Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. febrúar 1989 Tíminn 3 Fjármálaráðherra boðar lokanir hjá fyrirtækjum sem ekki hafa skilað staðgreiddum sköttum starfsmanna sinna í ríkissjóð. Launþegar geta átt von á að verða tvíkrafðir um sömu skatta: 1,5 milljarðar hirtir af staðgreiðslufénu „Á landsvísu hafa skil á staðgreiddum sköttum verið 96%. Fjögur prósent er engu að síður alvarlegt vandamál því við áætlum að um sé að ræða tæplega 1.478 milljónir sem 8.308 fyrirtæki og atvinnurekendur hafa ekki staðið ríkissjóði skila á en hafa þó dregið frá launum starfsmanna sinna,“ sagði Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti hertar aðgerðir gegn fyrirtækjum sem ekki hafa staðið skil á staðgreiddum sköttum starfsmanna sinna. Fjármálaráðherra sagði að af þessum 8.308 fyrirtækjum skuld- uðu 199 samtals tæpar 734 milljón- ir. Ekkert þessara 199 fyrirtækja skuldaði minna en eina milljón og dæmi væri um alit að 30 milljóna skuld hjá einu fyrirtæki. Ólafur Ragnar sagði að ráðu- neytið hygðist nú grípa til harðra aðgerða gegn vanskilafyrirtækjum. Það væri ótækt að staðgreiddum sköttum væri ekki skilað í ríkissjóð heldur teknir inn í rekstur fyrir- tækjanna. Innheimtumönnum ríkissjóðs hefði nú verið uppálagt að hefja nú þegar innheimtuaðgerðir gegn þessum 199 fyrirtækjum og hafi þau ekki staðið skil á skuldum sínum eða gert grein fyrir sínum málum á viðunandi hátt innan hálfs mánaðar frá í dag, þá verði rekstur þeirra stöðvaður í síðasta lagi 15. mars n.k. Fram kom hjá Ólafi Ragnari að ólíklegt væri að heildarvanskilin innheimtust að fullu því að í flest- um tilfellum væri um að ræða fyrirtæki sem ekki hefðu skilað skattaframtali og hefðu fjármála- umsvif þeirra því vcrið áætluð. Samkvæmt reynslu mætti þvf búast við að um það bil helmingur þessara fjórtánhundruð og áttatíu milljóna skilaði sér í ríkissjóð. í fæstum tilfellum væri um að ræða einhverja sérstaka fjárhagslega ástæðu fyrir þessum vanskilum fyrirtækjanna. Hann sagði að launþegar þeir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, Snorri Ólsen, Bolli Þór Bollason og Maríanna Jónasdóttir tilkynntu í gær að rekstur fyrirtækja og launagreiðenda sem ekki hafa staðið skil á staðgréiddum sköttum starfsmanna sinna verður stöðvaður, geri þessir aðilar ekki hreint fyrir sínuin dyrum innan hálfs mánaðar. Tímamynd: Ámi Rjama. sem skatturinn hefði verið dreginn frá þyrftu að vera sérstaklega á verði gagnvart því að launagreið- andi' skilaði skattinum til ríkis- sjóðs. Launþegar þyrftu einnig að halda saman launamiðum sínum til að geta sannað að skattar hefðu verið teknir af launum þeirra. Launþegar hjá fyrirtækjum sem ekki hafa staðið ríkissjóði skil á sköttum þeirra gætu átt von á ýmsum óþægindum og að þcir verði krafðir um skattana þegar álagningu opinberra gjalda verður lokið og skattskráin tilbúin á sumri komanda. -sá Úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs 1989. F.v. Þorvarður Helgason ríthöfundur, Knútur Hallsson ráðuneytisstjórí og Birgir Sigurðsson rithöfundur. 60 milljónir úr Kvikmyndasjóði: Lárus Ýmir fær mest I gær var tilkynnt um aðalúthlutanir úr Kvikmyndasjóði íslands fyrir árið 1989 og námu þær samtals 60 milljónum króna. Kvikmyndasjóður hefur á þessu ári 71 milljón til umráða, en 11 milljónir fara í rekstur skrifstofu sjóðsins og smærri styrkveitingar, m.a til textasetningar og þýðingar á eldri myndum. Lögum samkvæmt hefði sjóðurinn átt að hafa 110 milljónir til umráða en niðurskurður á fjárlögum fyrir þetta ár nemur 29 milljónum króna eða 31%. Alls bárust Kvikmyndasjóði 74 umsóknir um styrki að þessu sinni. Áætlaður framleiðslukostnaður þeirra verka sem sótt var um styrki til nam rúmlega hálfum milljarði króna. Hæsta styrk úr sjóðnum að þessu sinni hlaut Lárus Ýmir Óskarsson, eða 15 milljónir króna vegna kvik- myndarinnar „Bílaverkstæði Badda“. Aðrirsem hlutustyrk vegna leikinnar kvikmyndar voru Ágúst Guðmundsson sem hlaut lOmillj*na styrk til að gera sögualdarkvikmynd, Þráinn Bertelsson sem fékk 9 millj- ónir í mynd sína „Magnús" en þess má geta að Þráinn hlaut cinnig styrk í fyrra upp á 13 milljónir vegna sömu kvikmyndar. Þá hlaut fyrirtækið Umbi 3 milljóna styrk vegna kvik- myndarinnar „Kristnihald undir jökli“ og að auki lán upp á 2,3 milljónir vegna sömu myndar. Til gerðar á heimildarkvikmynd- um var veitt 11,5 milljónum og skiptust þær á milli 5 aðila. Hæstu styrkveitingu í þessum flokki fékk Páll Steingrímsson til að gera mynd um tónlist á fslandi. Styrk til undirbúnings kvikmyndar fékk Hrif hf. 2 milljónir vegna myndarinnar „Palli var einn í heim- inum“ og María Kristjánsdóttir fékk 1,5 milljónir vegna myndarinnar „Eyrarbakka-Arndís“. Haraldur Guðbergsson fékk 500 þúsund styrk vegna teiknimyndar- innar „Völuspá“. Styrk vegna handritagerðar hlutu 11 aðilar, tveir fengu 200 þúsund og níu 400 þúsund. Þá fékk Kvik- myndaklúbbur íslands 500 þúsund og nokkrir kvikmyndagerðarmenn fengu samtals 800 þúsund vegna námskeiðs á vegum Kvikmynda- sjóðs. SSH Fyrir rúmum tíu árum var flutt á þingi frumvarp um biðlaun alþingismanna: Breytt alstaða «1 biðlauna „Biðlaun eru ekki kaup. Biðlaun eru til þess greidd að mönnum gefist kostur á því að fá sér aðra vinnu til þess að framfleyta sér og sínunt á. Þetta er eðli biðlauna." Þannig fórust Sverri Hermannssyni orð fyrir rúmum tíu árum, við umræður um frumvarp sem hann flutti ásamt fleirum. Frumvarpið tryggði þingmönnum rétt á bið- launum. Viðhorfsbreyting hefur orðið hjá Sverri Hermannssyni frá því að hann mælti fyrir í neðri deild þingsins, frumvarpi um biðlaun alþingismanna árið 1978. Flutn- ingsmenn að frumvarpinu voru ásamt Sverri, Garðar Sigurðsson fyrsti flutningsmaður, Eiður Guðnason, Árni Gunnarsson, Ingvar Gíslason og Friðjón Þórðar- son. Sé litið í Alþingistíðindi frá þessum tíma fæst ekki betur séð en að biðlaun séu af flutningsmönnum frumvarpsins hugsuð sem nokkurs konar uppsagnarfrestur alþingis- manna. Öll umræða snýst um að þingmenn fái biðlaun vegna þess að kjósendur hafni þeim í þing- kosningum eða prófkjöri, ekki að þeir hætti þingntennsku til að taka við öðrum störfum. Rök Sverris Hermannssonar fyr- ir að þiggja biðlaun frá Alþingi á sama tíma og hann þáði laun sem bankastjóri Landsbankans eru þau að hann líti á biðlaun sem hluta af launakjörum alþingismanna. Með öðrum orðum launauppbót. í þessu sambandi er fróðlegt að rifja upp hvað Sverrir sagði úr ræðustóli neðri deildar þann 30. nóv. 1978, en uppi var ágreiningur um hvort þriggja mánaða biðlaun ættu að vera réttur allra alþingismanna eða hvort þeir sem setið hefðu á þingi í 10 ár eða lengur ættu að eiga kost á sex mánaða biðlaunum. Sverrir var því fylgjandi að þeir sem lengi hefðu setið á þingi ættu rétt á lengri biðlaunum. „Það er talað um að ástæðulaust sé að gera upp á milli þingmanna, hafa það misjafnt eftir starfsára- fjölda hvort menn njóta þriggja eða sex mánaða biðlauna. Það er auðskilið eins og málið er hugsað að þarna hlýtur að mega skilja á milli, þótt ekki sé beinlínis hægt að benda á hvar séu sanngjörnust greinarskilin. Auðvitað er sá þing- maður sem hefur setið til að mynda tuttugu ár á Alþingi, við skulum segja frá fertugu til sextugs, í engu álíka fær um að útvega sér aðra vinnu og sá ungi maður sem hefur setið í fjögur ár, frá fertugu til 44 ára aldurs, enda ekki glatað sam- bandi sínu við fyrra starf sitt eða starfsgrein í eins miklurn mæli eins og ætla mætti að hinn mundi gera“. Af þessum orðum er ekki hægt að ráða annað en biðlaun séu í huga ræðumanns einungis ætluð sem tel'.jutrygging fyrrverandi þingmanns á meðan hann leitar sér að nýju starfi. -ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.