Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. janúar 1989 Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson segir það útilokað að hætta verðstöðvun þann 27. febrúar, m.a. vegna krafna fyrirtækja um gjaldskrárhækkanir: Verðstöðvun áfram í einhverri mynd! Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði á al- mennum stjórnmálafundi í Hvoli á Hvolsvelli um síðustu helgi að útilokað væri að hætta verðstöðvun þann 27. febrúar næst komandi. Hún yrði að vera áfram í einhverri mynd. Forsætisráðherra benti á í þessu sambandi að kröfur væru uppi um miklar gjaldskrárhækkanir fyrirtækja þegar verðstöðvun lyki og nefndi sem dæmi að Landsvirkjun hefði sótt um 30% hækkun. „Slíkt kemur auðvitaö ekki til greina“, sagði Steingrímur. Hann bætti því við að Landsvirkjun yrði að endurskoða kröfugerð sína með hiiðsjón af því ástandi sem ríkti í þjóðfélaginu og lcngja til dæmis þann tíma er áætlaður væri til að greiða upp skuldir fyrirtækisins. Ríkisstjómin kom saman til fundar fyrir hádegið í gær m.a. til að ræða væntanlegt framhald efna- hagsaðgerða. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra voru ekki á fundinum en þeir eru erlendis um þessar mundir. Á fundinum í gær var til að mynda rætt um ábyrgð ríkisins á skuldabréfum Átvinnutryg- gingarsjóðs. Til að taka af öll tvímæli um ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum Atvinnutryg- gingarsjóðs samþykkti ríkisstjórn- in á fundi sínum að loka málsliður 6. greinar bráðabirgðalaga um sjóðinn falli niður, en þar segir orðrétt: „Ber sjóðurinn ábyrgð á greiðslu þeirra skuldabréfa með eignum sínum". í staðinn komi nýr málsliður svo hljóðandi: „Ríkis- sjóður ábyrgist skuldbindingar Atvinnutryggingarsjóðs og greiðir þær, ef eignir og tekjur hans hrökkva ekki til". Með þessari breytingu eru tckin af öll tvímæli um það að ríkissjóður muni taka á sig ábyrgð á skuldbind- ingum sjóðsins. Er breytingin í samræmi við hliðstæð ákvæði ann- arra laga um sjóði og stofnanir ríkisins, svo sem laga um Stofn- lánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, svo og laga um Fiskveiöa- sjóð islands. Ríkisstjórnin kemur aftur saman til fundar á morgun og er búist við að þar verði jafnvel gengið frá uppkasti að endanlegum tillögum um frekari aðgerðir í efnahagsmál- um. Trúlegt er talið að þar verði lagt til að verðstöðvun í einhverri mynd verði framlengd. Jafnframt er búist við að í efnahagshugmynd- um ríkisstjórnarinnar muni felast atriði sem rniði að því að koma til móts við verkalýðshreyfinguna og kröfugerð hennar á næstu vikum og mánuðum. Eftir sem áður mun ríkisstjórnin ekki telja vera svig- rúm fyrir almennar launahækkanir en hún niun vera til viðræðu um leiðir til að lækka verð á matvöru, annað hvort með auknum niður- greiðslum eða jafnvel breyttu stigi söluskatts. - ág __Skilanefnd ávöxtunarsjóða Ávöxtunar sf. er svartsýn á lausn fyrr en seint á þessu ári: Eignir sjóðsmanna rýrnað um 75% vegna eignabrasks Aðilar sem eiga innistæður í Verðbréfasjóði Ávöxtunar sf. og Rekstrarsjóði Ávöxtunar sf. munu að öllum líkindum ekki fá nema 30-50% af nafnverði bréfanna úr frystingu seint á þessu ári. Tapið er slíkt að sá sem lagði t.d. tíu þúsund krónur inn til ávöxtunar á miðju sumri í fyrra, fær ekki nema um þrjú til fimm þúsund krónur útborgaðar eftir nokkra mánuði og líkast til ekki fyrr en seint á þessu ári. Tap á tíu þúsund króna „inn- eign“ er í minnsta lagi um níu þúsund krónur miðað við nafnvexti á bankareikningi á svipuðum tíma. í heildartölum hefur skilanefnd ávöxt- unarsjóðanna nú sagt að ekki séu til nema öðru hvoru megin við hundrað milljónir króna, en framreiknaðar kröfur eru ekki undir 450 milljónum króna þessadagana. Miðaðvið 1.100 kröfuaðila, með að jafnaði um 400 þúsund króna inneign, má búast við að sami meðaleigandi fái aðeins um 90 þúsund krónur seint á þessu ári, eða á bilinu 20-30% af gengisreikn- uðu verði. Töpuðu gífurlega á gjaldþroti Avöxtunar sf. Á fundi sem skilanefndin hélt í gær kom fram að alls hafa um 1.100 einstaklingar og fyrirtæki lýst kröf- um á hendur sjóðunum. Sjóðirnir eru ekki gjaldþrota, en á sama tíma er verið að vinna í gjaldþrotamáli Ávöxtunar sf., sem var nokkurs konar verktaki er tók að sér að ávaxta fé verðbréfasjóðsins og rekstrarsjóðsins. Skilanefnd sjóð- anna sem nú starfar eins og stjórn þeirra, hefur lýst 70 milljóna króna kröfu í þrotabú Ávöxtunar sf. og auk þess opinni kröfu er nemur 100 milljónum króna. Ekkert er vitað hversu mikið fæst upp í þessar kröfur. Það sem mestri óvissu veldur er sú staðreynd að Ávöxtun sf. starfaði sem verktaki fyrir sjóðina og átti fjárstreymi sér stað milli sjóðanna og verktakans, sem ekki er hægt að fylgja eftir að fullu. Gestur Jónsson, hrl., sem situr m.a. í skila- nefnd, staðfesti í gær að oft vantaði kröfuréttarlegt skjal á móti úttekt verktakans úr sjóðunum. Því verður tapið af viðskiptum sjóðsstjórnar- manna við sjálfa sig í stjórn Ávöxt- unar sf. óljóst þangað til endanlegt uppgjör liggur fyrir frá hendi skipta- ráðanda Ávöxtunar sf. Slóð Péturs og Ármanns Skilanefndin hefur einnig lýst kröfum á hendur þrotabúi Hjartar Nielsen hf., er nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Eftir er að lýsa kröfum í þrotabú Hughönnunar hf. og Kjötmiðstöðvarinnar hf. og á hendur fleiri aðila og eru það kröfur er mælast í tugum milljóna króna. Áðurnefnd þrjú hlutafélög voru öll í eigu Péturs Björnssonar og Ár- manns Reynissonar, sem einnig áttu Ávöxtun sf. Áþreifanlegustu eignir sjóðs- bréfaeigenda eru aðeins um 20 millj- ónir í óseldum fasteignum, en þar er um að ræða íbúðir og húsnæði sem verið er að breyta í íbúðir víðs vegar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Annars vegar er um að ræða einfaldar fjár- kröfur á viðskiptareikningum fjölda aðila. Hefur skilanefndin þurft að grípa til þess að greiða afborganir af húseignum þessum til að sjóðsfélag- ar gætu þó haldið í einhverjar eignir. E.t.v. 90 þús. af 400 þús. kr. „inneign“ Nær allir sjóðsbréfaeigendur lýstu kröfum í sjóðina til skilanefndar, eða 99% eigenda. Þetta eru um ellefu hundruð aðilar. Samtals áttu þeir um 250 milljónir inni í sjóðun- um til samans talið í nafnvirði. Þessi „inneign" er talin nema um 450 milljónum miðað við gengi þessar vikurnar. Ef við reiknum út frá gengisupphæðinni (450 milljónum) er meðal inneign sjóðsbréfaeigenda um 400 þúsund krónur. Hver þeirra getur hins vegar ekki átt von á að fá útborgaðar nema um 90 þúsund krónur miðað við sama meðaltal. Þessi tala getur þó lækkað áfram því ekki er útlit fyrir að skilanefndin geti borgað út í nafni sjóðanna fyrr en í fyrsta lagi eftir allmarga mánuði og jafnvel ekki fyrr en seint á þessu ári. Þó er ekki hægt að slá því föstu að það verði fyrr en á næsta ári. 70% rýmun Við skulum taka dæmi af manni sem átti tuttugu þúsund krónur í ágúst síðastliðnum og lagði tíu þús- und krónur inn til ávöxtunar í Verðbréfasjóði Ávöxtunar sf. skömmu áður en frostið skall á og sjóðunum var lokað. Hann leggur á sama tíma tíu þúsund krónur í ávöxtun á eðlilegum kjörum í banka. Ef hann er heppinn fær hann hátt í þrjú þúsund krónur útborgaðar úr sjóðnum. Miðað við hátt í 20% ársávöxtun í heilt ár, frá ágúst í fyrra til sama tíma í ár, fær hann tæpar tólf þúsund krónur út úr bankanum, en hefði reyndar getað tekið hluta þess út hvenær sem er á þessum tíma. Hann tapar því um níu þúsund krónum á því að hafa ekki lagt allar tuttugu þúsundirnar inn á banka- ávöxtun. í staðinn fyrir að eiga 24 þúsund krónur í hendinni á hann aðeins 12 þúsund öruggar krónur, en getur átt von um að fá kannski þrjú þúsund krónur frá skilanefnd- inni, eða samtals 15 þúsund krónur af þessum tuttugu þúsundum sem hann átti í ágúst síðastliðnum. Tíu þúsund krónur hafa einfaldlega rýrn- að um 70% í beinum útreikningi, en eftir er að taka tillit til verðbólgunn- ar (ca 15% á þessum tíma) og óhagræðis af frystingunni, auk þess sem ekki er víst að féið fáist leyst út fyrr en mörgum mánuðum síðar. KB Örlög Arnarflugs ráöin innan skamms: Enn er leitað lausna „Það verður reynt að leiða Arn- arflugsmálið til lykta innan mjög skamms tíma,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra f gær. Vandræði Amarflugs voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær og sagði Stcingrímur að í raun væru þrfr möguleikar eftir í stöð- unni nú. í fyrsta lagi að útvega nægilega mikið fé til að koma fjárhag féiagsins uppfyrir núilið. Steingrímur sagði að lítið bólaði á slíkri lausn. I öðru lagi væri að koma á samrekstri Flugleiða og Arnarflugs eða sameiningu félaganna en ef það ekki tækist heldur væri þriðji möguleikinn eftir; gjaldþrot Am- arflugs. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki segja hvenær úrslit fengjust í málinu en sagði að það yrði innan mjög skamms tíma „samkvæmt almennri málvenju,“ eins og hann orðaði það. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.