Tíminn - 03.02.1989, Blaðsíða 8
1 I 1 V
I > í ^
8 Tíminn
Föstudagur 3. febrúar 1989
Tíniinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
Steingrímur G islason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, taeknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Póstfax: 68-76-91
Átök í borgarstjórn
Nú stendur yfir annatími hjá borgarstjórn
Reykjavíkur. Fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir árið
1989 er til lokaafgreiðslu um þessar mundir ásamt
fjárhagsáætlun fyrirtækja borgarinnar, veitustofn-
ana o.s.frv. samtals að fjárhæð nærri 20 milljarðar
króna.
Til samanburðar má geta þess að niðurstöðutala
fjárlaga 1989 er 77 milljarðar.
Hér er því verið að fjalla um gífurlega háar tölur
og stóran hluta af þjóðarauðnum. Að sjálfsögðu er
starfsemi borgarinnar ekki að öllu leyti sambærileg
við rekstur ríkissjóðs, þar ber ýmislegt á milli, en
vandi fjármálastjórnar Reykjavíkurborgar er í
rauninni engu minni en ríkisfjármálanna.
Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn hafa samein-
ast um tillögur um afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.
Slík samvinna er mjög til fyrirmyndar og á hvergi
betur við en í Reykjavík, þar sem við er að kljást
það fræga Reykjavíkuríhald, sem nánast hefur
ráðið borginni í marga mannsaldra. í lýðræðissam-
félagi er slíkt ofurvald eins flokks síst til fagnaðar.
Frá almennu lýðræðislegu sjónarmiði er sú hætta
fyrir hendi að einflokksstjórn áratugum saman fylgi
málefnastöðnun og spilling.
Við samanburð á stefnu íhaldsmeirihlutans og
minnihlutaflokkanna kemur fram mikill munur á
viðhorfum til viðfangsefna á vegum borgarinnar. Sá
munur kemur skýrast fram í því að minnihlutaflokk-
arnir leggja áherslu á félagsleg verkefni, uppeldis-
og skólamál, þar á meðal dagvistarstofnanir, en
íhaldsmeirihlutinn vill eyða í gælufjárfestingar og
lúxusframkvæmdir og hafa þar allt á fullu. Minni-
hlutinn leggur til að dregið verði úr þessum
offjárfestingum og a.m.k. 600 milljónir færðar frá
þeim yfir á félagslegu verkefnin.
Borgarbúar þurfa að fylgjast vel með átökunum
og stefnumuninum í borgarstjórninni milli íhalds-
meirihlutans og minnihlutaflokkanna, sem nú koma
fram sem samstæð heild.
Sorpstöð mótmælt
Ráðamenn Reykjavíkurborgar hafa sýnt af sér
framkomu í sorpeyðingarmálinu, sem lýsir sam-
blandi af ráðleysi og yfirgangi. Þau furðulegu
tíðindi hafa borist að íhaldsmeirihlutinn vilji ekkert
fremur en setja niður sorpeyðingarstöð í fjölmennu
íbúðarhverfi í borginni. Þessu mótmæla íbúar
Árbæjarhverfisins harðlega og færa skynsamleg rök
fyrir því að staðsetning sorpstöðvarinnar geti ekki
verri verið.
Innan borgarstjórnar og í nefndum hennar hafa
fulltrúar Framsóknarflokksins, Sigrún Magnúsdótt-
ir og Alfreð Þorsteinsson, staðið harðast gegn
þessum hugmyndum. Ábending Alfreðs Þorsteins-
sonar um að ólöglega hafi verið staðið að kynningu
á þessu máli gagnvart borgarbúum á við full rök að
styðjast. Þessu máli er ekki hægt að ljúka með neins
konar undandrætti, heldur verður að ræða það til
hlítar á grundvelli framkominna mótmæla.
Illllllllllllllllll GARRI IMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM
UNGLINGARNIR
Borgarmálefni Reykjavíkur eru
talsvcrt í umræðunni þessa dagana.
Stafar það meðal annars af rándýr-
um hugmyndum Daviðs borgar-
stjóra um að halda ófram með
ráðhúsið og byggja ofan í kaupið
skopparakringluna uppi á hita-
veitugeymunum, eins og frægt er
orðið.
Breiðholtið er stærsta íbúða-
hverfi landsins, og þar býr meðal
annars mikill fjöldi unglinga. Garri
á unga kunningjakonu sem býr þar
og er enn í grunnskóla. Hún er á
unglingsaldri, og hún kom að máli
við Garra á dögunum og sagði
honum frá vandræðaástandi ung-
linganna í Breiðholtinu.
Svo háttar til að þar eru fimm
grunnskólar, en aðeins er félags-
miðstöð fyrír unglingana við einn
þeirra, Fellaskóla. Hún sagði að
rcynslan sýndi að ekki sæktu aðrir
unglingar þessa félagsmiðstöð en
þeir sem væru ■ Fellaskóla, þó að
hún ætti að heita opin fyrir alla. Af
því leiddi að aðrir unglingar í
Breiðholti væru án athvarfs á
kvöldin.
Fleiri félagsmidstöðvar
Það sem stúlkan vildi láta borg-
arstjóra gera var að opna fleiri
félagsmiðstöðvar í Breiðholti. Hún
benti á það, alveg réttilega, að
þarna værí það fjölmcnn byggð að
full þörf væri orðin fyrir félagsmið-
stöð í Seljahverfi og fyrir aðra í
neðra Breiðholti. Helst vildi hún
þó láta opna félagsmiðstöðvar við
alla skólana fimm.
Hér er áhugavert mál á ferðinni.
Garri sá reyndar sér til ánægju í
Tímanum í gær að í tillögum minni-
hlutafulltrúanna við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar Reykjavíkur-
borgar er einmitt gert ráð fyrir
félagsmiðstöð í Seljahverfi. Að
vísu mun Davíð hafa það fyrir
nokkuð fasta reglu að láta fella
lllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT
allar tillögur minnihlutans, en aftur
á móti á hann það til að taka þær
upp aftur, svo sem ári seinna, og
flytja þær þá sem sínar eigin.
Kannski unglingarnir í Breiðholt-
inu megi því eiga von á félagsmið-
stöð svo sem eftir næsta ár.
Reynslan hefur nefnilega marg-
sýnt það að sjálfstæðismönnum í
borgarstjórn Reykjavíkur hættir
vægast sagt ákaflega mikið til þess
að hugsa meira um þá fullorðnu en
börnin og unglingana. Rándýrt og
flott vcitingahús uppi á hitaveitu-
geymunum er aðeins nýjasta dæm-
ið um þetta. Að ekki sé talað um
cf ætlunin er að byggja það fyrir
lánsfé eins og heyrst hefur.
Gagnslítið veitingahús
Hætt er við að slíkt veitingahús
komi unglingunum í Breiðholti að
litlum notum fyrir félagsstarfsemi
sína. Það má búast við að þeir
hrekist heldur áfram niður í gamla
miðbæinn á kvöldin undan þeim
vanda að eiga sér hvergi athvarf
heima í hverfinu sínu.
Það er hins vegar að því að gæta
að unglingarnir okkar eru síður en
svo nokkuð vandræðafólk. Þeir
eru upp til hópa mannvænlegir og
langflestir önnum kafnir við það
■frá morgni til kvölds að mennta sig
og búa sig undir virka þátttöku í
atvinnulífi þjóðarinnar.
En þegar kvöldar og erfiðu dags-
verki er lokið þá langar þá til að
lyfta sér örlítið upp. Hitta jafnaldra
sina, spjalla, kannski að fá sér
snúning eða eyða góðri kvöldstund
• við aðra heilbrigða dægrastyttingu.
Slíkt er heilbrigt.
Eitt af hlutverkum góðs borgar-
stjóra er að sjá til þess að ungling-
amir geti fengið útrás fyrir þessa
heilbrigðu löngun sína til þess að
skemmta sér. Til þess að gera það
þarf að byggja fyrir þá félagsmið-
stöðvar. Ekki eina eða tvær í allri
borginni, heldur eina í hverju borg-
arhverfi. Og helst eina í hverju
skólahverfi.
Ef borgin hefur ekki peninga til
að gera þetta þá á að fresta öðrum
gæluverkefnum sem minna liggur
á. Þá þarf borgarstjóri að hafa
hemil á löngun sinni til að sjá
rándýra skopparakringlu rísa sem
eins konar minnismerki um sjálfan
sig. Að ekki sé talað um fokdýrt
ráðhús í sama tilgangi. Þá þarf að
láta unga fólkið hafa forgang.
Að visu hafa unglingarnir ekki
kosningarétt. Ekki enn þá. En þeir
fá hann bráðum. Þessu þarf Davíð
borgarstjóri að gæta að. Það búa
nefnilega fleiri í Reykjavík en einir
saman fullorðnir greiðendur
útsvars og fasteignagjalda. Þar býr
líka stór hópur af böraum og
unglingum. Þennan hóp þarf að
hugsa um. Meðal annars að hann
hafi aðstöðu til þess að gcra eitt-
hvað við frístundir sínar. Annað
heldur en að leita út úr hreinum
Ieiðindum niður í miðbæ og leiðast
þar kannski út í óspektir. Hér þarf
að hugsa, Davíð. Garri.
Sjónvörpm okkar litu rétt sem
snöggvast upp úr afþreyingarhlut-
verki sínu í fyrrakvöld og véku
lftillega að heilsuvernd. í öðru var
tæpt á rannsóknum sem gerðar eru
á geðdeild Landspítalans á skamm-
degisþunglyndi á íslandi og er það
vonum seinna að þeim drunga
öllum sé gefinn gaumur.
Skammdegisþunglyndi er al-
gengur sjúkdómur hér á landi og
þjást miklu fleiri af honum en þeir
tiltölulega mörgu sem leita lækn-
inga eða vita yfirleitt að um sjúk-
dóm er að ræða en ekki leti eða
skapgerðarbrest, eins og algengast
mun að túlka einkennin.
Ástæða er til að taka tillit til
skammdegis og fylgifiska þess á
íslandi öðrum löndum fremur.
Stundum er sagt að við búum á
mörkum hins byggilega heims og
er þá einkum átt við gróðurfar, en
myrkrið og allur sá drungi sem því
fylgir er nokkuð sem varla er tekið
mark á.
En gerum við okkur yfirleitt
grein fyrir á hvaða breiddargráðu
Island er? Það er við Dumbshaf og
álíka norðarlega og Baffinsland og
Beringssund. Nær allt meginland
Kanada er sunnar en ísland.
Dimmur bjargræðistími
Hábjargræðistíminn var lengst-
um talið það tímabil sem sláttur og
hirðing heyja stóð yfir en í skamm-
deginu hafði náttúran öll hægt um
sig og þar með talið mannfólkið.
Hækkandi sól var fagnað með
jólum, heiðnum og kristnum, en
umsvif hófust ekki fyrr en með
vetrarvertíð í byrjun febrúar.
Nú á tímum skammdegisþung-
lyndis er hábjargræðistíminn í
svartasta skammdeginu og hafa
margar atvinnustéttir aldrei meira
að gera en þá.
Oþarfi mun að telja upp öll þau
yfirgripsmikiu umsvif sem fylgja
jólaundirbúningi. Allir þeir sem
vinna við verslun, matarvinnslu,
bókagerð, auglýsingar og fjölmiðl-
un, samgöngur og margs konar
önnur framleiðslu- og þjónustu-
störf hafa aldrei eins mikið að gera
og þegar sólargangur er
skemmstur, allra veðra er von og
færð oft þannig að engin vitglóra er
yfirleitt í öðru en að allir haldi sig
einfaldlega heima og láti sér líða
vel.
Æðibunugangurinn sem grípur
þjóðlífið þegar myrkrið sest að og
reynt er að gera fjárlögin brúkleg,
er í æpandi þversögn við hnatt-
stöðu landsins og andardrátt allrar
hinnar lifandi náttúru.
Ef rétt er að skammdegisþung-
lyndi sé algengara hér en annars
staðar á norðurslóðum gæti það
kannski stafað að einhverju leyti af
þeirri ónáttúru að svartasta
skammdegið er orðinn hábjarg-
ræðistími mikils hluta þjóðarinnar.
Upphaf og endir tímatals
Hátíð ljóss og friðar er mörgum
þung í skauti og krefst vinnuþrælk-
unar og eyðslu langt um efni fram
og satt best að segja er orðið
ómannúðlegt hvað fólk leggur á
sjálft sig og aðra í darrðardansi
skammdegisins þegar sólin rétt
slefar upp fyrir sjóndeildarhring-
inn.
Þarf engan að undra þótt þung-
lyndi sæki að í daglausri veröld
dimmustu mánaðanna. Þá er dýr-
um og plöntum eðlilegast að hafa
hægt um sig og láta sér líða bæri-
lega undir snjó eða í híði. En nú er
siðurinn að æsa allt upp á þessum
árstíma og bjóða allri náttúrunni
og þar með möndulsnúningi jarðar
og gangi himintungla birginn.
Kannski mesta furða að sturlunin
skuli ekki vera enn meiri en raun
ber vitni.
Svo haldið sé áfram með heilsu-
farsumfjöllun sjónvarpa, var sú
stöðin sem ekki upplýsti um
skammdegisþunglyndið með þátt
um slys og vondar afleiðingar
þeirra.
Þar var margur mætur maður og
kona leidd á skjá og vöruðu við
slysum. Meðal þeirra var piltur
sem nýlega hefur lokið ökuprófi og
var sá ómyrkur í máli um hve
hræmulega er staðið að öku-
kennslu og hve mikið vantaði á að
honum hafi verið kennt sómasam-
lega að aka bíl þótt hann sé
kominn með bílpróf upp á vasann.
En strákur hafði fleira fram að
færa. Hann kvartaði yfir að ung-
lingum og ungu fólki væri ekki sýnt
nægilegt traust. Og hann sannfærði
þá sem á horfðu að ungt fólk væri
ábyrgðarfullt og ætti fullan rétt að
til þess væri tekið tillit.
Hins vegar er fullorðna fólkið
ábyrgðarlaust og ruglað, sagði ungi
ökumaðurinn, og tók fram að sú
lýsing ætti við um 68 kynslóðina og
frábað sér fyrir hönd eigin kynslóð-
ar að vera ruglað saman við þá
miðaldra ruglukolla.
Mikið er á unga fólkið lagt að
þurfa að umbera ábyrgðarlausa
skallapoppara og rokkandi hass-
hausa Iangt fram á fullorðinsár
þeirra sem nú eru að vaxa úr
grasi.
Byltingarrokkararnir telja að
tímatalið hafi verið sett af stað
1968 og nú er spurningin hvað sú
úrelta kynslóð heldur um hvenær
tímatalinu lauk. OÓ