Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 18. janúar 1989 Tíminn 13 ÚTLÖND Thorvald Stoltenberg utanríkisráöherra Noregs: Hernaðarbandalögin í Evrópu leggjast niður Thorvald Stoltenberg utanríkis- ráðherra Noregs telur að hernaðar- bandalögin tvö, NATO og Varsjár- bandalagið, verði lögð niður í núver- andi mynd í náinni framtíð. Þetta kom fram í viðtali sem birtist í norska dagblaðinu „Dagbladet". Stoltenberg sagðist ekki geta sagt til um hvenær nákvamilega hernað- arbandalögin yrðu lögð niður, en Thorvald Stoltenberg utanríkisráð- hcrra Noregs. sagði að stjórnmálamenn í Austur- Evrópu og á Vesturlöndum ynnu nú að þessum málum. - Við lifum nú á tímum þar sem breytingar eru svo skjótar að við verðum að gera ráð fyrir að hernað- arbandalög eins og NATO og Var- sjárbandalagið verði lögð niður í núverandi mynd, sagði Stoltenberg. Stoltenberger nú ásamt Jóni Bald- vini og öðrum utanríkisráðherrum í Evrópu staddur í Vín þar sem þeir munu undirrita lokasamning „Ráð- stefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu" sem kveður á um aukin mannréttindi í ríkjum álfunnar. Farteski frambjóðenda til þingkosninga á Sri Lanka: Frír sími og skammbyssur Frír sími og tvær skammbyssur. Þetta er framlag ríkisins á Sri Lanka til frambjóðenda sem hyggjast bjóða sig fram til þings í þingkosningum sem fram fara í landinu 15. febrúar. Ástæða þess að hinir 1393 fram- bjóðendur sem berjast um 225 þing- sæti fá tvær skammbyssur frá ríkis- stjórninni er það viðkvæma ástand sem ríkt hefur á Sri Lanka vegna uppreisnar Tamíla á norður og norð- vestur hluta eyjarinnar undanfarin fimm ár og átján mánaða óróa Shingalesa í suðri. Allir stjórnmálaflokkar Tamíla að Tígurskæruliðum undanskildum hafa fordæmt og svarið af sér allt ofbeldi fyrir kosningarnar. Fram- bjóðendur Tígra voru afvopnaðir af sveitum ríkisstjórnarinnar á síðasta ári eftir áralanga vopnaða baráttu, en fá nú tvær skammbyssur frá ríkisstjórninni til að verjast árásum öfgafullra Tamíla. Tígrarnir hafa hvatt alla Tamíla til að sniðganga þingkosningarnar og fréttir berast af að skæruliðar marx- ista meðal Shingalesa í suðri ætli einnig að hafa ofbeldi í frammi til að hindra kosningar. Ranasinghe Premadasa sem ný- lega var kjörinn forseti eftir tíu ára setu í stól forsætisráðherra Sri Lanka hefur fullyrt að allir frambjóðendur fái trygga lögregluvernd fram að kosningum. Hins vegar hafa fjórir frambjóðendur þegar verið drepnir, aðeins hálfum mánuði eftir að fram- boðsfrestur rann út. Pá hafa sjö stjórnmálamcnn, er hafa haft sig mjög í frammi, verið drepnir á sama tíma. Premadasa hefur skorað á kjós- endur að fylkja liði í kringum flokk sinn, Sameinaða þjóðarflokkinn, svo flokkurinn nái tveimur þriðju hlutum þingsæta. Þanniggeti Prema- dasa komið róttækum umbótum í framkvæmd, að hans sögn. Meginandstæðingur Premadasaer Sirima Bandaranaike. Hún telur að núverandi stjórnarfyrirkomulag þar sem forsetinn hefur mikil völd sé ekki hið rétta, heldur beri að taka upp fyrirkomulag er var við lýði árin 1960 til ’65 og 1970 til '11 þegar hún var forsætisráðherra. Þá hafði for- sætisráðherra mun meiri völd. REAGAN KVEÐUR Bush tekur við Þann 20. janúar n.k. kveður for- seti Bandaríkjanna, Ronald Rea- gan, Hvíta húsið og heldur til bú- garðs síns t' Kaliforníu. Þar með er lokið tímabili íhaldssamasta forseta Bandaríkjanna frá tíma Herberts Hoovers. Hann hefur á átta árum sem forseti stóraukið hernaðarupp- byggingu landsins, eflt þjóðernis- kennd og komið efnahagslífinu af stað aftur eftir stöðnun Carter-tíma- bilsins. Á hinn bóginn hafa fylgt ýmsar aukaverkanir sem ekki þykja æski- legar í löndum sem kenna vilja sig við velferðarríki. Það er samdóma álit flestra að fátækt hafi aukist og bilið milli ríkra og snauðra hafi breikkað. í landinu séu nú ekki lengur þrjár stéttir heldur tvær, það er efnamenn og fátækir. Þeim hafi í raun stórfjölgað sem lífa verði af súpuskömmtum frá hinu opinbera eða góðgerðarfélögum. Þrátt fyrir vaxandi áhyggjur manna af þessari þróun hefur Rea- gan ekki verið tilbúinn til að taka á þessu vandamáli þar sem hann hefur ekki verið tilbúinn til að fórna grund- vallaratriði í hugmyndafræði sinni. í nýjasta hefti hins virta tímarits Newsweek var farið yfir feril forset- ans og honum gefin einkunn. Tíma- ritið komst að þeirri niðurstöðu að Reagan teldist framarlega í öðrum flokki forseta landsins. í fyrsta flokk skipaði það forsetum eins og Lincoln og Rooseveit. Forsetum sem siglt hefðu þjóðarskútunni út úr erfið- leikatímum. Donald Regan, fyrrum starfsmannastjóri hans, gaf honum einkunnina b plús eða jafnvel a mínus. Bush tekur við. Hvað breytist? Það má greinilega sjá hér í Banda- Bréf frá rj Banda- ríkjunum Kristinn Sv. Helqason ríkjunum að nýr forseti er að taka við. Daglega birtast myndir af Bush við hin ýmsu tilefni. Hann skipar nýja menn í lykilembætti daglega og stendur þess á milli í öldurótinu við fiskveiðar eða sést skjótandi fugla úti í náttúrunni. Fólk á greinilega að fá það á tilfinninguna að hér sé að koma til valda kraftmikill leiðtogi. Mikið hefur verið rætt um hugsan- legar breytingar sem hann kunni að gera á stefnu Bandaríkjanna. Hann hefur sjálfur verið afar varkár í yfirlýsingum sínum og stafar það sjálfsagt af því að hann vilji ekki valda Reagan erfiðleikum á síðustu dögum hans sem forseta. Þó er ljóst að hann mun gera breytingar á stefnu Bandaríkjanna í nokkrum veigamiklum málum. Hann þykir líklegur til að auka framlög til menntamála, umhverfismála og til þeirra sem teljast húsnæðislausir. Einnig er talið víst að hann muni hverfa frá þeirri raunaukningu til varnarmála sem nýjasta fjárlaga- frumvarp Reagans gerir ráð fyrir. Hann muni því stíga skref til móts við Sovétmenn til minnkunar hern- aðaruppbyggingar. Það er einnig talið eina leiðin til að auka ofan- greind framlög án þess að auka fjárlagahallann enn frekar án skatta- hækkana. Skattahækkun virðist vera bannorð sem ekki megi heyrast frá forseta repúblikana. Íran/Contra yfirheyrslur Um næstu mánaðamót hefjast ef að líkum lætur ein sögulegustu réttarhöld í sögu Bandaríkjanna. Þá hefjast yfirheyrslur yfir hinum fræga Oliver North ofursta. Hann hefur óskað eftir því að bæði Reagan forseti og Bush komi í vitnastúkuna til að gefa upp hvað þeir viti um málið. Slíkt á sér engin fordæmi í sögunni. Verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þessu máli reiðir af og hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir þá báða. Fréttir um ísland hér í Bandaríkjunum Það fer ekki á milli mála að áhugi á íslandi er mikill hér í landi. f hvert skipti sem greinarhöfundur minnist á uppruna sinn hellist yfir hann hrina spurninga um land og þjóð. Leið- togafundurinn, mikil landkynning flugfélaga og ferðamálaráðs og auk- in virkni íslands á alþjóðavettvangi hafa án efa átt hér stóran hlut að máli. Sem dæmi um það rakst grein- arhöfunduf nú nýlega á tveggja síðna grein um land og þjóð í víðlesnu dagblaði hér í Virginíu. Ekki hafa fjölmiðlar heldur gleymt að geta sigurs Lindu Pétursdóttur eða uppruna hennar. Einnig virðast Sykurmolarnir fá vaxandi umfjöllun. Það sem hvalamálið hefur mikið verið til umfjöllunar heima þá hef ég reynt að grennslast fyrir um skoðanir háskólastúdenta hér í Virginíu á málinu. Mér virðist sem Greenpeace samtökin hafi lítinn stuðning, flestir fordæma vinnubrögð þeirra og virð- ast hafa skilning á því að eðlilegar vísindahvalveiðar séu nauðsynlegar til að rannsaka stofninn. Félagsmálastyrkir Evrópuáðsins Evrópuráðið veitir starfsmönnum stofnana og samtaka sem veita félagslega þjónustu styrki til kynnisdvalar í aðildarríkjum ráðsins á árinu 1990. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félags- málaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Umsóknarfrestur er til 16. febrúar n.k. Félagsmálaráðuneytið, 16. janúar 1989. t Eiginmaður minn Þorlákur Guðmundsson frá Hveragerði, er látinn. Líney Kristinsdóttir. t Þökkum innilega samúðarkveðjur, stuðning og sérstaka hjálp Lion- essuklúbbs Akraness vegna andláts og útfarar eiginmanns míns og sonar Vilhjálms M. Guðjónssonar Vogabraut 42. Fyrir hönd fjölskyldu, Halldóra Lárusdóttir Una Jóhannesdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Guðmundar Halldórssonar Hólavegi 10, Sauðárkróki Klara Lárusdóttir Jóhann Guðmundsson Anna Pálsdóttir Guðmundur Sigurður Jóhannsson Gróa Jóhannsdóttir Arnaldur Sigurðsson Guðný Jóhannsdóttir Einar Aðalsteinsson Fríöa Jóhannsdóttir og langafabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi Gísli Jónsson bóndi, Víðivöllum verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 21. janúar kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Unnur E. Gröndal Benedikt Björnsson Guðbjörg Björnsdóttir Bjarman TeiturGunnarsson Halldóra Gísladóttir Sigurður Kristjánsson Gísli Sigurður Gíslason Karólína Gunnarsdóttir Hólmfríður Amalía Gísladóttir Matthías A. Þorleifsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Jörundar Þórðarsonar frá Ingjaldshóli. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarkvenna og annars starfsfólks Hátúní 10B. Ester Jörundsdóttir Guðmundur Jörundsson Óli Jörundsson Helga Jörundsdóttir Arndís Jörundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Guðný Magnúsdóttir Jón Haraldsson Margrét Þorláksdóttir Agnes Eiríksdóttir Ólafur Olgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.