Tíminn - 08.02.1989, Page 2

Tíminn - 08.02.1989, Page 2
Miðvikudagur 8. febrúar 1989 2 Tíminn Hvert er þeirra álit á efnahagsaðgerðunum? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra gerði grein fyrir væntanlegum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. í þeim kom fram að ekkert svigrúm væri til almennra launahækkana. Hins vegar yrði áfram haldið við að treysta undirstöðuatvinnuvegina og þar með atvinnuna. Þá verði stefnt að lækkun raunvaxta, ný lög verði sett um hámarksvexti á fjármagnsmarkaðnum og strangt verðlagseftirlit verði á sex mánaða aðlögunartíma sem hefst þegar núgildandi verðstöðvun lýkur. Hvað segja hagsmunaaðilar um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar eins og hún birtist í ræðu forsætisráðherra? Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norðurlands: Eg bjóst við meiru „Ég hefði búist við meiru en fram kom í ræðu forsætisráðherra, en ég geri mér grein fyrir því að þegar þrír rlokkar eru um hituna þá er þetta vandaverk. Vitað var að Alþýðubandalagið ' ildi enga gengisfellingu en sjávarút- vegsráðherra hefur sagt að hún væri nauðsynleg fyrirsjávarútveginn. Það r Ijóst að gengisfelling hefur í för með sér rýrnun kaupmáttar og því erum við launþegar á móti henni sem slíkri. Séu hins vegar gerðar hliðarráð- siafanir þannig að hún fari ekki heint út í verðlagið þá er hægt að sætta sig við hana með hliðsjón af stöðu sjávarútvegsins og undirstöðu- gi einanna. Þeim verður að bjarga og 2.5% gengisfellingin og 2,25% svig- rúmið hjálpar auðvitað nokkuð fisk- vinnslunni. Útgerðin er hins vegar eftir. Það er alveg Ijóst að atvinna verður að vera trygg. Við getum séð hverjar atvinnuleysisbætur eru í dag og hins vegar kauptaxtarnir. At- viimuöryggið skiptir höfuðmáli, en ég endurtek að ég hefði viljað sjá ineir í þessu en fram hefur komið en geri mér Ijóst að hér er á ferðinni samkomulag þriggja flokka með misjafnt verðmætamat. f>að er því Ijóst að númer eitt tvö •>g þrjú er að bjarga atvinnuvegun- um til að fólk hafi vinnu.“ Tíminn spurði Þóru hvort hún íeldi að kjarabætur yrðu sóttar í -kattkerfið og hvort matarskatturinn svonefndi gæti orðið einhvers konar skiptimynt í kjarasamningum: „Ég hef alltaf staðið í þeirri mein- mgu að söluskattur á matvæli sé r.mglátur skattur þar sem hann kem- ii hart niður á mannmörgum fjöl- skyldum. Auðvitað verður að borga st atta í þjóðfélaginu en skattar þurfa a>' vera sem réttlátastir. ’á tel ég að unnt sé að einhverju leyti að bæta kjörin, t.d. með nei- k - æðum tekjuskatti eða barnabætur vt ði hækkaðar og þær tekjutengd- ar -sá smundur Stefánsson forseti ASÍ: U íð hægt að lesa úr málum Pað má í stuttu máli segja að ekki sé nikið nýjabrum yfir efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar. Það má segja að þetta sé hinn hefðbundni pakki sem kemur á þriggja mánaða fresti; þar sem að- gerðirnar eru annars vegar gengis- felling og hins vegar áform um að gera þetta og hitt á ýmsum vígstöðv- um. Þetta er á ýmsan hátt svipuð staða og oft kom upp þegar gamla góða vísitalan var í gildi, að stjórnvöld í tengslum við verðbótaútreikning komu auga á að einhver efnahags- vandi væri í þjóðfélaginu. Kannski má segja að þetta sýni að vekjaraklukkan hringi enn á þriggja mánaða fresti þótt engar séu vísi- tölubæturnar." Varðandi það sem forsætisráð- herra sagði um að ekkert svigrúm væri til launahækkana sagði Ás- mundur að hann fyrir sitt leyti túlk- aði ummæli forsætisráðherra nú og Ólafs Ragnars Grímssonar fjármála- ráðherra fyrir stuttu um þessi mál, sem hefðbundnar yfirlýsingar at- vinnurekenda sem eru að ganga til kjarasamninga, enda stæðu fyrir dyr- um samningar við opinbera starfsmenn. Hann sagði síðan: „Það mætti auðvitað skilja orð Steingríms þannig að það sé ætlun ríkisstjórnarinnar að axla hlutverk VSÍ og VMSÍ og sjá um alla samn- ingagerð í landinu. Við getum líka sagt að ríkisstjórn- in stilli fólki frammi fyrir svipuðum kosti og Henry gamli Ford: Hann átti að hafa sagt þegar gagnrýnt var að Ford T var aðeins til í svörtum lit, að kaupendur mættu velja bílinn í hvaða lit sem væri svo lengi scm þeir veldu svartan. Með þessari framsetningu mætti halda að ríkisstjórnin væri að stilla fólki frammi fyrir þvf að svona skuli niðurstaðan verða, hvernig svo sem á öllum öðrum hlutum verði tekið. Ég held þó að ég leggi ekki of mikið upp úr því sem þarna kemur fram. Ætlunin hlýtur að verða sú að aðilar vinnumarkaðarins setjist að samningaborði og vera kann að stjórnvöld komi þar inn einnig. Ríkisstjórnin gefur hins vegar ekkert áþreifanlegt út á væntanlega kjara- samninga annað en það að kaupið eigi ekki að hækka. Annað sem ríkisstjórnin hefur sagt um launamál er ekki að festa hendur á. -sá Árni Benediktsson, formaður SAF: Of lítið - of seint „Það sem hægt er að segja um þessar efnahagsaðgerðir er í stuttu máli að þetta er of lítið og of seint,“ sagði Árni Benediktsson, formaður Félags sambands fiskframleiðenda (SAF). „Þegar ég segi of lítið, á ég við að tekjur fiskvinnslunnar eru ennþá lægri en gjöldin. Tekjurnar þurfa hins vegar að vera hærri en gjöldin til að hægt sé að ná hagnaði svo hægt verði að vinna upp þann halla sem við höfum átt við að glíma að undanförnu. Ég get alveg látið ósagt hvort þessu verði náð með gengisfellingu eða ekki. Samt sem áður er það svo að þegar tíminn líður verður fátt eftir annað en gengisfelling," sagði Árni. Benti hann á að þó væru fleiri aðgerðir en gengisfelling í þessum efnahagspakka. Nefndi hann sér- staklega lækkun vaxta sem skipt getur gífurlega miklu máli og eins þær skuldbreytingar sem fara í gegn- um atvinnutryggingarsjóð, en það væru reyndar aðgerðir sem hafa verið á dagskrá þessarar ríkisstjórn- ar, en eru ekki í nýjustu aðgerðum. „Þrátt fyrir þetta dugar þetta ekki. Hallinn er orðinn miklu meiri en svo að eigið fé verður ekki byggt upp að nýju með þessum aðgerðum. Eigið fé fiskvinnslunnar er búið og það verður að vinna það upp með hagn- aði í vinnslunni. Það kláraðist ræki- lega á síðasta ári og er einfaldlega ekki til,“ sagði Árni. „Nærtækasta ráðið til að bæta úr þessu tapi eigin fjár, er gengisfeiling. Þó er það svo að eftir því sem gengisbreytingu er beitt oftar þeim mun gagnslausari verður hún. At- vinnuvegirnir verða háðir henni og hún verður því eins og dóp,“ sagði hann. Ekki vildi Árni tjá sig um það hversu há gengisfellingin hefði þurft að vera, þarsem Verðlagsráðsjávar- útvegsins er nú að fjalla urn það mál sérstaklega. „Verðlagsráðið er nú að reikna það út hversu há gengis- felling hefði þurft að vera til að hægt verði að ná 3% hagnaði í fiskvinnslu. Þessu er ekki lokið enn og því get ég ekki tjáð mig að svo stöddu um nauðsynlega stærð gengisfellingar.11 KB Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda: Raungengj enn of hátt Tíminn hafði samband við Hauk Halldórsson, formann Stéttarsam- bands bænda, og spurði hann um álit Stéttarsambandsins á fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem snúa að landbúnaðinum. Haukur sagði að sér sýndist í fljótu bragði að með þessum ráðstöfunum væri tekið undir beiðni Stéttarsambandsins í veigamiklum atriðum. Mikilvægustu málin væru endurskoðun á afurða- lánunum, gerð nýs búvörusamnings og skipulagning á búnaðarháttum með tilliti til landkosta. Jafnframt þessu væri Stéttarsambandið sátt við þær aðgerðir er snerta fiskeldi og loðdýrarækt en teldi þó að raungengi íslensku krónunnar væri enn of hátt miðað við útflutningsatvinnuvegi landbúnaðarins og gengisfellingin hefði þessvegna átt að vera meiri. Haukur var spurður að því hvort það væru einhverjar ráðstafanir sem Stéttarsambandið hefði bent á og talið nauðsynlegar en ríkisstjórnin hefði ekki tekið tillit til. „Það er nú ekki beinlínis tekið á landbúnaðar- málum í þessum aðgerðum, þarna eru frekar sett fram stefnumörk. Það sem þarna kemur fram er mjög almennt orðað. Það er ekki fjallað um hvernig eigi að vinna að þessum málum heldur einungis sagt að það skuli gert og við erum þokkalega ánægðir með það.“ Hvað varðar endurgreiðslu á sölu- skatti til fiskeldis og loðdýraræktar sagði Haukur að það hefði verið búið að ákveða áður. „Við erum ánægðir með þessar ráðstafanir, hinsvegar liggur ekki ljóst fyrir hven- ær verður greitt fyrir síðastliðið ár. Það er búið að greiða fyrir næstu tvö árin þar á undan. Almennt erum við ánægðir með þær ráðstafanir sem snúa að fiskeldinu og loðdýrarækt- inni.“ SSH Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda: Aðeins 1/3 af því sem þurfti „Það er búið að skrifa svona ritgerðir oft og það er ekkert þarna sem hönd á festir," sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, er hann var inntur sérstaklega eftir ræðukafla forsætisráðherra um iðnaðinn. Sagði Víglundur að ekkert væri uin einstök atriði að segja fyrr en í Ijós kemur hvað ríkisstjórnin meinar. „Þetta er almennt orðalag um markmið, en ríkisstjórnin á eftir að sýna hvemig hún ætlar að ná þessum markmið- um.“ Sagði Víglundur að ekkert af þeim málum sem nefnd eru í ræðu forsætisráðherra um iðnað, hafi ver- ið rædd við félagsstjórn iðnrekenda. „Við höfunt hins vegar rætt við ríkisstjórnarnefndina um að gengið væri of hátt skráð og við höfum verið til viðtals um að menn sameinist um að ná niður fjármagnskostnaði," sagði Víglundur. Um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um gengisskráningu, sagði Víglund- ur: „Ef ég legg saman þær aðgerðir sem boðaðar eru í gengismálum, þá eru þær svona einn þriðji af því sem þarf til að koma í veg fyrir að hér verði fjöldastöðvun fyrirtækja í út- flutnings og framleiðslugreinum. Það er eins og menn hafi ekki áttað sig á því ennþá að fjöldi útflutnings- fyrirtækja og fyrirtækja í samkeppn- isgreinum hangir á horriminni. Al- ger rekstrarstöðvun vofir yfir þess- um fyrirtækjum hvern daginn sem er. Þess vegna óttast ég afstöðu bankanna núna. Ef þaðerstaðfastur ásetningur ríkisstjórnarinnar að ekki verði meira gert í gengismálum, óttast ég að bankarnir hætti aðstoð við illa stödd fyrirtæki. Bankarnir hafa til þessa haldið lífi í þessum fyrirtækjum og það getur haft skelfi- legar afleiðingar ef þeir kippa að sér hendinni." Formaður félags iðnrekenda telur jafnframt að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af því ef lánastofnanir hætta þessari aðstoð. „Ég held að menn hafi setið og beðið eftir því að sjá framan í þessar aðgerðir, en svo kemur í ljós að þetta er hálfgerð músarfæðing, því miður,“ sagði Víglundur Þorsteinsson. KB Georg Ólafsson, verðlagsstjóri: Munum undirbúa okkur sem best „Það er ekki tfmabært að spyrja okkur um hvernig framkvæmdin verður á þessum sex mánaða um- þóttunartíma eftir verðstöðvun. Þetta er ennþá hjá stjórnmálamönn- um,“ sagði Georg Olafsson, verð- lagsstjóri, þegarTíminn spurði hann hvort Verðlagsstofnun væri tilbúin að taka við því hlutverki sem henni væri ætlað samkvæmt efnahagstillög- um forsætisráðherra. „Við förum í það að undirbúa okkur eins og best verður á kosið, því þetta tekur gildi um næstu mán- aðamót, þegar verðstöðvun lýkur. Verðlagsráð kemur saman í lok þessarar viku til að ræða þessi mál og fyrr látum við ekkert frá okkur fara um hvernig framkvæmdin verður, enda getum við það ekki,“ sagði Georg. Verðlagsstjóri vildi ekki tjá sig frekar um sex mánaða umþóttunar- tímann, en sagði að nú yrðu menn að ræða þessi mál ítarlega innan stofnunarinnar og einnig innan Verðlagsráðs. Ríkisstjórnin hefur ákveðið, eins og skýrt var frá í Tímanum í gær, að í því skyni að náið verði fylgst með verðhækkunum, verði komið á til- kynningarskyldu. Það þýðir að fyrir- tæki verða ekki aðeins að tilkynna verðbreytingar, heldur og að gera grein fyrir öllum breytingum til Verðlagsstofnunar. Hlutverk stofn- unarinnar verður einnig að fylgjast sérstaklega með einokunar- og markaðsráðandi fyrirtækjum, sinna verðlagskönnunum af árvekni og taka upp samstarf við neytenda- og verkalýðsfélög um aðhald að verð- lagi. Einnig hefur ríkisstjórnin ákveðið að breyta verðlagslögum þannig að breytingar á orkuverði verða hér eftir háðar samþykki Verðlagsráðs. KB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.