Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. febrúar 1989 Tíminn 5 Búðarhnupl fyrir 1.000 milljónir á íslandi?: Þjófnaður í verslunum Hagkaups jókst nokkuð á s.l. ári. Talið er að hann hafi þá numið um 100 milljónum króna. Um 100 viðskiptavinir voru kærðir til Rannsóknarlögreglunnar á árinu vegna búðarhnupls og tveir starfsmenn reknir vegna þjófnaðarmála. Vegna þessa hefur verið gripið til hertra öryggisráðstafana sem m.a. felast í því að staifsmönnum er skylt að fara um starfsmannainngang verslananna og þar er tekin stikkprufa á áttunda hverjum manni. Velta Hagkaups var rúmlega 6 milljarðar króna á s.l. ári. Sé þjófn- aður álíka í öðrum verslunum lands- ins má áætla að hann geti í heild numið um 1.000 milljónum króna á öllu landinu. (Sú upphæð svarar til um 4.000 kr. á hvern íslending.) Þessar upplýsingar um Hagkaup koma fram í fréttabréfi fyrirtækisins og í viðtali við Jón Ásbergsson forstjóra. Róttækar aðgerðir í fréttabréfinu er haft eftir Þor- steini Pálssyni sölustjóra að vegna þeirrar miklu rýrnunar sem varð í verslunum Hagkaups á s.l. ári hafi þótt brýnt að grípa til róttækra aðgerða, sem m.a. felist í nýjum og hertum reglum við móttöku á vörum og umgengni starfsfólks í verslunum. Alls er rýrnunin sögð á bilinu 100-150 milljónir á árinu. Þorsteinn segir að skipta megi henni í þrjá flokka: I fyrsta lagi eðlilega rýrnun t.d. á ávöxtum og kjöti sem rýrni við geymslu. í öðru lagi skemmdum á vörum við meðferð á vörum við móttöku og geymslu. Og í þriðj a lagi það sem kallað sé „óþekkt rýrnun", sem ekki verði rakin til annarra en þeirra sem selja fyrirtækinu vörur, viðskiptavinanna og starfsfólksins. Þjófnaður jókst í fyrra Tíminn spurði Jón Ásbergsson, forstjóra hvort hið síðasttalda, þ.e. rýrnun vegna þjófnaðar, hafi aukist á s.l. ári. Jón sagði slíka rýrnun í mörg ár hafa legið á bilinu 1-1,5%. Núna undanfarið hafi hún hins vegar legið nær því að vera 1,5% til 2%, sem þá þýðir 90-120 milljónir miðað við ársveltu Hagkaups. Ungir, aldnir, ófrískir. Það virðist ekki skipta máli. Ótrúlegasta fólk hnuplar. Spurður sagðist Jón ekki hafa nokkra ástæðu til að ætla að þetta hlutfall væri neitt öðruvísi í Hag- kaupi heldur en öðrum álíka rekstri. Þessar tölur væru enda ekkert frá- brugðnar því sem hann þekkti er- lendis frá né heldur að þær hafi komið mönnum í svipuðum rekstri hér heima neitt á óvart, miðað við það sem þeir könnuðust við úr eigin rekstri. Leitað á starfsfólki Haft er eftir Þorsteini í fréttabréf- inu að reynt verði að taka þannig á málum að aukið eftirlit og öryggis- gæsla bitni ekki á þeim er síst skyldi. Það segi sig þó sjálft að viss óþægindi fylgi því fyrir fólk að þurfa að gangast undir strangar reglur. „Við höfum t.d. orðið að setja þá reglu að starfsfólki sé óheimill aðgangur að versluninni i Kringlunni nema um starfsmannainngang. Þá höfum við sett þar upp sérstakan stikkprufu- mæli sem velur að jafnaði úr áttunda hvern starfsmann sem fer um starfs- mannainnganginn. Viðkomandi þarf að gera grein fyrir þeim vörum sem hann kann að vera með í innkaupa- pokum og ég verð að segja að þetta fyrirkomulag hefur gefist mjög vel. “ Um 63% veltuaukning milli ára Að sögn Jón var velta Hagkaups um 6,2 milfjarðar króna (þar af 2,5 milljarðar í Kringlunni) á s.l. ári, sem er 63% hækkun heildarveltu frá árinu 1987. Til samanburðar má nefna að velta allrar smásöluverslun- ar í landinu á tímabilinu jan.-nóv- ember á s.l. ári varð aðeins 15,5% meiri en á sama tímabili 1987, sam- kvæmt greinargerð fjármálaráðu- neytisins. Smásöluverslunin vartalin rúmlega 54 milljarðar árið 1987 og gæti því hafa orðið 62 til 63 milljarð- ar á nýliðnu ári, eða um tífalt meiri en velta Hagkaups. Samt þarf hagræðingu Þótt veltan og veltuaukningin sé Búðahnuplarar eru ótrúlega bíræfn- ir. Hér sést einn stinga á sig kjötlæri. mjög mikil segir Þorsteinn sölustjóri stjórnendur Hagkaups nú þurfa að stfga á brentsurnar og grípa til hagræðingaraðgerða í því skyni að bæta reksturinn. Það sé ekkert launungarmál að rekstur verslana, ekki síst matvöruverslana, hafi geng- ið erfiðlega á s.l. ári. Enda hafi gríðarleg samkeppni m.a. leitt til þess að margar stórar matvöruversl- anir hafi orðið gjaldþrota. „Það furðulega er, að síðan geta keppi- nautar okkar, sem hafa orðið gjald- þrota með yfir 100 millj. króna gjaldþrot, opnað nýjar verslanir dag- inn eftir.“ I hagræðingarskyni segir sölustjóri m.a. hafa verið gripið til þess að draga úr yfirvinnu, stytta verslunar- tíma, draga úr auglýsingakostnaði, draga úr ráðningum á fólki í stað þeirra sem hætta og að fækka auka- fólki. Jafnframt sé stefnt að því að skera niður viðhalds- og flutnings- kostnað eins og mögulegt sé á næst- unni. - HEI ST0LID FYRIR 100 MILLJ.ÍHAGKAUPI Friðriki Sophussyni vikið úr ræðustóli á Alþingi vegna óþinglegrar fyrirspurnar til viðskiptaráðherra: Hvað gera þeir sem ekki naga blýanta? Harðar deilur spunnust á þingi i gær vegna fyrirspurnar Friðriks Suphussonar til Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra um vinnubrögð í Seðlabanka Islands og var spyrjandi á endanum rekinn úr púlti af þing- forseta. Fyrirspurnin snérist í stuttu máli um hvort viðskiptaráðherra væri sammála yfirlýsingum Jóns Baldvins Hannibalssonar um að 150 af 166 starfsmönnum Seðlabankans starfi við að naga blýanta. Guðrún Helgadóttir forseti sam- einaðs Alþingis hafði áður fengið fyrirspurnina í hendur og úrskurðað hana óþinglega og ekki hæfa til flutnings. Friðrik undi ekki þeim úrskurði og tók þá ákvörðun að bera málið undir þingheim í almennri atkvæðagreiðslu. Óskað var eftir nafnakalli og urðu úrslit leika þau að alþingismönnum þótti ekki við hæfi að leyfa fyrirspurnina og var hún felld með 28 atkvæðum, gegn 23, fjórir greiddu ekki atkvæði og átta voru fjarstaddir. Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti, ásamt einum þing- manni Borgaraflokksins Inga Birni Albertssyni greiddu atkvæði með að fyrirspurnin yrði leyfð, þingmenn stjórnarflokkanna sögðu nei. Aðrir þingmenn Borgaraflokks en Ingi Björn sátu hjá. Friðrik Sophusson var stöðvaður af Guðrúnu Helgadóttur forseta sameinaðs þings, er hann tók til máls um þingsköp og ræddi ummæli Jóns Baldvins frá því á Akureyrarfundin- um efnislega. Friðrik sagði í samtali við Tímann að hann teldi úrskurð þingforsetans rangan og augljóst brot á þingsköpum Alþingis. Guð- rún tók fram að með fyrirspurninni væri verið að biðja um álit viðskipta- ráðherra á ummælum utanríkisráð- herra og það hvíldi talsverð ábyrgð í höndum forseta ef hann tæki upp mál sem gætu orðið þinginu til vanvirðu. Rök Friðriks voru þau að Jón Baldvin hefði haft í frammi alvarlegar ásakanir á starfsmenn stofnunar sem viðskiptaráðherra væri í forsvari fyrir og þessar ásakan- ir væru ekki einkamál viðkomandi ráðherra heldur til vanvirðu fyrir þingmenn alla sem ætluðust til að þjóðin tæki þá alvarlega. í fyrirspurninni var m.a. spurt hvort farið hefði fram könnun á vinnubrögðum starfsfólksins, hvaða 16 starfsmenn Seðlabankans ynnu við annað en að naga blýanta, og hvaða aðgerðum ráðherra hygðist beita til að koma í veg fyrir að slík vinnubrögð viðgengust. Ef við- skiptaráðherra væri ekki sammála Friðrík Sophusson, alþingismaður. yfirlýsingum Jóns Baldvins, ætlaði hann þá ekki að hreinsa starfsfólk bankans af þessum áburði. Þess má svo til gamans geta að nú eru líkur til að 167. starfsmaðurinn bætist á launaskrá Seðlabankans, en það er Ólafur ísleifsson fyrrum efna- hagsráðgjafi rfkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Tímanum er ekki kunn- ugt um hvort hann er ráðinn til að naga blýanta eða ekki. - ág Hugðist „teika“ en varð undir bíl Ungur drengur fótbrotnaði í gær- dag er hann hljóp fyrir bíl á mótum Klyfjasels og Jaðarscls. Talið er víst að hann hafi ætlað að „teika“ bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hefur mikið verið kvartað undan þessum glannaskap hjá krökkum á undanförum dögum. Lögreglan vildi koma því á framfæri við foreldra að þeir brýndu það fyrir börnum sínum hve mikil hætta getur falist í þessum leik. SSH I Aldraðir þurta líka að terð'jst — sýnum þeim tillitssemi I I ||UljJFERQAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.