Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Timirin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason ' Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Fótboltahetjan tekur í taumana Þau tíðindi hafa gerst alveg óvænt, að Borgara- flokkurinn hefur hætt viðræðum um stuðning við ríkisstjórnina. í framhaldi af því hefur Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra lýst því yfir, að ríkisstjórnin muni halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og treysta á stuðning einstaklinga innan stjórnarandstöðu. Daginn fyrir þriðjudagsfund þingflokks Borg- araflokksins var ekki annað vitað en samningsaðil- ar væru að ná saman, en á þingfundi á mánudag flutti Albert Guðmundsson, sendiherra, skrítna ræðu sem benti eindregið til þess, að allar stjórn- armyndunarviðræður Borgaraflokksins hefðu farið öfugar ofan í hann. Albert hefur sem kunnugt er vikið úr formannssæti í flokknum, en talar nú eins og hann eigi þennan flokk enn, sé faðir hans og forsjármaður og Júlíus Sólnes sé ekki annað en peð á varamannabekk. Albert var sterkur maður á fótboltavellinum, en það hefur ekki hreyst að hann hafi gefið boltann til þeirra sem sátu á varamanna- bekknum, eða yfirleitt verið fús að láta boltann frá sér. Albert Guðmundsson spurði á þingi hvort verið væri að gera Borgaraflokkinn að athlægi. Hann svaraði þeirri spurningu sjálfur á þriðjudagsmorg- uninn, þegar hann hafði kúgað þingflokkinn til hlýðni, rétt ófarinn úr landi. Síðan situr þjóðin með bros á vör, fullviss þess að óvanir menn hafi verið að verki í Borgaraflokknum. Eftir stendur svo óvissan um hvort einhverjir í Borgaraflokknum vilja enn ekki samstarf við ríkisstjórnina. Það kemur í ljós á næstu dögum. Varla kostar það nýjan þingflokk, enda yrði þá helmingur hans staðsettur í París. Ríkisstjórnin þarf að koma í gegn mörgum þýðingarmiklum málum, og þarf til þess stuðning á Alþingi umfram það fylgi sem hún hefur. Stjórnarandstaðan hefur ekki mörg ráð á hendi til lausnar á margvíslegum vanda þjóðfélagsins. Að þessu sinni treysti hún á Albert og væntir þess, eins málefnalaus og hún er að enginn úr stjórnarand- stöðu snúist til fylgis við einstök mál ríkisstjórnar- innar. Það verður að koma í ljós. Borgaraflokkur- inn sprakk á inngönguversinu vegna manns sem er rétt ófarinn til Parísar, og átti að vera búinn að afhenda Benedikt Bogasyni, varaþingmanni, þing- sæti sitt. En það dregst væntanlega eitthvað. Þó er ljóst að þingsætið getur Albert ekki tekið með sér til Parísar hversu feginn sem hann vildi. Þingsæti hans verður enn um sinn kyrrt í landinu. En að lokum síns pólitíska ferils hefur honum þótt henta, að skilja við þingflokk Borgaraflokksins þannig í hugum almennings, að hann sé ekki annað en samsafn af strengbrúðum á hinum pólitíska fót- boltavelli, þar sem Albert sjálfur spilar sóló. Miðvikudagur 8. febrúar 1989 IIIIIIIM GARRI ...................... ..................-..- ' .......... ............... Stefnt til fróðleiks Jón Oddsson hæstaréttarlög- niaöur hefur látiö hafa eftir sér í blöðum undanfarið að hann ætli í mál við Samband ísl. samvinnufé- laga til þess að fá upplýsingar um hver eigi það. Þetta er tilkomið vegna gjaldþrots Kaupfélags Sval- barðseyrar og yfirstandandi skipta á þrotabúi þess. Er svo að sjá að lögmaðurinn hyggist þarna stefna Sambandinu sjálfum sér til fróð- leiks, til þess að afla sér upplýsinga um það hvernig eignaraðild að því sé háttað. Nú er vitaskuld ekkert óeðlilegt við það að menn reyni að afla sér upplýsinga um staðreyndir sem þá skortir vitneskju um. En hitt er óvanalegra að menn fari dómstóla- leiðina til þess eins að afla sér fróðleiks um hluti sem tiltölulega auðvelt sýnist vera að fá allar upplýsingar um eftir mun aðgengi- legrí lciðum. Sérstaklcga á þetta við hér, þar sem ætla verður að lögmaðurínn hljóti að vera vel heiina i Lagasafninu, þar sem staðreyndir málsins er að finna. Samvinnulögin Hér á landi gilda sérstök lög um samvinnufélög, og þar er að finna ákvæði um þessi atriði. Þar er tekið skýrt og grcinilcga fram að þau lög gildi um öll félög sem starfi á samvinnugrundvelli, scm innifel- ur þá að þau gilda jafnt um Sam- bandið sem einstök kaupfélög. Þar cru líka ákvæði uni að komi til félagsslita samvinnufélags þá skuli innstæðufé í óskiptanlegum sameignarsjóðum ekki grciðast út til félagsmanna. Fyrst eigi að greiða af því allar skuldir félagsins, en það sem þá verði eftir eigi síðan að ávaxta undir umsjón hlutaðeig- andi héraðsstjórnar uns samvinnu- félag eða samvinnufélög með sama markmiði taki aftur til starfa á félagssvæðinu. Þannig hefur lög- gjafinn hér sett þá reglu að einstak- ir félagar ■ sam vinnufélagi eigi ekki kröfu til sérstaks eignarhluta í þvi umfrant stofnsjóð sinn. Um stofnsjóðina eru líka sérstök ákvæði í samvinnulögunum. Um þá segir þar að í stofnsjóð eigi að leggja sem séreign hvers félags- manns nokkuð af tekjuafgangi þeim sem kemur í hlut hans við reikningslok. Fé stofnsjóða á sam- kvæmt lögunum að nota sem veltu- fé í þarfir félagsins, en stofnsjóðs- eign hvers félagsmanns kcmur ekki til útborgunar nema við andlát hans, burtflutning hans af félags- svæðinu, við gjaidþrot hans eða cf hann verður fátækrastyrksþurfi. Þctta eru þau ákvæði laga um samvinnufélög sem varða eignar- aðild félaga þeirra að þeim. Þau virðast satt að segja ekki vera svo flókin að við þau sé þörf á sérstök- um lögskýringum sprenglærðra lögmanna, hvað þá að þörf sé á að leita úrskuröar dómstóla um hver þau séu. Spurningin um sjóðina Hér hefur löggjafinn með öðrum orðum búið svo um hnútana að samvinnufélög geti byggt upp sjóði scm séu í sameiginlegri eign félaga þeirra og undir stjórn aðalfundar og kjörinna valdastofnana viðkom- andi félags. Hins vegar eru þessir sjóðir ekki hlutaðir niður og skráð- ir sem séreign hvers félaga, líkt og er um hlutafé i hlutafélögum. Þetta er eitt helsta sérkenni samvinnufé- laga og það sem fyrst og fremst skilur þau frá hlutafélögum. Og frá þessu er tryggilega gengið í sam- vinnulögunum. Að því er kaupfélögin og Sam- bandið varðar er ckki annað vitað en að þessi rcgla hafi verið viður- kennd að fullu í reynd. Þegar komið hcfur til gjaldþrota ein- stakra félagsmanna í kaupfélögum, eða til gjaldþrota einhverra af kaupfélögunum innan Sambands- ins, þá hefur aldrei svo sögur fari af verið gerð um það krafa að öllu eigin fé viðkomandi sainvinnufé- lags sé skipt upp og hluti þess lagður inn í þrotabúið. Enda verð- ur ekki betur séð en að slíkt sé gjörsamlega nheimilt samkvæmt samvinnulögunum. Dómarar dæma vitaskuld eftir gildandi landslögum, og þeir hafa ekki heimild til að ganga inn á verksvið iöggjafans og breyta lögunum. í Ijósí þessa verður ekki annað sagt en að yfirlýsingar lög- mannsins um þessa málsókn séu vægast sagt licldur furðulegar. Og láti hann af henni verða þá vakna spurningar. Eins og menn vita er munurinn á samvinnufélögum og hlutafélögum sá að sjóðirnir eru óskiptanleg sameign félaga í sam- vinnufélögum en séreign hluthafa í hlutafélögum. Ætlar lögmaðurinn virkilega að fara fram á það við dómstóla að þeir kveði upp dóm þess efnis að sjóðir samvinnufélags séu ckki sjóðir samvinnufélags heldur í reynd hlutafé í hlutafélagi? Og getur dómstóll fellt slíkan úrskurð án þess að vera þar með farinn að breyta lögum sem Alþingi íslend- inga hefur sett? Um þessi atriði vantar eiginlega upplýsingar. Garri. VÍTTOG BREITT Átta lægða veðurlag Ekki fer orð af því að Veðurstof- an sé ekki hlutverki sínu vaxin þótt fyrir komi að lægðaslóðinn sé ekki nákvæmlega dreginn, svona eftir á að hyggja og að hann blási af svolítið annarri átt en von var á fyrir sólarhring. En þrátt fyrir að fólk hafi góða reynslu af veðurspám, að minnsta kosti hvað það snertir að taka þær trúanlegar, er eins og talsvert vanti á að tekið sé mark á þeim, eða veðri yfirleitt. Þótt langt sé liðið á þorra telst það til stórtíðinda að hann bresti á með hríð og snjó kyngi niður, jafnvel sólarhringum saman. Allir fréttamiðlar eru fullir upp með fréttir af vondri færð, samgöngu- erfiðleikum og niðurfellingu skóla- halds og skemmtana. Víða verður messufall vegna tíðarfarsins. Fiskiskip fá á sig brotsjói og koma meira og minna löskuð til hafna. Leiðangrar eru gerðir út til að ná í fólk í jeppaleiðöngrum inn að hálendi og að jöklarótum og snjósleðar keyra á fullu niður í jökulsprungur. Alltaff að óvörum Óþarfi er að tyggja upp allar þær stórfréttir sem stöðugt berast af endalausum samgönguerfiðleikum milli landshluta, héraða og innan bæja. Höfuðborgarsvæðið er lang- mesta ferðahérað landsins og mætti eflaust víðar leita til að fá samjöfn- uð um önnur eins ferðalög og þar eiga sér stað að jafnaði. Ekki vantar heldur miklar fréttir af hrakningum og erfiðleikum þar og eins og víðar eru fréttamenn sífellt að tyggja upp eftir einhverj- um öðrum að bílar og önnur farar- tæki séu vanbúin til vetraraksturs. En tilfellið er, að oft og víða eru bókstaflega öll farartæki vanbúin til að komast leiðar sinnar við þau skilyrði sem ofanhríð og skafrenn- ingur skapa á Fróni. Fárviðri hér og ofsaveður þar eru fréttirnar og í gær var einna helst til tíðinda að átta lægðir væru á veðurkortum og lítil von er til að þeim fækki í bráð. Samgöngur eru ekki hið eina sem tíðarfarið setur úr skorðum. Fiskiskip gera ekki betur en halda sjó langtímum saman eða liggja í vari. Margskyns útivinna verður örðug og sjálfsagt dýr og fok og hrun vinnupalla er orðið óþarfi að færa í annála. Óbókfærður kostnaður Vetrarveður og fannfergi er sjaldan talið til útgjalda nema að þvi leyti hvað snjóruðning varðar. Einhverjar peningaupphæðir eru yfirleitt tiltækar þegar spurt er hvað kostað hafi að ryðja þjóð- vegaspotta eða strætisvagnaleiðir í bæjum. En má ekki velta fyrir sér hvort nokkur skaði sé skeður þótt dregið verði eitthvað úr athafnalífi á átta lægða tímabilum? Þarf alla þá hörku í skólasókn að ekkert nema aftakaveður og ófærð verði til þess að auglýst sé að kennsla falli niður dag og dag? Skyldi ekki vera úrelt vinnu- harka að láta byggingamenn vera utan í húsum í hryðjunum þegar allt þeirra vinnuþrek fer bersýni- lega í að halda sér og passa að verkfærin fjúki ekki úr höndum þeirra. Sjófang er takmarkað af afla- kvóta eða sóknarmarki. Samt er stór hluti flotans í hættu vegna brotsjóa vegna þess að honum er haldið úti í ballarhafi í átta lægða tíð. Mæla einhver skynsamleg rök með þessu? Svona má lengi spyrja. Fólk hrekst um milli vinnustaða, skóla og heimila, oft vegalengdir sem áður hefðu verið taldar í þing- mannaleiðum, því öllum hjólum athafnalífs verður víst að halda gangandi hvað sem á gengur. Áreiðanlega liggja engar tölur fyrir um hvað tjón á bílum sem verið er að nauðga um ófærðina nemur háum upphæðum. Hvað skyldi langvarandi átta lægða tímabil fækka notkunarárum bíla mikið? Kannski kærir enginn sig um að vita það. Það er enginn einn aðili sem ræður því hvort skólum og vinnu- stöðum verður lokað þegar kuld- aboli geysist um og veldur erfið- leikum og fjárhagstjóni. Það hefur heldur enginn ákvörðunarvald um hvort sífellda nauðsyn beri til að halda samgönguleiðum milli landshluta opnum og hve brýn erindi fólk á milli byggða. Hins vegar er umhugsunarefni hvort ekki er sjálfsagt að draga úr athafnasemi margs konar í átta lægða tíð. Að minnsta kosti ætti fólk ekki að láta eins og að enginn munur sé á þorra og hörpu og að það er alveg óhætt að taka mark á hríðarspá áður en maður situr fastur í bylnum í fyllingu tímans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.