Tíminn - 03.02.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.02.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 3. febrúar 1989 Framsóknarhús vígt í Olafsvík Þann 4. des. sl. vígðu framsókn- armenn í Ólafsvík og nágrenni félagsheimili, sem þeir hafa komið sér upp á Kirkjutúni 2, Ólafsvík. Ritari Framsóknarflokksins, Guð- mundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri flokksins, og Alexander Stefáns- son, alþingismaður, voru viðstadd- ir vígsluhátíðina, auk félaga og fleiri ágætra gesta. Framsóknar- konur sáu um glæsilegar veitingar. Formaður Framsóknarfélagsins, Atli Alcxandersson, kennari, bauð gesti velkomna og lýsti húsið form- lega tekið í notkun. Ávörp fluttu: Guðmundur Bjarnason, ráðherra, sem færði heillaóskir frá Framsóknarflokkn- um og afhenti félaginu flokksmerk- ið til að setja upp íhúsinu, Sigurður Geirdal sem flutti hvátningarorð og Alexander Stefánsson, sem rifj- aði upp baráttu framsóknarmanna Byggingarnefnd afhendir formanni lyklavöldin. Frá vinstrí eru mennimir Pétur Jóhannesson, Vigfús Vigfússon, Stefán Jóhann Sigurðsson og Atli Alexandersson, sem tekur við lyklum. Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, rítarí Framsóknarflokksins afhendir Framsóknarhúsinu merki flokksins. Atli Alexandersson, formaður Framsóknarfélagsins, tekur við flokks- merkinu af Guðmundi Bjarnasyni. á liðinni tíð og áhrif þeirra á uppbyggingu í Ólafsvík fyrr og síðar. Björn Arnaldsson, fornt. Sjálfstæðisfélags Ólafsvíkur flutti árnaðaróskir og kveðjur frá félag- inu og afhenti blóm og blómavasa. Bjarni Ólafsson, Geirakoti, flutti frumort kvæði í tilefni vígslunnar. Margar góðar gjafir bárust og heillaóskir, m.a. frá Ríkharði Jónssyni og Ingveldi Magnúsdóttur og fjölskyldu, sem gáfu gestabók, loftljós í salinn og kertastjaka á borðin. Stefán Jóh. Sigurðsson skýrði byggingasögu hússins: Framsóknarfélagið ákvað að koma sér upp húsnæði 1986 og keypti hluta af efri hæð hússins Kirkjutún 2, um 80 ferm. Hús þetta var áður Vélsmiðjan „Sindri" Ví, Ólafsvík, sem starfaði í áratugi. Eigendur þess fyrirtækis voru bræðurnir Bjarni og Guðjón Sig- urðssynir, landskunnir braut- ryðjendur á sinni tíð. Ráku þeir í þessu húsi umfangsmikla starfsemi og sáu um alla þjónustu við fiski- skipaflotann í Ólafsvík og við Breiðafjörð og víðar, svo og bif- reiðaviðgerðir. Eftir þeirra dag var fyrirtækið selt. Nú hefur þetta hús, sem stendur við aðalathafnasvæði bæjarins, fengið nýtt hlutverk. Byggingaverslun er á neðri hæð, tölvu- og endurskoðunarfyrirtæki á efri hæð, svo og félagsheimili framsóknarmanna, en þaðhúsnæði er í nýrri hluta hússins, með sér- staklega hagstæðri lofthæð fyrir samkomusal. Á sl. ári unnu framsóknarmenn að því að innrétta húsnæðið. Sam- komusalurinn er um 70 ferm., að hluta þiljaður með panel, parket á gólfi, eldhúsaðstaða með skenki- borði, rúmgóður inngangur er fyrir hendi og snyrtiaðstaða. Borð og stólar eru frá Húsgagnagerð Stein- ars. Þetta húsnæði gefur ýmsa mögu- leika auk fundarhalda. Hægt er að hafa smærri veislur fyrir 50-70 manns, svo og námskeið o.fl. Verður húsnæðið leigt út, jafnhliða aukinni starfsemi Framsóknarfé- lagsins, svo sem félagsvist og fund- arhöldum. Húsnæðið er sérlega vistlegt og hefur framkvæmdin heppnast mjög vel. Mikið sjálf- boðastarf hefur verið unnið. Framsóknarmenn í Ólafsvík og nágrenni eru fullir bjartsýni vegna þessarar glæsilegu húseignar og vissir um að hún muni verða til þess að styrkja stöðu flokksins og almennt félagslíf í Ólafsvík. í byggingarnefnd voru Pétur Jó- hannsson, Vigfús K. Vigfússon, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Atli Alex- andersson og Ríkharður Jónsson. Voru þeim þökkuð frábær störf við að fullgera þetta húsnæði, svo og iðnaðarmönnum í Ólafsvík. Opið hús var frameftir vígslu- degi. Komu fjölmargir til að sam- fagna þessum áfanga. Var þetta ánægjulegur viðburður, langþráð- ur draumur framsóknarfólks í Ól- afsvík og nágrenni orðinn að veru- leika. f stjórn Framsóknarfélagsins eru nú: Atli Alexandersson, form., Pétur Jóhannsson, Kristín Vigfús- dóttir, Bjarni Ólafsson, Emil Már Kristinsson, Katrín Ríkharðsdóttir og Kristján Guðmundsson. Veitingar voru ekki skornar við nögl þegar Framsóknarhúsið var opnað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.