Tíminn - 03.02.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.02.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKIS^IP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 ð VERBBRÉHHMSKIPn SAMVHUNUBANKANS SUÐURLANOSBRAUT 18, SlMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691 NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR Tímiiin FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, segir línur farnar að skýrast: Hert verðlagseftirlit og bremsa á raunvexti Ríkisstjórnin sat í gær langan fund þar sem tillögur að efnahagsaðgerðum skýrðust mjög og er hægt að búast við því að fljótlega verði ýmsum hugmyndum hrint í framkvæmd. Efst á baugi er einhvers konar gengisbreyt- ing, endurskoðun á húsnæðiskerfinu, heimildarákvæði til raunvaxtalækkunar með handafli, sértækar aðgerðir í sjávarútvegi, endurskoðun á matarskatti og að verðlags- eftirlit verði stórlega hert með tilkynningaskyldu um allar hækkanir. Þetta gerist á sama tíma og formenn ríkisstjórn- arflokkanna eru að ganga frá endanlegu tilboði til Borgaraflokksins sem leggja megi fram sem grundvöll að málefnasamningi ríkisstjórnar með aðild Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Samtaka um jafnrétti og félagshyggju og Borgaraflokksins. Mikið hefur verið talað um að undanförnu til hvaða lausna verði gripið til að leiðrétta gengið sem nú er ranglega skráð. Sam- kvæmt heimildum Tímans er ekki talað um gengisfellingu berum orðum og forsætisráðherra treyst- ir sér ekki til að boða gengisbreyt- ingu. „Gengið er í mínum huga afgangsstærð, sem kemur út úr heildartillögunum. Égtreysti mér ekki til að boða gengisbreytingu, þó ljóst sé að raungengi þarf að breytast," sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra í við- tali við Tímann í gær. Tilkynningaskylda til Verðlagsstofnunar í þessum efnahagstillögum er m.a. talaðumstrangtverðlagseft- irlit, en ekki verðstöðvun af því tagi sem gilt hefur síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. „Það er talað um strangt verðlagseftir- lit. I því felst tilkynningaskylda til Verðlagsstofnunar, sem meta mun hvað getur talist til eðlilegra hækkana,“ sagði Steingrímur. Endurskoðun húsnæðislána Eitt af því sem er til athugunar samkvæmt heimildum Tímans, er endurskoðun á húsnæðislána- kerfinu. „Það liggur fyrir tillaga um svokallað húsabréfakerfi og hún er til athugunar. Það er mjög róttæk breyting frá því kerfi sem nú er í gangi, en nú er vaxandi vilji hjá öllum að komast út úr þessu gífurlega víðtæka, sjálf- virka kerfi sem nú er búið við. Við höfum því miður bara ekki efni á þess háttar kerfi og ég held að mönnum sé að skiljast það smátt og smátt,“ sagði forsætis- ráðherra. Svipa á háa vexti Að sögn Steingríms Her- mannssonar eru ráðherrar al- mennt á þeirri skoðun að raun- vextir séu of háir og þó einkum á hinum svokallaða gráa markaði verðbréfasjóða. „Það nær ekki nokkurri átt að verið sé að bjóða allt að 18% raunvexti á gráa markaðinum, þegar verið er að pína niður vexti hjá öllum helstu innlánsstofnunum landsins. Ég hef áhyggjur af því hvernig hægt verður að ná tökum á þessu okri sem hér tíðkast bæði á gráa markaðinum og hjá viðskipta- bönkum og öðrum fyrirtækjum. Ég vona að það náist samstaða um mjög ákveðnar heimildir í lögum, sem fái menn til að hugsa sig tvisvar um. Það er stundum að menn átta sig þegar þeir sjá svipuna á lofti. Það er nauðsyn- legt að eiga til svipu með nokkr- um hnútum á, eins og ég talaði um á fundi á Akureyri fyrir stuttu," sagði Steingrímur. Einn borgaralegur ráðherra? Samkvæmt því sem Tíminn hefur sannfrétt hafa línur mjög skýrst í viðræðum formanna stjórnarflokkanna við þingmenn Borgaraflokksins um hugsanlega aðild að stjórnarmynstri. Munu formenn stjórnarflokkanna vera að leggja síðustu hönd á tillögur sem lagðar verða fyrir Borgara- flokkinn. Samkvæmt heimildum innan Borgaraflokksins eru menn komnir á þá skoðun að nýtt stjórnarmynstur sé að fæðast og flest þau atriði, sem áður voru til hindrunar, hafa skýrst. Bendir þetta til þess að m.a. hafi verið rætt um að fella niður, eða lækka verulega, söluskatt á matvæli til að slétta jarðveginn fyrir kom- andi kjarasamninga á vinnumark- aðinum. Þegar talið hefur borist að ráðuneytum hefur verið rætt um að borgarar fái einn ráðherrastól og að þeir létti einu til tveimur fagráðuneytum af núverandi ráð- herrum stjórnarflokkanna. Eðli málsins samkvæmt er nafn for- mannsins, Júlíusar Sólnes, nefnt til leiks. KB íslenskur lögfræöingur gerir þaö gott í Bandaríkjunum: Málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti BNA Nýlega fékk íslenskur lögfræðing- ur, Magnús Gylfi Þorsteinsson, mál- flutningsréttindi fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Að því er best er vitað er Magnús Gylfi fyrsti íslend- ingurinn sem slík réttindi hlýtur. Magnús Gylfi hafði áður, fyrstur íslendinga árið 1985, hlotið mál- flutningsréttindi fyrir Fylkisdómstól- um New York fylkis og þeim alríkis- dómstólum sem í New York fylki sitja. Magnús Gylfi starfar sem lög- fræðingur í New York borg þar sem hann rekur iögmannsstofu með eig- inkonu sinni, Susan E. Thorstenn, sem einnig er lögfræðingur. Magnús Gylfi er fæddur og uppal- inn í Reykjavík, sonur Þorsteins Baldurssonar og Katrínar Magnús- dóttur, hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1977 og útskrifaðist úr lagadeild Háskóla íslands árið 1983. Málflutningsréttindin voru veitt Magnúsi Gylfa, eiginkonu hans og sex öðrum bandarískum lögfræðing- um við athöfn í Dómhúsi Hæstarétt- ar Bandaríkjanna í Washington D.C. þann 11. janúar s.l., þar sem allir níu dómarar Hæstaréttar voru viðstaddir. Hæstiréttur Bandaríkjanna er sem kunnugt er æðsta dómstig þar í landi og er einn af geirum ríkisvaldsins ásamt forseta Bandaríkjanna og Bandaríkjaþingi. Þess má geta að eiginkona Magn- úsar Gylfa, Susan, er aðili að máli sem nú er fyrir Hæstarétti Banda- ríkjanna, málið var munnlega flutt sama dag og hjónin fengu málflutn- ingsréttindi. Magnús Gylfi Þorsteinsson ásamt konu sinni Susan É. Thorstenn og bami þeirra. A myndinni er Jon Égaas sem feijaði þessa flugvel frá Frakklandi á leið tii Bandaríkjanna. Tímamynd: Árni Bjama Hættuleg atvinna Frekar lítið er um ferjuflug á þessum árstfma sökum óhagstæðs veðurs og vinda. Örfáir menn láta það þó ekki á sig fá en einn af þeim er Jon Egaas norskur flugmaður sem búsettur er í Bandaríkjunum. Ferjuflug er sem kunnugt er ein hættulegasta at- vinnugrein sem til er og dánartíðni flugmannanna óhugnanlega há. Jon kom hingað í gær með litla eins hreyfils, fjögurra sæta rellu frá Frakklandi með viðkomu í Am- sterdam á leið til Bandaríkjanna. En flugið frá Amsterdam tók hann átta og hálfan tíma. Hann hefur verið tíu ár í þessu starfi en sagðist gera sem minnst af því að fljúga á þessum árstíma vegna hættunnar sem stafar af ísingu og fleiru. Því má ef til vill þakka langan aldur í hans starfi. Á leiðinni til Bandaríkjanna mun hann hafa viðkomu annað hvort á Grænlandi eða Nýfundna- landi en vélin hefur ekki nema tíu klukkustunda eða 1800 sjómílna flugþol. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.