Tíminn - 03.02.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. febrúar 1989
Tíminn 15
BÆKUR
Saga ullariðnaðar
Magnús Guðmundsson: Ull verður
gull, Safn til Iðnsögu íslendinga II.
bindi, ritstjóri Jón Böðvarsson, Hið
ísl. bókmenntafélag Rv. 1988.
Það var Sverrir Hermannsson,
þáverandi iðnaðarráðherra, sem fyr-
ir fjórum árum réði Jón Böðvarsson
skólameistara til þess verkefnis að
ritstýra fyrirhuguðu safni til iðnsögu
íslendinga. Hefur Jón unnið ötullega
að þessu verki síðan og eru nú
komin út þrjú bindi. Árið 1987 kom
Eldur í afli, saga málmiðnaðar á
fslandi eftir Sumarliða R. ísleifsson,
og nú fyrir jólin bættust tvær bækur
við. Önnur er Brotin drif og bíla-
menn, fyrri hluti af sögu bílavið-
gerða eftir Ásgeir Sigurgestsson, og
hin er sú sem hér verður að vikið,
UIl verður gull, saga ullariðnaðar á
íslandi eftir Magnús Guðmundsson.
Ekki verður annað sagt en að
myndarlega hafi verið lagt úr vör
með öllum þessum þremur bókum.
Að því er bókina UIl verður gull
varðar þá er hún mikið ritverk, vel
á fimmta hundrað blaðsíður að með-
töldum skrám og töflum. Það dylst
engum að geysimikil vinna liggur að
baki henni í heimildasöfnun. Hö-
fundur hefur greinilega leitað fanga
mjög víða, og nokkuð jöfnum hönd-
um virðist hann hafa leitað sér
heimilda í bókum, tímaritum, skjöl-
um og hjá einstökum heimildarm-
önnum, sem vitaskuld eru margir
enn á lífi. í fljótu bragði verður ekki
annað ráðið af bókinni en hann hafi
vandað þar vel til allra vinnubragða
og staðið traustlega að verki sínu.
Það dylst ekki að bók hans er
ákaflega efnismikil og geymir geysi-
mikinn fróðleik um sögu ullarvinnslu
hér á landi.
Eins og allir vita var ullin unnin á
sveitaheimilum hér á landi allt frá
örófi alda. Par var kembt, spunnið,
prjónað, ofið og þæft eins og fjölvíða
er getið í heimildum og menn
þekkja. Undir lok síðustu aldar
hófst svo sú þróun að ullarvinnslan
færðist smám saman út af heimilun-
um og inn í verksmiðjur. Byrjunina
á því má telja tóvélarnar sem fluttar
voru til landsins og teknar í notkun
seint á síðustu öld. Síðan risu hér
ullarverksmiðjur, og þar ber tvær
hæst. Annars vegar Gefjun, ullar-
verksmiðju samvinnumanna á Akur-
eyri, og hins vegar ÁIafoss,.verk-
smiðju Sigurjóns Péturssonar í Mos-
fellssveit. Þessar verksmiðjur störf-
uðu hvor í sínu lagi þar til fyrir rúmu
ári er þær voru sameinaðar og öllum
er enn í fersku minni.
Alla þessa sögu rekur Magnús
skilmerkilega í bók sinni. Að lokn-
um inngangi byrjar hann þar á því
Magnús Guðmundsson
sagnfræðingur.
að segja sögu tóvélaverkstæðanna í
sérstökum kafla og heldur síðan
áfram að fjalla um heimilisiðnað,
ásamt kembivélum sem honum
þjónuðu, og víkur í framhaldi af því
að klæðaverksmiðjum og dúkavefn-
aði. Þá gerir hann grein fyrir hráefn-
um til ullariðnaðar í sérstökum
kafla, og síðan segir hann frá því
hvernig ullarþvottur hefur þróast.
Þar á eftir kemur svo kafli um
spunaverksmiðjur og bandfram-
leiðslu, annar þar sem rakin er saga
gólfteppaiðnaðar hér á landi og sá
þriðji um sögu prjónaiðnaðar. Lýkur
honum með frásögn af sameiningu
Gefjunar og Álafoss í eitt fyrirtæki
undir nafni hins síðarnefnda. Loks
er svo sérstakur kafli um verkafólk í
ullariðnaði þar sem stuttlega er
greint frá ýmsu er varðar kjör þess
og aðbúnað. Erefnið í öilum þessum
köflum bæði skilmerkilega skráð og
því skilvíslega til haga haldið, svo að
frásögnin verður hér öll að teljast
hin greinarbesta.
En eins og sjá má af upptalning-
unni hér að ofan hefur höfundur
valið þá leið að rekja þessa sögu eftir
einstökum starfsgreinum innan
ullariðnaðarins, en ekki eftir fyrir-
tækjum. Þetta vinnulag er vissulega
auðvelt að rökstyðja, enda verður
sögu iðngreinarinnar í heild trúlega
einna best til skila komið með þessu
móti. Aðferðin hefur þó vissa ókosti,
og þann helstan að nánast óhugsandi
er að komast hjá því að endurtekn-
ingar verði töluverðar. Þær stinga
líka vissulega dálítið í augu þegar
bókin er lesin í samfellu, en aftur má
vænta þess að þær séu til hagræðis
fyrir þá sem lesa í henni einstaka
kafla til að leita sér upplýsinga um
afmarkaða þætti þessarar sögu.
Hitt er svo annað mál að verk-
smiðjurekstur Sambandsins á Akur-
eyri var áratugum saman eitt helsta
stolt samvinnumanna um land allt.
Þetta átti meðal annars við um
Gefjun, sem vann ullina frá kaupfé-
lögunum og framleiddi úr henni
fjölbreyttar úrvalsvörur til sölu
heima og erlendis. f þessu var unnið
mikilvægt brautryðjendastarf á veg-
um samvinnufélaganna sem félags-
menn þeirra voru almennt upp með
sér af. Og þess má vænta að svipað
hafi á sínum tíma mátt segja um
verksmiðju Sigurjóns Péturssonar á
Álafossi.
Að því er varðar sögu ullariðnaðar
í landinu gefur því auga leið að
þróun og efling þessara tveggja fyrir-
tækja hlýtur að verða að teljast þar
töluvert gildur þáttur. Ég saknaði
þess í bókinni að sú saga skyldi þar
ekki vera rakin sér á parti, til dæmis
með yfirliti um veltu og afkomu
þessara tveggja fyrirtækja, að svo
miklu leyti sem slíkt er vitað, svo og
um helstu áfanga í starfi þeirra hvað
varðar vélvæðingu og aðrar tækni-
nýjungar. Og lokaþátturinn þar
hefði svo orðið að skýra ástæður
erfiðleikanna í rekstrinum hjá Álaf-
ossi, sem ollu því að ríkið yfirtók
hann á sínum tíma, og sömuleiðis
rekstrarvandann hjá Gefjun sem
leiddi loks til þess að verksmiðjurnar
voru sameinaðar. Þó að allmikið
megi fræðast um sögu þessara
tveggja fyrirtækja í bókinni fer því í
rauninni fjarri að rekstrarsaga þeirra
hvors um sig sé rakin þar í samhengi
til nægilegrar hlítar. Þá sögu verður
eiginlega að vona að einhver taki sér
fyrir hendur að skrá fyrr eða síðar,
enda um að ræða tvær af stærstu og
þýðingarmestu verksmiðjum sem
starfað hafa í landinu.
Ein meinleg smávilla hefur slæðst
inn í annars vandaða heimildaskrá í
bókinni. Gísli Guðmundsson alþm.
og fyrrverandi ritstjóri gaf árið 1943
út allmikið og vel þekkt rit um
fjörutíu ára sögu Sambands ísi. sam-
vinnufélaga. Fyrir mistök er þessi
bók eignuð Gils Guðmundssyni rit-
höfundi í heimildaskránni, og auk-
heldur sagt að hún hafi áður birst í
Tímariti Hins íslenska bókmennta-
félags, sem ég man þó ekki betur en
hafi hætt útkomu fyrir aldamót eða
vel áður en Sambandið var stofnað.
Þá er í bókarlok fróðlegur kafli
um orðtök runnin frá tóvinnu eftir
Halldór Halldórsson prófessor. Er
að því efni hinn áhugaverðasti bóka-
rauki. -esig
Illllllllll
LESENDUR SKRIFA
VEXTIR Ofi OKUR
Allmiklar umræður hafa verið að
undanförnu um peningamál, vexti
og okur. Þannig hefur það sennilega
verið um aldir og árþúsund. Á fyrri
hluta þessarar aldar var það talið
okur á íslandi ef vextir voru hærri en
4%. í eftirfarandi grein er bent á
nokkra staði í Biblíunni þar sem
fjallað er um þessi mál. Allar
skammstafanir eru tilvitnanir í Biblí-
una.
Lán
Menn fengu lánaða peninga 2. M
22:25; Neh 5:4, verkfæri 2. Kon. 6:5;
brauð LK 11:5. Eingöngu fátækt
fólk tók lán og af því mátti ekki taka
vexti 2. M. 22:25. Frá Babýlóníu
þekkja menn aftur á móti dæmi um
allt að 40% vexti. ísrael var fyrir I
herleiðinguna í Babel alls engin
verslunarþjóð. Þess vegna höfðu
þeir ekkert lánakerfi til þess að reka
verslunarhreyfingu. Sjöunda hvert
ár skyldi fella niður allar skuldir 5.
M. 15:1. Ef menn tóku veð fyrir láni
urðu þeir að sýna lántakandanum
tilhlýðilega nærgætni sbr. 5. M.
24:17.
Jesús kennir lærisveinum sínum
að hjálpa náunganum þegar hann
þarfnast þess, Mt. 5:42, jafnvel þó
að menn gætu átt von á því að fá
ekkert aftur, Lk. 6:34. Þessi orð
þýða auðvitað ekki að kristinn mað-
ur eigi án undantekningar að lána
sérhverjum þeim sem vill fá lán hjá
honum. Hann á að veita lán þegar
kærleikur Krists krefst þess, sbr. Mt.
7:12.
Bann Gamla testamentisins við
vöxtum er tengt því að á þessum
tíma var ísrael alls engin verslunar-
þjóð. Ranglega hefur því stundum
verið haldið fram, að þessi fyrirmæli
eigi að vera bindandi, jafnvel fyrir
þá sem kristnir eru. „Að vilja yfir-
leitt ekki taka vexti jafngildir því að
taka engin laun fyrir vinnu sína þvi
að peningamir samsvara vinnuafli
sem ég fel öðram að ráða yfir“
(Frank). í Lk. 19:23 er gert ráð fyrir
því sem sjálfsögðu að menn leggi
peninga í banka og fái vexti. En jafn
augljóst er að kristnir menn mega
ekki gera sig seka um okur. „Okrar-
inn er morðingi. Sá sem stelur dag-
legu brauði frá einhverjum öðrum
hann fremur morð á sama hátt og sá
sem lætur einhvern deyja úr hungri
og farast. Einmitt þannig ber okrar-
inn sig að og samt situr hann öruggur
og fastur á sínum stól þó að hann
ætti réttilega að hanga í gálganum og
verða uppétinn af hröfnum jafn-
mörgum þeim sem hann hefur rænt
gullinu" (Luther).
Okrarinn notfærir sér nefnilega
neyð annarra, léttúð eða fákunnáttu
til að draga sér ósanngjarnan hagnað
með því að þvinga þá til að borga
hærri vexti en þá sem aðrir þyrftu að
borga við eðlilegar aðstæður.
Úlfljótur G. Jónsson þýddi lauslega úr
„Biblisk uppslagsbok. Handbok för bib-
ellasare".
Steingrímur
Fundir um atvinnu- og efnahagsmál
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, heldur fundi um at-
vinnu- og efnahagsmál á eftirtöldum stöðum:
Norðurland-V, laugardag 4. febr. Varmahlíð kl. 14.00.
Allir velkomnir
Borgnesingar - nærsveitir
Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 3. febr.
kl. 20.30. Mætum vel.
Framsóknarfélag Borgarness.
Akranes bæjarmál
Fundur um bæjarmálefnin verður haldinn laugardaginn 4. febrúar kl.
10.30 í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Meðal annars verður rætt
um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1989.
Bæjarfulltrúarnir.
Austurland
Af óviðráðanlegum orsökum verður fundum helgarinnar frestað.
Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson.
Kópavogur
Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13.
Sími 41590. Heitt á könnunni.
Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að
líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið.
Framsóknarfétögin í Kópavogi.
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222.
K.F.R.
Námskeið
Landssamband framsóknarkvenna hyggst standa fyrir
eítirfarandi námskeiðahaldi á næstunni.
Námskeiðin munu hefjast í byrjun febrúar og standa
fram að páskum.
Eru þau öllum opin og verði stillt í hóf að venju.
Staðsetning námskeiðanna fer eftir þátttöku á hverjum
stað.
1. Félagsmálanámskeiö.
Grunnnámskeið fyrir byrjendur í fundarsköpum,
ræðumennsku og eflingu sjálfstrausts. Kennarar verða:
Unnur Stefánsdóttir, Ragnheiður Sveinbjömsdóttir, Inga
Þyrí Kjartansdóttir, Ásdís Óskarsdóttir.
2. Framhaldsnámskeið.
Raddbeiting og framsögn.
Kennari: Baldvin Halldórsson, leikari.
Undirstaða í ræðutækni fyrir sjónvarp, hljóðvarp og
ræðustól. Kennari: Kristján Hall
3. Námskeið fyrir framkomu í Qölmiðlum.
Framkoma í hljóðvarpi og sjónvarpi.
Undirstöðuatriði í greinarskrifum og blaðaútgáfu.
Kennari: Amþrúður Karlsdóttir, ijölmiðlafræðingur.
Þátttaka tilkynnist til Ingu Þyrí Kjartansdóttur í síma:
91-24480 sem fyrst
L.F.K