Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 8. febrúar 1989 Sala ÁTVR 100.000 krónur á hverja fjölskyldu á íslandi 1988: Svolítið minna sopið og svælt Sú sparnaðarviðleitni sem greip landsmenn á síðasta ári kom m.a. fram í sölutölum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Áfengissala varð nokkru minni heldur en næstu tvö ár á undan, miðað við magn hreins alkóhóls á hvem landsmann 15 ára og eldri. Og sala á sígarettum og vindlum varð nú minni heldur en nokkru sinni frá 1980, miðað við sömu forsendur. AIls seldi ÁTVR áfengi og tóbak fyrir 7.247 milljónir á árinu, sem lætur nærri að svara til 100.000 kr. á hverja fjölskyldu í landinu. áður. Á yfirstandandi áratug komst salan hæst árið 1984, í 127 pakka á mann. Þótt margir hafi fagnað góðum árangri bæði hvað varðar fækkun ungmenna sem byrja að reykja og hins vegar fjölda þeirra sem hætta að reykja var sígarettusala ÁTVR í fyrra þó ennþá aðeins meiri heldur en í byrjun þessa áratugar. Um 4,48 lítrar á mann Áfengissalan jafngilti 4,48 lítr- um af hreinu alkóhóli að meðaltali á þá 187 þús. íslendinga sem náð höfðu 15 ára aldri. Það var um 3% minna en árið áður, en þá náði áfengissala á mann hæst á þessum áratug, 4,62 lítrar. Minnst varð hún hins vegar 4,25 lítrar, árið 1982. Munur mestu og minnstu sölu er því rúmlega 8%. Léttvínsbylgjan liðin hjá Val á milli einstakra veiga rokk- ar aftur á móti miklu meira. Sala á léttum vínum óx um þriðjung frá 1980-84 en hefur síðan minnkað í kringum 5-10% á ári. í fyrra var léttvínssala 8,16 lítrar á mann, eða sú sama og í upphafi áratugarins. Fyrst og fremst er það hvítvínið sem áhugi fólks hefur minnkað á, t.d. minnkaði sala þess um 15% á síðasta ári. Brennivínið í stórsókn Sala á sterkum vínum hefur þróast þveröfugt, aukist verulega ár frá ári síðan 1983 og er nú komin upp fyrir léttvínssöluna í lítrum talið, 9,11 lítrar á mann í fyrra. Athygli vekur að sala á brennivíni jókst um nær fjórðung og varð þar með aftur álíka og 1986. Sala á koníaki óx einnig drjúgt. Sala á gini hélt og áfram að stóraukast og hefur nú nær tvöfalast á tveim árum, að því er virðist á kostnað vodka og viskís. En sala þeirra tveggja tegunda dróst saman á síðasta ári. Um 116pakkar af sígarettum á mann Sala á sígarettum varð að meðal- tali 115,5 pakkar á hvern lands- mann 15 ára og eldri á síðasta ári, sem er 5 pökkum minna en árið Hafa verður í huga að í framan- greindar tölur vantar allar sígarett- ur sem um 150.000 ferðamenn og áhafnir flugvéla sem fluttu þá hafa keypt (og reykt) í fríhöfnum og erlendis, sem ætla má að sé a.m.k. tvöfalt meira en 70.000 ferðamenn keyptu árið 1980. Þetta á raunar einnig við um áfengissöluna. Enn meira hefur þó dregið úr sölu á vindlum. Vindlaskammtur- inn var 74 stykki á mann (15 ára og eldri) á síðasta ári. Það var minnk- un úr 79 stykkum (6,33%), frá árinu áður og úr 87 stykkjum árið 1980 (15%). Alls seldi ÁTVR áfengi fyrir um 4.250 milljónir króna og tóbak íyrir tæplega 3.000 milljónir, eða samtals 7.246 milljónir sem fyrr segir. Þar af fékk ríkissjóður 4.275 milljónir kr. í hagnað, eða um 59% af heildarsölunni. Lítrar á mann 15 ára og eldri 198G 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 KMM Létt vín 1ÉÉÍ Sterk vln i..........I Alkóhóllltrar Hvernig léttvínsbylgjan reis og hnignaði á ný sést glöggt á þessu línuriti. Þátt fyrir afvötnun mörg þúsund manna á þessum áratug hefur heildardrykkja (lítrar hreins alkóhöls á mann) heldur sigið upp á við fremur en hitt. Tóbaksneysla á mann 15 ára og eldri mllle (þúsund stk.) 3-------------------------------- 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 Vlndllngar Hver ár'ingur hefur náðst í baráttunni á móti sígarettureykingum á undanförnum árum kemur (að hluta) fram á þessu línuriti. Ljóst er að „betur má ef duga skal“ til að ná markmiði um reyklaust ár 2000. Fyrir þessa fjármuni fengu lands- menn um 3,2 milljónir lítra af áfengi (um 87.300 flöskur á viku) og um 21,6 milljón pakka af sígar- ettum (um 59.000 pakka á dag). Deilt niður á landsmenn svarar salan til um 100.000 kr. útgjalda á hverja vísitölufjölskyldu í landinu, þar af 58.500 kr. fyrir áfengi og 41.500 kr. fyrir tóbak. -HEI Viktor Rajevskí, aðstoðarforsætisráðherra, og Valter Khalliamjagi, ráðherra þjónustugreina á blaðamannafundinum Sl. fimmtudag. (Tíniamynd Pé(ur) Aðstoðarforsætisráðherra Eistlands og ráðherra þjónustugreina í heimsókn: Kanna moguleika á auknum viðskiptum Að undanförnu hafa verið staddir hér á landi þeir Viktor Rajevskí, aðstoðarforsætisráðherra Eistneska Sovétlýðveldisins og Valter- Khall- iamjagi, ráðherra þjónustugreina. Með þeim í för hefur verið Osvald Kaldre, sem er aðalforstjóri eist- neska út- og innflutningsfyrirtækis- ins Estimpex. Tilgangur heimsóknarinnar er sá að kanna möguleika á að koma á auknum viðskiptum milli Eistlands og íslands og á blaðmannafundi sl. fimmtudag sögðu ráðherrarnir að með auknu sjálfstæði einstakra lýð- velda Sovétríkjanna hefðu utanrík- isviðskipti nú færst í miklu ríkari mæli til lýðveldanna sjálfra en fyrr hefði verið. Hér væri um að ræða áhrif „Perestrojku", sem miðaði að því að draga úr hvers kyns miðstýr- ingu og dreifa ábyrgð. Sagði forsætisráðherrann að Eist- lendingar hefðu verið einna fram- takssamastir við að nota sér þetta aukna frelsi og þegar kannað mögu- leika í nýjum viðskiptum í Kanada og á Irlandi og nú væri röðin komin að íslandi. Eistland stæði mjög fram- arlega meðal Sovétþjóðanna, eink- um á sviði raforkuframleiðslu og í þjónustugreinum. Þar með væri tal- inn ullariðnaður og væri mikill áhugi á að að kanna hvort grundvöllur gæti orðið fyrir samstarfi í vöruþróun og tæknibúnaði á því sviði. Ráðherrarnir hafa átt viðræður við iðnaðarráðherra og ýmsa for- göngunienn íslensks iðnaðar meðan á dvöl þeirra hér hefur staðið. Nýstofnað vá- tryggingafélag Brunabótafélag íslands og Sam- vinnutryggingar g.t. hafa stofnað Vátryggingafélag íslands. Nýja félagið mun í framtíðinni annast meginhluta þeirrar vátrygg- ingastarfsemi sem nú er í höndum stofnfélaganna. Efnt var til hugmyndasamkeppni um nafn á hið nýja félag og fyrir valinu varð Vátryggingafélag íslands. Sjötíu manns áttu tillögu að þessu nafni og verður dregið á milli þeirra um verðlaunaféð sem nemur 200 þúsund krónum. Stofnfundur var haldinn á mánu- dag og var þar kjörinn Ingi R. Helgason formaður, Guðjón B. Ólafsson varaformaður og Hallgrím- ur Sigurðsson ritari. Forstjóri félags- ins var kjörinn Axel Gíslason. Þar til starfsleyfi fæst munu stofnfélögin tvö annast starfsemi og þjónustu við viðskiptavini Vátryggingafélags íslands. jkb Athugasemd við fullyrðingar Landvara: Gjald fyrir faxkröfurnar var vel kynnt Faxkröfur er viðbótarþjónusta Pósts og síma sem ekki er ætlað að koma í stað gildandi póstkröfu- þjónustu. Forráðamenn Landvara lýstu því yfir á blaðamannafundi að þeir hefðu orðið mikillar óánægju varir meðal landsbyggðarfólks með verðlagningu á faxkröfusendingar. Því telur Póstur og sírni ástæðu til að benda á að forráðamönnum Landvara hafi verið vandlega kynntur kostnaður við þessa teg- und sendinga og þeir fallist á þá verðlagningu. Unnið er að endurskoðun gjalds fyrir póstfaxþjónustu eins og gert hafði verið ráð fyrir er nokkur reynsla væri komin á hana. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.