Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 8. febrúar 1989 kunnuo Tímrnn 19 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ I.KIKI-'f'ilAC 2í2 RKYKIAVlKlJR SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson Fimmtudag kl. 20.00 Fimmtudag 16. febr. kl. 20.00. Næst si&asta sýning Föstudag 17. febr. kl. 20,00. SíSasta sýning. Uppselt Þjóðleikhúsið og íslenska óperan sýna iboffmanne ópera eftir Offenbach Föstudag kl. 20.00 Sunnudag kl. 20.00 Föstudag 17. febr. kl. 20.00 Laugardag 18. febr. kl. 20.00 Föstudag 24. febr. kl. 20.00 Sunnudag 26. febr. kl. 20.00 Leikhúsgestir á sýninguna sem felld var niður s.l. sunnudag vegna óve&urs, vinsamlegast hafið samband við miðasölu fyrir 16. febrúar til að fá aðra miða eða endurgreiðslu. Sýningum lýkur i byrjun mars ÓVITAR barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Ath! Sýningarnar hefjast kl. tvö eftir hádegi. Laugardag 11. febr. kl. 14. Fáein sæti laus Sunnudag 12. febr. kl. 14. Fáein sæti laus Laugardag 18. febr. kl. 14 Sunnudag 19. febr. kl. 14 Laugardag 25. febr. kl. 14 Sunnudag 26. febr. kl. 14 Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson 60. sýning laugardag 11. febr. kl. 20.30. Uppselt Sunnudag 12. febr. kl. 20.30 eftir Göran Tunström Ath. breyttan sýningartíma 5. sýning í kvöld kl. 20. Uppselt. Miðvikudag 8. febr. kl. 20. Fimmtudag 9. febr. kl. 20. Miðasala i Iðnó sími 16620 Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Símapantanir virka daga frá kl. 10-12. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 21. mars 1989. I MS4 Háskaleg kynni leikrit eftir Christopher Hampton byggt á skáldsögunni Les liaisons dangereuses eftir Lados. Laugardag kl. 20.00. Frumsýning Miðvikudag 15. febr. 2. sýning Sunnudag 19. febr. 3. sýning Laugardag 25. febr. 4. sýning Kortagestir ath. Þessi sýning kemur f stað listdans í febrúar. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20. Simapantanireinnig virka daga kl. 10-12. Sími11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíðog miði á gjafverði. Julia Roberts Molly Ringwald og Andrew McCarthy eru aðalleikararnir í nýrri kvikmynd, sem kölluð er „Fresh Horses". Söguþráðurinn er saga um ákafa ást ungmenna, sem ekki eiga þó vel saman. Andrew leikur skólapilt, Matt, sem verður yfir sig ástfanginn af ungri sveitastúlku frá Kentucky, Jewel. Hún er uppfull af kynþokka og pilturinn hefur á tilfinningunni að Jewel sé hættuleg fyrir hann, en hann dregst samt að henni og getur ekki um annað hugsað. Þau upplifa „hina stóru ást“ sem fylgir þeim allt lífið, þó þau verði að skilja. er kannski ekki orðin heimsfræg ennþá, en þessari ungu leikkonu er spáð glæsilegri framtíð. Hún á bróður sem heitir Eric Roberts og er nokkuð þekktur leikari. Hann segir sjálfur, að áreiðanlega verði hann í framtíðinni frægastur fyrir það, - að vera bróðir Juliu Roberts! Julia hefur verið heppin með hlutverk, t.d. leikur hún aðalhlutverk í myndinni „Steel Magnolias", þar sem hún leikur dóttur Sally Fields. Þessi mynd er mjög umtöluð. Þá hefur Julia leikið með stjörnum eins og Shirley MacLaine, Dolly Parton, Daryl Hannah, Olympia Dukakis, Sam Shepard o.fl. og segist hún hafa lært mikið af þessum reyndu leikurum. „Ég ætlaði að verða dýralæknir," segir Julia, „en ég féll í skóla á stærðfræði, svo ég hætti. Ungfrú Ramsey, kennslukonan min, sagði að ég gæti aldrei orðið neitt í lífinu úr því að ég hætti í skólanum. Mér sárnaði og ég reiddist. Ég vildi bara óska að hún sæi í blöðunum hvað ég fæ góða gagnrýni. Þegar ég er að leika hugsa ég oft: Þetta ætti hún ungfrú Ramsey að sjá. Það má kannski segja, að orð hennar, sem mér þóttu svo tillitslaus, hafi orðið mér til góðs, því þau hafa svo vissulega stappað í mig stálinu að standa mig vel. “ Brúokaup meo Söngkonan Hazel O’Con- nor hefur lengi verið áhang- andi Hari Krishna og þess vegna kom engum það á óvart að um daginn þegar hún gekk í hjónaband, fór athöfnin fram í Hari Krishna-musteri. Mikið gekk á og alls kyns serimoníur voru viðhafðar stæl umhverfis og yfir stóru báli inni í musterinu. Ekki fylgir sögunni hvað brúðguminn heitir en tekið skal fram vegna meðfylgjandi myndar að það er ekki eldinum að kenna að brúðhjónin komu afar stuttklippt út úr muster- inu. Berry í gamla daga. Hann var einkar liðugur á sviðinu. Rokkari aldarinnar Hvað skyldu vitsmunaver- ur úti í geimnum fá að vita um jarðarbúa þegar þeim tekst loks að ná til sín banda- ríska Voyager-geimfarinu og kanna innihald þess? Meðal þess fróðleiks sem þar er að finna er að við erum hrifin af Bach, Beethoven og Charles nokkrum Edward Anderson Berry. Geimferðastofnun Banda- ríkjannna lét gera sérstakan hljómdisk fyrir 10 árum þegar Voyager var sendur af stað út í óvissu geimsins. Á diskinum er sígild tónlist ásamt hinu ódauðlega lagi Chucks Berry, „Johnny B. Goode“ uni drenginn sem lék á gítar eins og að drekka vatn. Chuck Berry sem nú er 62 ára er oft kallaður faðir rokksins og nú hefur verið gerð um hann heimildamynd. I henni kemur vel fram að Berry hefur lifað í meira lagi viðburðaríku lífi og reynt flest um dagana. Hann var fjórði af sex systkinum í St. Louis og ólst upp við tónlist af öllu tagi. Þegar hann komst fyrst á vinsældalistana var hann 28 ára trésmiður og lagið var „Maybelline“. I kjölfarið fylgdu síðan lög á borð við „Roll over, Beethoven", „Sweet little sixteen" og „No particular place to go“ sem hafa haft áhrif á tónlistar- menn allar götur síðan, svo sem Bítlana, Rolling Stones, Beach Boys og U2. Gjarnan er sagt um Berry að þrennt hafi stjórnað lífi hans: kynþáttafordómar, peningar og kynlíf. Tvennt af þessu varð að minnsta kosti Chuck Berry kominn yflr miðjan aldur en enn í fullu fjöri. til að koma honum í stór- vandræði. Hann hefur aldrei kunnað að umgangast pen- inga og áður en hann varð frægur sat hann inni fyrir þjófnað. Árið 1979 fór hann síðan í fangelsi fyrir skattsvik. Fáfræði hans í viðskipta- málum hefur að líkindum kostað hann tugi milljóna króna og nú orðið hefur hann fyrir reglu að láta greiða sér fyrirfram í reiðufé, þá fer ekkert milli mála. Afskipti hans af hinu kyn- inu komu honum líka í klípur. Árið 1960 sat hann í fangelsi í tæp tvö ár fyrir að flytja unglingsstúlku milli ríkja í ósiðlegum tilgangi. En þrátt fyrir öll hliðarsporin á ferðum sínum hefur Berry verið traustlega kvæntur Toddy sinni lengi og þau eiga fjögur börn. Kynþáttafordómum hefur Berry alltaf svarað með tón- list sinni enda sannfærður um að sitt rokk sé það besta. Þeir Jerry Lee Lewis elduðu lengi grátt silfur saman og Jerry lét fordóma sína á svertingjum þá óspart í ljós á hljómleikum sínum. Berry er þrátt fyrir allt ekki viss um að hann sé svo hrifinn af kynþáttajafnréttinu. - Nú er ekkert gaman lengur að dansa við hvítar stúlkur, segir hann. - Áður fyrr var það verulega æsandi af því að það var bannað. Hvað á rokkheimurinn Chuck Berry að þakka? Keith Richards í Rolling Stones svarar því líklega einna best: - Ég get orðað það þannig að ég hafi stolið hverjum einasta hljómi og laglínu sem hann lét frá sér heyra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.