Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 16. febrúar 1989 12 Tíminn, FRÉTTAYFIRLIT Islamabad - Afgansklrl skæruliðaleiðtogar sem hittust' í Rawalpindi í Pakistan rifust um samsetningu ráðgjafa-. þings til að ræða myndun nýrr- ar bráðabirgðastjórnar sem hefði átt að vera búið að setja á laggirnar áður en síðustu sovésku hersveitirnar fóru frái landinu. NÍCOSÍa - Verðir islömsku| byltingarinnar í iran sögðu i' gær að að þeir væru nú tilbúnir til að drepa breska rithöfundinn i Salman Rushdie, en andleguri leiðtogi byltingarvarðanna, | Ayatollah Khomeni, hefur; dæmt hann til dauða, eða lýst hann réttdræpan vegna skáld- sögunnar sem hann skrifaði og heitir „Satanic Verses“, en múslimar telja margir hverjir að skáldsagan sé guðlast. Að sögn breskra sendiráðs- starfsmanna í íran mótmæltu um 3000 manns bókinni fyrir utan sendiráðið í gær. San Salvador - Leiðtogar Mið-Ameríkuríkja opnuðu í gær fyrir hugsanlega leið til að ná friði í Nikaragva, þegar þeir lýstu yfiráformun sínum um að leggja niður uppreisnarherinn sem studdur er af Bandaríkjun- um og leggja grundvöll að víðtækum lýðræöislegum um- bótum í landinu. HÖfðaborg - Lögregla hef- ur nú borið kennsl á illa farið lík sem fannst í Soweto fyrir skömmu. Segir lögregla að þetta sé lík barns sem lífverðir Winnie Mandela eiga að hafa veist að í síðasta mánuði. Jóhannesarborg - Sjö suður-afrískir fangar sem tekið hafa þátt í útbreiddu hungur- verkfalli til að mótmæla því að þeim er haldið í fangelsi án dóms, tóku til matarsíns í gær. Á sama tíma hafa um 300 aðrir fangar lýst því yfir að þeir muni haída áfram í hungurverkfalli þrátt fyrir að stjórnvöld hafi látið um 17 fanga lausa. Beirut - Hermenn Líbanon- hers og harðlínu uppreisnar- menn börðust í gær i einhverj- um harðasta bardaga sem háður hefur verið í Líbanon sl. tvö ár í kristna hluta borgarinn- ar. Að minnsta kosti 28 manns féllu og 60 særðust. Colombo - Þrátt fyrir hótan- ir uppreisnarmanna um að drepa þá sem taka þátt í kosn- ingum í Sri Lankafóru þúsund- ir á kjörstað til að neyta kosn- ingaréttarsíns í fyrstu kosning- unum í landinu í 12 ár. 15 manns voru drepnir í ofbeld- isverkum sem tengdust kjör- stöðum. Marrakesh - Leiðtogafundi leiðtoga f rá f imm löndum Norð- ur-Afríku var frestað um sól- arhring vegna þriggja daga óvissu um það hvao leiðtogi Líbýu, Mummar Gaddafi hygð- ist fyrir varðandi fundinn. Tremez - Það var með yfir-j lýsingum um að hersetan hafi; verið til einhvers og trega-j blandirini kveðju til þeirra sem j fallið hafa, að sovéski herinni yfirgaf endanlega Afganistan* eftir níu ára veru þar. Kveðju- stundin rann upp þegar stjórn- andi sovéska heraflans í Af- ganistan, Boris Gromov hers- t höfðingi fór yfir brúna yfir ána Amudarya, á eftir sveit 501 skriðdreka og 400 hermanna. I lllllllliniill UTLÓND ........................ ........... ........... ............. .................... ......... ......... -......... ......- ^ :iiíl.................. ........ ...... ......................... Enn er óljóst hvernig Afganar leysa vandamál sín við stjórnarmyndun eftir brottför Sovétmanna: Konungur vill hlut í mvndun ríkisvalds Fyrrum konungur Afganistan, Zahir Shah sagði, að nú þegar sovéskur herafli væri endanlega farinn frá Afganistan, væri þörf á þjóðar átaki til þess að hefja uppbyggingarstarf í stríðshrjáðu landi sínu. Þessi fyrrum einvaldur, sem búið hefur í Róm frá þvf að honum var steypt af stóli í byltingunni 1973, sagði að hetjuleg barátta afgönsku þjóðarinnar gegn einhverri mestu hernaðarvél heimsins væri komin á nýtt stig. Talsmaður konungsins, Abdul Wali hershöfðingi, sagði í samtali við Reutersfréttastofuna að konungurinn myndi ávarpa þjóð sína í útvarpi á næstunni, í gegnum útvarpskerfi BBC og „Raddar Am- eríku“. j „f dag stöndum við frammi fyrir: nýju verkefni, og það er að tryggja frið í landinu, öryggi borgara og^ einingu þjóðarinnar.“ Þessar setn- ingar eru meðal þess sem konungur- inn fyrrverandi hyggst segja í út- varpsávarpi sínu. Ennfremur mun konungurinn leggja áherslu á það markmið að komið verði á fót stjórn- valdi sem nýtur viðurkenningar meðal meirihluta þjóðarinnar. Það mun jafnframt vera skoðun hans að sem flestir skoðanahópar Afgana geti tekið þátt í því að mynda slíkt stjórnvald til þess að yfirvinna fyrir- sjáanlega árekstra hinna ýmsu hópa vopnaðra skæruliða. Áður hefur verið látið að því liggja að Zahir Shah gæti orðið þjóðhöfðingi og gegndi táknrænu sameiningarhlutverki utan og ofan við deilur hinna ýmsu stríðandi afla. Hins vegar hafa fjölmargir skæru- liðaforingjar afskrifað þennan möguleika á síðustu dögum og þver- tekið fyrir að hann hafi nokkru hlutverki að gegna í viðræðum um bráðabirgðastjórn í landinu. Enn koma afleiðingar slyssins við Tsérnóbýl í Ijós: Mikið um vanskðpuð dýr Vanskapaðar skepnur á býli í Úkraínu í yfir 50 km fjarlægð frá Tsérnóbýl orkuverinu hefur vakið upp ótta um að umhverfið hafi hlotið varanlegan skaða af kjarn- orkuslysinu 1986 segir í Moscow News í gær. Á Petrovsky samyrkjubúinu í Narodichinsky héraði, í grennd við bæinn Zhitomir, hefur fjöldi van- skapaðra svína og kúa, sem borin hafa verið í heiminn eftir Tsérnóbýl- slysið fyrir tæpum þrem árum aukist upp úr öllu valdi. Stundum eru bornir kálfar sem höfuðið vantar á og höfuðkúpa svín- anna er öðru vísi en hún á að vera, eða þau vantar augun. Greinarhöf- undur í Moscow News segir: „Mér var sýnt svín sem var með froskshöf- uð. 1 staðinn fyrir augun voru ein- hverjar stórar vefjarflyksur." Á síðustu 5 árum fyrir slysið var ekki gotið nema þremur vansköpuð- um svínum á búinu. En á fyrsta árinu eftir slysið voru skráð 64 tilfelli þar sem vanskapningar komu í heim- inn, 37 grísir og 27 kálfar. Á fyrstu 9 mánuðum ársins 1988 voru það 41 grís og 35 kálfar. Nú eru á búinu 350 kýr og 87 svín. Sérfræðingar frá stofnun í Kíev sem sérhæfir sig í rannsóknum á geislun í landbúnaði könnuðu van- skapningana en lýstu engum sérleg- um áhuga, að sögn dýralæknis. Þeir sögðu að slíkt gæti átt sér mörg hundruð orsaka sem kunna að eiga ekkert skylt með geislun. „En ég sem dýralæknir veit að málið er ekki þannig. Fóðrið fyrir nautpeninginn er ræktað á menguðum engjum. Við getum ekki selt nautin í kjötvinnslu, geislunarmagnið er ekki innan settra marka.“ Greinin í Moscow News er aðeins sú nýjasta af mörgum fregnum í sovéskum fjölmiðlum nýlega þar sem dregin er athygli að langvarandi áhrifum eldsvoðans í Tsérnóbýl og dreifingu skýs með geislavirkum efn- um yfir Evrópu. Innan 30 km hrings umhverfis skaddaða kjarnorkuverið voru allar lifandi verur fluttar burt en Petrov- sky-búið er ekki innan þeirra marka. Dagblað kommúnistaflokksins Pravda sagði frá því síðustu viku að í Hvíta-Rússlandi, norðan við Úkra- ínu, hefði orðið meiri skaði af slysinu en fyrst hefði verið haldið, þar sem allt að því fimmtungur landsins hefði mengast þegar úrkoma bar geislun- ina til jarðar. Þao mörgum á óvart að Martin Scorsese fékk útnefningu sem besti leikstjórinn fyrir hina umdeildu mynd sína Síðasta freisting Krists Tilnefningar til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar í Los Angeles í gær. Flestar tilnefningar fékk kvikmyndin „Rain Man“ eða 8, þ.ám. fyrir bestu kvikmyndina og besta karlleikara í aðalhlutverki, Dustin Hoffman. Dustin Hoffman fékk Óskarsverðlaunin 1979 fyrir aðalhlutverkið í „Kramer vs. Kramer. Næstflestar tilnefningar eða sjö fengu tvær myndir, „Dangerous Li- aisons“ og „Mississippi Burning" sem báðar voru tilnefndar sem besta kvikmyndin. Gene Hackman, sem vann Óskarsverðlaunin 1971 fyrir hlutverk sitt í „French Connection" var tilnefndur til verðlaunanna sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í „Mississippi Burning". Hins vegar hlaut John Malkovich, aðalleikarinn í „Dangerous Liaisons" ekki tilnefn- ingu. Ásamt Dustin Hoffman og Gene Hackman var Tom Hanks tilnefndur í hlutverki aðalleikara í gaman-, myndinni „Big“. Sænski leikarinn Max von Sydow hlaut sína tilnefn- ingu í dönsku myndinni „Pelle Er- obreren". Þá hlaut Edward James Olmos tilnefningu fyrir leik sinn í „Stand and Deliver". Það kom mörgum á óvart að Martin Scorsese var tilnefndur til leikstjóraverðlaunanna fyrir mynd- ina umdeildu Síðasta freisting Krists. Sigourney Weaver fékk tvær til- nefningar sem besta leikkonan, ann- ars vegar fyrir hlutverk sitt í í þokumistrinu. sem nú er verið að sýna í Bíóborginni og hins vegar fyrir bestan leik í aukahlutverki í „Working Girl“. Melanie Griffith hlaut sína út- nefningu fyrir bestan leik í aðalhlut- verki fyrir „Working Girl“. En j?að verða fleiri leikkonur sem keppa að Óskarnum fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Glenn Close var tilnefnd vegna „Dangerous Liai- sons“, Jodie Foster fyrir hlutverk sitt í „The Accused" og Meryl Streep fyrir leik sinn í „Cry in the Dark“. Meryl Streep hefur þegar hreppt óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlut- verki í Val Sophie 1982 og fyrir bestan leik í aukahlutverki í Kramer vs. Kramer 1979. Hún hefur nú verið tilnefnd 8 sinnum til þessara glæsilegu verðlauna. Óskarsverðlaunin verða afhent með glæsibrag að venju í beinni útsendingu- frá Los Ángeles 29. mars. Það eru 4.600 meðlimir kvik- myndaiðnaðarins sem hlut eiga að akademíunni sem greiðir atkvæði um hverjum heiðurinn fellur í skaut hverju sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.