Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminni Miðvikudagur 8. febrúar 1989 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Afganski herinn hvatti íbúa meöfram Salang þjóðveginum að flýja heimili sín þar sem búist er við blóðug- um og hörðum bardögum við þessa mikilvægu aðflutnings- leið milli Kabúl og Sovétrikj- anna. Viðvörun þessi á sama tíma og háttsettir sovéskir embættismenn ítrekuðu stuðning sinn við ríkisstjórn Najibullah og sögðu að stjórnin væri nægilega sterk til aö verj- ast árásum skæruliðasveita múslíma. í Kabúl sagðist ríkis- stjórnin staðráðin í að halda völdum eftir að sovéski herinn hefur yfirgefið landið. Stjórnar- flokkurinn úthlutaði flokks- mönnum í Kabúl sem taldir eru um 30 þúsund, vopnum til að j verja hendur sínar. Samein- uðu þjóðirnar hafa hafið mat- vælasendingar til Kabúl, en þar er matur mjög af skornum skammti. VARSJÁ - Leiðtogar Sam- stöðu sögðust ekki búast við að tíu milljón manns muni ganga til liðs við Samstöðu ef verkalýðssamtökin yrðu lög- j leidd á nýju eftir sjö ára bann á ! starfsemi þeirra. Þegar þau I voru bönnuð áttu tíu milljónir! aðild að Samstöðu. VATIKANIÐ - Vatikanið mun síðar í þessari viku birta | yfirlýsingu þar sem öll form kynþáttahaturs eru fordæmd. JÓHANNESARBORG- Nú eru hópar pólitískra fanga í Suður-Afríku án þess að mál þeirra hafi komið fyrir dóm. Stór hluti þeirra hóf hungur- verkfall til að þrýsta á stjórn- völd að sleppa þeim eða dæma í málum þeirra. MOSKVA - Embættismenn j í innanríkisráðuneyti Sovét- ríkjanna segja að 87 manns hafi látist frá því kynþáttaóeirð- ir hófust milii Armena og Azera í Nagorno-Karabakh fyrir réttu ári. WASHINGTON - Hátt settur repúblikani f Varnar- málanefnd öldungadeildar | Singsins sagði að skýrsla Hvíta ússins um John Tower sem Bush hefur útnefnt sem varn-1 armálaráðherra Bandaríkj- j anna sýni fram á að ekkert sé j I veginum fyrir því að Tower fái i meðmæli varnarmálanefndar- j innar. FBI var falið það hlutverk að kanna hvort ásakanir þær sem bornar voru á Tower ættu við rök að styðjast, en svo virðist ekki vera. Ákvörðun varnarmálanefndar um það hvort mæla eigi með Tower var frestað á sínum tíma vegna þessa máls. ÚTLÖND Utanríkisráðherrar Mið-Ameríkuríkja funda í New York: Bush vill samvinnu við Sovétríkin um málefni Mid-Ameríku George Bush forseti braut blað í utanríkisstefnu Bandankj- anna í gær þegar hann sagði að Bandaríkin og Sovétríkin ættu í sameiningu að að leysa vandamálin í Mið-Ameríku. Með þessu hefur hann viðurkennt að Sovétmenn geti haft með málefni Mið-Ameríku að gera, en samkvæmt Monroe-kenn- ingunni svokallaðri sem Bandaríkjamenn hafa byggt utanríks- stefnu sína á í áratugi á ekkert stórveldi utan Ameríku rétt að beita áhrifum sínum þar. -Það eru svo mörg svið þar sem við getum beitt hinum nýja sam- vinnuanda og þetta svið er eitt þeirra, voru orð George Bush degi áður en utanríkissráðherrar Mið- Ameríkuríkja hittast að máli í New York til að ræða málefni þessa heimshluta. Hins vegar tók Bush það skýrt fram að Bandaríkin muni ætíð líta svo á að frelsi og lýðræði sé ófrávíkj- anleg regla í skipan mála í Róm- önsku Ameríku. Fyrir fund utanrfkisráðherranna sem hófst í gærkvöldi og verður framhaldið í dag lagði Miguel D‘Esc- oto Brockmann utanríkisráðherra Níkaragva fram hugmyndir að áætl- un þar sem Mið-Ameríkuríkin fimm og Bandaríkin ynnu saman gegn eiturlyfjasmygli og eiturlyfjafram- leiðsu á þessum slóðum. Sagði D‘Escoto að tilboð þetta yrði einnig lagt fyrir leiðtogafund Mið-Ameríkuríkja sem haldinn verður í San Salvador 13. og 14. febrúar. D‘Escoto sagðist fagna því að ríkisstjórn George Bush skuli leggja svo mikla áherslu á að vinna gegn eiturlyfjasmygli eins og stefnuskrá hans ber vitni um: -Við bjóðumst til að sjá um undir- búning að drögum slíks samnings sem, ef samkomulag næðist um það, yrði lagður fyrir utanríkisráðherra allra Mið-Ameríkuríkja og utanrík- isráðuneyti Bandaríkjanna fyrir miðjan næsta mánuð. Mánuði síðar myndum við bjóða til Managva utanríkisráðherrum þeirra ríkja sem vilja taka þátt í baráttunni gegn eiturlyfum og undir- rita þar samstarfssamning Mið-Am- eríkuríkja og Bandaríkjanna um baráttu gegn eiturlyfjasmygli, sagði George Bush forseti Bandaríkjanna við skrifborð sitt í Hvíta húsinu. Hann hefur nú brotið blað í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjana með því að viðurkenna að Sovétríkin geti haft með málefni Rómönsku-Ameríku að gera. D‘Escoto í gær. Sandínistastjórnin í Níkaragva hefur leitað mjög eftir bættu sam- komulagi við Bandaríkjastjórn eftir að George Bush tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hefur Or- tega forseti Níkaragva sagst vilja samningaviðræður við Bandaríkja- menn um málefni Níkaragva og heitið úrbótum f stjórnmálalífi landsins. Ný mannréttindaskýrsla bandarískra stjórnvalda: Mannréttindabrot Israela gagnrýnd í nýrri munnréttindaskýrslu Bandaríkjastjórnar eru ísraelsk stjórnvöld sökuð um sífellt harðn- andi mannréttindabrot, flest í tengsl- um við Palestínumcnn á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum og í Gaza. Þessi skýrsla er birt á sama tíma og Yitzhak Rabin varnarmálaráð- herra ísraels skýrir frá því að 360 Palestínumenn hafi látist í uppreisn- inni gegn hernámi ísraela, 30 af öðrum kynþáttum, rúmlega 7000 hafi særst og 22000 hafi verið hand- teknir. í skýrslu Bandaríkjastjórnar sem fjallar um mannréttindabrot í 169 löndum má finna nákvæmustu skil- greiningu á mannréttindabrotum þeim er ísraelar hafa framið á her- numdu svæðunum þá fjórtán mánuði sem uppreisn þeirra hefur staðið. í skýrslunni segir að herlið fsraeia hafi verið óviðbúið uppreisn Palest- ínumanna og þeim óeirðum sem henni fylgir, sérstaklega þeirri stað- reynd að unglingar leiki stórt hlut- verk í uppreisninni. Þetta hafi leitt til þess að herlið ísraela hafi beitt harðræði og framið alvarleg mann- réttindabrot gagnvart Palestínu- þjóðinni. f mannréttindaskýrslunni kemur fram að miklar breytingar hafi orðið í rétta átt varðandi mannréttindi í Sovétríkjunum, en þó sé langt í land að ástand sé þar viðunandi. Þá hafi þróun verið mjög jákvæð í Póllandi, Ungverjalandi, Suður-Kóreu, Tai- wan og Pakistan. Svörtustu sauðirnir að mati Bandaríkjastjórnar eru stjórnvöld í frak, Burma, Burundi og Súdan. Sérkennileg úrkoma í Astralíu: Sardínum rigndi yf ir hissa íbúa Ipswich fbúum í Ipswich í Ástralíu brá heldur betur í brún á sunnudaginn þegar tók að rigna yfir þá sardínum, en Ipswich er í 50 km fjarlægð frá strönd Queenslands. Þessi ósköp gengu yfir í kjölfar stórviðris er geisaði á þessum slóðum. -Ég heyrði hávaða sem ég hélt að væri af völdum hagléls, en þegar nánar var að gætt sá ég að það rigndi sardínum, sagði Debra Degen sem er húsmóðir í Ipswich. Talsmaður lögreglunnar hefur staðfest að sardínum hafi rignt yfir bæjarbúa í þó nokkru magni. Vísindamenn telja að mikið upp- streymi er fylgdi storminum hafi sogað sardínutorfu sem synt hafi við yfirborð sjávar upp úr sjónum upp í regnský sem fylgt hafi lægðardraginu inn yfir meginland Ástralíu. Þegar regnskýið var komið yfir Ipswich hefur uppstreymi minnkað þannig að sardínurnar féllu ásamt regndrop- um yfir bæjarbúa. Atburður svipaður þessum hefur að líkindum átt sér stað hér á landi fyrr á öldum í svokölluðum Fróðár- undrum. Annálar herma að yfir Fróðá hafi rignt blóði. Allar líkur eru á að þar hafi verið rauðáta sem stormur hreif upp af yfirborði sjávar sem síðan rigndi yfir Fróðá eins og blóð væri. Sovéski herinn kominn heim frá Afganistan Síðustu sovésku hersveitirnar hafa nú yfirgefið Kabúl höfuð- borg Afganistans og eru einungis nokkrir hermenn eftir í Afganist- an nú. Yfirhershöfðingi sovéska hersins í Afganistan Boris Grom- ov mun verða síðasti sovéski hermaðurinn sem heldur yfir landamærin til Sovétríkjanna þann 15. febrúar klukkan 10 árdegis. Mun hann halda ræðu sem standa mun í eina mínútu og tíu sekúndur og snúa baki í Afganistan. Enginn mun hlýða á ræðu Grontovs. Allir sendiráðsmenn erlendra ríkja hafa yfirgefið Kabúl og er stjórnarherinn nú að undirbúa vörn borgarinnar, en gert er ráð fyrir að sveitir skæruliða muni hvað úr hverju gera innrás í borgina. Skæruliðar hafa nú þegar gerst djarfari í árásum sínum, en í gær voru gerðar harðar árásir á flug- völlinn í Kandahar sem er næst stærsta borg Afganistans. Afg- anski stjórnarherinn ku hafa tek- ið vel á móti og fellt ellefu skæruliða, ef marka má fréttir Tass fréttastofunnar. Þá bárust einnig fréttir af hörð- um bardögum milli skæruliða og stjórnarhersins í Herat og Kund- uz héraði. Hin stóra herflutningalest sem hélt frá Kabúl til Sovétríkjanna hélt yfir landamærin í gær. Að sögn hermanna voru sveitir skæruliða við þjóðveginn alla leiðina, en engar árásir voru gerð- ar á sovésku hermennina. Þó fórust þrír hermenn í slysum vegna mikilla snjóalaga á leiðinni heim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.