Tíminn - 18.01.1989, Page 7

Tíminn - 18.01.1989, Page 7
Miðvikudágur 18. janúar 1989 Tíminn 7 Vélsleðar og vetrar- vörur norð- anlands Mikil sýning á vélsieðum, fjórhjólum og búnaði til ferðalaga og útiveru var hald- in á Akureyri um helgina. Sýningin var haldin í tengslum við árshátíð Lands- sambands íslenskra vélsleða- manna . Bæði árshátíðin og sýningin voru afar vel sótt að sögn Vilhelms Ágústssonar sem var formaður sýningar- nefndarinnar. Á árshátíðinni voru rúmlega 200 manns í mat og á sýninguna komu á laugardag og sunnudag nærri sextán hundruð manns. Margt áhugaverðra tækja og tóla gaf að líta á sýningunni sem haldin var í fþróttahöllinni á Akureyri. Er hjólum að fjölga undir fjórhjólunum? Þetta er sexhjóla farartæki með drifí á öllum afturhjólunum og góðum kassa aftan á. „Þetta væri nú gott verkfæri til að fara með girðingum," varð bónda einum að orði þegar hann leit gripinn augum. Hér sést yfir hluta sýningarsvæðisins í íþróttahöllinni á Akureyri og fremst á myndinni er nýr sleði frá Yamaha, mikið tryllitæki með vél yfir hundrað hestöfl sem skilað getur tækinu á tæplega 200 km hraða. Einar Frederiksen flugstjóri, látinn I gær lést á Landspítalanum Einar Frederiksen, flugstjóri. Ein- ar vann að flugmálum nær alla sína starfsævi og flaug vélum bæði hér heima og erlendis. Þekktastur mun Einar þó fyrir störf sín við flug- kennslu, enda var hann af öllum sem til þekktu talinn afburða flug- kennari. Hann var mjög vinsæll af þeim sem hjá honum lærðu og bjó yfir hafsjó af fróðleik um allt það sem viðkom flugi. Hann hafði ákveðnar skoðanir á flestu viðkom- andi flugmálum og næmt auga fyrir því sem broslegt var. Flestir flug- áhugamenn landsins voru kunn- ingjar Einars og heil kynslóð flugmanna naut í einn tíma eða annan leiðsagnar hans. Lífshlaupi Einars verða síðar gerð betri skil í blaðinu. Leiðrétting Prentvilla varð í grein Sverris Hermannssonar, bankastjóra, í blaðinu í gær. Þar átti að standa; „Nú er blaðinu alveg snúið við og hafðar uppi rakalausar fullyrðingar um að afleiðingar aukningar verð- bólgu þurfi ekki að vera vaxtahækk- anir.“ Hafirðu smakkað vín - láttu þér þá ALDREI dettaíhug aðkeyra! tíXFERWB Fyrsfi vélsleði sem til íslands kom. Sleðinn er bandarískur og var fluttur notaður til landsins árið 1946. Hann var búinn vél sem var á framverðum sleðanum. Sleðinn er í eigu Vélsleðakeppninnar Mývatni. Þar var sýndur, auk hins nýjasta í vélsleðum og búnaði, fyrsti vélsleð- inn sem kom til íslands, en það er bandarískur sleði og var hann flutt- ur notaður til landsins árið 1946. Gamli sleðinn er varðveittur á safni vélsleðamanna í Mývatns- sveit en á sýningunni var hann vélarlaus, þar sem verið er að gera upp mótorinn í honum. Auk gamla sleðans voru sýndir nýir sleðar af mörgum tegundum, stærðum og gerðum, fjórhjól og sexhjól, sleðar, vagnar, klæðnaður og tilbúinn niðursoðinn matur í dósum sem eru þeirrar náttúru að þegar þær eru opnaðar, hitnar maturinn sem í þeim er og frost- kaldir vélsleðamenn og fjallafarar fá þannig heitan mat án þess að kveikja eld. -sá Þau mótmæla Málm- og skipasmiðasambandið Fundur miðstjórnar Málm- og skipasmiðasambands íslands mót- mælir harðlega þeirri kjaraskerð- ingu, sem lögð er á launþega í formi hækkunar vöruverðs og skatta. Á sama tíma og verðhækk- anir koma til framkvæmda eru í gildi lög sem afnema umsamdar launahækkanir í kjarasamningum og banna kauphækkanir. Verðhækkanir rýra ekki aðeins kaupmátt gagnvart nauðsynja- vöru, þær leiða cinnig til verulegrar hækkunar á skuldum þeirra laun- þega sem reyna að eignast hús- næði. Þessi kjaraskerðing er fram- kvæmd á sama tíma og verulegur samdráttur er í tekjum vegna minnkandi vinnu. Fundurinn ítrek- ar að kaup launþega er ekki orsök efnahagsvandans. Offjárfesting, skipulagsleysi og of lítil framleiðni ásamt rangri stefnu ríkisvaldsins undanfarin ár í efnahags- og at- vinnumálum eru ástæður fyrir erf- iðri stöðu sumra fyrirtækja. Hið íslenska kennarafélag Á fulltrúaráðsfundi Hins ís- lenska kennarafélags liinn 13. janúar s.l. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar kveður gamla árið og heilsar nýju með tekjuskatts- hækkunum, gengisfellingu og verðhækkunum. Fulltrúaráð Hins íslenska kennarafélags mótmælir harðlega þessum nýju álögum á launafólk sem mánuð- um saman hefur orðið að búa við þau ólög að vera svipt verkfalls- og samningsrétti og hefur þar á ofan mátt sæta frystingu launa. Kjarasamningar Hins íslenska kennarafélags hafa verið lausir í rúmt ár og allan þann tíma hafa kennarar mátt þola hraðminnk- andi kaupmátt launa. Rýr kaup- máttur og svikin loforð hafa reynt svo á þolrif kennarastéttar- innar að ekki verður lengur við unao. Félag íslenskra símamanna Fundur haldinn í félagsráði Fé- lags ísienskra símamanna 12. janúar 1989 mótmælir harðlega síendurteknum árásum ráðamanna Flugleiða á hendur íslenskum launamönnum - nú síðast með málssókn á hendur Verslunar- mannafélagi Suðurnesja. Fundurinn hvetur félagsmenn í Félagi íslenskra símamanna og annað launafólk til að hafa þetta í huga og eiga ekki viðskipti við flugfélag er fjandskapast við launa- fólk og samtök þess. Starfsmannafélagið SÓKN Fundur stjórnar og trúnaðarráðs Starfsmannafélagsins Sóknar hald- inn 9. janúar 1989 mótmælir harð- lega síendurteknum verðstöðvun- arbrotum ríkisvaldsins síðustu vik- ur og lýsir undrun sinni á auknum skattaálögum á almenning í land- inu í formi hækkana á tekju- og fasteignasköttum, vörugjaldi, elds- neyti og orkukostnaði og öðrum nauðþurftum sem almenningur getur ekki án verið, á sama tíma og hinn almenni launamaður býr við frystingu launakjara. Láglaunafólk í landinu getur ekki endalaust borið slíkar hækkanir bótalaust. Fundurinn harmar því að ekki liafi verið gengið lengra í hækkun skatt- leysismarka og tekið upp nýtt skattþrep vegna hárra tekna. Við leyfum okkur að benda ríkisstjórn „félagshyggju og jafnaöar" á að við þekkjum ótal dæmi þess frá félagsmönnum okkar að launatekj- ur þeirra nægi þeim ekki til fram- dráttar. Dæmi þar sem húsaleigan ein og sér er 40 þúsund krónur á mánuði og er þá eftir að fæða og klæða fjölskylduna. Dæmi sem aldrei ganga upp þó unnið sé myrkranna á milli. Það er því skýlaus krafa almennra launa- manna í landinu að stjórnendur landsins, sem hæla sér af „velferð- arríkinu" íslandi út og austur, fari að skipta ágætum þjóðartekjum landsmanna réttlátlegar niður á þegnana. Fréttatilkynningar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.