Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 16. febrúar 1989 Veðurbarðir flýja á náðir sólarinnar: Ásóknin eykst í sólarferðir í janúarmánuði og því sem liðið er af febrúar hefur orðið marktæk aukning á sölu ferða til sólarstranda miðað við síðasta ár. Þetta var samdóma álit starfsm- anna ferðaskrifstofa sem Tíminn ræddi við. Enda ef til vill ekki nema von ef við leiðum hugann að fjölda sólarstunda í janúar sem samtals voru tvær. „Það er alltaf þannig að miklar vetrarhörkur og votviðrasöm sumur auka sölu ferða til landa þar sem betur viðrar,“ sagði starfsmaður Útsýnar. „Það er búin að vera stans- laus ös hjá okkur undanfarna daga.“ Nú stendur yfir sá tími þegar flestar ferðaskrifstofurnar gefa út sumaráætlanir sínar. Fyrir útkomu þeirra vildu menn tengja aukning- una veðrinu sem hefur verið að trylla landsmenn undanfarið. Við- skiptavinirnir treysta sér oft og tíð- um ekki út í frumskóg ferðatilboð- anna einir og óstuddir. Eftir að ferðabæklingarnir hafa verið gefnir út hefur á langflestum skrifstofanna verið stanslaus straumur fólks. „Ég bjóst satt að segja ekki við að svona mikið yrði að gera. Eftir að bæklingurinn okkar var auglýstur var eins og allir tækju við sér. Fólk nær sér í eintak og spyr mikið. Fer heim, kcmur sér notalega fyrir, skoðar myndir úr sóiinni og skipu- leggur sumarfríið,“ sagði sölustúlka einnar skrifstofunnar. Hjá ferðaskrifstofunni5ögu feng- ust þær upplýsingar að einnig hefði óvenju mikið verið spurt um skíða- ferðir. En eins og kunnugt er hefur ekki viðrað til skíöaiðkana innan- lands undanfarið, frekar en annarrar útiveru. Veðrið hefur þau áhrif að fólk drífur sig fyrr af stað en ella til að skipuleggja sumarfríið. „Jafnvel þó fólk ráðgeri ekki að flýja land um- svifalaust, þá höfum við orðið vör við umtalsverða aukningu á fyrir- spurnum varðandi sumarið," sagði starfsmaður Samvinnuferða-Land- sýnar. Þar sögðu þau þó að með hækkandi sól og batnandi veðri mætti búast viö mestri söluaukningu miðað við reynslu fyrri ára. jkb Svo virðist sem svona veður fái fólk tif áð hugsá um sól og sumaryl á fjarlægum baðströndum Hluti samninga við Sovétmenn í höfn: Milljóna kr. söluaukning Á þessu ári verður stórfelid aukning á sölu ullarvara Álafoss hf. til Sovétríkjanna. Síðastliðinn föstudag tókust samningar um sölu á ullarpeysum. En ekki hefur ennþá verið samið um sölu trefla vegna misræmis í verðhugmyndum samningsaðila. Hin nýja samninganefnd ríkisins kom saman í gær til að búa sig undir komandi kjarasamninga við ríkisstarfsmenn. Formaður nefndarinnar er Indriði H. Þorláksson hagsýslustjóri en hann er annar frá vinstri í aftari röð. Honum á hægri hönd stendur Svanfríöur Jónasdóttir sem starfa niun ineð ncfndinni. Tímunynd: Ární Bjarnn. Ný samninganefnd ríkisins skipuð: 9 konurog 3 Fjármálaráðherra hefur skipað í nýja samninganefnd til viðræðna við ríkisstarfsmenn um kaup og kjör. Það vekur athygli að af 12 nefnd- armönnum eru að þessu sinni aðeins þrír karlmenn en í gömlu nefndinni sem skipuð var í febrúar 1987 var hins vegar aðeins ein kona þannig að hér hafa hlutföllin snúist við. í nefndinni sitja nú Arndís Stein- þórsdóttir deildarstjóri í sjávarút- vegsráðuneyti, Arnhildur Ásdís Kolbeins deildarstjóri hjá Launa- skrifstofu ríkisins, Ásta Lára Leós- dóttir launaskrárritari hjá Launa- skrifstofu ríkisins, Berglind Ásgeirs- dóttir ráðuneytisstjóri félagsmála- ráðuneytis, Birgir Guðjónsson deildarstjóri hjá Launaskrifstofu ríkisins, Guðrún Ásta Sigurðardóttir deildarstjóri í fjármálaráðuneyti, Guðríður Þorsteinsdóttir starfs- mannastjóri Ríkisspítala, Indriði H. Þorláksson hagsýslustjóri, Inga Svava Ingólfsdóttir starfsmanna- stjóri Pósts og síma, Kristrún ísaks- dóttir deildarsérfræðingur hjá menntamálaráðuneyti, Sigrún Ás- geirsdóttir deildarstjóri hjá Launa- skrifstofu ríkisins og Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri dóms- málaráðuneytis. í gömlu nefndinni voru Geir H. Haarde, Guðmundur Björnsson, Guðmundur Karl Jónsson, Halldór S. Kristjánsson, Sigurður Helgason og Ingimar Sigurðsson og vara- mennirnir Hjalti Zóphaníasson, Pét- ur J. Jónasson og Runólfur Birgir Leifsson auk þeirra Indriða H. Þor- lákssonar og Sigrúnar Ásgeirsdótt- ur, Þorsteins Geirssonar og Birgis Guðjónssonar sem sitja í hinni nýju nefnd. karlar Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði að hann vænti góðs samstarfs við nefndina. í henni væri margt ungt fólk sem hefði gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum hjá ríkinu með sóma. Þá sagðist liann fagna ályktun formannafundar BSRB sem félli mjög að hugmyndum ríkisstjórnar- innar um komandi kjarasamninga. Samningaviðræður vegna sölu á ullarvörum Álafoss hf. á þessu ári hófust í nóvember sl. Fyrirtækin sem samið var við eru útflutningsfyr- irtækið Razno og sovéska samvinnu- utanríkisverslunin. „Það var dálítið stapp að ná þessum samningum í höfn. En á föstudaginn var náðust samningar um fatnaðinn," sagði Jón Sigurðar- son framkvæmdastjóri Álafoss hf. í samtali við Tímann. Þeir samningar hljóða upp á sölu á um 220 þúsund peysum en andvirði þeirra er um 200 milljónir króna. Auk þess hefur fyrirtækið fengið nokkra tryggingu fyrir því að um frekari sölu verði að ræða síðar á þessu ári. „Þetta er veruleg aukning frá því í fyrra en þá seldum við um 160 þúsund peysur,“ sagði Jón. í fyrra voru seldir um það bil 800 þúsund treflar til Sovétríkjanna. Samningar um sölu á treflum á þessu ári hafa ekki tekist ennþá. Viðræður munu halda áfram og vonast for- ráðamenn Álafoss til að þeir samn- ingar náist en vilja þó ekkert fullyrða í því efni. Atriðið sem strandará eru mismunandi verðhugmyndir og ber ennþá nokkuð mikið í milli. Einnig eru hafnar viðræður um sölu á öðrum vörum en þeim sem hingað til hafa verið seldar til Sovét- ríkjanna eins og teppi og hand- prjónaband. „Égvonaað þeirsamn- ingar gangi upp innan nokkurra vikna. í ljósi alls þessa leyfi ég mér að vera bjartsýnn á það að viðskipti okkar við Sovétmenn aukist veru- lega milli áranna ’88 og ’89,“ sagði Jón. Fyrirtækið selur ullarvörur til flestra Vesturlandanna. Vörúrnar hafa að sögn fengið mjög góðar viðtökur einkum í Bandaríkjunum og Japan. Á síðasta ári gekk salan ekki sem skyldi meðal annars vegna þess að sameining gamla Álafoss og Ullariðnaðardeildar Sambandsins stóð yfir. En reiknað er með að í þessum löndum verði einnig um nokkuð mikla söluaukningu að ræða á þessu ári. jkb Rækjubáts saknað í ísafjarðardjúpi frá því á þriðjudagskvöld: Víðtækri leit haldið áfram Rækjubátsins Dóru ÍS 213 frá ísafirði hefur verið saknað síðan um klukkan 21 á þriðjudagskvöld- ið. Báturinn er 10 tonna trébátur og á honum eru tveir menn. Víð- tæk leit hefur staðið yfir en síðdegis í gær hafði hún enn ekki borið árangur. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á ísafirði fundust í fyrrinótt nokkrar lestarfjalir úr bátnum vestur af Æðey. Vel viðr- aði til leitar í gær og var ætlunin að leita fram í myrkur. Síðdegis í gær flaug vél Landhelgisgæslunnar yfir svæðið, einnig vél frá flugfélaginu Erni. Formleg leit heldur áfram í dag. Síðast heyrðist til bátsins um klukkan 18:00, þá var veður hið versta, norðan 6-8 vindstig með éljum, 11 gráða frost og mikil ísing. Báturinn var þá staddur við rækjuveiðar við Strandseljavík undan Æðey en var í þann veg að halda áleiðis til ísafjarðar og átti fyrirhöndum IVztil2 tímasiglingu. Þegar báturinn var ekki kominn til hafnar þremur tímum síðar var leit sett af stað. Öll tiltæk skip og stærri bátar frá ísafirði, Bolungarvík og Súðavík héldu til leitar ásamt varðskipinu Ægi og björgunarsveitum frá þess- um stöðum. Sem fyrr segir eru tveir mcnn á bátnum, þeir eru báðir búsettir á ísafirði og reyndir sjómenn. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.