Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.02.1989, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Fimmtudagur 16. febrúar 1989 VETTVANGUR I Ingvar Níelsson: LeanFish’ aðferðin í fiskmjölsvinnslu Ekki er talið hagkvæmt að gera ‘LeanFish’ verksmiðjurnar alsjálf- virkar en allmargir þættir vinnsl- unnar þarfnast einungis óverulegs eftirlits eftir að jafnvægi hefur verið náð u.þ.b. hálfri klukkustund eftir gangsetningu. Þar sem unnið er magurt hráefni er álitið að tveir menn anni vinnslunni en með lýs- isvinnslu verður þörf á þriðja manni. Er þá reiknað með að hráefni komi að verksmiðjunni í fiskkörum og að sekkjað sé í eins tonns einnotapoka, en að ein gaff- allyfta vinni að mötun og stöflun sekkja. Hagkvæmni Búnaður sá, sem lýst er hér að ofan, er sérhannaður til fram- leiðslu á gæðavöru úr úrgangi frá fiskvinnslunni. Þó ber að gæta þess að jafnvel hinn besti búnaður getur ekki framleitt góða vöru úr slæmu hráefni. Því skiptir hreinlæti í með- ferð hráefnisins megin máli og ennfremur að það sé unnið ferskt - nánast jafnóðum og það fellur til. Ekki skal farið inn á einstök atriði í þessu hér en bent á að allar upplýsingar um rotnun og gerla- gróður er að fá hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Stærð verksmiðjunnar þarf að ákvarðast með hliðsjón að kröf- unni um ferskleika hráefnisins.' Talið er eðlilegt að keyrt sé 9-15 klukkustundir á hvern vinnsludag og fást þannig um 3000 vinnslu- stundir á ári. Þetta er allgóð tíma- nýting miðað við íslenskar aðstæð- ur og mátil samanburðar nefna að loðnuverksmiðjurnar ná aðeins tæpum 2000 stundum. SEINNIHLUTÍ Á skýringarmynd 6 sést hvernig ’LeanFish’ 32DRM verksmiðja með 1.5 tonna afköstum á klukku- stund rúmast á 300 fermetra gólf- fleti. Þvottaturninn er hafður innandyra til að auðvelda hirðingu hans, en rafhitunin er staðsett þannig að hún sogar loft til þurrk- unarinnar frá hráefnismötuninni, og dregur það enn frekar úr lykt frá vinnslunni. Skrifstofu, starfs- mannaaðstöðu og tilraunastofu er komið fyrir í sérhönnuðu eininga- húsi. Hagkvæmnireikningar á með- fylgjandi töflu sýna kostnað við uppsetningu (mánuður -8 til mán- aðar -1) og afkomu í rekstri (ár 1 til árs 5) slíkrar verksmiðju. Árið -1 sýnir samanlagðan rekstur upp- setningartímabilsins. Er gert ráð fyrir að verksmiðjan vinni úr 4500 tonnum af mögrum fiskúrgangi á ári og að úr þeim fáist 1000 tonn/ári af mjöli. Hráefnisverð er áætlað kr. 0.50/kg við vegg fískiðju og aðdrættir kr. 0.50/kg, þannig að komið í hús verksmiðju kostar hráefnið kr. 1.00/kg. Þá er skila- verð afurða áætlað kr. 25000/tonn. Reiknað er á föstu gengi og gert ráð fyrir átta milljóna króna hluta- fé, sem svarar til 33.3% af fram- kvæmdakostnaði. Raunvextir eru reiknaðir 12% pa af fram- kvæmdalánum og 18% pa af skammtímalánum. Framkvæmda- kostnaður er afskrifaður á fímmtán árum. Með ofangreindum forsend- um verður sjóður verksmiðjunnar jákvæður um rúmar fjórar milljón- ir króna á fímmta ári í rekstri. Niðurstöður hagkvæmnireikning- anna koma fram á stöplaritinu hér til hægri. -7 -G -S -O -3 -2 -1 O ÖR t ÖH2 (JH3 ðD4 ÖRS sicv'pingor: ■ HLUTAFC ESS FRQHKVffHDQLðN □ SKOMMTlMRLÖN bm sjödur -20- MILLJðNIR KRðNO aogwQP FEBRÚQR 1989 UppbLjqqinq oq afkoma 'LeanFish 32DRM' verksmið iu lllllil ÚM STRÆTI OG TÖRGlHHHaHHHH lllllllllill lllllllllllllllllllllllllllilllll lllllllillllllllllllll SNÆLANDlllii Sandurinn Ég las það nýlega að það gæti verið fróðlegt að segja sögur af baráttunni við snjóinn og veðrin að undanförnu. Ég er á því að þetta sé rétt og ætla því að segja nokkrar smásögur af mér, samferðafólki mínu í umferðinni og sandinum sem við öll í Reykjavík getum fengið hjá hverfisbækistöðvum gatnamálastjórans í borginni. Rétt er að taka fram að sandurinn fæst ókeypis í sterkum 20-25 kílóa pokum. Mín reynsla Veðráttan að undanförnu hefur mér þótt afar skemmtileg en auk þess eykur hún tekjur mínar svo ég uni mér afar vel þessa daga. Ævin- týri mín í snjónum hafa þó reynst fremur einhæf, ek á góðum snjó- dekkjunt með sandinn góða og skóflu í skottinu. Ég hef fyrst og fremst lent í því að hjálpa öðrum ökumönnum sem hafa setið fastir og því miður verð ég að segja að af átta hjálparvana bílstjórum sem ég man eftir að hafa aðstoðað voru fjórir atvinnubílstjórar, enginn þeirra né hinna með skóflur eða SNJÓSÖGUR sand. Mín hjálp hefur verið sú að moka lítillega frá öllum hjólum bílsins og setja síðan nokkurn sand við drifhjólin. Með þessu lítilræði losnuðu allir bílarnir auðveldlega enda ekki verið um alvarlegar festur að ræða, helst að bílarnir Itafi í litlum skafli tekið spól niður á klaka og setið fastir við það. Þetta eru reyndar algengustu fest- urnar sem gerast í umferðinni. Til bóta Slíkar festur eru ekki alvarlegar, en valda oft öðrum vegfarendum óþarfa töfum og því ættu ökumenn að reyna að forðast þær, en vera auk þess svo búnir að auðvelt sé að losa bílinn, hafa sand og skóflu meðferðis. Þar fyrir utan má oft haga akstri þannig að slíkar smá fcstur komi ekki fyrir. Þessarfestur verða gjarnan á gatnamótum eða í útkeyrslum húsagatna eða af bíla- stæðum, t.d. þar sem bæði er beygja og hitt að þar þarf oft að stöðva bílinn. Við þessar litlu snjógildrur hefi ég það ráð að aka ekki út í þær fyrr en ég sé að ég muni geta ekið rakleitt yfir þær án þess að þurfa að stöðva en einnig án þess að beygja þegar það er hægt, en umfram allt að halda sig í hjólförunum. Til þess að vel takist til er áríðandi að viðkomandi öku- maður fái frið til þess að Ijúka akstrinum í gegnum torfæruna. Þvf miður verða bráðlátir öku- menn oft til þess að eyðileggja annars glæsilega tilraun til þess að sigrast verði á drjúgum skafli, koma tillitslaust akandi á móti svo báðir verða að aka upp úr hjól- förunum og allt situr fast. Enn eitt atriði er mikilvægt, en það er að stöðva ekki bílinn fyrr en komið er á sæmilega sléttan blett. Margur hefur orðið stopp aðeins fyrir að hafa stansað með éitt hjól bílsins niður í skvompu, t.d. á holræsa- loki. Forðist því að stansa þar sem snjór er ósléttur, forðist að stansa þegar taka verður af stað uppímóti og reynið að sjá umfcrðina þannig út að þiö þurfið ekki að stansa í smásköflum og haldið ykkur vel í hjólförunum. Betra er að stansa í hjólförunum og bakka, ef einhver tillitslaus dóninn veður á móti, en umfram allt hafið sand og skóflu í bílnum. í hálkustíflum Undanfarið hafa myndast gífur- legar hálkustíflur á Arnarneshæð, Kringlumýrarbraut og Reykja- nesbraut og víðar. Ef aðeins 1/3 ökumanna við slíkar aðstæður hefði haft sand meðferðis og geng- ið í að dreifa honurn um götuna, hefðu þessi vandræði aðeins staðið skamma stund. Blessuð athugið þetta mín elskanlegu og fáið ykkur sand hjá borginni. Sandinn má auk þess nota til þess að koma í veg fyrir hálkuslys á gangbrautum við heimahús. Amsvíri Nokkuð er síðan ég notaði orð þetta hér í klausu í Tímann. Það hvarf úr klausunni. áður en hún birtist en þó hafði égorð þetta eftir góðum og gegnum framsóknar- manni af Snæfellsnesi, fyrrum ráð- herra. í hans fjölskyldu var þetta víst sterkasta orðið sent haft var uni höfðingjann í neðra. Hjá afa mínum norður í Skagafirði vorurn við frændurnir í sveit eitt sumarið. Afi vildi ekki að við lærðum bölv á þeim bæ og blótaði því jafnan á dönsku. Um haustið vorum við allir fullfærir í að bölva á dönsku strákarnir. Enn bar svo við á dögunum er bölvað var í erlendri mynd í sjónvarpi, að þýtt var í texta „helv.. og andsk... “ en í tali var bölvið yfirgnæft með pípi. Á sama tíma og bölv er umgengist með svo feimnislegum hætti, þýða ljósvíkingar vandlega hverskonar annað sóðaorðbragð og alls konar ísienskuþýðingar á erlendu bölvi og sóðaorðbragði hljóta náð í fjöl- miðlum, svo sem „hoppaðu upp í rassgatið á þér“, en skammastu þín helvítis fíflið þitt og farðu til and- skotans, yrði væntanlega vandlega yfirgnæft með pípi. Ég óttast að sá tími komi að barnabörnin mín kunni ekki að bölva hressilega á íslensku og segi til dæmis: Píp ormurinn hann Dóri er píp hrekkjusvín. Að mér setur ugg, andskotinn hafi það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.