Tíminn - 03.02.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.02.1989, Blaðsíða 5
 .\WI / Föstudagur 3. febrúar 1989 Tíminn 5 Fjárlagahallinn í fyrra 8 milljörðum meiri en upphafleg fjárlög gerðu ráð fyrir: 1,5 milljarðar I vexti af yfirdrætti í Seðlabanka í stað áætlunar um örlítinn afgang stóð ríkissjóður í árslok uppi með 7,2 milljarða króna halla þrátt fyrir að honum hafi tekist að „plokka“ 1.500 milljónum kr. meira í staðgreiðsluskatta af þegnum sínum árið 1988 en áætlað var (nær tíu þús. á mann). „Eyðslan“ nam samtals 71.580 milljónum, sem er rúmum 8 milljörðum meira en (fyrstu) fjárlög gerðu ráð fyrir og 15% raunhækkun, þ.e. umfram verðbólgu, frá árinu áður, samkvæmt greinargerð fjár- málaráðuney tisins. Og skýringin? Jú, auk þess að reykja og drekka minna en ráða- menn höfðu áætlað (275 millj. kr. undir áætlun) tók „hlýðin alþýðan“ upp á þeim óskunda að fara að orðum höfuð fjárlagasmiðsins (fjármálaráðherra); þ.e. að draga stórlega úr „eyðslufylliríi“ sínu síð- ari hluta ársins - bæði af eigin hvötum og tilneydd vegna bráða- birgðalaga á allar kauphækkanir, sem skertu atvinnutekjur um 3- 4%, og ráðstöfunartekjumar um 1% í viðbót vegna skattahækkan- anna. Og afleiðingin: Ríkissjóður fékk um þúsund milljónum minni tekjur af innflutningsgjöldum og um 3.000 milljónum minni tekjur af söluskatti en hann ætlaði sér (sem þýðir um 60.000 kr. minni eyðslu á hvern landsmann en áætlanir og spár reiknimeistara þjóðarinnar höfðu ætlað). Allt þetta leiddi til þess að ríkissjóður komst í „húrrandi" peningavandræði og vanskil - sem hann varð að bjarga sér úr með margra milljarða yfirdrætti í Seðla- bankanum - sem svo aftur kostaði a.m.k. 1.500 milljóna króna við- bótar vaxtagreiðslur. Auk þess hækkuðu vaxtagreiðsl- ur vegna þeirra þriggja gengisfell- inga sem stjórnvöld gripu til á árinu. Alls fóru því 6.864 milljónir í vaxtagreiðslur, sem svaraði til nær 11% af öllum tekjum ríkis- sjóðs og var nær 60% hækkun frá árinu áður. Auk þeirra tveggja milljarða króna sem fóru í auknar vaxta- greiðslur nefnir fjármálaráðuneyt- ið til sögunnar 1.650 milljóna króna aukafjárveitingar, 600 millj- óna auknar niðurgreiðslur (v. ,,matarskattsins“) og rúmlega 300 milljónir í auknar útflutningsupp- bætur. Til þess að bjarga sér út úr hluta vanskilaskuldanna gripu ráðamenn ríkissjóðs síðan til þess rétt fyrir áramótin að taka 3.290 milljóna króna erlent lán (13 þús. kr. á hvern landsmann) til að borga hluta af hallanum á „tékkaheftinu“ í Seðlabankanum - þannig að er- lendar lántökur urðu óvart 4.230 milljónir í stað „aðeins“ 900 millj- óna sem „bjartsýnir“ fjárlagasmið- ir höfðu áætlað. Og þrátt fyrir þetta stóð ennþá eftir nær 5.000 milljóna króna halli (skammtíma- Ólafur Ragnar Grímsson. fyrirgreiðsla) á reikningnum við Seðlabankann, eða nær sexfalt hærri upphæð en næstu áramót á undan. Gjöld (eyðsla) ríkissjóðs á árinu 1988 voru mun stærri hluti þjóðar- framleiðslunnar heldur en nokkru Jón Baldvin Hannibalsson. sinni á þessum áratug, eða 28,2% samanborið við 24,9% árið áður. Þegar hvert 1% þýðir um 2.500 milljónir svarar þessi 3,3% munur til um 8.300 milljóna meiri eyðslu en árið áður. AB klúbburinn er sá elsti og sá stærsti Vegna fréttar sem birtist nýlega þar sem íslenski bókaklúbburinn var sagður stærsti bókaklúbbur landsins með 20 þúsund félaga vill Almenna bókafélagið koma á fram- færi eftirfarandi leiðréttingu. „Jafn- framt því að vera hið elsta er klúbba- kerfi Almenna bókafélagsins hið stærsta á landinu með um 22 þúsund félaga." Á boðstólum hjá Almenna bóka- félaginu eru bækur og plötur auk mynd- og hljóðsnælda sem gefnar eru út af forlaginu. Þá bjóðast einnig í klúbbum forlagsins verk frá ýmsum íslenskum útgefendum bæði bækur, plötur og fleira. Almenna bókafélagið gefur út fréttabréf en nýlega var gerð á því útlitsbreyting og framboð á mynd- efni og plötum aukið. Hefur fjöldi félaga sjaldan verið meiri né heldur framboð efnis fjöl- breyttara. jkb Harður árekstur varð á milli jeppablfreiðar og vöruflutningabifreiðar í Ártúnsbrekkunni á fimmta tímanum í gær. Ekki urðu nein slys á mönnum og er það talin mesta mildi, þvi bílamir voro báðir óökufærir eftir áreksturinn og er talið að jeppinn sé ónýtur. rímamynd: pjetur Sólarhringshrakningar á Steingrímsfjarðarheiði: Nýlega voru vinningshöfum í happdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra afhentir vinningarnir. Vinningshafarnir eru f.v. Guðrún Thorarensen, Bjamheiður Ástgeirsdóttir, Sigurður Jónsson og Lilja Viktorsdóttir. Með þeim á myndinni era Páll Svavarsson framkvæmdastjóri SLF og Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni hf. Tveir menn og átta hundruð mink- ar voru veðurtepptir á Steingríms- fjarðarheiði frá því í fyrrakvöld fram á miðjan dag í gær, en á þá skall iðulaus norðan stórhríð. Mennirnir tveir voru að flytja minkana á tveim- ur bílum, yfirbyggðum Datsun Pick- up og frambyggðum Rússajeppa, vestur á firði og lögðu þeir leið sína um Strandir og ætluðu yfir Stein- grímsfjarðarheiði. Þar lentu þeir í erfiðleikum og festu bílana austan til í heiðinni. Þegar farið var að undrast um þá í fyrrinótt voru tveir menn úr björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík ræstir. Þeir fór á snjóbíl til mannanna og ætluðu að halda með þá til byggða. Hrakförunum var þó enn ekki lokið og bilaði snjóbíllinn þegar komið var niður af heiðinni. Ekki tókst að halda honum í gangi því kveikjulok var ónýtt. Um sexleytið í gærmorgun fóru bændur frá Bassastöðum og Stakka- nesi á dráttarvél og vel útbúnum jeppa til mannanna með þurr föt og mat. Snjóblásari frá Vegagerðinni fór frá Hólmavík til móts við menn- ina síðar um morguninn. Þegar snjóblásarinn var kominn að bænum Hrófbergi hitti hann fyrir hrakninga- mennina og þá sem farið höfðu þeim til aðstoðar. Þáðu menn kaffi á bænum en síðan var afráðið að halda að flutningabílunum og losa þá. í þessa för bættust tveir vel útbúnir hjálparjeppar. Gekk greiðlega að losa bílana og voru þeir komnir til Hólmavíkur um kl. 18:00 í gær. Svava Pétursdóttir, húsfreyja að Hrófbergi, bauð mönnunum í kaffi fyrr um daginn og sagði hún þá hafa verið nokkuð kalda en jafnað sig fljótlega. Sagði hún þá hafa tekið hraustlega til matar síns, en það mun ekki vera nýlunda fyrir Svövu því hún er móðir strandamannsins sterka, Hreins Halldórssonar. Svava sagði mennina hafa komið heim að Hrófbergi um klukkan 14 og síðan hefði hún séð alla lestina keyra framhjá í átt að Hólmavík laust eftir klukkan 16. Mennirnir gistu á Hólmavík í nótt og einnig hafði tekist að útvega minkunum gistingu í yfirgefnum refaskálum hjá Brynjólfi Sæmunds- syni oddvita Hólmavíkurhrepps, en hann drap allan ref hjá sér í fyrra. Munu minkar og menn bíða betra veðurs og að Steingrímsfjarðarheið- in verði rudd. Stefán Gíslason, Hólmavík Minkar og menn tepptir í óveðri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.