Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. febrúar 1989 Tíminn 7 Þegar snjóa leysir verður tekið til við að setja upp svokallað vegrið. iimamvmi Gunnar. Umferð til gagnstæðra átta um Ártúnsbrekku aðskilin samkv. tillögu framsóknarmanna: Fokkervél Flugleiöa fór út af flugbrautinni á Akureyrarflugvelli í gær: Farþegar ómeiddir Akureyrarflugvöllur lokaðist í gær vegna Fokkervélar Flugleiða, er ók út af flugbrautinni vestan flugstöðv- arbyggingarinnar. Farþega sakaði ekki en líkur voru taldar á því í gær að skemmdir hefðu orðið á nefhjóli vélarinnar. Um miðjan dag í gær fór Fokker- vél frá Flugleiðum út af braut á Akureyrarflugvelli. Vélin var að koma inn til lendingar við þokkaleg- ar aðstæður. Skafrenningur var en þokkalega bjart veður. í flugturni á Akureyri fengust þær upplýsingar að bremsuskilyrði hefðu verið þokkaleg. Vélin var lent og verulega hafði dregiö úr hraða hennar, þegar nef- hjól tók skyr.flilega að rása, með þeim afleiðingum að vélin hafnaði utan flugbrautar með nefhjólið í skafli. Loftferðaeftirlit fór i gær norður, eftir því seni Tfminn kemst næst, og vildu starfsmenn flugvallarins ekki fjarlægja vélina fyrr en starfsmenn Loftferðaeftirlits voru komnir á staðinn. Þá þurfti einnig sérstök tæki til að ná vélinni úr snjónum svo ekki hlytust frekari skemmdir af á nef- hjólinu. Ráðgert var að senda flugvirkja og varahluti norður hið fyrsta. Óvíst var í gær hvort hægt yrði að koma því við fyrr en í dag. -ES „Við byrjum að setja vegrið í Ártúnsbrekkuna miðja strax og snjórinn fer og veður Ieyfir,“ sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri við Tímann. Mörg alvarleg slys hafa orðið í Ártúnsbrekkunni vegna þess að bíl- ar hafa farið inn á öfugan vegarhelm- ing og skollið á bílum sem á móti komu. Til að sporna við þessu flutti Alfreð Þorsteinsson tillögu í borgar- stjórn í október á síðasta ári unj að umferð til gagnstæðra átta yrði að- skilin með vegriði. Tillaga Alfreðs hlaut góðar undir- tektir og var borgarverkfræðingi falið að gera tillögur að framkvæmd- um. Síðan var hljótt um málið um tíma og þegar meirihluti borgar- stjórnar lagði fram fjárhagsáætlun sína til fyrri umræðu var ekki á vegrið í Ártúnsbrekku minnst. Það var hins vegar gert við síðari umræðuna því þá var komin inn í áætlunina tillaga frá Davíð Oddssyni um að 14 milljónum skyldi varið til að gera slysasvæðið Ártúnsbrekku öruggari með því að koma upp vegriði í henni til að aðskilja umferð til gagnstæðra átta. Ingi Ú. Magnússon sagði að lítil- lega þyrfti að breikka vegaxlirnar til að endurheimta það pláss sem veg- riðið tekur. Jafnframt því þarf að færa Ijósastaura á vegbrúnum utar. Alfreð Þorsteinsson sagði í sam- tali við Tímann að það væri gleðilegt að tekið hefði verið tillit til tillögu framsóknarmanna um þetta mikil- væga öryggismál. Flér væri um að ræða mikið hags- munamál fyrir Reykvíkinga, einkum íbúa Árbæjar- og Grafarvogshverfa sem daglega þyrftu að aka um Ár- túnsbrekkuna. Á Vesturlandsvegin- um á þessu svæði væri mestur am- ferðarþungi í Reykjavík og þarna hefðu orðið fjölmörg óhöpp og slys í vetur, þannig að ekki hefði verið eftir neinu að bíða. „Það er ánægjulegt að borgarstjóri hefur orðið við tillögum og ábend- ingum Framsóknarflokksins í þessu máli,“ sagði Alfreð Þorsteinsson. -sá Árni Gunnarsson alþingismaður vísar því á bug aö hann sé milligöngumaður grænfriöunga á (slandi: „ALGERT KJAFTÆÐI“ „Ég vísa þessu algerlega á bug, þetta er kjaftæði. Það fer hins vegar ekki á milli mála að þetta fólk hefur hringt í mig, en ég hef ekki haft milligöngu um eitt eða neitt“, sagði Árni Gunnarsson alþingismaður er Tíminn spurði hann um réttmæti þeirra sögusagna að hann væri í stöðugu símasambandi við talsmenn Greenpeace-samtakanna. Sú frétt barst blaðamanni Tímans til eyrna að þingmaðurinn Árni Gunnarsson héldi uppi sambandi við samtökin og færi ekki dult með. Árni tók fram að þó svo að hann væri milligöngumaður samtakanna hér á landi væri honum heiður af því, það fólk sem starfaði innan Greenpeace hefði meiri tilfinningu fyrir því sem skipti máli í umgengni fólks við náttúruna cn þeir menn er færu með völd í þessu landi. „Hvalamálið verður æ alvarlegra með hverjum deginum sem líður. Menn verða að fara að átta sig á því að hvalveiðar í vísindaskyni er alls ekki stefna Alþingis. Ég er búinn að lesa allar umræður um hvalamálið og kynna mér framgang þess máls. Alþingi hefur aldrei mótað formlega stefnu um vísindahvalveiðar á þann hátt sem þær eru framkvæmdar núna, hún hefur verið rædd í utan- ríkismálanefnd, en það nær ekki lengra“, sagði Árni. Tillaga þingmannsins um algert bann við hvalveiðum næstu þrjú árin, er til umfjöllunar hjá atvinnu- málanefnd sameinaðs þings og er væntanleg þaðan í þessari viku eða býrjun þeirrar næstu. -ág Viðtalsfundir menntamálaráðherra í grunnskólum Reykjavíkur 16. febrúar til 4. apríl 1989. Svavar Gestsson menntamálaráðherra mun halda viðtalsfundi með skólastjórum, foreldrum og kennurum í grunnskólum Reykjavíkur. Markmiðið meö fundunum er aö gefa fólki tækifæri til aö reifa hugmyndir sínar og skoöanir í uppeldis- og menntamálum. Menntamálaráöherra og starfsfólk ráðu- neytisins mun skýrafrá því helstasem ádöfinni er í þessum málaflokkum þar. Viðtalsfundir í framhaldsskólum borgarinnar veröa haldnir síöar. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Hagaskóla fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.30 fyrir skólastjóra, foreldra og kennara í: Austurbæjarskóla Grandaskóla Hagaskóla Melaskóla Landakotsskóla Tjarnarskóla Vesturbæjarskóla Næsti fundur verður haldinn í Laugarnesskóla þriðjudaginn 21. febrúar kl. 20.30 fyrir skólastjóra, kennara og foreldra í: ísaksskóla Langholtsskóla Laugalækjarskóla Laugarnesskóla Vogaskóla Æfingaskóla K.H.Í. Þriðji fundur verður haldinn í íþróttah. Seljaskóla þriðjudaginn 7. mars kl. 20.30 fyrir skólastjóra, foreldra og kennara í: Breiðholtsskóla Fellaskóla Hólabrekkuskóla Seljaskóla Ölduselsskóla Fjórði fundur verður haldinn í Hvassaleitisskóla fimmtudaginn 16. mars kl. 20.30 fyrir skólastjóra, foreldra og kennara í: Álftamýrarskóla Bústaðaskóla Breiðagerðisskóla Fossvogsskóla Hlíðaskóla H>yassaleitisskóla Réttarholtsskóla Fimmti fundur verður haldinn í Árbæjarskóla þriðjudaginn 4. aprfl kl. 20.30 fyrir skólastjóra, foreldra og kennara í: Árbæjarskóla Ártúnsskóla Foldaskóla Selásskóla Menntamálaráðuneytið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.