Tíminn - 03.02.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.02.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. febrúar 1989 Tíminn 3 Fangelsismálastofnun hefur starfað einn mánuð: BRÝN ÞÖRF ÁÚTTEKTÁ FANGELSUM Við eftirgrennslanir Tímans kom í Ijós að engin töluleg heOdarúttekt hefur verið gerð á stöðu fangelsismála hér á landi, tíl dæmis með tilliti tíl þess hvaða þörf er fyrir hendi varðandi húsnæði og hver framtíðarskipan þessara mála eigi að vera. Nefnd sem skipuð var af Alþingi 1982 átti að gera úttekt á stöðu fangelsismála samkvæmt þingsálykt- unartillögu frá 20. apríl 1982 þar sem segir að sjö manna nefnd skipuð af Alþingi skuli gera úttekt á fangelsis- málum og endurskoða iög og reglur þar að lútandi. Á grundvelli þeirrar úttektar átti nefndin að skila áliti jafnóðum, um stöðu fangelsismála og gera tillögur um brýnar úrbætur í þeim efnum. Nefndarstarfið skilaði af sér frumvarpi til laga sem síðar var samþykkt frá Alþingi sem lög um fangelsi og fangavist nr. 48 frá 1988. í þeim lögum var ákveðið að koma á fót Fangelsismálastofnun nkisins. Stofnunin tók til starfa 1. janúar síðastliðinn. Tíminn hafði samband við Harald Johannessen forstöðumann Fangels- ismálastofnunar ríkisins og sagði hann að honum væri ekki kunnugt um að nefndin hafi gert þá úttekt sem fjallað var um í þingsályktunartillögunni. Haraldur sagði jafnframt: „Eg get alveg tekið undir að það væri brýnt að fá slíka úttekt og tillögur um brýnar úrbætur, sérstaklega þá áætlun um æskilega framtíðarskipan þessara mála á íslandi." Haraldur sagði að lagalega séð væri það ekki hlutverk Fangelsisstofnunar- innar að gera slíka úttekt enda hefði stofnunin ekki það fjármagn sem þyrfti til þess. Hlutverk Fangelsisstofnunar ríkis- ins er skilgreint í fyrmefndum lögum frá 1988. Þar segir að stofnunin skuli annast daglega yfirstjóm á rekstri fangelsa, sjá um fullnustu refsidóma, annast eftirlit með þeim þar sem frestað er að ákæra, dæmdir em skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun af- plánunar. Stofnunin á einnig að sjá um félagslega þjónustu við fanga og þá sem taldir vom upp hér að framan. Að auki sér stofnunin um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta, svo sem prestsþjónusta og heilbrigðis- þjónusta. Haraldur sagði að með stofnuninni hefði verið sameinuð ýmis starfsemi sem var fyrir en var nú sett undir eina og sömu stjóm. „Með tilkomu stofn- unarinnar verður einnig sú meginb- reyting að til kemur sá þáttur er lýtur að félagslegri þjónustu við fanga. Við stofnunina starfar svokölluð félags- máladeild þar sem starfar afbrotaf- ræðingur, sálfræðingur og félagsráð- gjafi.“ í mars n.k. verður opnað nýtt fangelsi við Kópavogsbraut 17 þar sem bæði karlar og konur verða vistaðir. Ekki liggur enn fyrir hvemig skipulagið í því fangelsi verður ná- kvæmlega, en Haraldur sagði að gert væri ráð fyrir að það fangelsi yrði opnara en önnur sem fyrir væm. Aðspurður um hvort ekki væri skortur á húsnæði undir fangelsi þrátt fyrir þessa viðbót sagði Haraldur: „Við emm bæði með gömul hús og ekki nægjanlegt pláss eins og staðan er í dag. Ég hef ekki séð nein plön um að það standi fyrir dymm að byggja nýtt fangelsi. Við emm í dag með mjög þétt setin fangelsi og vonandi verður fangelsið í Kópavoginum til þess að taka af mesta þrýstingjnn.“ Aðspurður sagðist Haraldur ekki geta áætlað hvað mörg viðbótarpláss þyrfti til að þessi mál kæmust í æskilegt horf. SSH NÝJUSTU FRÉTTIR AF METSÖIUBÓKINNI í LANDSBANKANUM: RAUNAVOXTUN KJORBOKAR VAR FRÁ 8,57% Á ÁRINU 1988 Já, það kemurmörgum á óvart að óbundin ávöxtunarleið eins og Kjörbók skuli bera slíka raunávöxtun. En ástæðan er samt einföld. Kjörbókin er sveigjanleg í allar áttir og höfundar hennar í Landsbankanum taka sífellt með í reikninginn breytilegar aðstæður. Þannig ber Kjörbók háa grunnvexti, ávöxtunin er reglulega borin saman við verðtryggða reikninga og þeir sem eiga lengi inni eru verðlaunaðir sérstaklega með afturvirkum vaxtaþrepum eftir 16 og 24 mánuði. Raunávöxtun Kjörbókar árið 1988 var 8,57%. Þeir sem átt höfðu innstæðu óhreyfða í 16 mánuði fengu 9,92% raunávöxtun á árinu og 24 mánaða óhreyfð innstæða gaf 10,49% raunávöxtun á sama tíma. Þér er óhætt að leggja traust þitt og sparifé á Kjörbókina strax. Hún bregst ekki frekar en fyrri daginn. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.