Tíminn - 08.02.1989, Síða 20

Tíminn - 08.02.1989, Síða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RlKISSKP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnathúsinu v/Tryggvogötu, ® 28822 VERBBRlfAUIBSIUPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691 NÝJA SENDIBlLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989 „Hvenær veit maður hvort maður skoðar konuna sína sem maki eða læknir?" Fær ekki greitt fyrir að skoða konuna sína Ef læknir stundar börn sín eða maka sem heimilislæknir þeirra getur hann ekki vænst þess að fá greitt fyrir þá vinnu. Þetta er ágreiningsefni í athyglisverðu máli sem upp er komið í Reykjavík. Kristín Þorsteinsdóttir sem bú- sett er í Reykjavík er skráð í sjúkrasamlag sem sjúklingur eigin- manns síns Ólafs Mixa læknis. Samkvæmt því sækir hún til hans læknisþjónustu, hvort sem það er almenn læknisskoðun eða neyðar- þjónusta. Læknirinn skrifar reikn- inga fyrir unna vinnu og sendir þá til sjúkrasamlagsins. Nú ber svo við að Sjúkrasamlag Reykjavíkur neitar að greiða þessa reikninga og endursendir þá. Sama er að segja , um reikninga sem iæknirinn sendir vegna barna sinna. Með endursendum reikningi vegna læknisþjónustu við barn sitt fékk læknirinn eftirfarandi út- skýringar frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur; „Sjúkrasamlagið sér sér því mið- ur ekki fært að grelða yður slíka reikninga nema að fenginni nánari skýringai.á þeim. Það hefur ekki líðkast að læknar gerðu reikning til sjúkrasamlags Reykjavíkur fyrir viðtöl eða skoðun á maka sínum eða börnum. Enda ef til vill oft erfitt fyrir lækna að greina hvort hann er þar í hlutverki læknis eða sem bonus pater familias (hinn góði heimilisfaðir).“ „Það er ekki ólöglegt að æskja greiðslu þessa reikninga, en þetta er ekki venjan," sagði Þorvaldur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Sjúkrasamlagsins í samtali við Tímann. „Enda gefur þetta tæki- færi til allskonar reikningstilbún- ings og óeðlilegrar reikningsgerðar af hendi lækna. Ef um aðgerðir eða útlagðan kostnað er að ræða er það aftur á móti alitaf greitt athuga- semdalaust. Hvenær veit maður hvort maður skoðar konuna sína sem maki eða læknir? Þetta verður ekki greitt að svo komnu máli.“ „Þetta er algjörlega ólöglegt af hendi sjúkrasamlagsins og brot á samningum," sagði Kristín Þor- steinsdóttir þegar Tíminn hafði samband við hana. „Við tökum þessu hreinlega sem persónulegum skætingi og aðdróttun að mínum heiðarleika." Hún vildi benda á að sér þætti þetta óeðlileg sparnaðarráðstöfun af hálfu Sjúkrasamlagsins. Kristín sagði það vera heimilislæknisins að meta hvort viðkomandi sjúklingi bæri að leita til sérfræðings vegna krankleika. „Ef farið er beint til sérfræðings í stað þess að ráðgast við heimilislækni og í ljós kemur að ekki var þörf á sérfræðingsat- hugun, þýðir það margfaldan kostnað fyrir sjúkrasamlagið. Við þetta gerir sjúkrasamlagið enga Kristín Þorsteinsdóttir eiginkona Ólafs Mixa læknis. Sjúkrasamlag Reykjavíkur neitar að greiða rcikning frá eiginmanni og lækni Kristínar. Tímamynd: Ámi Bjama athugasemd. Hvar ætlar stofnunin að setja mörkin, nýtur fólk sjúkra- samlagsréttinda gagnvart lækni sem er faðir, sonur eða tengdason- ur?“ Kristín sagði að vissulega kæmi fyrir að hennar fjölskylda þyrfti að leita læknisaðstoðar. „Við kom- umst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að sjúkrasamlagið sinnti ekki sinni tryggingarskyldu þrátt fyrir að heimilislæknirinn sé faðir bamanna sem hann stundar." Ekki eru til neinar reglur í samningum sjúkrasamlagsins sem banna lækni að stunda böm sín og fá fyrir það greiðslu. „Ef þau hafa skap í sér til þess að sækja málið frekar eru ekki til neinar reglur sem banna greiðslu reikninga vegna þessa. Þau verða bara að sanna að þetta sé vegna læknisvið- tals en ekki annars konar viðtals milli hjóna,“ sagði Þorvaldur Lúð- víksson. jkb IHUBB SMM—nr 111111111 Eyþór Ólafsson, sölu- og markaðsstjóri SL, eftir 150 milljón króna samningsriftun Aldi-norður: Grænfriðungar munu seint hætta skærum Norðurdeild verslunarkeðjunnar Aldi ■ V-Þýskalandi hringdi ■ gær til söluskrifstofu Sölustofnunar lagmet- is í Kiel og frysti kaupsamning sem náði fram ■ ágúst n.k.. Talið er að riftunin kosti um 150-160 milljónir króna. Búist er við að innkaupastjóri Aldi-norður, Kujahn að nafni, muni staðfesta þessa riftun með bréfi inn- an fárra daga. Starfsmaður SL í Kiel, K.H. Jakubotvski, skýrði fram- kvæmdastjórn frá þessari stöðvun viðskipta með skeyti sem barst til landsins samdægurs og var honum greinilega mikið niðri fyrir og sagðist halda að brátt yrði úti um alia sölu íslendinga til landsins. Eyþór Ólafsson, sölu- og mark- aðsstjóri SL sagði að þetta væri mikið áfall þar sem nú væru græn- friðungar búnir að setja um tíu ára starf SL í V-Þýskalandi í hættu og koma í veg fyrir þessi viðskipti um óákveðinn tíma. Er búist við því að grænfriðungar muni nú leggjast af fullum þunga á aðra viðskiptavini SL í landinu og eyðileggja viðskipti við þá hvern á fætur öðrum með skipulögðum skærum. Ekki hefur neitt komið fram sem sýnir að al- menningur sniðgangi íslenska vöru, en fólk hefur orðið fyrir ónæði af völdum mótmælastöðu grænfrið- unga við verslanirnar og jafnvel persónulegs aðkasts. „Svona vinna þessir grænfriðung- ar og það er erfitt fyrir okkur að berjast á móti þessu. Ég kannast svolítið við svona fólk frá Bandaríkj- unum og það tekur þessa baráttu eins og trúarsannindi. Maður breytir því ekki og er ég þeirrar skoðunar að þó peningum verði varið í áróður gegn ásökunum grænfriðunga þá verði þeim sjálfum ekkert haggað," sagði Eyþór. Sagði Eyþór að árangur grænfrið- unga byggðist á því að almenningur vildi helst ekki lenda í útistöðum við mótmælendurna fyrir utan verslanir og dæmi væru um að fólk hafi orðið fyrir aðsúgi fyrir það eitt að sækja verslanir Aldi. „Þeir eru með hópa af fólki fyrir utan einhvern fjölda af Aldi-verslunum og þetta skapar leið- inda umtal og forsvarsmenn Aldi vilja auðvitað bara losna við þessi mótmæli. Þeir segjast ekki vilja blanda sér í pólitík og það séum við sem verðum að leysa þetta mál,“ sagði Eyþór. „Þessi riftunarmál að undanförnu eru meiri háttar sjokk fyrir okkur. Sagði hann jafnframt að það væri tómt mál að tala um að fara í skaðabótamál við Aldi. „Við erum með allt niður um okkur og maður bara fer ekki í mál við verslanakeðj- ur út af svona málum. Þetta eru kóngarnir. Þeir hafa svo mikil áhrif og völd að það er með ólíkindum. “ Sagði Eyþór að ekki hafi neitt verið afráðið með hvort viðskipti verði tekin upp að nýju eftir að hvalveiðum lýkur samkvæmt vís- indaáætlun stjórnvalda í haust. „Það liggur t.d. ekkert fyrir að grænfrið- ungaT hætti mótmælum við verslanir 4>ar sem íslensk vara verður á boð- stólum, þegar hvalveiðum lýkur í haust, því við verður áfram vondu mennirnir í þeirra augum.“ KB Geymdir í vagni í gær var lögreglan kvödd að Birtingakvísl í Reykjavík en þar hafa fjórir hestar verið geymdir í flutningavagni á annan sólarhring. Á mánudag átti að flytja hestana norður í land en vegna ófærðarinnar var það ekki hægt. Lögreglan leitaði til vörslumanns borgarsvæöisins og kannaði hann aðbúnaðinn ■ flutningavagninum. Hestunum er gefið og brynnt í vagninum og taldi vörslumaðurinn í lagi hafa þá þar þangað til í dag en ef ekki tækist að flytja þá norður í dag yrði að koma þeim ■ hesthús hér ■ borginni. Á myndinni má sjá lögregluna kanna aðstæður. Tlmamynd: Pjetur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.