Tíminn - 16.02.1989, Side 19

Tíminn - 16.02.1989, Side 19
' .» w » Timinn 19 Fimmtudagur 16. febrúar 1989 FflT iW — ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson Fimmtudag kl. 20.00 Síðasta sýning. Þjóöleikhúsiö og islenska óperan sýna: iI>o)fmannt5 ópera eftir Offenbaoh Föstudag kl. 20.00 Laugardag kl. 20.00 Föstudag 24.2. kl. 20.00. Næstsiðasta sýning Sunnudag 26.2. kl. 20.00. Síðasta sýning. Leikhúsgestir á sýningarnar sem felldar voru niðurs.l. sunnudag vegna óveðurs og rafmagnsleysis vinsamlegast hafið samband við miðasölu í dag. Óvitar barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Ath! Sýningar um helgar hefjast kl. tvö eftir hádegi. Laugardag kl. 14.00. Sunnudag kl. 14.00. Uppselt Fimmtudag 23.2. kl. 16.00 Laugardag 25.2. kl. 14.00 Fáein sæti laus Sunnudag 26.2. kl. 14.00 Fáein sæti laus Laugardag 4.3. kl. 14.00 Sunnudag 5.3. kl. 14.00 Laugardag 11.3. kl. 14.00 Sunnudag 12.3. kl. 14.00 SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Föstudag kl. 20.30 Þriðjudag 23. febr. kl. 20.30 Laugardag 25. febr. kl. 20.30. Örfá sæti laus eftir Göran Tunström Ath. breyttan sýningartima Laugardag 18. febr. kl. 20.00. Uppselt Sunnudag 19. febr. kl. 20.00. Örfá sæti laus Miðvikudag 22. febr. kl. 20.00 Föstudag 24. febr. kl. 20.00. Uppselt Sunnudag 26. febr. kl. 20.00. Örfá sæti laus Þriðjudag 28. febr. kl. 20.00. Örfá sæti laus Miðasala í Iðnó sími 16620 Miðasalan i Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Simapantanir virka daga frá kl. 10-12. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 9. apríl 1989. Háskaleg kynni leikrit eftir Christopher Hampton byggt á skáldsögunni Les Liaisons Dangereuses eftir Laclos Sunnudag kl. 20.00 3. sýning Laugardag 25.2. kl. 20.00 4. sýning Kortagestir ath.l Þessi sýning kemur í stað listdans í febrúar. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20.00. Símapantanir einnig virka daga frá kl. 10-12. Sími 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frákl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíðog miði á gjafverði. VISA SAMKORT EURO NEMENDA LEIKHÚSIÐ LEIKUSTARSKÖU ISLANOS UNDARBÆ sm 21971 „Og mærin fór í dansinn...11 eftir Debbie Horsfield 11. sýning föstud. 17. febr. Uppselt 12. sýning laugard. 18. febr. kl. 20.00 Miðapantanir allan sólarhringinn i sima 21971. - Eg gat ekki sofnað og fór að telja kindur, - og þá mundi ég allt í einu eftir lambakótelettunum í ísskápnum... Ég leit á karlmenn sem „ovinina Eflaust muna cinhverjir cnn eftir hinum geysivinsælu framhaldsþáttum „Húsbænd- ur og hjú" sem hér voru sýndir fyrir margt löngu. Meðal leikara þar var Nicola Pagett sem lék Elizabeth Bel- lamy og öðlaðist frægð fyrir vikið. En frægðin hafði sitthvað í för með sér sem fæstir gera ráð fyrir og Nicola ekki held- ur þá. Fyrir laun sín keypti hún sér lítið hús og var yfir sig ánægð þegar hún flutti inn og hafði alla hluti út af fyrir sig. Smátt og smátt tók ein- manaieikinn að gera vart við sig og ágerðist svo að eitt kvöldið sá Nicola ekki annað ráð en leita á náðir „Samverj- anna“, samtaka sem hjálpa þunglyndu fólki. -Eg hafði lengi velt fyrir mér hvort þetta væri allt sem lífið hefði upp á að bjóða, segir Nieola. -Ég vann stöð- ugt og hafði nóg að gcra. Ef fyrir kom að cg átti frí, upp- götvaði ég að líf mitt var galtómt og ég fann ekkert að taka mér fyrir hendur. Svo kom að því að ég varð þrítug án þess að hafa verið við karlmann kennd og þá fylltist ég örvæntingu um aö eitthvað væri bogið við mig. Nicola er vel greind og innst inni vissi hún hver undirrót vandans var. Hún bar hrædd við karlmcnn af því hún þekkti þá ekki. Hún gekk í klausturskóla frá 6 til I2 ára aldurs og fór síðan í heimvistarskóla þar sem voru eingöngu stúlkur líka og hún átti engan bróður. í leiklistarskóla forðaðist hún skólabræður sína því hún hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að umgangast hitt kynið. Henni fannst þeir eins og verur frá öðru sól- kerfi. Eini karlmaðurinn sem hún hafði kynnst var faðir hennar. -Ég var á barnti örvænting- ar þegar ég varð þrítug og leið hálfu verr en þegar ég varð fertug, segir Nicola, sent nú er 43 ára. Þá gerðist það er hún var að leika í sviðsverki í London að hún kynntist verðandi eig- inmanni sínum, leikritahöf- undinum Grahani Swannel. Þau giftu sig fyrir tæpum tólf árum eftir að Nicola herti upp hugann og bað hans í annað sinn. Þá sagði hann já. Þau eiga níu ára gamla dóttur og Nicola segist nú vera ánægð og örugg með tilver- una. Nicola fæddist í Kaíró og var skírð Nicola Mary Pagett Scott. Húrt ólst upp í Japan og Hong Kong. Þegar hún var 8 ára lék hún Mjallhvíti í japanska klausturskólanuni og framtíð hennar sem leik- konu var tryggð. Síðan þá hefur hún leikiö bæði á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Við niunum hana kannski í „Önnu Kareninu“ og sent Adele Fairley í „Kjarna- konu.“ Swannel-hjónin eftir frumsýningu á leikverki hans fyrir nokkruin áruin. Bíóborgin: Tucker ★★★ Skemmtileg ræma Preston Tucker var hug- vitsmaður er átti sér hinn dæmigerða bandaríska draum að brjótast úr örbirgð til ríkidæmis. Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk, sýndu kannanir að eftir þessi erfið- leikaár áttu Bandaríkjamenn þann draum mestan að eign- ast nýjan bíl. Tucker hafði sínar hugmyndir um hinn nýja bíl og myndi sá bíll valda byltingu í bílaiðnaðinum. Hann ætlaði sér að hlaða bílinn nýjungum, s.s. skutvél, diskhemlum, öryggisbeltum, innspýtingu og ýmsu fleiru. En vandamálið var að afla fjár fyrir ævintýrið, en fjár- málamenn höfðu ekki trú á þessu og virtist bílafram- leiðslan ætla að verða draum- urinn einn. En með hjálp góðra manna fékk hann að skrifa grein í myndablaðið PIC og urðu viðbrögðin með eindæmum góð sem urðu þess valdandi að fjármála- mennirnir fengu áhugann og stofnað var félag um rekstur- inn. Framleiðslan var framúr- stefnuvagn sem hlotið hafði nafnið Tuckcr Torpado. Þetta brölt Tuckers var ekki alls staðar vel séð. Hinir þrír stóru, Chrysler, Ford og General Motors reyndu allt hvað þeir gátu til að stoppa Nicola 43 ára, eiginkona og móðir og laus við allt þunglyndi og örvæntingu. Tucker og beittu fyrir sig opinberum aðilum. Nú var svo komið að stjórn Tucker bílaverksmiðjanna létu gera róttækar breytingar á bílnum án vitundar Tuckers og reyndu þeir í framhaldi af því hreinlega að losa sig við hann. Virtist þeim ætla að takast ætlunuarverk sitt, en Tucker var ekki af baki dottinn, átti góða vini og sitthvað í poka- horninu. Myndin er byggð sann- sögulegum atburðum. Með hörku sinni og áræðni náði Tucker að smíða 50 bíla af Torpado-gerð sem voru langt á undan sinni samtíð og eru ntargar af hugmyndum hans notaðar í bílum nú til dags. Þess má geta að 46 bílar af Tucker Torpado eru enn í notkun. Yfir allri leikgerð er ákaf- lega sérkennilegur blær, minnir hvað helst á leikhús- uppfærslu og senurnar eru margar hverjar fléttaðar skemmtilega saman. Allt ger- ir þetta myndina dálítið sér- staka en alls ekki síðri og finnst mér leikstjóranum Francis Ford Coppola takast þetta sérlega vcl. Aðalhlutverkið, Preston Tucker, leikur Jeff Bridges. Nær hann fullkomlega að túlka þennan öra, hugmynda- ríka og þrautseiga Banda- ríkjamann, sem vildi láta hinn fullkomna ameríska draum rætast. Önnur hlut- verk eins og Abe Karatze, sem leikinn er af Martin Landau, Vera, sem Joan Al- len túlkar og Eddi sem leikinn er af Frederic Forrest, eru ákaflega vel leyst af hendi. Svona í lokin langar mig að minnast á tvennt. Dálítið angrar mig að textinn skuli ekki ná að fylgja talinu. Hið síðara sem mig langar að minnast er að sjaldan eða aldrei hefur hljóð bíómyndar hljómað jafnvel í mínum eyrum. Kvikmyndin Tucker er tví- mælalaust eitthvað sem þú lesandi góður ættir að sjá ef þú hefðir lausa kvöldstund. Skemmtileg sannsögulcg mynd nteð góðum leik, sem ég gef hiklaust þrjár stjörnur af fjórum. Pélur Sigurðsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.