- lenski loðnuflotinn er að veiðum á þessum sömu slóðum, auk tuttugu til þrjátíu norskra og færeyskra skipa. Skipin sem lentu í árekstrin- um voru Albert GK og Jón Kjartans- son SU. Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði, sem vann að rannsókn málsins í gær, var Albert GK að kasta, kominn með vír og troll út en Jón Kjartansson skammt frá honum og í þann mund að koma sér í burtu. Svo illa vildi til að skipin skullu saman, stefni í stefni og þrátt fyrir að skipstjórar þeirra hafi vitað hver af öðrum og verið í radíósambandi náðu þeir ekki að afstýra slysinu. Albert GK var með togljósin kveikt, en Jón Kjartansson eins og áður sagði ekki með neitt úti. Slys urðu ekki á mönnum og skipin aldri í neinni hættu. Þó kom gat á stefni beggja skipanna og varð að dæla 250 tonnum af loðnu úr forlest Jóns Kjartanssonar til að stöðva leka inn í skipið. Sjópróf vegna málsins munu fara fram í dag. -ág Hafnarfjörður: 18 bílar skemmast Óvenjumargir árekstrar urðu í Hafnarfirði í gær. Frá klukkan 7:00 um morguninn og fratn til 17:00 voru árekstrarnir orðnir 8 og átján bílar höfðu skemmst. í öllum tilfellum urðu skemmdir ekki miklar og engin slys á fólki. SSH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.