Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 3
rí ' i , t i' f' i j ■’ v,*/ ’ Miðvikudagur 8. febrúar 1989 ......Tíminn *' 3 Færeyingar kaupa nær sjötta hluta allra íslenskra sviðahausa: Færeyingar borða meira af sviðum en íslendingar Svið falla svo vel að smekk Færeyinga að þeir kaupa héðan hátt í þrefait fleiri sviðahausa heldur en kjötskrokka. Rúmlega 121 tonn af sviðum voru seld héðan til Færeyja á s.l. ári, sem lætur nærri að vera um 110 þús. hausar. Af kindakjöti kaupa Færeyingar um 650 tonn á ári. Miðað við venjulegan fallþunga geta það verið í kring um 46-47 þús. skrokkar, eða um einn skrokkur á mann, sem er svipað magn og Færeyingar framleiða sjálfir í eyjunum. Að viðbættum h.ausum af eigin sláturfé virðist í kringum sjö sviða- kjammar koma í hlut hvers Færey- ings að meðaltali. Það er um tveim kjömmum meira en eftir verður handa hverjum íslendingi, þ.e.a.s. ef við torgum öllum þeim sviðum sem þeir kaupa ekki. Sviðin kaupa Færeyingar frágeng- in á sama hátt og við, þ.e. sviðinn haus og sagaðan, pakkaðan í loft- tæmdar umbúðir. Auk sviða og dilkakjöts kaupa þeir héðan nokkurt magn af innmat, svo sem lifur, hjörtu og mör. Alls er það magn sauðfjárafurða sem þeir kaupa héðan er í kringum 20 kg á hvern íbúa að meðaltali, samkvæmt upplýsingum Jóhanns Steinssonar hjá Búvörudeild Sam- bandsins. Það magn mundi t.d. svara til um 5.000 tonna innflutnings hér á landi. Jóhann sagði að Færeyja- markaðurinn væri orðinn stöðugur, en möguleikar á að auka hann að ráði væru ekki miklir. Það kinda- kjöt sem Færeyingar framleiða sjálf- ir (um einn skrokk á mann á ári) sagði Jóhann þá nær allt verka sem skerpukjöt. Hangikjötið okkar kunna þeir hins vegar alls ekki að meta, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til kynningar á því. Færeyjar ber mjög oft fyrir augu þegar litið er yfir vöruflokka í út- flutningsskýrslum Hagstofunnar, og eru eitt af þeim tiltölulega fáu lönd- um sem við seljum margfalt meira heldur en við kaupum af. Alls var útflutningur til Færeyja um 333 millj. króna árið 1987, samanborið við 51 niillj. króna innflutning þaðan. Af einstökum liðum það ár fékkst hæsta upphæðin, um 95 millj. kr. fyrir rúmlega 2.600 tonn af fiska- fóðri. Pappaumbúðir, ýmisskonar veiðarfæri, fiskikassa, rafeindavogir og fleira tengt sjávarútvegi og vinnslu keyptu Færeyingar fyrir um 90 milljónir, landbúnaðarafurðir fyr- ir um 75 millj., loðnu fyrir um 42 millj. og þess utan margar aðrar tegundir iðnaðarvara fyrir minni upphæðir. - HEI Uppáhaldsmatur granna okkar í Færeyjum, svið. Tímamynd Árni Bjarna. Borgaraflokkur hættir stjórnarmyndunarviðræðum: Réð dæmalaus ræða Alberts úrslitum? Miklar skemmdir á púst- Á fundi sameinaðs þings á mánu- dag flutti Albert Guðmundsson ræðu, þar sem hann spurði hvort ríkisstjórnin væri að hafa Borgara- flokksmenn að fíflum með viðræð- um um stjórnarmyndun. Vitað var að Albert hafði lýst sig mjög and- snúinn þeim viðræðum sem faríð höfðu fram og taldi þær til einskis. Ræða hans á Alþingi mun hafa komið flokksmönnum hans mjög á óvart, og munu þeir hafa orðið ásáttir um að leggja niður allt tal um stjórnarmyndun a.m.k. í bili. Þessi afstaða kom svo betur í ljós á þingflokksfundi Borgaraflokksins í gær, þar sem Albert mun hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu. í fyrrakvöld var hins vegar orðið ljóst, að Borgaraflokkurinn undir stjórn Júlíusar Sólnes var um það bil að semja við ríkisstjórnina um stjórnarþátttöku. Skyndilegt hug- hvarf hans og annarra þingmanna Borgaráflokksins má svo tvímæla- laust rekja til dæmalausrar ræðu Alberts Guðmundssonar á þingi á mánudaginn. Hvað það hughvarf varir lengi verður ekki sagt um á þessu stigi. Eins og kunnugt er verður Albert Guðmundsson sendiherra íslands í París og er búist við að hann taki við því embætti í marsmánuði. Hann hefur látið af formennsku í Borgara- flokknum fyrir nokkru, og gegnir Júlíus Sólnes nú formennsku í hans stað. Sem slíkur hefur hann stjórnað viðræðum Borgaraflokksins við ríkis- stjórnina undanfarið. Sú vinna hefur nú öll verið unnin fyrir gýg og menn standa í sömu sporum og áður hvað þátttöku Borgaraflokksins snertir. Ræða Alberts Guðmundssonar á þingi á mánudag lýsti meiri sársauka og vonbrigðum en þingflokksmenn hans töldu sig geta undir staðið. Albert var ómyrkur í máli og spurði orðrétt úr ræðustóli í samein- uðu þingi, „hvort verið væri að gera grín að Borgaraflokknum?, hvort verið væri að nota fólk eins og saklausa einfeldninga? Hann bætti við að aumkunarvert væri að horfa upp á vinnubrögð Júlíusar Sólnes núverandi formanns Borgaraflokks- ins og átaldi mjög undanlátssemi hans í viðræðum við ríkisstjórnina og sagði vinnubrögð formannsins fíflagang er væri ofar sínum skiln- ingi. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir sagði í samtali við Tímann að hún teldi að eins og staðan væri nú hefði það verið rétt ákvörðun að hætta við- ræðunum við stjórnarflokkana. „Eins og forsætisráðherra hefur sagt þá gerðist þetta ekki í neinu illu og það eru komin inn í efnahagslögin ýmis atriði sem við höfðum fram að færa. Ég held að við sjáum bara hvað setur.“ Þegar Aðalheiður var spurð nánar út í það hvort hún teldi að til frekari viðræðna kæmi sagði hún: „Það getur allt mögulegt gerst.“ Aðspurð um afstöðu hennar til efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinn- Albert Guðmundsson ar sagði Aðalheiður: „Ég mun veita bráðabrigðalögunum sama stuðning og í haust. Önnur frumvörp er ég ekki farin að skoða nógu rækilega til að geta sagt til um hver mín afstaða verður en mér sýnist þar vera eitt og annað sem hægt er að styðja." Aðalh’eiður sagðist jafnframt vona að ekki þyrfti að koma til kosninga meðan ekki væri búið að koma atvinnulífinu á réttan kjöl. Júlíus Sólnes formaður Borgara- flokksins sagði í samtali við Tímann að ágreiningur út af matarskattinum hefði verið dragbítur á viðræðurnar allan þann tíma sem þær stóðu yfir. „Það má segja að það hafi verið mistök að leysa ekki þennan ágrein- ing í upphafi í stað þess að leyfa þessu að reka á reiðanum. Þó að þokast hafi í samkomulagsátt í öðr- um málum þá var umræðu um matar- skattinn alltaf ýtt til hliðar. Þegar fór svo að nálgast lokastundina þá varð ekki umflúið að taka á þessu, en þá kom í Ijós að það var ekki hægt að leysa þennan ágreining. Aðalstjórn og meginhluti flokksins voru mjög harðir á þessari kröfu og vildu alls ekki sætta sig við annað en að henni yrði náð fram og settu hana sem skilyrði fyrir áframhaldandi viðræð- um. Ég lít þannig á að mér, sem formaður flokksins, hafi verið skylt að fara eftir þessari kröfu.“ Aðspurður um hugsanlegan stuðning við ríkisstjórnina sagði hann að Borgaraflokkurinn myndi taka afstöðu á flokkslegum grund- velli til einstakra mála, en sagðist jafnframt ekki fara leynt með að það væri ýmislegt í efnahagsráðstöfun- unum sem hann væri ekki ósáttur við. Júlíus sagði að möguleiki á frekari viðræðum um stjórnarþátttöku hefði ekki verið ræddur innan flokksins og það yrði tíminn bara að leiða í ljós. i Júlíus var að lokum spurður út í j viðbrögð Alberts Guðmundssonar, I sem m.a. hótaði að stofna nýjan | þingflokk ef Borgaraflokkurinn I gengi til samstarfs við ríkisstjórnina. „Ég hef ekki mátt vera að því að fylgjast með því hvað fráfarandi formaður hefur verið að segja eða gera. Ég hef verið önnum kafinn í stjórnarmyndunarviðræðum og það var skýlaus krafa aðalstjórnar að þetta yrði reynt til þrautar. Mér var skylt að fylgja þeim fyrirmælum." -ES kerfum Vegna færðarinnar á höfuð- borgarsvæðinu hefur verið óvenju annasamt hjá þeim sem gera við pústkerfi bifreiða. „Ruðningurinn á götunum rekst undir lægri bílana, fólksbif- reiðarnar og hreinlega skrapar pústkerfið undan þeim,“ sagði Gylfi Pálsson eigandi Pústþjón- ustunnar sf. Svona viðgerðir geta verið dýrt spaug. Ef skipta þarf um púst- kerfi BMW bifreiðar getur það kostað allt að 40 þúsundum króna. Á litlum fólksbílum kostar það um 10 þúsund. Gylfi sagði einnig að áberandi væri hve miklu lélegri pústkerfi væru á nýrri árgerðum bifreiða. „Við höfum verið að fá hingað bíla frá ’87 með pústkerfi stór- skemmd af ryði. Manni finnst það nú algert lágmark að púst- kerfi endist vel rúmlega tvö ár.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.