Tíminn - 08.02.1989, Page 9

Tíminn - 08.02.1989, Page 9
Miðvikudagur 8. febrúar 1989 Tíminn 9 llllimi VETTVANGUR llllllllllllllllllll Friöjón Guömundsson: Hafa skal ráð þó heimskur kenni I Tímanum þ. 8. des. sl. er grein eftir Hauk Halldórsson form. Stéttarsambands bænda, sem m.a. varðar hina svokölluðu „aðlögun“ búvöruframleiðslunnar í landinu. Grein þessi er að nokkru leyti svar við þeirri gagnrýni er birst hefur í blöðum í haust og vetur á landbúnaðarstefn- una, stjórnun búvöruframleiðslu og margnefnd uppkaup á fullvirðisrétti framleiðenda. Sökum þess að grein H.H. mun ef til vill að einhverju leyti eiga rætur að rekja til skrifa undirritaðs um landbúnaðarmál tel ég rétt að gera við hana nokkrar athugasemdir. Pað cr góðs viti að við séum virtir svars, við sem erum að reyna að benda á þá galla sem við teljum vera á búvörulögunum og fram- kvæmd þeirra, og með því móti að leitast við að hjálpa til við lausn á vandamálum landbúnaðarins á erf- iðum tímum. Því sannast að segja hefur ekki farið mikið fyrir slíkri virðingu við okkur hingað til. H.H. telur að greinarskrif gagn- rýnenda landbúnaðarstefnunnar beri vott um mikið vanmat á þeirri erfiðu stöðu landbúnaðarins frá því fyrir setningu búvörulaganna 1985. Og að það hafi verið mis- skilningur að bændastéttin hafi átt þess kost að halda útflutningsbóta- kerfinu óbreyttu. Ég get ekki svar- að fyrir aðra, en þetta er ekki rétt að því er mig varðar. í grein, sem birtist í Frey í mars 1985 skömmu fyrir setningu búvörulaganna gagn- rýndi undirritaður harðlega undir- búning að setningu þeirra og varaði t.d. sterklega við afnámi útflutn- ingsbótaréttarins ellegar skerð- ingu á honum „nema annað kæmi í staðinn jafngilt“. Var á það bent að ef dregið yrði úr útflutningsbót- um yrði að nota það fé er við það sparaðist til uppbyggingar annarra búgreina-nýbúgreina. Varsérstök áhersla lugð á atvinnuskógrækt í sveitum, sem kæmi smá saman í stað samdráttar í hefðbundinni bú- vöruframleiðslu, þar sem þaö ætti við. Pað er auðvitað alveg út í hött að spyrja hvar við stæðum án búvörulaganna. Það hefur enginn verið að tala um að framleiðslu- ráðslögin gömlu ættu að standa óhögguð um alla eilífð, heldur hitt að það hcfði þurft að vanda betur til búvörulaganna en gert var. Kjarni málsins er sá að þau eru gölluð og óhagstæð landbúnaðin- um og dreifbýlinu að ýmsu leyti. Og reglugerðirnar um framleiðslu- stjórnun eru enn meira gallaðar. Fullyrðing H.H. um að stjórn- endur búvöruframleiðslunnar hafi ekki síður gætt hagsmuna smærri búanna, en þeirra stærri er vægast sagt mjög hæpin. Ég átti í haust tal við einn Stéttarsambandsfulltrúa. Hann kvaðst hafa spurt félaga sína á Stéttarsambandsfundi, -þar með taldir forystumenn S.B. - að mig minnir - að því hvernig þeir ætluðu sér að gæta hagsmuna minni bú- anna. Um það sagði hann - var alger þögn. Þetta segir sína sögu. Ekki skal því neitað að búvöru- samningar S.B. við ríkisstjórnina veita okkur tryggingu. En eins og ég hefi áður bent á, þá halda þeir ekki að því er varðar sjálft afurðamagnið, svo dæmi sé tekið. í 7. gr. samningsins íyrir verðlagsárin 1988/89 til 1991/92 stendur m.a. svofelld málsgrein: „Nefndin getur látið fara fram kaup eða leigu fullvirðisréttar af útflutningsbótafé ef hagkvæmt þykir og fullt samkomulag verður um. Skal þá semja sérstaklega um að hve miklu leyti og á hvern hátt þessi lciga eða sala kemur til frá- dráttar því magni sem um getur í 2. gr.“ Umrædd nefnd, svokölluð fram- kvæmdanefnd búvörusamninga, er skipuð4 mönnum, og magn samkv. 2. gr. er „umsamið" afurðamagn mjólkur og kindakjöts, sem ríkis- sjóður ber fulla verðábyrgð á. Fjögurramanna nefndin virðist því með samningi þessum hafa fengið fullt umboð til samninga um skerðingu á „umsömdu" afurða- magni, „ef það telst hagkvæmt". Er því Ijóst að fáeinir menn geta haft í hendi sér að stjórna með fullviröisréttinn, þ.e.a.s. keypt hann upp - innan vissra marka - og gert þar með viðkomandi jarðir óhæfar til ábúðar og í flQstum tilvikum óseljanlegar. Saiíjpykkt aðalfundar S.B. um þetta atriði sl. haust breytir í raun engu þar um. Hins vegar kveða búvörulögin skýrt á um að útílutningsbótaféð. sem nú nemur 5% af heildarverð- mæti búvöruframleiðslunnar, skuli ganga óskipt til útflutningsbóta á kindakjöti og mjólkurafurðum. Umrædd ráðstöfun virðist því beinlínis andstæð ákvæðum bú- vörulaganna. Sama er að segja um kaup Framleiðnisjóðs á íullvirðis- rétti. eftir öðrum leiðum. Ekki er skilgreint í búvörusamningi hvern- ig eigi að meta umrædda „hag- kværnni". En Ijóst er að hún er í reynd metin á mælistiku ríkissjóðs. A hana er lagt einhliða peningalcgt mat í þröngum skilningi með skammtíma sjónarmið í huga, án þess að meta urn leið þjóðhagsleg og þjóðfélagsleg áhrif. H.H. reynir að verja þessi full- virðisréttarkaup, og telur að þau hafi lítil sem engin áhrif til byggöa grisjunar. Það er auðvitað fráleit ályktun. Markmið þeirra er bein- línis að kaupa viðkomandi bændur út úr framleiðslunni til „ávinnings" fyrir þá sem eftir standa, sérstak- lega bændur með stóru búin. Þetta veit H.H. auðvitað flestum mönn- um betur. H.H. telur réttilega að lengja þurfi aðlögunartíma landbúnaðar- ins til næstu aldamóta. Þessi viður- kenning form. S.B. er vissulcga ánægjuefni, og ég vænti þess fast- lega að hann beiti sér fyrir því að þetta verði gert. Gallarnir á búvörulögunum cru fleiri en of skammur aðlögunar- tími. Gallarnir eru margir, og þaö er óðum að koma í Ijós að flestar eða allar aðvaranir mínar fyrir setningu þeirra voru á rökum reist- ar. Lögunum þarf að breyta eins fljótt og unnt er. Um þaö mál verður ekjji rætt hér, en undirritað- ur cr tilbúinn að leggja fram hug- mvndir til úrbóta þar um. Ég er sammála H.H. um að vandi landbúnaðarins sé stór. En mér finnst ekki allskostar sann- gjarnt að saka okkur sem höfum gagnrýnt landbúnaðarstefnuna eft- ir bestu samvisku um skilningsleysi á þessum vanda, eða um skort á málefnalegri umræðu og tillögum til úrbóta. Því miöur ber alltof mikið á því. ekki bara í umræðum um landbúnaðarmál, heldur al- mennt um hvaðeina, sem um er fjallað í þjóðlífinu að röksemdir eru ekki metnar sem skyldi efnis- lcga heldur inikiö fremur eftir því hvcrjir bera þær frani eda halda þeim á lofti. Það ér því engin furða þó manni komi æði oft í hug gamli góði málshátturinn: „Hafa skal ráð þó heiniskur kenni". Kjarninn í niínum hugmyndum um landbúnaðarmál hefur verið og er í stuttu máli sá að það þurfí og verði að flýta sér liægt, og ætla sér góðan tíma til aðlögunar breyttum viðhorfum með það meginmark- mið í huga að viðhalda byggð um landiö allt. Og ef það tekst ekki vegna mistaka eða sökum van- rækslu þá sé voðinn vís. Mistökin í landbúnaöarstjórn- sýslunni hafa vissulega verið marg- vísleg. Ekki er ætlunin að tíundn þau hér. Get þó ekki látið hjá líða að minnast á eitt: Þó loðdýrarækt sé ótrygg búgrein á hún vissulega rétt á sér, ef farið er að meö gát. En á síðustu árum hefur gerst sorgarsaga í þcssari atvinnugrein, sem stjórnvöld bera mikla og þunga ábyrgð á. Áróðurstórnvalda fyrir loðdýrarækt varóskynsamlegur og auðvitað allt of mikill. Það var alltof geyst af stað farið svo nú stcfnir í algcrt öcfni. Eitt sláandi dæmi af mörgum um fljótfærni og flumbruhátt í stjórnsýslu, scm undirstrikar rökscmdirnar l'yrir því að flýta sér hægt og athuga sinn gang. Hugsa sér hversu mikiö hel'ði mátt gera í atvinnuskógrækt ísveit- um - svo dæmi sé tekið - þó ekki væri nema fyrir helming þcirra fjármuna, sem ausiö hefur verið í loðdýraræktina. Heföi það vcriö gert væri ástandið n ú allt annað. En svona er þetta hvarvetna í þjóðlífinu svo að segja hvert scm litiö er: Heljarstökk og kollsteyp- ur, yfirþyrmandi öfgar í cfnahags- málum og rekstri atvinnustööva, svo ekki sé talað um önnur eins ósköp og spákaupmcnnsku og ok- urstarfscmi. Það er fáránlegt að ætla sér að leysa hinn svonefnda „efnahags- vanda“ þjóöarinnar meö því aö þjarma að landshyggöinni og sveit- unum. Það virkar hara öfugt, cin- faldlega vegna þess að vandi land- búnaðarins er afleiðing „cfnahags- vandans“ en ekki orsök. Ef íslendingar hefðu kunnað fótum sínum forráð í efnhagslegu tilliti á undaníörnum árum og ára- tugum, haft stjórn á hinni svo- nefndu verðbólgu, stundað ráð- deild í meðíerð fjármuna og í rckstri fyrirtækja í stað bruðls og óráðsíu hefðu útflutningsgreinarn- ar verið samkeppnisfærar á erlend- um mörkuðum og landbúnaðurinn scnnilega alltaf staðiö á grænni grein með útllutning á sinni ómenguðu úrvalsframleiðslu, bæði kjöti og mjólkurvörum. Svona er óráðsían búin að lcika dreitbýlið grátt, og raunar um leið á margvís- legan hátt allan landslýð. Nýlega sá ég í Morgunblaðinu viðtal við Halldór Kristjánsson bónda á Skerðingsstöðum í Reyk- hólasveit. í viðtalinu varar Halldór m.a. við þeirri sérstæðu hættu scm skapast myndi ef heilar sveitir cða héruð legðust í eyði. Þeirri hættu að sveitirnar myndu fyllast af út- lendingum scm hefðu alvarlcgar afleiöingar í för með sér fyrir þjóölífið. Þetta er þörf ábending. Þeir íslcndingar eru alltof margir scm liafa mjög takmarkaðan skiln- ing á gildi dreitbýlis- og sveita- byggða, en eru hinsvegar áfjáðir í erlenda fcrðamenn og útlcndinga- dekur. Þar viö bætist að ásókn útlcndinga í að setjast hér að fcr mjög vaxandi. Hafi Halldór á Skerðingsstöðum þökk fyrir þessa viðvörun. Forseti íslands sagði í síðasta nýársávarpi sínu að íslenska þjóðin ætti og þyrfti að byggja landið allt. Ég vona svo sannarlcga að sem fleslir íslcndingar geti orðiö sam- mála um að þetta séu orð í tíma töluð að það sé þjóöfélagsleg nauð- syn og bcinlínis skylda samtclags- ins að sjá svo um að þetta verði gcrt „jaðarbyggðirnar" svonefndu ekkí undanskildar. En þaö sem fyrst þarf aö gera er að afnctna, svo fljótt sem unnt er, opinber afskipti og hverskonar önnur áhrif sem vinna gegn þessum markmiðum. Hvernig til tekst getur hrcinlega ráðið úrslitum um tilveru okkar sem sjálfstæörar þjóðar. 22.01. 1989 Friðjón Guðinundsson FÓLK llllllllll!IIHII!'" ........... ...Illlllllllllllllll. .ailllllllllllllll. ■tllllllllllll:;: ■lillllllllllll. .,::illllllllllllll!l':' ... ... "'llllllllllllllllllllli,. . ... Nýjasta tíska: Nú er það vatn í stað víns Maðurinn er eina skepnan á jarðríki sem getur þróað með sér þörfina á að drekka eitthvað annað en vatn. Enska skáldið Byron lávarður hélt því reyndar fram að maður yrði að vera drukkinn til að geta sýnt skynsemi. 165 árum eftir dauða Byrons sýnist mörgum einmitt það vera skynsamlegra sem skáldinu þótti óskynsamlegt. Þeir verða sífellt fleiri sem grípa til vatnsflöskunnar þegar þeir þurfa að svala þorsta sínum. Og þessi þróun á sér stað úti í heimi um það leyti sem íslenskir bjórunnendur hugsa gott til glóðarinnar að geta loks þambað bjór að vild. „Vatnsdrykkjukynslóð“ í breska blaðinu „The Sunday Times“ var nýlega fjallað um þenn- an nýja drykkjusið og sagði blaðið þar „byltingu" á ferðinni. í kvöld- verðarboðum drekki þriðjungur gestanna allt kvöldið sódavatnið „Perrier“. I bandaríska vikuritinu „Time“ segir að nú þegar megi tala um nýja „vatnsdrykkjukynslóð". 1 blaðinu er því haldið fram að „vatnstíska" hafi leyst „víntísk- una“ af hólmi. í London hefur nú verið gefin út bók þar sem gerð er grein fyrir þekktustu og bestu tegundum sódavatns um allan heim. Þar er m.a. 20 blaðsíðna kafli um vestur- þýskt sódavatn, t.d. „Furst Bis- marck Quelle“, „Staatlich Fachin- gen“, „Oberkinger", „Gerolstein- er“ og „Apollinaris". Þegar rýnt er í lista yfir helstu sódavatnsdrykkjuþjóðir heims Johann Wolfgang von Goethe drakk jöfnum höndum sódavatn og vín. „Annað til að gefa andan- um frelsi og hitt til að Ijú honum vængi,“ sagði hann. kemur í ljós að Þjóðverjar eru þar fremstir í flokki. Meðalneysla á mann í Þýskalandi tvöfaldaðist á síðustu 10 árum og nemur nú 73 lítrum. Misjafn sódavatnssmekkur Þjóðverjar kjósa heldur sóda- vatn með gosi í og sést það á því að 75% þess sódavatns sem selt er þar í landi inniheldur mikla kol- sýru, 20% hefur miðlungs kolsýru- innihald og 5% er án goss. Rússarnir drekka „Zhelezno- vodsk“, Brasilíumenn „Caxambu“ eða „Sao Lourenco“, sem er angi af Perrier-fyrirtækinu, og flestir Kóreumanna drekka goslaust „Diamond Pure Water“. Óvenjulegt vatn var nýlega sett á markað í Kaliforníu. Það er með tröfflubragði og frá fyrirtækinu „Mendocino“. Þetta vatn er nú tískudrykkur kalifomískra uppa. Johann Wolfgang von Goethe hefði hins vegar ekkert rokið upp til handa og fóta. Að vísu drakk hann sjálfur gjarna sódavatn („Fachinger") en ekkert síður vín. „Annað til að gefa andanum frelsi og hitt til að ljá honum vængi,“ sagði hann.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.