Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. febrúar 1989 Tíminn 7 Kirkjan að Mælifeli í Skagafírði. rímamynd: Ö.Þ. Hugmyndum um fækkun prestakalla mótmælt Mikil óánægja ríkir í Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu með tillögu sem fram kom á kirkjuþingi í haust þess efnis að fækka prestaköllum á næstu árum. Mælifellsprestakall var einmitt eitt þeirra sjö prestakalla sem nefnd sem skipuð var árið 1985 til að endurskoða lög um skipan prestakalla og prófastdæma gerði tillögu um að lagt verði niður. í Mælifellsprestakalli eru fjórar kirkjur, á Reykjum, Mælifelli, Goð- dölum og Ábæ. Var gert ráð fyrir í nefndarálitinu að þrjár þær fyrst- töldu verði lagðar undir Glaum- bæjarprestakall en Ábæjarkirkju verði þjónað frá Miklabæ. f samtali við séra Ólaf Hallgríms- son sóknarprest á Mælifelli kom fram að fjallað hefur verið um þessa tillögu á fjölmennum safnaðarfund- um í Lýtingsstaðahreppi undanfarið og þeim þar harðlega mótmælt. Einnig hefur sveitarstjórnin mælt mjög eindregið gegn því að presta- kallið verði lagt niður. „Fólk telur þetta mál í rauninni vera byggðamál. Vill kirkjan og hið opinbera stuðla að enn frekari fækkun til sveita en þegar er orðin, eða er vilji fyrir að halda óbreyttri skipan prestakalla með aukinni samvinnu presta sín í milli,“ sagði séra Ólafur. Fyrir skömmu var haldinn auka héraðsfundur Skagafjarðarprófasts- dæmis. Á fundinum kynnti séra Hjálmar Jónsson prófastur tillögur sínar um skipan prestakalla í hérað- inu. Er þar meðal annars gert ráð fyrir að prófastsdæmið skiptist í tvær starfsdeildir, austan og vestan Hér- aðsvatna og að prestum í héraðinu verði ekki fækkað. Jafnframt er gert ráð fyrir aukinni samvinnu presta sem miða að aukinni þjónustu í fjölmennasta prestakallinu, Sauðár- króksbæ. ÖÞ-Fljótum Forsvarsmenn Álafoss og Hildu hafa ákveðið að vinna að sameiningu markaðsfyrirtækja sinna: Sameinast Forsvarsmenn Álafoss hf. og Hildu hf. hafa ákveðið að vinna að því að sameina markaðsfyrirtæki sín í Bandaríkunum í eitt fyrirtæki til að stuðla að hagræðingu í rekstr- inum. Iðnaðarráðherra hafði for- göngu um viðræðurnar milli fyrir- tækjanna og mun halda þvi' áfram. Stefnt er að því að fyrir 1. maí n.k. liggi fyrir hvort af þessari sámein- ingu verður. Eftir sem áður munu Álafoss hf. og Hilda hf. starfa sem sjálfstæð og aðskilin fyrirtæki á íslandi. Álafoss hf. rekur í New York sölu- og dreifingarfyrirtæki, sem selur fatnað og ullarvörur til versl- ana víðsvegar um Bandaríkin, m.a. um net umboðsmannakerfis. Hilda hf. starfrækir fyrirtæki í Pittsburgh. sem selur og dreifir ullarvörum til 33 verslana í Banda- ríkjunum, Kanada og eyja í Kara- bíska hafinu. Þessar verslanir eru allar reknar undir nafni Hildu og selja eingöngu vörur frá fyrirtæk- inu. Með því að samcina þessi mark- aðsfyrirtæki er talið að betra tæki- færi gefist til sameiginlegs mark- aðsátaks fyrir íslenskar ullarvörur á Bandaríkjamarkaði, segir í til- kynningu frá Iðnaðarráðuneytinu. Auk betri mögulcika til dreifingar muni sameining leiða til sparnaðar í yfirstjórn beggja fyrirtækjanna. - HEI Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri afhcnti vinningshöfunum sjónvarps- tækin í Útvarpshúsinu. Með honuni á mvndinni eru f.v. Jón Guðni Arason, Kristmann Óskarsson ásamt dætrum sínum og Stefán Ingi Óskarsson sölumaður ITT. Happdrætti útvarpsins Allir þeir sem skilvíslega greiddu afnotagjöld Ríkisútvarpsins í byrjun þessa árs voru þátttakendur í happ- drætti sem dregið var í nýlega. Hemmi Gunn og Elsa Lund drógu út 52 nöfn úr hópi 55 þúsund skil- vísra greiðenda í stuttum sjónvarps- þætti. Viðurkenningarnar voru tvö ITT litsjónvarpstæki méð 32ja tommu tvískiptum skjá og 50 vasaút- varpstæki. Sjónvarpstækin hlutu hjónin Jón Guðni Arason og Aðalheiður Sigfús- dóttir búsett í Reykjavík og Bergljót Hermannsdóttir og Kristmann Ósk- arsson úr Garðabæ. Vinningshafar útvarpstækjanna fengu þau send í pósti. jkb Stokkseyringurinn sem leitað var að: Varð úti Þorvaldur Elísson, 41 árs gamall Stokkseyringur, sem Árnessýslulög- regla leitaði að í fyrrinótt, fannst látinn rétt sunnan við byggðina í Þorlákshöfn um klukkan þrjú þá sömu nótt. Þorvaldur var til heimilis að Sólvöllum 1, Stokkseyri. Að sögn lögreglu virðist sem mað- urinn hafi hrakist undan illviðrinu, er geisaði á landinu á sunnudag, og orðið úti. Aukatónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands: Vinsælar aríur úr þekktum óperum Á aukatónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á morgun 9. febrúar, kl. 20.30, mun hin heimskunna sópr- ansöngkona, Ileana Cotrubas, syngja. Á efnisskrá verða vinsælar aríur úr þekktum óperum eftir Verdi, Puccini o.fl. Ileana Cotrubas er rúmensk og lagði snemma sönginn fyrir sig. Hún stundaði nám í Tónlistarskólanum í Búkarest og kom fyrst fram í „Ópcra Romana" 1964. Þaðan lá leið hennar til Tónlistarháskólans í Vín í Aust- urríki. Að námi loknu var hún ráðin að Óperunni í Frankfurt í Vestur- Þýskalandi til þriggja ára. Innan tíðar lá framabraut hennar víða um lönd, s.s. á Tónlistarhátíðarnar í Salzburg, Glyndebourne og Flor- cnce og í Konunglegu óperuna í Covent Garden í Lundúnum og Ríkisóperuna í Vínarborg. Á átt- unda áratugnum varð Ilcana Cotr- ubas hcimsfræg og kom fram í öllum helstu tónleikahúsum Evrópu og Bandaríkjanna, s.s. La Scala í Míl- anó og Metropolitan óperunni í New York. Hún hefur sungið flest sópranhlutverk tónbókmenntanna og auk þess að syngja á sviði hefur hún sungið inn á fjölmargar hljóm- plötur og í sjónvarpsuppfærslum. Hekla hf. hefur styrkt komu Ileönu Cotrubas með fjárframlagi og sagði Sigfús Ingimundarson, for- stjóri Hcklu hf. að þaö væri stefna fyrirtækisins aö styrkja það sem vel væri gert, þegar efni stæðu til. Það væri gert nú, og vonaði Itann að þessi stuðningur yrði hvatning til hljóð- færaleikara hljómsveitarinnar og annarra sem stæðu að hljómsveitinni til ent. frekari dáða á tónlistarsvið- inu. Upphallega stóð til að söngvarinn Hermanna Prey syngi á þessum tónleikum, en strax í haust varð Ijóst, að af því gat ekki orðið. Tónleikagcstir ættu þó ekki að verða sviknir af þessum skiptum, því hvar sem Ileana Cotrubas hcfur komið fram, hefur hún heillað áhorfendur. Miðasala á þessa tónleika hófst í janúar og eru aðeins öfráir miðar eftir á tónleikana. En svo lengi sem miðar verða til, verða þeir seldir í Gimli við Lækjargötu og ef efni standa til við innganginn í Háskóla- bíói við upphaf tónleikanna. Ileana Cotrubas, sópransöngkona.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.