Tíminn - 18.01.1989, Qupperneq 4

Tíminn - 18.01.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn Miðvikudagur 18. janúar 1989 Bankastofnanir hlutfallslega álíka margar hér og í Danmörku og Finnlandi en: Bankastarfsmenn lang flestir hér á landi Bankastarfsmenn á íslandi eru frá 50% og allt upp í 140% fleiri á íslandi heldur en á hinum Norðurlöndunum að teknu tilliti til íbúafjölda í hverju landi. Bankastarfs- menn eru 15 af hverjum 1.000 íbúum hér á landi, en frá 6,2 til 10 á hverja þúsund í hinum löndunum. Þessi munur virðist ekki endilega vera vegna þess hve bankar og sparisjóðir eru margir á íslandi, heldur miklu fremur vegna þess að starfsmenn eru hér miklu fleiri í hverjum banka, eða að meðaltali 21 á hverjum afgreiðslustað miðað við tæplega 12 til 18 á hinum Norðurlöndunum. Fjölda bankastarfsmanna og af- greiðslustaða innlánsstofnana í hverju Norðurlandanna er að finna í fréttabréfi norræna bankamanna- sambandsins. Þar má m.a. sjá að félagsbundnum bankastarfsmönn- um fjölgaði um 38% hér á landi s.l. fimm ár en frá 15-22% í hinum aðildarlöndunum. Fjöldi bankastarfsmanna til þjónustu fyrir hverja 10.000 íbúa og heildarfjöldi þeirra var sem hér segir árið 1988: Land Á 10.000 íbúa Fjöldi ísland 150 3.770 Danmörk 100 51.670 Finnland 85 41.960 Noregur 75 32.700 Svíþjóð 62 52.000 Fjöldi landsmanna að baki hvcrs afgreiðslustaðar banka eða spari- sjóðs og síðan meðalfjöldi starfs- manna í hverri afgreiðslu er scm hér segir í þessum löndum: íbúar/ Starfsm./ Land afgr. afgr. ísland 1.380 21,0 Danmörk 1.440 14,5 Finnland 1.390 11,8 Noregur 2.390 17,7 Svíþjóð 2.430 15,0 Afgreiðslustaðir eru sem sjá má hlutfallslega nánast jafn margir í Danmörku og Finnlandi eins og hér á landi. Hver þeirra virðist hins vegar jafnaðarlega komast af með þriðjungi til allt að helmingi færri starfsmenn. Hver afgreiðsla hér á landi hefur meira að segja mun fleiri starfsmenn heldur en í Noregi og Svíþjóð þar sem bankar eru hlutfallslega um 40% færri en hér. Til dæmis rekur Landsbankinn 42 afgreiðslur með um 1.050 stöðu- gildum, eða 25 starfsmenn að með- altali á afgreiðslu, eins og fram kom þegar kynntar voru fyrirætlan- ir bankans um úttekt á rekstri hans í síðustu viku. Heildarfjöldi banka og spari- sjóða annars vegar og síðan fjöldi afgreiðslustaða er sem hér segir í hverju Norðurlandanna: Land Bankar Afgreiðsl. ísland 44 179 Danmörk 250 3.570 Finnland 610 3.560 Noregur 184 1.830 Svíþjóð 529 3.470 Bankastofnunum hefur stöðugt farið fækkandi á öllum Norður- löndunum frá árinu 1975 - úr um 2.200 niður í um 1.600. Fjöldi afgreiðslustaða hefur á hinn bóginn nánast staðið í stað eða jafnvel fækkað (úr 13.000 niður í 12.600), nema á Islandi þarsem afgreiðslum banka og sparisjóða hefur fjölgað úr 1301 179áþessutímabili. -HEI Stjórn SVR leggur tiI að keyptir verði Volvo-vagnar á næstu fjögurra ára áaetlun: ALLIR STRÆTISVAGNAR SÆNSKIR EFTIR 4 ÁR Stjórn SVR hefur ákveöið að mæla með því að keyptir verði tuttugu nýir strætis- vagnar af gerðinni Volvo B10M og B10R á næstu fjór- um árum og fer málið næstu daga fyrir borgarráð til endanlegrar afgreiðslu, eftir því sem heimildir Tímans innan SVR herma. Um er að ræða hefðbundna endurnýj- un á flotanum sem telur tæp- lega 80 vagna. Alls sendu 13 aðilar inn 50 tilboð af ólíkum gerðum strætisvagna, en tvö af tilboðum Brimborgar hf. voru lægst. Með þessari ákvörðun er Ijóst að eftir fjögur ár verða ekki aðrar vagntegundir í umferð á sérleiðum SVR, en Volvo og Scania, sem báðar eru framleiddar í Svíþjóð, því þeir vagnar sem eftir eru af Benz- gerð verða teknir úr umferð á þess- um tíma vegna aldurs. Með ákvörð- un sinni hefur stjórn SVR því ákveð- ið fyrir sitt leyti að einfalda vara- hlutabirgðir sínar og miða eingöngu við áðurnefndar tvær tegundir. Það getur því orðið erfitt fyrir umboðs- aðila annarra vagntegunda að kom- ast inn á þennan markað eftir að þessu samningstímabili lýkur. Samkvæmt vinnuteikningum sem verða tvöfaldar og þar verður einnig gert ráð fyrir mestum fjölda stand- andi farþega eins og er í eldri Volvo-vögnum. Öll sæti snúa fram og er ekki gert ráð fyrir hliðarbekkj- um. Lægsta tilboðinu var tekið og var það annað tveggja tilboða frá Brim- borg hf. Nam það 6,9 milljónum króna á hvern vagn, án viðbótarbún- aðar. Hæsta tilboðið var eitt af ellefu tilboðum frá Ræsi hf. en þeir eru umboðsmenn fyrir Benz. Sú gerðin sem þar um ræðir átti að kosta 11,6 milljónir króna. Eitt tilboðanna skar sig úr og var það frá Jugoexport-verksmiðjunum í Belgrad í Júgóslavíu. Það nam 6,7 milljónum króna miðað við afhend- ingu í Júgósalvíu og getur því ekki talist lægsta boð. Þessu tilboði var vísað frá af hálfu stjórnar SVR vegna ónógra upplýsinga og ófull- kominna tilboðsgagna. Að þessu tilboði slepptu voru aðeins fimrn tilboð undir níu milljónum króna og þar af þrjú frá Brimborg hf. Hin tvö eru frá Isarn hf. sem hefur urnboð fyrir Scania á íslandi. Þau umboð sem áttu tilboð á bilinu níu til tíu milljónir króna voru Brimborg hf., ísarn hf., Ræsir hf., Kraftur hf., sem hefur umboð fyrir MAN, og Bíla- borg hf., sem hefur umboð fyrir DAF. Aðrar gerðir sem komu við sögu í útboðinu voru Renault, Káss- bohrer, Leyland og Iveco. KB Tíminn hefur séð, er ekki annað að sjá en litlar breytingar verði á útliti vagnanna, ef ákvörðun stjórnar SVR verður staðfest í borgarráði. Það sem þó breytist er að útgöngu- dyr verða bæði í miðju og aftast líkt og fyrst sást hér á landi í Scania- vögnunum. Dyrnar í miðju verða þó aðeins einfaldar, en dyrnar aftast Stjóm SVR hyggst mæla með því að keyptir verði Volvo vagnar. Tímamynd Ámi Bjama

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.