Tíminn - 16.02.1989, Page 8

Tíminn - 16.02.1989, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 16. febrúar 1989 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvaemdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason StelngrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Subbulegt smáfiskadráp Að éta útsæðið hefur aldrei þótt bera vott um búhyggindi. Samagildir um veiðar á undirmálsfiski. Vera má að það sé einhverjum skjóttekinn gróði að moka upp ýsukóði þegar gott verð fæst fyrir slíkan afla í útlöndum, en gæfulegt sýnist það ekki. Ljóst er orðið að mikið hefur verið veitt af smáýsu hér við land og hún seld fyrir gott verð í Bretlandi, enda eftirspurnin mikil. Tíminn hefur sýnt fram á að undirmálsýsa er einnig á boðstólum í verslunum hér á landi og sýnir það hve menn eru blindir fyrir því glapræði sem smáfiskadráp er. f*að er ávallt erfitt fyrir stjórnvöld að fylgjast náið með hvort fiskur sem dreginn er úr sjó nær löglegri stærð eða ekki. Það er líka álitamál hvort æskilegt er að einhvers konar lögregluyfirvöld séu að fylgjast með veiðum, veiðarfærum og því hvers konar fiski er skipað á Iand eða seldur erlendis úr íslenskum skipum. Sjómenn og þeir sem versla með fisk eiga að sjá sóma sinn í að nota einvörðungu lögleg veiðarfæri og að gera sér smáfiskadráp ekki að féþúfu. Þessir aðilar eiga mest undir því komið fiskur fái að vaxa eðlilega og sé fyrst veiddur þegar hann hefur náð góðri stærð og mun meira verð fæst fyrir hvern einstakling en þegar verið er að selja kóð. En í raun eiga allir landsmenn hagsmuna að gæta þegar um fiskvernd er að ræða því miðin eru sameign þjóðarinnar og þeir sem gera sér leik að því að nota ólögleg veiðarfæri og drepa undirmáls- fisk í stórum stíl eru að hlunnfara alla þá sem auðlindir sjávarins heyra til. Útgerðum er ekki færður fiskveiðikvóti á silfur- fati til þess að misnota aðstöðu sína og veiða og selja undirmálsfisk vegna skammtímahagsmuna. Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til þeirra sem fá nánast einokun á að veiða fisk, að þeir fari að lögum hvað snertir veiðarfæri og að þeir varist smáfiskadráp í stórum stíl. Sú skoðun er uppi að fiskiskipastóllinn sé allt að þriðjungi of stór og væri auðveldlega hægt að ná sama aflamagni úr sjó þótt skipum fækkaði sem því nemur. Miðað við kvartanir útgerðarmanna um nauman kvóta fyrir hvert skip á þessi skoðun augljóslega við rök að styðjast. En ef sjómenn halda að það sé í lagi að drepa tveggja ára undirmálsfisk í stórum stíl og koma þannig í veg fyrir að aflamagnið aukist í framtíðinni, kemur brátt að því að flotinn verður miklu meira en þriðjungi of stór og þá er hætt við að útgerð verði síður en svo ábatavænlegur atvinnuvegur. Skipstjórnarmenn verða að gera það upp við sj álfa sig hvort þeir ætla að eyða heilum fiskistofnum af íslandsmiðum vegna græðgi og skammsýni eða hvort þeir hlíta ráðum vísindamanna og leyfa fiskinum að vaxa og aukast að verðmæti áður en hann er dreginn úr sjó. Það eru þeir sem veiða fiskinn og selja hann sem eru hinir eðlilegu eftirlitsmenn með hvort auðlindin nær að endurnýjast eðililega. En þegar þeir leggjast í rányrkju pissa þeir í eigin skó af óttalegum subbuskap. lllllllllllllllllllllll GARRI SJÁLFTAKA Garri staldraði dálítið við frétt Tínians á laugardaginn var um vangaveltur um breytingar á greiðslum til lækna. Þarsagði með- al annars að núna væru uppi hug- myndir hjá ýmsum sjúkrasamlög- um um að hætta að grciða læknum beint eftir framlögðum reikningum þeirra. Þess í stað væru menn nú að velta því fyrir sér að láta þá, sem sæktu til læknanna, greiða þeim beint að fullu, en fá síöan endur- greitt hjá sjúkrasamlagi sínu. Hér verður vitaskuld um tölu- vert gagngera breytingu að ræða ef af veröur. Læknar eru eins og allir vita upp til hópa hinir trúverðug- ustu menn og enginn telur sig hafa efni á öðru en að treysta þeim. F.nda cr eins og allir vita ekki lcitaö til þeirra nema brýn þörf kreiji. En læknar eru menn eins og aðrir. Og það er engum hollt að hafa fulla sjálftöku um laun sín. Með öðrum orðum að geta ráðið því sjálfur hvað hann skammtar sér í laun. Sextíu skoðanir í fréttinni er rakið dæmi um iækni sem gerði reikning fyrir að hafa á einum og sama deginum skoðað tæplega sextíu sjúklingu, á stofu sinni og f húsvitjunum í strjálbýli. Það er út af fyrir sig hugsanlegt að einn og sami læknir hafi getað afrekað þetta, en trúlegt er það ekki. Að því þá ógleymdu að slík „ufköst" gefa nú eiginlega ekki í skyn að viðkomandi læknir hafi gefið sér nægilegun tíma til aö skoða alla þessa sjúklinga gaum- gæfilega. Sannieikurinn er auðvituð sá að læknir, sem leyfir sér að skoða 60 kranka landsmenn sína á dag, sjúk- dómsgreina þá og gefa þeim viðeig- andi lyf og ráðleggingar, hann hlýtur að vera kominn út í að vinna hreina og klára hundarbukavinnu. Slíkum lækni er í rauninni alls ekki treystandi. Þetta skilur hver maður, og vonandi viðkomandi læknir líka, að sjúklingum hans ógleymdum. Þess vegna verður eiginlega að vona, svona læknisins og sjúklingu hans vegnu, að hann hafi hér oftulið afköst sin verulega. Sem aftur felur þá í sér að hann hefur leyft sér að gunga á lagiö gagnvart einhverju sjúkrasamlaginu og smeygt sér inn um smugur sjálf- tökukerfisins sem hjá þcim gildir. Þetta er auðvitað ulls ekki nógu gott, jafnvel þó að viöurkcnnt sé að sjúkdómar séu síður en svo nokkuð gamanmál og að allir eigi niikið undir því komið að læknar séu samviskusamir og vinni verk sin vel. En það getur vitaskuld komið fyrir bestu lækna, líkt og aðra menn, að séu þeim opnaðar smugur til að drýgja tekjur sínar þá freistist þeir til þess að ganga á lagið. Dæmið um tannlæknana Þetta kerfi, það er að láta þá sem nota þjónustu læknanna borga hana fullu verði og fá svo endur- greit'-hjá sjúkrasamlagi, hefur eins og menn vita lengi vcrið í gildi í barnutannlækningum. Þó að það megi vitaskuld segja að það sé gamaldags fyrirkomulag að láta fólk snúast í þcssu, í staðinn fyrir að tannlæknarnir sendi reikning- ana bara beint í sjúkrasamlagið, þá hefur þetta kerfi samt sýnt sig að hafa ýmsa kosti. Eins og allir vita eru tannlækn- ingar óhemju dýrar hér hjá okkur. Hvað sem öðru líður þá hefur núvcrandi greiðslukerfi leitt það af sér að fólk fylgist mun betur en clla með verölagningu tannlæknanna. Með öðrum orðum þá verður fólk áþreifanlegu vart við það í dag þegar tannlæknurnir eru að taka þessa fimm þúsund kalla, eða hvað það er, fyrir að skoða upp í börnin í svo sem korter eða tuttugu mínút- ur. Líka fer ekki á milli mála að þetta kerfi setur tannlæknum vissur skorður. Þó að þeir séu víst ficstir tiltölulega ófeimnir, blessaðir, við uð skjóta sér á bak við gjaldskrá sína þá skapar það þeim samt visst aðhald að þurfa að innheiinta þess- ar himinháu fjárhæðir af vcnjulegu launafólki. Kostnaðurinn er vissu- lega hár í dag, en ætli að hann sé þó ckki ívið lægri og töluvert meira ábcrandi heldur en ef þetta rynni allt beint í gegnum kerfið? Þetta greiðslukerfi er líka trúlega aðal- ástæða þcirrar sivaxandi gagnrýni, sem tanniæknar hafa orðið að sitja undir síðustu misserin fyrir gjald- töku sina. Sá er eldurinn sárastur sem á sjálfum brennur. Kostnaðurinn við allan rekstur heilbrigðiskerfisins er orðinn him- inhár hjá okkur, og þar þarf að leita allra leiða til sparnaðar. Og sjálftaku er engum holl. Þess vegna má meir en vera að full ástæða sé oröin til þess að gefa fólki færi á að fylgjast betur með því hvað þjón- ustan, sem það er að notfæra sér, kostar raunverulega. Og þá um leið að skapa aðhaldið fyrir þá sem veita þessa sömu þjónustu. Slíkt aðhald er öllum hollt. Garri. Ao sameinast 400 milljónum Einhver óttalegur taugatitringur grípur suma einstaklinga og sam- tök þegar hinn svokallaða innri markað Evrópubandalagsins ber á góma en hann á að taka gildi á árinu 1992. Þá verða margir eitt spurningarmerki í framan og fara að velta fyrir sér hvort íslendingar eigi að ganga í bandalagið alfarið eða að hluta og hvort það verði yfirleitt nokkuð líf sem hægt er að kalla því nafni á landinu ef staðið verður utan þeirrar nýju Evrópu sem þá á að verða til. Mönnum ber hreint ekki saman um í hverju innri markaðurinn felst. Jónas á DV efast ekki eitt augnablik um að þar sé verið að undirbúa eitt gríðarlegt framsókn- arfjós þar sem samnefnd landbún- aðarstefna mun svífa yfir flórnum. Biðst hann undan öllu samneyti við þann félagsskap. Aðrir telja að mikið efnahags- legt og pólitfskt stórveldi sé í uppsiglingu í Vestur-Evrópu og að þar séu að verða til nokkurs konar bandaríki og verði illt utan að búa þegar til kemur. Fjármagnsflæðið endanlega Hræðsluáróður er rekinn um að reistir verði tollmúrar úm hin nýju bandaríki og verði ekki nokkur leið að smygla þangað íslenskum fiski, gæru eða lopahespu nema þjóðin og landið sverji sig í lög hins nýja markaðar. Verslunarráð hélt viðskiptaþing í vikunni til að kynna fagnaðarboð- skapinn um innri markaðinn og ætti sumum að vera léttir að heyra að banka- og fjármagnsstarfsemi alls konar á að vera frjáls eins og fuglinn fljúgandi innan bandalags- ins. Þá verður hægt að fá fleiri banka hingað til að slá og svo verður líka hægt að slá banka og fjármagnsfyrirtæki í útlandinu og verða þá ekki aldeilis vandræði með fjármagnið. Svo verður líka hægt að leggja inn í banka í útlöndum og kaupa þar hlutabréf. Mörgum þykir inngangan í Evr- ópubandalagið nýja vera girnileg og einkum hafa forsvarsmenn iðn- rekenda verið þess fýsandi að gal- opna þarna markað fyrir íslenskar iðnaðarvörur og væntanlega ís- lenskt fjármagn. Yfirleitt eru það útflytjendur sem telja að allt atvinnulíf á Islandi stöðvist ef ekki verður gengið í bandalagið og af tali þeirra má ráða að engu sé líkara en að íslenskt þjóðlíf standi og falli með því hvort tollar á íslenskum vörum séu eitthvað hærri eða lægri í löndum Vestur-Evrópu, eða þeim löndum sem eru í bandalaginu margnefnda. Skyldur og kvaðir Þrátt fyrir allt talið og kynningar- starfsemina varðandi innri markað Evrópubandalagsins, sem óðum nálgast í tímanum, er eins og enginn aðili treystist til að gefa einhverja mynd af hvaða áhrif það kann að hafa á íslandi að vera einn góðan veðurdag orðinn hluti af bandaríkjum nokkur hundruð milljóna Evrópubúa. Aðild veitir ekki aðeins einhliða réttindi íslendinga í Vestur-Evr- ópu, einhver réttindi hljóta Þjóð- verjar, Frakkar, Bretar, ítalir o.s.frv. að fá hér á landi. Frjálst fjármagnsflæði, sameig- inlegur vinnumarkaður, eignar- réttur í lausu og föstu einskorðast ekki við landamæri og borgaraleg réttindi yfirleitt verða sameiginleg. Hvernig munu íslenskir bankar og fyrirtæki standa sig í samkeppn- inni innan bandalagsins? Á að flytja landbúnaðarvandamál meginlandsins hingað til lands? Hvaða trygging er fyrir áframhald- andi eignarétti á skipum, vinnslu- stöðvum, höfnum eða jafnvel fiskinum í sjónum? i Engu er líkara en að þeir sem i láta sig vandræðin vegna væntan-! legs innri markaðar Evrópubanda- lagsins einhverju varða einblíni á tollfrelsi á íslenskum útflutningi og að hingað berist nóg erlent fjár- magn án nokkurra kvaða. Enginn virðist velta fyrir sér að tollar falla niður á innflutningi hingað til lands eða hvað það hefur í för með sér t.d. fyrir íslenskan iðnað, eða rekstur ríkissjóðs. Skyldi ekki íslenskt strjálbýli verða freistandi fyrir íbúa þéttset- inna landa þar sem landrými og atvinna er af skornum skammti? Leyfir Evrópa með sínum innri markaði að einhver þjóð einoki land sitt til dæmis með þeim hætti að hreintungustefna ríki í mennta- kerfi og opinberu máli og í ríkis- reknum fjölmiðlum? Verður ekki verndun máls og menningar smáþjóðar álitin óþol- andi þjóðremba í nánu ríkjasam- bandi innri markaðarins? Verður yfirleitt leyft að sporna við því að þjóðir fái að halda sérkennum sínum, svo sem sjálfu þjóðerninu? Er reyndar þegar álitamál hvort það er kurteisi að minnast á slíkt hugtak um vestanverða Evrópu. Að því er best verður skilið sveitast margir aðilar við að kynna sér hvaða réttindi vinnast með inngöngu Íslandí í Evrópubanda- lagið og eru haldnar um það fjálgar ræður, svo sem á viðskiptaþingi. En mikið yrði fróðlegt að frétta hvort einhver er að kynna sér hvaða skyldur og kvaðir fylgja inngöngu og umfram allt hvaða réttindi ávinna 400 milijónir manna sér á íslandi ef landið gengur í hin nýju bandaríki. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.